Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 46
M, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Axel Jóhannes- son fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfírði 30. apríl 1918. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 11. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann- es Árnason, bóndi á Gunnarsstöðum, f. 18.6. 1890, d. 25.2. 1971, og Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, ljós- móðir, f. 24.2. 1892, d. 10.4. 1939. Systk- in Axels eru: 1) Anna Guðrún, f. 2.6.1920, d. 21.5.1995, maki Jón- as Aðalsteinsson. 2) Arnbjörg, f. 31.5. 1924, maki Arni Árnason. 3) Sigríður, f. 10.6. 1926, maki Sigfús A. Jóhannsson. 4) Þor- björg, f. 9.4. 1928, maki Kristinn Skæringsson. 5) Árni, f. 16.1. 1930, maki Ingibjörg Sveinsdótt- ir. 6) Arnþrúður Margrét, f. 25.7. 1931, maki Sigurður Gunnlaugs- son. 7) Guðbjörg, f. 6.1. 1934, maki Benedikt Halldórsson. Hinn 2. september 1951 *Tívæntist Axel, Sigurbjörgu Malmquist Jóhannsdóttur, f. 17. nóvember 1915, frá Borgargerði í Reyðarfírði, dóttur Jóhanns Malmquist, f. 26.10.1877, d. 16.3. 1936, og konu hans Kristrúnar Bóasdóttur, ljósmóður, f. 20.12. 1882, d. 30.12. 1927. Bam Axels og Sigurbjargar er Kristín Mar- Stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Axel Jóhannesson er lát- -ííJPln, og verður til moldar borinn í dag 17. nóvember. Þessari jarðvist er lokið. Þetta er leiðin okkar allra, en minnumst þess að leiðin að heiman er leiðin heim, leið ljóss og lita, þar sem þjáning og þraut er víðs fjarri. Lífshlaup Axels verður ekki rak- ið hér. Við viljum aðeins þakka hon- um með fáum orðum samfylgdina, og þá ást og vináttu sem hann sýndi okkur alla tíð. Ávallt var hann reiðubúinn að rétta okkur hjónum hjálparhönd, og eru okkur minnis- stæðar stundimar sem hann eyddi við að koma upp fyrstu íbúðinni okkar. Umhyggja, natni og vand- virkni var í fyrirrúmi í hverju sem ^xel tók sér fyrir hendur, og bar * úðin þess glöggt vitni að þar hafði fagmaður verið að verki. Bamabörnin fóm ekki varhluta af elsku hans og umhyggju. Hann var alltaf til staðar ef þau þurftu einhvers með. Það voru ófáar ferð- imar sem farnar vom upp í hest- hús, eða bíltúramir og þá var oft stungið „nammi“ í litla munna. Naut hann þessara samverastunda ekki síður en þau. Mörg fleiri minn- ingabrot koma upp í hugann en munu ekki tíunduð hér. Á kveðjustund þökkum við allt það sem hann var fjölskyldu okkar, grét, f. 17.8. 1951, maki Árni Ámason, börn þeirra era: Ár- ni, f. 23.7. 1975, Ax- el, f. 24.8. 1979, Jó- hannes, f. 18.3. 1983, og Helena, f. 27.10. 1984. Stjúp- böm Axels eru: 1) Jón Ellert Guðjóns- son, f. 23.3. 1936, maki Sólveig Snæl- and Guðbjartsdótt- ir, böm: Guðjón Ax- el, f. 18.4. 1962, Guðbjartur Ellert, f. 15.6. 1963, og Sig- urbjörg Rún, f. 29.5. 1968. 2) Guðrún Bóel Guðjónsdöttir, f. 9.3. 1939, maki Viðar Hjartar- son, böm: Harpa, f. 5.7. 1965, og Heimir, f. 8.12.1971. Axel var í Alþýðuskólanum á Laugum 1934-36, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum 1943-44, kennarapróf 1952. Kennari við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1944-51, við Laugamesskólann í Reykja- vík 1952-66. Nám í Statens Slöjd og tegnelæreskole, Notodden, Noregi 1958-59. Kennari við Réttarholtsskólann í Reykjavík 1966-83. Síðan leiðbeinandi við félagsmiðstöð aldraðra við Dal- braut í nokkur ár. Útför Axels verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. órofa vináttu og velgerðir margar. Við biðjum honum blessunar, klökkum og þakklátum huga. Móður, tengdamóður, ömmu og langömmu vottum við okkar dýpstu samúð. