Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 13

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Finnur Ingólfsson mælti fyrir þingsályktunartillögunni í gær og fjölrnargir þingmenn tóku þátt í umræðunni sem frestað var kl. 22 í gærkvöld. harðlega málatilbúnað ríkisstjómar- innar og sagði hér um sýndartillögu að ræða. Alþingi væri falið að lýsa yf- ir stuðningi við framkvæmdirnar, rétt eins og ungmennafélög ályktuðu um nauðsyn þess að standa vörð um íslenska tungu. Enga ákvörðun væri hins vegar verið að taka á löggjafar- samkundunni. Brot á grundvallar- rétti almennings Steingrímur spáði því að brot á þeim gmndvallarrétti almennings að geta gert athugasemdir við fram- kvæmdirnar myndi fella ríkisstjórn- ina í þessu máli. Gagnrýndi hann sér- staklega að málið væri rökstutt með tiMsun í umræður og ákvarðanir sem teknar hefðu verið fyrir 8-17 ár- um, rétt eins og engar breytingar hefðu átt sér stað á viðhorfi fólks og lagalegu umhverfi. Sagði Steingrímur umhugsunar- efni að svo virtist nú sem áhættan í framkvæmdunum yrði öll á íslensk- um herðum, Norsk Hydro ætlaði nú aðeins að eiga um 20% í álverinu og myndi sennilega enga fjármuni leggja íram, aðeins tækniþekkingu. Fullyrti hann að sú ákvörðun að halda framkvæmdum áfram væri glæfralegasta efnahagsákvörðun Is- landssögunnar, sveitarfélög og lífeyr- issjóðir ættu að fjármagna fram- kvæmdina og taka alla áhættu í mál- inu. Steingrímur sagði í þessu máli ekki liggja skurðarlínur um það hver hefði áhyggjur af þróun byggðamála í landinu. Núverandi ríkisstjórn ætti nefnilega mesta sök á því hvernig þeim væri nú háttað. Sagði hann und- arlegt að tala um þetta sem mesta byggðamál samtímans því erfitt væri að sjá hverju Vestfirðingar væru bættari með byggingu álvers á Reyð- arfirði. Gjörbreytt viðhorf í umhverfísmálum Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði gjör- breytt viðhorf í landinu í umhverfis- málum og það ætti t.a.m. um hann sjálfan. Hann væri reyndar alls ekki kominn til að lýsa sig andsnúinn virkjunum og byggingu álvers á Austurlandi en gagnrýndi að hann ætti nú að taka ákvörðun þar að lút- andi samkvæmt orðum og upplýsing- um frá hagsmunaaðila, Landsvirkj- un, sem t.a.m. ætti mikið undir í mál- inu, eins og fram hefði komið, þar sem þegar hefði verið eytt þremur milljörðum í undirbúning. Valgerður Svemsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, sagði ekki við almenning að sakast þótt hann væri dálítið ringlaður í þessu máli. Sagði hún hins vegar hægt að greina í fernt þær skoðanir sem uppi væru í málinu. I fyrsta lagi væri um þá að ræða sem vildu virkja og hefðu engar áhyggjur af örlögum Eyjabakka í því efni. Pennan hóp væri vart hægt að kalla umhverfissinna. Síðan væru þeir sem vildu aðeins virkja ef það væri þjóðhagslega hag- kvæmt og mat áhrifa virkjana á um- hverfið hefðu farið fram. Pessa aðila mætti kalla umhverfissinnaða, sem og þá sem einfaldlega væru á móti öllum virkjunum. Þeir sem fylltu fjórða hópinn væru þeir einu sem væru óheiðarlegir í afstöðu sinni, þeir segðust ekki hafa tekið afstöðu í mál- inu og að þeir vildu aðeins fá lög- formlegt umhverfismat, en stað- reyndin væri sú að þar væri aðeins um dulbúna leið að ræða til að koma í veg fyrir virkjunina. Valgerður sagði rangt að segja að ekkert mark væri takandi á skýrslu Landsvirkjunar. Málaði hún myrka mynd af byggðaþróun á Austurlandi ef ekki yrði af framkvæmdunum, engan tíma mætti missa í þessu sam- bandi og með virkjun væri verið að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Fólk vildi gjarnan búa á Austurlandi en skapa þyrfti skilyrði til þess að því væri það kleift. „Þingmálið algjör sýndar- mennska" Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, hélt því m.a. fram að umrædd þingsályktunartil- laga væri algjör sýndarmennska. Ríkisstjórnin hefði greinilega tekið þá ákvörðun að sökkva Eyjabökkum. „RíkisstjórnaiTneirihlutinn kemur hér í þingið með mótaða afstöðu. Þess vegna er þetta þingmál algjör sýndarmennska. Með þessu máli er verið að taka andmælaréttinn af borgurunum sem er til staðar í lög- formlegu umhverfismati. Þó eru ein af rökunum fyrir því að fara þessa leið, þessa þingsályktunarleið, að leyfa almenningi að koma að málinu eins og stendur í greinargerðinni. Al- menningur á semsé að koma athuga- semdum sínum á framfæri við þjng- nefndina. En hvað þýðir það?