Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afl fyrir Austurland afhenti rLkisstjórninni yfírlýsingu Skora á stjórnvöld að hvika ekki frá stóriðjuáformum Morgunblaðið/Ásdís Einar Rafn Haraldsson forniaður Afls fyrir Austurland afliendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra yfir- lýsingu 2.240 félagsmanna samtakanna. STJÓRNARMENN Samtakanna Afls fyrir Austurland afhentu Da- víð Oddssyni forsætisráðherra og Finni Ingólfssyni iðnaðar- og við- skiptaráðherra yfirlýsingu 2.240 félagsmanna samtakanna í gær í tilefni þess að fyrri umræða þings- ályktunartillögu iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun hófst á Alþingi. Einar Rafn Haraldsson formað- ur Afls fyrii’ Austurland afhenti ráðherrunum félagatal samtak- anna, en eftirfarandi yfirlýsing var undirrituð á stofnfundi samtak- anna: „Við undirrituð óskum eftir að gerast félagar í Afli fyi-ir Aust- urland (AFA), samtökum um nýt- ingu orkuauðlinda til atvinnuupp- byggingar á Austurlandi. Við skor- um jafnframt á stjórnvöld að hvika hvergi frá áformum um virkjun fallvatna á Austurlandi og upp- byggingu stóriðju á Reyðarfirði, Austfirðingum og þjóðinni allri til heilla.“ Andstæðingum áformanna á þingi hefur fækkað Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði þegar hann tók á móti undirskriftunum að ríkisstjórnin deildi þeim viðhorfum að uppbygg- ing stóriðju á Austurlandi yrði landinu öllu til heilla og vonandi sérstaklega Austurlandi. Þá sagði hann að andstæðingum fram- kvæmdanna hefði fækkað verulega á þingi, ef marka mætti umræð- urnar á Alþingi í gærmorgun. „Við heyrum ekki á þeim um- ræðum sem fram hafa farið í dag að það hafi komið nokkuð nýtt fram sem gefur ástæðu til að ætla að þingið muni hvika frá þeim stuðningi sem það hefur veitt mál- inu og þeim heimildum sem það hefur gefið,“ sagði forsætisráð- herra. Einar Rafn sagði að eðlilegt væri að leggja fram yfirlýsingu fé- lagsmanna þegar umræður um málið væru að hefjast á Alþingi og ekki væri um að ræða keppni um undirskriftir, í ljósi þess að önnur undirskriftasöfnun hefur verið sett á laggirnar þar sem andstætt sjón- armið kemur fram. Hann lagði áherslu á að hér væri ekki um að ræða undirskriftasöfnun sem aug- lýst hefði verið í fjölmiðlum og á annan hátt, heldur væri hér um að ræða félagatal samtaka sem ein- staklingar gangi frjálsir til liðs við. Skipun í embætti héraðs- dýralækna LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað í eftirtalin embætti héraðsdýralækna til næstu fimm ára frá 1. desember 1999 á eftirfar- andi hátt: Austur-Húnaþingsumdæmi, Sig- urður H. Pétursson, Austurlands- umdæmi syði-a, Hákon Hansson, Borgarfjarðar- og Mýraumdæmi, Gunnar Gauti Gunnarsson, Dalaum- dæmi, Sigurbjörg Ó. Bergsdóttir, Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Gunnar Órn Guðmundsson, Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi, Ölafur Valsson, Snæfellsness- umdæmi, Rúnar Gíslason, Suður- landsumdæmi, Katrín H. Andrés- dóttir, Vestfjarðaumdæmi 1 og 2, Sigríður I. Sigurjónsdóttir, Vestur- Húnaþingsumdæmi, Egill Gunn- laugsson, Vestur-Skaftafellsum- dæmi, Gunnar Þorkelsson, Þingeyj- arumdæmi 1 og 2, Vignir Siguróla- son og Þingeyjarumdæmi 1 og 2, Bárður Guðmundsson. Lögformlegt