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margserað sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ellert, Sólveig, böm og bamabörn. Menn eins og hann afi minn era ekki á hverju strái. Hann vai- smíðakennari, garðyrkjumaður og búfræðingur og ég var svo lánsöm að fá að njóta leiðsagnar hans og samvista á öllum þessum sviðum. Sagt hefur verið að þeir sem eru góðir við börn og dýr séu góðir menn og það má svo sannarlega segja um afa. Hann var ótrúlega góður og þolinmóður við okkur krakkana og gat látið alla okkar drauma rætast, smíðaði leikföng sem ævinlega urðu miklu flottari en við höfðum getað ímyndað okkur og eins gat hann gert við það sem óvart skemmdist svo það varð eins og nýtt. Öll börn löðuðust að hon- um, í rólegheitin og öryggið. Mér er það minnisstætt þegar næst- yngsta barnabarnið fótbrotnaði, 2ja ára gamalt. Þá sat hann með snáðann í fanginu við eldhúsborðið samfellt í 6 vikur og hvorugum leiddist. í gegnum tíðina hafa margir smákrakkar setið hjá hon- um við eldhúsborðið og var hann einkar laginn við að halda þeim þannig að þau gátu ekki með nokkru móti slegið neitt niður sem á borðinu var. Það gerði hins vegar ekkert til því þau vissu öll að þeim yrði séð fyrir öllu, afa þótti nefni- lega mjög gaman að gefa krökkun- um að borða og byrjaði oftast á rjómanum eða eftirréttinum. Ekki get ég kvatt hann afa án þess að minnast á hestana okkar og hesthúsið. I hestamennskunni átt- um við afi, amma og ég okkar bestu stundir. Afi umgekkst hestana af einstakri nærgætni og hlýju og hef ég reynt að taka hann mér til fyrir- myndar í þeim efnum. Reyndar datt mér stundum í hug að hann talaði hestamál svo auðvelt átti hann með að fá hestana á sitt band. Reiðmennskan var ekki endilega aðalatriðið heldur allt stússið í kringum hestana, handlagni hans kom sér vel þegar vantaði beisli, tauma eða ólar og svo dekraði hann á allan hátt við okkur ömmu; lagði á fyrir okkur, var alltaf kominn á undan okkur á áningarstað í hesta- ferðunum með kaffi og brauð, mér finnst ég svo ótal sinnum hafa setið í sólskini með afa og ömmu og borð- að brauð með reyktum laxi eða ver- ið svo dauðfegin að sjá í bílinn, fun- heitan í grenjandi rigningu og þoku. Afí klikkaði aldrei. Það er hægt að segja margt fleira um afa sem lýsir honum bet- ur. Hann gerði margt og mikið og skilur eftir sig bæði fallega muni og stór tré en ekki síst góðar minning- ar sem alltaf má ylja sér við. Bara að fleiri líktust honum, nú þegar enginn hefur tíma til mannlegra samskipta. Okkur krökkunum fannst við alltaf virkilega mikilvæg og það hvarflaði ekki að okkur nokkurn tíma að við værum fyrir, enda er ég viss um að við vorum það aldrei. Afi taldi okkur trú um að við gerðum alveg gríðarlegt gagn, hvort sem við vorum með honum í görðum, uppi í skóla eða í hesthúsunum og hann hafði alltaf nægan tíma. Síðustu tvö árin dvaldi afi á elli- heimilinu Grand, þangað vildi hann fara þegar heilsan bilaði því hvorki fyrr né síðar vildi hann íþyngja okkur í fjölskyldunni heldur halda sjálfstæði sínu eins og hægt var. Þau amma hittust þó því sem næst hvern dag því hún fór alltaf til hans hvernig sem viðraði. Við systkinin fáum seint full- þakkað almættinu að hafa átt frá- bæran, alvöra afa. Harpa. Þegar við hugsum um afa koma ótal góðar minningar upp í hugann. Þegar við fórum með honum á hest- bak, hann söng fyrir okkur; „Stóð ég úti í tunglsljósi...