“ Asta sagði að almenningur gæti vissulega komið að málinu þessa leið en benti jafnframt á að sú leið væri engin kæruleið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í upphafi máls síns að það væri í raun afar sér- stök staða að alþingismenn skyldu vera að ræða tillögu til þingsályktun- ar sem lýsti yfir stuðningi við verk sem hefði verið samþykkt á Alþingi fyrir átján árum. „Lög um raforku- ver nr. 60/1981 voru lögð fram af þá- verandi hæstvirtum iðnaðarráðherra Hjörleifi Guttormssyni og samþykkt á Alþingi án alls ágreinings. A grund- velli þeirra laga veitti þáverandi hæstvirtur iðnaðarráðherra, Jón Sig- urðsson, virkjanaleyfi fyrir Fljóts- dalsvirkjun. Hann átti sæti í þriðju ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar ásamt háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi landbúnaðar- og samgönguráðherra, háttvirtum þingmanni Jóhönnu Sig- urðardóttur, þáverandi félagsmála- ráðherra og forseta íslands Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi fjár- málaráðherra. Ai'ið 1991 var hafist handa við framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun samkvæmt ákvörðun m.a. þessa ágæta fólks sem ég hér til- nefndi," sagði hún. Ætlaði að éta gleraugun sín Arnbjörg hélt áfram og sagði. „Það er fyrir einhverja gráglettni örlag- anna að margt af því fólki sem þá tók ákvarðanir um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og stóð fyrir því að þar skyldu hafnar framkvæmdir skuli nú birtast með helgislepju-yfirbragði og vandlætingu á hæsta stigi yfir því að nú skuli ljúka við þeirra eigin verk. Og háttvirtur þingmaður Sverrir Hermannssson, hæstvirtur iðnaðar- ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á árunum 1983 til 1986, ekki má nú gleyma honum. Hann ætlaði að virkja í Fljótsdal og byggja kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði. Hann ætlaði að éta gleraug- un sín ef þetta tækist ekki,“ sagði Arnbjörg og bætti þvi m.a. við að Reyðfirðingar hefðu enn ekki séð efndir þeirra veisluhalda. Arnbjörg hélt áfram að tala um Sverri og sagði að örlögin hefðu hag- að því þannig að hann gæti nú komið að því að fylgja eftir virkjun í Fljóts- dal og byggingu álvers á Reyðar- firði. Þá sagði hún: „Hann sem mað- ur orða sinna mun líklega grípa það tækifæri feginshendi þó ekki væri nema til að efna gömul kosningalof- orð við Austfirðinga. Ekki trúi ég að hann verði til þess að grípa á lofti málflutning áróðursmeistara nútím- ans, maður sem er maður traustra íhaldsgilda sem þolir hvorki frjáls- hyggjugaura né uppa nútímans, að hann leggist í gönuhlaup með Styrmi á Mogga.“ Ossur tekur upp hanskann fyrir Sverri Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í andsvari upp hanskann fyrir Sverri (Sverrir sjálfur var ekki í þingsalnum) og sagði Sverri hafa fullan rétt á því að skipta um skoðun. „Það gengur held- ur ekki fyrir háttvirtan þingmann, þó hún tali hér fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að koma og tala eins og hún gerði um háttvirtan þingmann Sverri Her- mannsson. Þó að háttvirtur þingmað- ur hafi tekið Sjáifstæðisflokkinn á kné sér og lamið eins dauðan fisk þýðir það ekki að háttvirtur þing- maður Arnbjörg Sveinsdóttir hafi rétt til þess að koma hér og gera lítið úr tiltölulega merkum stjórnmála- ferli þessa ágæta manns,“ sagði Öss- ur. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kom því næst í pontu og kvaðst fyrir sitt leyti styðja byggingu álvers á Reyðarfirði svo framarlega sem niðurstaða lögform- legs umhverfismats yrði jákvæð. Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns fram- boðs kvaðst hins vegar andvígur Fljótsdalsvirkjun. „Og það er stefna okkar flokks," bætti hann við. „Við styðjum það hins vegar líka að þessi mál fari í eðlilegan lögformlegan far- veg, lögformlegt umhverfismat. Til hvers er spurt úr salnum, vegna þess að það eru landslög, lög landsins kveða á um að það skuli gert.“ Umræðan um umhverfismál hefur breyst í máli Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra kom fram sú skoðun að umræðan á Alþingi fyrr um dag- inn hefði á margan hátt verið einkar áhugaverð. „Hún hefur sérstaklega verið áhugaverð fyrir mig sem hef fylgst með þessari umræðu í heilan aldarfjórðung,“ sagði hann og velti því fyrir sér hvað hefði breyst á þessum árum. Hann sagði m.a. að það hefði ekki breyst að menn vildu nota auðlindina í landinu til að treysta byggð á Austurlandi. Það hefði heldur ekki breyst að menn teldu nauðsynlegt að breikka grund- völlinn í okkar atvinnulífi og það hefði heldur ekki breyst að menn teldu nauðsynlegt að dreifa áhætt- unni í landinu, með því að virkja ekki bara á Tungnár- og Þjórsársvæðinu. Það sem hefði hins vegar breyst væri umræðan um umhverfismál. „Menn segja það hafi orðið slík breyting í þjóðfélaginu um umhverf- ismál að það réttlæti það að við leggjum allt hitt, sem áður var nefnt, til hliðar," sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, kvaddi sér hljóðs, eftir ræðu ráðherra og kvaðst ósammála því mati ráðherr- ans að það eina sem hefði breyst í aðstæðum þessa máls væri viðhorfið til umhverfismála. „Það er margt, margt fleira sem má færa rök fyrir því að hafi breyst. Efnahagslegar og þjóðhagslegar forsendur hafa að ýmsu leyti breyst, þjóðréttarlegar skuldbindingar hafa breyst og ýmis- legt fleira,“ sagði hann m.a. Þórunn Sveinbjamardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hélt því m.a. fram að ríkisstjórn Islands væri á hröðum pólitískum flótta undan málefnalegri umræðu um virkjun á Fljótsdal en gerði síðar að umtals- efni áhrif kvennapólitíkur á byggða- stefnu hérlendis. „Eg vil sérstaklega þakka háttvirtri þingkonu Frjáls- lynda flokksins, Bergljótu Halldórs- dóttur, fyrir að fjalla um atvinnu- þáttinn hvað konur varðar sérstak- lega. Hún benti réttilega á það hvað hefði gerst á Austurlandi. Ungu kon- urnar eru farnar eða eru á förum. Staðreyndirnar tala sínu máli þar um á hverri blaðsíðunni á fætur annarri í þeim gögnum sem þing- menn háttvirtir hafa undir höndum. Nema í samantektarskýrslu Lands- virkjunar." Þórunn skýrði m.a. frá því að samkvæmt upplýsingum sem hún hefði aflað hjá starfsmannastjór- um álveranna í Straumsvík og á Grundartanga væri hlutfall kvenna í starfi hjá þessum fyrirtækjum 11% í Straumsvík og 12% hjá Norðuráli. „Einnar-hugmyndar-byggðastefna ríkisstjórnarinnar gengur ekki upp. Nema hún eigi í rauninni einungis að taka til helmings þjóðarinnar. Við verðum að ætla að svo sé ekki og þá verða menn að gera sér grein fyrir því að uppbygging atvinnu á lands- byggðinni sem á að miða að því að stöðva fólksflutninga til höfuðborg- arsvæðisins, hún verður að taka kon- ÞINGMENN Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi breytingar- tillögu við þingsályktunartillögu rík- isstjórnarinnar um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Rannveig Guðmundsdóttir, formað- ur þingflokks Samfylkingarinnar. Breytingartillaga Samfylkingar er svohljóðandi: „Á grundvelli fyrir- liggjandi skýrslu um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar, greinargerðar um orkuöflun fyi-ir álver í Reyðar- firði, skýrslu um þjóðhagsleg áhrif álversins og athugunar á samfélags- legum áhrifum þess lýsir Alþingi yfir stuðningi við áform um gerð Fljóts- dalsvirkjunar sbr. lög um raforku- ver( nr. 60/1981, samning ríkisstjórn- ar Islands og Landsvirkjunar, dags. ur með í reikninginn [...].