umhverfismat I Afgreiðsla á Alþingi Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar I Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við skýrsluna, auglýsir hana og frest til að gera athugasemdir — Umsagnir aðila sem leitað er eftir áliti hjá -----Athugasemdir almennings Skipulagsstofnun vinnur úr umsögnum og athugasemdum Skipulagsstjóri kveður upp úrskurð um framkvæmdina: / Fallist er á framkvæmdina Framkvæmd er hafnað Fallist er framkvæmdina . \ Úrskurður um frekara mat Endurbætt skýrsla Sama ferli aftur hjá skipulagsstofnun I Úrskurður: f / Framkvæmd- inni er hafnað / / Urskurð skipulagsstjóra er hægt aö kæra til umhverfisráðherra Þingsályktunartillaga iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda v. Fljótsdalsvirkjunar Til grundvallar er skýrsla Landsvirkjunar Tillaga lögð fram á Alþingi og rædd þar Umfjöllun iðnaðarnefnd Umsögn umhverfisnefndar og mat á skýrslu frá aðilum sem leitað er eftir umsögnum hjá Umræður á Alþingi um tillögu og álit nefndar Alþingi tekur tillöguna til afgreiðslu / \ Tillaga Tillaga ekki samþykkt samþykkt Landsvirkjun getur ? hafið framkvæmdir Munurinn á lögformlegu mati á umhverfísáhrifum og afgreiðslu Alþingis Andmælaréttur einstak- linga ekki lögbundinn SKÝRSLA Landsvirkjunar um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar er metin á Alþingi. Hún er ekki lögð fram hjá Skipulagsstofnun eins og lög um mat á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir með framkvæmdir sem hafa umtalsverð áhrif á um- hverfið. Munurinn á þessum tveimur leiðum er þónokkur. Þegar metin ei-u umhverfisáhrif fram- kvæmda samkvæmt lögum er skýrsla um mat á áhrifum framkvæmdaf lögð fram hjá Skipu- lagsstofnun. í henni eru týndar til allar upplýs- ingar um þau áhrif sem framkvæmdin kann að hafa á umhverfið. Framkvæmdaraðilinn vinnur þá skýrslu eða lætur vinna hana fyrir sig. Skipulagsstofnun auglýsir framkvæmdina og óskar eftir umsögnum hagsmunaaðila. Al- menningur hefur kost á að senda inn athuga- semdir til að veita framkvæmdaraðilum og stjórnvöldum aðhald og til að gæta eigin hags- muna. Stofnunin fer að þvi búnu yfir skýrsluna og þær umsagnir og ábendingar sem hafa borist. Að þvi loknu úrskurðar skipulagsstjóri um framkvæmdina. Niðurstaðan getur verið á þrjá vegu, annaðhvort er fallist á hana, frekari upplýsinga er krafist eða framkvæmdinni er hafnað. Urskurðinn er hægt að kæra til um- hverfisráðherra. Kæruréttur einstaklinga virtur í formlega matinu Ákveði framkvæmdaraðili samkvæmt úr- skurði skipulagsstjóra að fara í frekara mat afl- ar hann ítarlegri gagna um framkvæmdina og leggur skýrsluna aftur inn til Skipulagsstofnun- ar. Þá tekur sama ferlið við aftur og annaðhvort fellst skipulagsstjóri á framkvæmdina eða hafn- ar henni. Þann úrskurð er jafnframt hægt að kæra til umhverfísráðherra. Meðferð skýrslu Landsvirkjunar um um- hverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar á Alþingi grundvallast hins vegar á þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um að framkvæmdum við virkjunina verði framhaldið. Tillagan hefur ver- ið lögð fram á Alþingi og verður hún tekin fyrir í iðnaðarnefnd. Umhverfisnefnd veitir umsögn um tillöguna. Nefndirnar leita álits sérfræðinga og