Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 25

Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 25 ERLENT Persson segir að- ild Svía að EMU óhj ákvæmilega Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Göran Persson, forsætisráðherra Svía, var óvenju jákvæður í garð sænskrar aðildar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, í viðtali við Finandal Times á mánu- daginn. Orð hans hafa verið ákaft rædd í Svíþjóð og margir velt því fyrir sér hvaða þýðingu þau hafí. í Danmörku hefur Poul Nyrup Ras- mussen forsætisráðherra hrundið af stað upplýsingaherferð um EMU, en hraðfara stefna á evrópskt vamarsamstarf ýtir undir almenna umræðu þar um undan- þágur Dana frá Maastricht-sam- komulaginu. Þessi nýja þróun er á skjön við þá EMU-herferð, sem Nyrup stefnir á, þar sem erfitt verður að ræða hverja undanþágu fyrir sig. „Það er ómögulegt fyrir okkur að segja nei. Við höfum aðeins tvo kosti: Já, við viljum vera með núna, eða já, við viijum vera með seinna", sagði Persson í _ viðtalinu við Finandal Times. A blaðamanna- fundi í Stokkhólmi á mánudaginn sagði Persson ummæli sín þaul- hugsuð og sú afstaða, sem hann lýsti lægi næm afstöðu bæði Dana og Breta. Persson benti á að það væri grundvallaratriði að halda öllum dyrum opnum. Því væri skynsam- legt að segja fremur ,já, en seinna“, í stað þess að þvertaka fyr- ir aðild nú. Fyrra svarið lýsti trú á EMU og gildi þess fýrir Evrópu, en Svíar vildu sjá að það hentaði þeim einnig vel, áður en þeir gengju í EMU. I sænskum fjölmiðlum hefur ver- ið ákaft rætt um hvort orð Perssons beri vott um hugarfarsbreytingu hjá honum. í Svenska Dagbladet í gær er bent á að nú sé Persson í raun kominn aftur á byrjunarreit í EMU-afstöðu sinni. Sem fjármála- ráðherra var hann eindregið hallur undir sænska EMU-aðild, en eftir að hann varð forsætisráðherra lýsti hann því allt í einu yfir á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í Flór- ens í júní 1996 að hann væri fullur efasemda. Yfirlýsingin nú væri því eins og afturhvarf til fyrri afstöðu. Hingað til hefur Persson hins vegar sagt að hann kjósi að halda skoðun sinni íyrir sig til að hafa ekki áhrif á almennar umræður. Þessi afstaða hefur verið ákaft gagnrýnd, bæði innan flokksins og utan. Eðlilegt væri að forsætisráð- herrann lýsti skoðun sinni og tæki þátt í umræðum um EMU fremur en að halda sér frá opinberri um- ræðu um málið. I viðtali við sænska útvarpið í gær sagði Marita Ulvskog, menntamálaráðherra og EMU-andstæðingur, að hún fagn- aði orðum Perssons, þó hún væri ekki sammála honum. Sænska stjórnin er ekki bundin af þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU-aðild. I mars á næsta ári á flokksþing jafnaðarmanna að greiða atkvæði um aðild. Orð Pers- sons nú sýna að hann kýs að fá stuðning frá þinginu, en felur einn- ig í sér að Svíar taki sína ákvörðun á eigin forsendum. Danska stjórnin á erfitt með að halda undanþágunum aðskildum í síðustu viku skipaði Poul Ny- rup Rasmussen nefnd undir forsæti Henrik Dam Kristensen matvæla- ráðherra til að leiða herferð fyrir EMU-aðild. Ætlun stjórnar jafnað- armanna og Róttæka vinstriflokks- ins hefur verið að taka dönsku und- anþágumar frá Maastricht-sam- komulaginu hverja í sínu lagi. Sú fyrsta átti að vera undanþágan frá EMU, því brýnast væri að losna við hana þar sem EMU væri komið á og nýja nefndin átti að taka á henni. í viðtali við Henrik Dam Kristen- sen í Politiken í gær viðurkenndi hann að með hraðfara þróun í varn- ar- og öryggissamstarfi ESB væri erfitt að halda efnunum aðskildum. Danskir stjórnmálamenn gætu ekki mætt kjósendum og aðeins rætt EMU og ekki aðrar hliðar á ESB-samstarfinu. Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra sagði á mánudaginn eftir fyrsta sameiginlega fund utanríkis- ráðherra og varnarmálaráðheira ESB að þróunin í öryggis- og varn- arsamstarfinu væri mjög hröð þessar vikurnar og það gæti leitt til þess að danska stjórnin yrði að vísa til undanþágu frá hemaðarsam- starfi á leiðtogafundinum í Helsinki í desember. Helveg sagði þó að ekki kæmi til greina að greiða þjóðar- atkvæði um þessa undanþágu fyrr en að EMU-ákvörðun væri að baki. Danskir jafnaðarmenn hafa ekki verið áfram um að ræða undanþág- urnar, þar sem um helmingur kjós- enda flokksins er mótfallinn EMU- aðild og hernaðarsamstarfi. En eins og Dam Kristensen bendir á gerir þróunin nú, annars vegar með EMU og hins vegar nýja vamar- og öryggissamstarfið, það erfitt að ræða ekki bæði málin. En afstaða Svía og Dana skiptir ekki aðeins máli heima fyrir. I leið- ara í Finandal Times í gær er bent á að nú virðist danska og sænska stjórnin meira afgerandi um EMU- aðild en stjórn Tony Blairs í Bret- landi. Almenningur í löndunum þremur sé neikvæður í garð EMU og því ríði á að stjórnmálamenn, sem séu áfram um aðild beiti sér af alefli. „Það tekur tíma. Blair má ekki dragast aftur úr danska og sænska starfsbróður sínum.“ Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 • Reykjavík Lögreglan í Moskvu féll á prófínu The Daily Telegraph. LOGREGLAN í Moskvu fékk óþægilegan skell á dögunum, þeg- ar rússneska innanríkisráðuneytið gerði út leynilega sérsveit til að kanna viðbragðsflýti hennar vegna hugsanlegra hi-yðjuverka. Skemmst er frá því að segja að lög- reglan féll rækilega á prófinu, og voru hrakfarir hennar þar að auki festar á filmu. Meðlimir sérsveitarinnar komu meðal annars fyrir stórri gervi- sprengju við útvegg höfuðstöðva lögreglunnar í Moskvu. Sérþjálfað- ir lögreglumenn eiga að vakta bygginguna dag og nótt, en sprengjan var þó látin ósnert í 36 klukkustundir, þrátt fyrir að ráð- stefna hæstsettu lögregluforingja borgarinnar færi fram þar innan dyra. Keyrðu um með ólögleg vopn Hópur sérsveitarmanna í felulit- uðum hcrmannabiíningum gerði ít- rekaðar tilraunir til að vekja at- hygli lögreglunnar, án árangurs. Skiptu þeir til dæmis um númera- plötur á bifreið sinni við fjölfama verslunarmiðstöð og komu ólög- legum vopnum fyrir á áberandi hátt í bifreiðinni. Þeir prófuðu meira að segja að keyra afar gá- leysislega fyrir framan lögreglubíl, án þess að það vekti athygli lag- anna varða. Annar hópur afvopnaði lög- reglumenn sem höfðu þann starfa að gæta vatnsgeymis í borginni, og skipuðu þeim að loka fyrir fjar- skiptatæki, áður en þeir komu fyr- ir gervisprengju við vatnsgeyminn. Aðrir sérsveitarmenn heimsóttu nokkrar lögreglustöðvar og fram- vísuðu þar fölskum skilríkjum, sem voru inorandi í villum. Gerðu verð- ir til dæmis enga athugsemd við að skilríkin ættu ekki að taka gildi fyrr en 1. desember á þessu ári. Komust sérsveitarmennimir þann- ig inn í vopna- og skjalageymslur lögreglustöðvanna. Starfsmenn virtust ekki gmna þá um græsku, jafnvel þó þeir færu að kalla hver annan öðmm nöfnum en tilgreind vom á skilrikjunum. Upptökurnar sýndar í sjónvarpi Allt var þetta fest á filmu og sýnt í sjónvarpi til að auka enn á niður- lægingu lögregluembættisins. Lög- reglustjórinn í Moskvu, Nikolai Kulikov, var spurður í beinni út- sendingu hvort hann myndi segja af sér vegna málsins, en hann svar- aði því til að það væri í höndum innanríkisráðherrans. Reyndi hann að bera sig vel, og sakaði sjónvarpsstöðina um að gefa hryðjuverkamönnum hugmyndir með því að sýna upptökurnar. Nokkrar sprengjur, sem komið hafði verið fyrir í fiölbýlishúsum, spmngu í Moskvu í september, með þeim aflciðingum að um 300 manns létu lífið. Stjórnvöld saka tsjetsjneska hryðjuverkamenn um að bera ábyrgð á ódæðunum. I ljósi þessa hafa upptökur innan- ríkisráðuneytisins skotið Moskvu- búum skelk i bringu. STOPP! Láttu ekki innbrotsþjófa valsa um eigur þínar. ELFA - GRIPO innbrots-, öryggis- og brunakerfin eru ódýr KYNNINGARTILBOÐ Þráðlauskerfi frá kr. 15.912 stgr. Þráðkerfi frá kr. 13.410 stgr. ÚRVAL AUKAHLUTA: Sírenur, reykskynjarar, hreyfiskynjarar, fjarstýringar, hringibúnaður og fl. Veitum tækniráðgjöf og önn- umst uppsetningu ef óskað er. iii* Einar Farestveit&Co.hf Borgartúni 28 - Slmi 562 2901 og 562 2900 Þegar þú kemur í Leifsstöð áttu erindi í íslandica Ferðalangar koma í vöruvalið hjá okkur. Komdu líka í Islandica Leifsstöó Sími 425 0450

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.