Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jarðskjálftinn í Tyrklandi Björgunar- menn yfír- gefa svæðið AP Clinton Bandaríkjaforseti dillar ungabarni í tjaldbúðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Tyrklandi í gær. Istanbul, Duzce. AP, AFP. BJÖRGUNAR- MENN sem verið hafa að störfum í Bolu-héraði í Norð- vestur-Tyrklandi eru orðnir vondauf- ir um að fleiri nnn- ist á lífí í rústunum og eru alþjóðlegar hjálparsveitir farn- ar að tínast til síns heima. „Þetta er búið, maður getur ekki búist við því að finna lifandi fólk eftir 72 klukku- stundir í rústum húsa,“ sagði belg- ískur leitarmaður í gær. Alls hafa um 1.200 manns frá 20 ríkjum tekið þátt í björgunarstarf- inu. Tala látinna er nú nálægt 600 og enn er hundraða saknað. Yfir 3000 manns eru særðir og era meiðsl margra þess eðlis að ljóst er að fólk mun hljóta varanleg örkuml af. I gærmorgun rigndi í Bolu-héraði í fyrsta sinn frá því að jarðskjálftinn reið yfir síðastliðinn föstudag. Mjög kalt hefur verið að næturlagi á þess- um slóðum undanfarnar nætur og Reuters Drengur hjálpar ömmu sinni við þvotta í tjaldbúðum sem tyrkneski herinn hefur komið upp fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Bolu-héraði. hefur hitinn farið niður fyrir frost- mark. Ibúar sem misstu heimili sín í skjálftanum halda nú til í tjöldum en margir þeirra hafa yfirgefið héraðið af ótta við frekari skjálfta. Bill og HOlary Clinton, forseta- hjón Bandaríkjanna, heimsóttu í gær tjaldbúðir þar sem fómarlömb jarðskjálftans sem reið yfir Tyrk- land í ágúst síðastliðnum dvelja. Clinton-hjónunum var vel tekið af fólkinu. Forsetinn hvatti fólkið til að láta ekki hugfallast þrátt fyrir erfið- leikana. Hann sagði að Bandaríkja- stjóm ætlaði að senda 500 tjöld, sem nægja munu 10.000 manns, til fólks sem misst hafi heimili sín í jarð- skjálftanum í Bolu-héraði á föstu- dag. Hann lofaði einnig að Tyrkir fengju milljarð dollara, um 73 millj- arða íslenskra króna, í aðstoð frá Bandaríkjamönnum tO að kosta framkvæmdir við uppbyggingu á hörmungasvæðunum. Mikill ótti í Istanbul Tyrkneskir jarðskjálftafræðing- ar hafa undanfarna daga lýst áhyggjum sínum af því að búast megi við stóram skjálfta á næstunni í nágrenni við höfuðborgina Istan- bul. Ummæli þeirra í fjölmiðlum hafa valdið mikOli skelfíngu meðal íbúa borgarinnar. Hafa sumir vís- indamenn sætt ámæli af hálfu tyrk- neskra stjómvalda fyrir að kynda undir hræðslu meðal almennings með því að vera of yfii’lýsingaglaðir. „Eg veit að það er ekld ætlun vís- indamanna að valda óþarfa áhyggj- um, en með því að láta í það skína að allt sem mögulega gæti gerst sé jafn líklegt, valda þeir ótta,“ sagði for- sætisráðherra Tyrklands, Bulent Ecevit, í gær. Trump brýtur eina helstu grundvallarreglu sína Heilsaði með handabandi á kosningafundi The Daily Telegraph FASTEIGNAJÖFURINN Donald Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Um- bótaflokksins í Bandaríkjunum, hóf kosningabaráttu sína með því að brjóta eina af grundvallarregl- um sinum - að heilsa ekki fólki með handabandi. Trump lýsti því yfir nýlega að það væri ekki aðeins „villimann- legur siður“ að heilsa með handa- bandi, heldur hreint og beint heilsuspillandi. En á kosninga- fundi í Miami í Flórída á mánudag tók hann í hendurnar á yfir tutt- ugu Bandaríkjamönnum af kúbönskum ættum, sem fagna harðri stefnu hans gegn stjóm Fí- dels Castrós. „Ég tel að handbönd séu í hæsta máta óhreinleg. Ég kann ekki við þau en ég tek samt sem áður í hendur fólks og er sáttur við það,“ sagði Tmmp aðspurður um af- stöðubreytingu sína. Hárgreiðslan í lagi Unnusta Tmmps, undirfatafyr- irsætan Melania Knauss, fylgdi honum á kosningafundinn í Mi- ami. Forsetaframbjóðandinn vakti nokkra hneykslan nýverið, er hann stærði sig af því í útvarps- viðtali að kynlíf þeirra væri „ein- staklega gott“. Tramp skammast sín greinilega ekki fyrir hugsan- lega forsetafrú, því hann komst svo að orði að þegar hann gengi með henni inn á veitingastað „sæi hann fullorðna menn gráta“. AP Donald Tmmp á fundi með kúbönskum útlögum í Miami ásamt eigin- konu sinni Melania Knauss. Á fundinum í Miami nefndi Tmmp sér til framdráttar sem forsetaframbjóðanda að hann hefði „grætt