hagsmunaaðila og einnig getur almenningur haft samband við þær. Þegar iðnaðarnefnd hef- ur afgreitt tillöguna er hún rædd á Alþingi á ný og tekin til afgi’eiðslu. Munurinn á leiðunum tveimur felst einna helst í tveimur þáttum. Annars vegar því, að í meðferð Alþingis hefur almenningur ekki lög- bundið hlutverk, þ.e. tryggingu fyrir því að hann geti haft áhrif á framvindu mála áður en framkvæmdin er leyfð, eins og í lögformlega ferlinu. I öðru lagi hefur almenningur ekki kost á að kæra niðurstöðu Alþingis, eins og hann hefur möguleika á að gera við niðurstöðu skipu- lagsstjóra. Ólafur Örn Haraldsson þingmaður um mál Fljótsdalsvirkjunar Umræð- um lýkur ekki á þinginu ÓLAFUR Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarfokks- ins, segir að umræðu um Fljótsdalsvirkjun verði síður en svo lokið jafnvel þótt sam- þykkt verði á Alþingi að ráðast í virkjunina án þess að form- legt mat á umhverfisáhrifum fari fram. Á þingflokksfundum stjórnarflokkanna í síðustu viku samþykktu allir viðstadd- ir þingmenn að þingsályktun- artillaga iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun skyldi lögð fyrir Alþingi, nema Ólafur Órn. Ólafur Örn lagði fram bókun á þingílokksfundi Framsókn- arflokksins þar sem hann ít- rekaði þær skoðanir sínar að hann teldi aðra leið heppilegri og skynsamlegri en þá sem þingsályktunai’tillagan mælti fyrir um. Treysti því að vilji þjóðarinnar verði virtur „Ég ítrekaði þær skoðanir mínai’ sem komið hafa fram op- inberlega, en hafa ekki komið fram með formlegum hætti innan þingflokksins áður; að ég teldi að þingflokkurinn og rík- isstjórn ættu að beita sér fyrir því að umhverflsáhi’if fyrirhug- aðrar Fljótsdalsvii’kjunar færu í sama ferli og gert væri ráð fyrir í lögunum um mat á um- hverfisáhrifum. Af þeim sökum gæti ég ekki stutt þá þingsá- lyktunartillögu sem lögð var fram,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði jafnframt að þingflokkurinn virti sínar skoðanir og það hefði komið fram á fundinum. Ólafur sagði að máli Fljóts- dalsvirkjunar væri síður en svo lokið þó svo að samþykkt yrði á Alþingi að halda áfram framkvæmdum við virkjunina. Hann sagðist treysta því að ráðamenn þjóðarinnar myndu virða vilja almennings sem fram hefði komið að undan- förnu í skoðanakönnunum, í málefnalegum rökum sem mæltu á móti framkvæmdum við virkjunina án undangeng- ins mats á umhverfisáhrifum og undirskriftasöfnun, sem nú væri í gangi, og krefðist form- legs mats á umhverfisáhrifum. Fljótsdalsvirkjun aðeins fyrsta skrefið „Ég treysti því að menn muni virða vilja þjóðarinnar,“ sagði Ólafur Örn og hélt áfram: „Mér er ofarlega í huga í þessu máli að Fljótsdalsvirkj- un er líklega ekki nema fyrsta skrefíð að þeim framkvæmd- um sem gerðar verða á hálendi íslands. Þess vegna hefði ég talið best að staldra við og horfa til líklegs framhalds og skoða um hvað er að tefla í náttúru íslands," segir Ólafur og vísar þar í Kárahnúkavirkj- un sem ráðast þarf í verði ál- verið á Reyðarfirði stækkað. Á þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokks var einróma sam- þykkt af viðstöddum þing- mönnum að leggja tillöguna fyrir þingið, að sögn Sigríðar Onnu Þórðardóttur, formanns þingflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.