“, ljúfar stundir fyrir framan arininn í Ystaseli. AXEL JÓHANNESSON LEGSTEINAR i—. P Guðmundur Jónsson F. 14.11. 1807 D. 21. 3.1865 Qraníí HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SIMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is OSWALDS sfMi 551 3485 | ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN I ADAl S1 R/I 11 4 B • 101 UUYKJ AVÍK l)itvi<) . htgcr Últifuv Útfiivtirstj. Uttisjtin Útftmmtj. LÍKKISTUVIN N USTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR - ; ; v -; 1899 Hann var alltaf til í að leika við okk- ur, sama hvort það var bara að spila ólsen, fara á bak eða jafnvel að smíða eitthvað, og þá var alveg sama hvort það var að tálga hníf eða byggja kofa, það var allt hægt. Venjuleg verk eins og að taka upp kartöflur urðu meiriháttar viðburð- ur með afa og alltaf fengum við að vera með. Þegar við síðan fluttum norður urðu stundimar því miður færri en það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og afa og mað- ur var alltaf guðvelkominn. Við munum búa að þessum stundum svo lengi sem við lifum og afi mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð, prakkarinn, ljúflingurinn og spek- ingurinn sem hann var. Takk fyrir allt, elsku afi, megir þú hvíla í friði. Axel, Ámi, Helena og Jóhannes. Axel Jóhannesson hefur lokið ævistarfi sínu og kvatt okkur sam- ferðafólkið. Frændrækinn var Axel og fylgdist vel með högum okkar sem nærri honum stóðum. Hann var minnugur og glöggur og fylgd- ist af áhuga með málefnum líðandi stundai'. Mörgum hefur hann kennt traust handbragð í smíða- kennslu lengst af í Laugarnesskól- anum. Hann hafði næmt auga fyrir fallegum formum og gat hannað og unnið listilega fallega muni úr margskonar efniviði. Það var sama hvort hann skipulagði lóðir og bjó til falleg blómabeð eða smíðaði hús- gögn. Axel var kíminn og oft var brosið í hverjum andlitsdrætti þeg- ar verið var að ræða eitthvað sem hægt var að finna spaugilega fleti á. Stríðnin var ekki langt undan og gat Axel látið fólk fuðra upp út af ýmsum málum, oftast var hann að láta mann taka afstöðu á móti sér til að reyna mann í rökfimi. Hann hafði ákveðnar skoðanir og vildi að ungt fólk væri hreinskiptið og trútt sinni sannfæringu. Á sumrin komu þau Axel og Sigurbjörg heim í Gunnarsstaði, nafna mín dóttir þeirra var í sveit hjá okkur og komu þau að heimsækja hana og voru okkur öllum kærkomnir gest- ir. I kvöldblíðunni voru hestai-nir teknir til kostanna á Leiranum á bökkum Hafralónsár, farið í Brúarland til Önnu og Jónasar og svo heim eftir gamla veginum. Allt- af komu þau með eitthverjar nýj- ungar og man ég vart annan eins undrunarsvip á barnaskaranum í eldhúsinu á Gunnarsstöðum eins og þegar þau kynntu okkur poppkorn- ið. Ég veit að það gladdi Axel mjög þegar hann eignaðist alnafna á Gunnarsstöðum sem nú er ungur maður, glöggur, glettinn, stríðinn og einstaklega handlaginn eins og nafni hans. Móðurbróðir minn Axel skilur eftir margar hlýjar minningar frá uppvaxtarárum mínum.