“ I ræðu sinni lagði Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, m.a. áherslu á mikilvægi byggðarsjónarmiða í þessu máli. Mikil hætta stafaði af byggðaröskun á íslandi í dag og svo virtist sem engin ráð dygðu gegn henni, sem notuð hefðu verið. „Það væri því mjög gleðilegt ef það gæti orðið að veruleika að farið yrði í að reisa miklar virkjanir og fara í miklar framkvæmdir á Austurlandi. Það liggur ekki fyrir í dag hvort það tekst, það er langt frá því. Við höfum ekki ennþá gert neina þá raforku- samninga sem sanna að það geti orð- ið en það væri stórkostlegt ef það myndi takast að byggja upp virkjan- ir á Austurlandi og stóriðju. Það gæti orðið þessum landshluta til gíf- urlegs styrks." Er Qórða valdið að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi? I máli Þuríðar Backman, þing- manns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kom hins vegar fram að henni fyndist ósanngjarnt að stóriðjustefnu væri haldið fram sem byggðamáli. „Og því eru þeir sem eru á móti núverandi áformum um 480 þúsund tonna risaálver á Reyð- arfirði á móti jákvæðri byggðaþróun á Austurlandi. Þeirra er þá ábyrgðin á því að fólksfækkunin haldi áfram á Austurlandi og það verði að næstu Hornströndum. Mér finnst þetta mjög svo óréttmætur málflutningur, því það eru til aðrir kostir til að efla byggð og mannlíf á Austurlandi. Og það eru jafngildir kostir að vilja minni virkjanir sem kalla á minni fyrirtæki til orkunotkunar heldur en þá stóriðju sem allt er bundið við.“ „Þetta mál er átakamál," sagði Jón Kristjánsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, „það þarf ekki að hafa mörg orð um það. Blaðaskrif og umræður um þetta mál hafa verið meiri heldur en um nokkurt mál á seinni árum og allir stærstu fjölmiðl- ar landsins hafa lagt sitt lóð á vogar- skálina gegn umræddum fram- kvæmdum. I rauninni snýst þetta mál um það hvort fjórða valdið í þjóðfélaginu eigi að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi. Og það er áreiðanlegt að þeir sem stýra þess- um fjölmiðlum ætla sér það.“ Jón sagði málið hins vegar snúast um nýtingu auðlinda, þar sem gjörólík viðhorf stönguðust á. Jón fullyrti ennfremur að krafan um lögformlegt umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun væri í raun ekkert annað en krafan um að hætt yrði við allar fyrirhugað- ar virkjanir norðan Vatnajökuls. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, neitaði því hins vegar að þeir sem vildu um- hverfismat væru í raun að biðja um það að komið yrði í veg fyrir fram- kvæmdir. Vísaði hún í því sambandi til breytingartillögu þingmanna Samfylkingarinnar, en þar er lýst yf- ir stuðningi við áform um gerð Fljótsdalsvirkjunar svo framarlega sem framkvæmdir hefjist að fengnu jákvæðu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. 11. ágúst 1982, og lög um Lands- virkjun, nr. 42/1983, enda hefjist framkvæmdir ekki nema að fengnu jákvæðu umhverfismati skv. ákvæð- um laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993.“ Rannveig Guðmundsdóttir sagði í umræðum á Alþingi í gær að þar sem stjómvöld hefðu lýst vafa um að það stæðist lagalega að krefjast lög- fomlegs umhverfismats hygðist Samfylkingin flytja frumvarp til laga um að þær framkvæmdir sem hafa virkjunai'leyfi í dag, en eru ekki um- hverfismatsskyldar - samkvæmt ný- legu svari iðnaðarráðherra við ski'if- legri fyrirspurn Sighvats Björgvins- sonar - hljóti ekki framkvæmdaleyfi nema að undangengnu umhverfis- mati. Samfylkingin leggur fram breytingartillögu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.