mikið fé á skömmum tíma“. Énnfremur kvaðst hann alls ekki vera lágvaxinn, þrátt fyr- ir að svo virtist vera á ljósmynd- um. Kaldhæðinn greinarhöfundur The Daily Telegraph sagði í pistli sínum að það mætti til sanns veg- ar færa, enda væri hárgreiðsla Tmmps sérlega uppblásin og greinilega afrakstur mikiliar vinnu. Kjötdeilan Málssókn hafín gegn Frökkum Brussel, Strassborg. Reuters. FRANSKA stjómin tilkynnti í gær, að hún hefði gert „bráð- abirgðasamkomulag" við Breta um að afnema bann við innflutningi bresks nauta- kjöts. Þrátt fyrir það var til- kynnt í höfuðstöðum Ewópu- sambandsins, að hafist yrði handa við málssókn gegn frönskum stjórnvöldum. Jean Glavany, landbúnaðar- ráðherra Frakklands, sagði á þingi í gær, að þótt fyrir lægju drög að samkomulagi við Breta í kjötdeilunni væru ým- is atriði enn ófrágengin. Sagði hann, að málið yrði borið und- ir frönsku hollustuverndina auk þess sem beðið væri svara Breta um hvernig háttað væri eftirliti með nautgripum og um kjötmerkingar. Að þessu fengnu yrði banninu hugsan- lega aflétt eftir nokkra daga. Samkomulag Bandaríkjastjórnar og þingsins um greiðslu skulda við SÞ Peking, SÞ, Washington. AFP, AP, Reuters. Ekki nógu langt gengið KOFI Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sagði í gær að bráðabirgða- samkomulag Bandaríkjastjórnar við þing- ið, sem gerir henni kleift að greiða hluta af skuldum Bandaríkjanna við SÞ, væri skref í rétta átt. Þó mátti ráða af orðum hans og annarra embættismanna SÞ að ekki væri nógu langt gengið. Samkvæmt samkomulaginu mun Banda- ríkjastjórn geta greitt nær 1 milljarð doll- ara, eða um 70 milljarða ísl. kr. til SÞ. Sú upphæð nemur þó aðeins tveimur þriðju af gjaldföllnum skuldum Bandaríkjamanna. Sagði Annan að með því að greiða skuldir sínar geti Bandaríkjamenn „unnið á upp- byggjandi hátt með öðrum aðildarríkjum og gegnt forystuhlutverki í því að gera SÞ að sterku verkfæri í þágu friðar og sam- vinnu á alþjóðavettvangi". Bandaríkin áttu á hættu að missa sæti sitt Samkomulagið mun brátt verða borið upp til samþykktar á Bandaríkjaþingi. Að því loknu munu stjórnvöld geta gert ráð- stafanir til að greiða hluta skuldanna fyrir áramót, og forðað því þannig að Bandaríkin missi sæti sitt á allsherjarþingi SÞ. Samkvæmt upplýsingastofnun SÞ munu þó aðeins 100 milljónir dollara verða greiddar á næsta ári, en afgangurinn verð- ur ekki inntur af hendi nema komið verði til móts við ákveðnar kröfur Bandaríkja- þings. Meðal annars hefur þess verið farið á leit að hlutfall Bandaríkjanna af árlegum gjöldum verði lækkað úr 25% í 22%. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa um langt skeið staðið í vegi fyrir greiðslu gjalda til SÞ. Ronald Reagan lét árið 1984 stöðva aðstoð við mannúðarsamtök á er- lendri grundu, ef þau styddu baráttuna fyr- ir rétti kvenna til fóstureyðinga. Þegar Bill Clinton afnam þessa reglugerð árið 1993, brugðust repúblikanar við með því að gera endurgildistöku reglugerðarinnar að skil- yrði fyrir því að samþykkja greiðslu gjalda til SÞ. Stjórn Clintons féllst loks á að setja hömlur á fjárveitingar til ofangreindra mannúðarsamtaka, og náðist samkomulag- ið milli stjómar og þings í kjölfar þess. Samtök sem berjast fyrir frjálsum fóst- ureyðingum hafa gagnrýnt samkomulagið, og segja það stefna lífi þúsunda kvenna um allan heim í hættu. Varaforsetinn A1 Gore og fyrrverandi öldungadeildarþingmaður- inn Bill Bradley, sem báðir sækjast eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi de- mókrata í kosningunum á næsta ári, hafa einnig lýst yfir óánægju með þessa mála- miðlun, sem og ýmsir nafnkunnir demókra- tar. Gildir aðeins í eitt ár Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur barist fyrir því að skuldir Bandaríkjanna verði greiddar, og ver hún samkomulagið við þingið. Fullyrðir hún að það muni ekki hafa umtalsverð áhrif á starfsemi alþjóðlegra samtaka er sinna fjölskylduráðgjöf. Þá hafa talsmenn stjórnvalda bent á að samkomulagið gildi aðeins í eitt ár, og að málið verði tekið upp á þinginu á ný að þeim tíma liðnum. Þá verði vitaskuld ekki lengur hægt að nota skuldirnar við SÞ sem skiptimynt í hrossakaupum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.