Ég var ekki há í loftinu þegar hann í orðsins fyllstu merkingu bar mig á höndum sér þegar ég þurfti að dveljast í Reykjavík til lækninga. Á skólaár- um mínum var ég heimagangur hjá þeim Axel og Sigurbjörgu Þau voru ætíð boðin og búin að hjálpa mér og heimili þeirra stóð mér opið hve- nær sem var. Fyrir öll þessi góðu samskipti og tryggð fyrr og síðar við mig og mína fjölskyldu þakka ég nú að leiðarlokum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ástvinum Axels, sérstaklega Sigurbjörgu, nöfnu, Daisy, Ellert og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning elskulegs frænda og vinar. Kristín Sigfúsdóttir frá Gunnarsstöðum. Nú hringir Axel frændi minn ekki oftar og byrjar á því að biðja afsökunar á ónæðinu. Því miður hefur þeim símtölum og samtölum sem við höfum átt saman farið fækkandi að undanfömu, eftir því sem fjör hans hefur dvínað. Öft byrjuðu slík samtöl umbúðalaust og án útskýringa; „Þú stendur þig vel, frændi minn“ eða „þú hefðir mátt láta í þér heyra“ _ um eitthvað sem farið hafði framhjá mér eða ég ekki látið til mín taka. Síðan kom álit hans á viðkomandi máli, krydd- að gamansemi og svo var kvatt, án málalenginga. Þannig var Axel frændi, móður- bróðir minn. Hann var fastur hluti af tilverunni um áratuga skeið, allt frá þvi jólabögglarnir frá Axel og Boggu fóra að verða eitt af til- hlökkunarefnum okkar systkin- anna í bernsku heima á Gunnar- sstöðum og til síðustu ára, þegar hann eins lengi og heilsa og kraftar leyfðu tók þátt í fjölskylduatburð- um eins og skím bama okkar. Listilegir smíðisgripir, sem bera hagleik hans fagurt vitni, forláta hornponta og útskornir og ágrafnir askar skipa heiðurssess á heimil- inu. Nú er skarð fyrir skildi þar sem var Axel með gamanyrði á vörum og stríðnisglampa í augum. Um- fram allt annað var hann fulltrúi þess í umgengni við okkur frænd- fólk sitt, sem lífgaði upp á hvers- dagsleikann og stundum þannig að tilefninu sem oftast var einhver í hópnum þótti nóg um. Allt var það þó af væntumþykju gert og í trausti þess að þeir sem stóðu honum nógu nærri gætu tekið gamni. Mjög varð mér hugsað til þeirra frænda minna á nýliðnum haust- dögum þegar ég, genginn í endur- nýjun lífdaganna, sem gangnamað- ur í Hvammsheiði, smalaði út miðheiðina og var „hnútumaður" í útheiði. Sem ég þeysti uppundir Hnútuna, spratt af baki og teymdi fáka mína upp á kollinn, varð mér samstundis hugsað til þeirra beggja, Axels og Sigurbergs, af minni kynslóð. Sigurbergur lenti í því fyrir nokkuð mörgum árum að ríða óviljugur yfir Hnútuvatnið, hvað entist frænda í Reykjarík lengi til gamanmála. Utsýnið af Hnútunni er fagurt. Ofanvið glampai' Hnútuvatnið og skarpar brúnir Skessuhamarshlíðar í vestri og Kálfafjalla til norðvesturs bera við himin. Niðurandan eru móholt og ljósalykkjuflóar og brúnn kollur Hávarðsstaðahæðar er austan og útundan. Frændi geymdi heiðina sína og sveitina í hjartanu þótt hann dveldi langdvölum annars staðar, svo mikið veit ég. Og enn stendur mikið til. Það verður öragglega glatt á hjalla og margar stríðnissögur sagðar, jafn- vel eitthvað hrekkt líka, þegar farið verður til þess að hressa upp á Ytri-kofann. Endurreisn Borgar- innar er á einnig á dagskrá og von- andi að hún muni skarta sínu feg- ursta út við Krók þegar húsið heima á Gunnarsstöðum fagnar 75 ára afmæli sínu innan skamms. Blessuð sé minning Axels Jó- hannessonar. Steingrímur J. Sigfússon. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegi-i lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.