Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 ----------------------------- FÓLKí FRÉTTUM Bók um bjór The Beer Companion, handbók um bjór eftir Stephen Snyder. Apple gefur út. 256 síður með mörgum myndum. Kostaði 2.650 í Máli og menningu. LITLIVEIKBYGGÐIDRENGURINN MEÐ GALDRAMÁTTINN SEM SKEKUR HEIMSBYGGÐINA REUTERS Krakkar með húðflúr eins og fyrirmyndin Potter á enninu hlusta á lestur úr bókinni. Töfrar Harry Potter Forvitnilegar bækur 101 Fara tölvur til himna? „101 Philosophy Problems", Martin Cohen. 213 bls. Routledge, London, 1999.11,99 dollarar hja Ama- zon.com netbokum. , BJORMENNING er harla lítil á Islandi og á sér sögulegar skýring- ar. A síðustu misserum hefur þó örlað á slíkri menningu og æ færri spyrja um það eitt hver styrkleiki bjórsins sé og hvað hann kostar. Með aukinni fjölbreytni í bjórinn- flutningi fara bjóráhugamenn að velta fyrir sér hlutum eins og gerð og bragði og nota þá málfar áþekkt því sem tíðkast hjá vinfróðum. Ekki er langt síðan hægt varð að kaupa bjór í stökum flöskum eða dósum og auð- veldar til muna að þreifa sig áfram, kaupa eina eða tvær dósir/flöskur af hverri tegund og kynnast þannig ólíkum gerðum, en framarlega í bók- inni sem hér er tO umfjöllunar er fróðleg samantekt um bjór- gerð og meðal annars 58 ólíkum grunngerðum lýst nokkuð ræki- lega. Lunginn úr bókinni fer þó í að lýsa bjórgerðum sem höfund- urinn hefur skipað í einn þriggja ólíkra flokka; sígildar bjórgerðir, lárviðarbjórtegundir og loks ung- tyi-kirnir, bjórgerðir sem eru á 1 uppleið. Valið markast nokkuð af ^því að höfundurinn, Stephen Snyder, er Bandaríkjamaður og nokkrar tegundir sem hann hefur dálæti á eru ekki fáanlegar utan Bandaríkjanna, en annars virðist hann helst hafa dálæti á belgískum, breskum og þýskum bjór, þótt öl frá öðrum löndum fylgi með. I efsta flokki eru margar bjór- gerðir sem fást eða hafa fengist hér á landi, til að mynda Guinness, þótt sá bjór fái ekki hæstu einkunn hjá Snyder, fær eina tO fimm flöskur eftir pökkun, Budweiser Budvar, sem fæst ekki vestan hafs, en fær hæstu einkunn, fímm flöskur, Coopers Sparkling Ale, fimm flösk- ur einnig, Urquell, sem fær fimm, ^ Samuel Smith-bjórgerðinar, sem fá * yfirleitt hæstu einkunn, Newcastle Brown Ale sem fær fjórar flöskur, Chimay, sem fær fimm, og svo má telja. Hvarvetna skín í gegn að Snyder hefur mjög ákveðinn smekk, enda er hann ekkert að fela það, en með því að bera saman við eigin smekk á bjór sem lesandinn hefur smakkað má fá nokkuð góða mynd af þeim bjórgerðum sem Snyder dæmir. I bókinni tekur Snyder til kosta framleiðslu 128 brugghúsa víða um heim, oft aðeins eina tegund frá við- ^jgkomandi framleiðanda, en yfirleitt fleiri, stundum þrjár til fjórar, þannig að á fjórða hundrað bjór- gerðir fá einkunn í bókinni. Gefur augaleið að ekki eru fáanlegar nema örfáar tegundir af þeim í Rík- inu, en þó nógu margar til að byrja að smakka og síðan má fara út í inn- flutning sjálfur. Árni Matthíasson Hún var örlagarík lestarferðin milli Edinborgar og London snemma árs 1993. Einn lestar- farþeganna, ung, kasólétt kona, nýskilin við mann sinn, peninga- laus og þar að auki atvinnulaus, fékk skyndilega í allri vesöld sinni slíka uppljómun að líf hennar átti eftir að taka algjöra kollsteypu og beina henni inn á nýjar gæfuríkari brautir. Harry Potter á forsíðu Time. Þarna hafði kviknað hugmynd- in að sögunni um Harry Potter sem fjórum árum síðar kom út í bók og átti eftir að fara slíka sig- urför um heiminn að ekki finnast önnur dæmi um aðra eins vel- gengni. Höfundurinn er J.K. Rowling, skosk kennaramenntuð kona, nú orðin móðir sex ára gam- allar stúlku. Varð til á kaffihúsum En fæðing Harry Potter gekk ekki þrautalaust. I þrjú ár gekk Rowling með Iitla bamið í barna- vagni milli kaffihúsa í Edinborg til að fá yl sem hún fékk ekki í óupp- hitaðri íbúðinni sem hún leigði í Edinborg og skrifaði söguna um Harry Potter. Þegar hún hafði loks lokið við fyrstu bókina í flokknum um Harry Potter gekk hún á fund stórforlags í London, Bloomsbury, lagði fyrir þá hand- ritið og kynnti fyrir þeim hug- mynd að sjö bóka flokki um mun- aðarlausan strák sem býr yfir töframætti og þarf að beijast við ill öfl úr galdraheimum. Bloomsbury-menn tóku sér skamman umhugsunarfrest, köll- uðu höfundinn unga á sinn fund og buðu henni 120 milljónir króna fyrir útgáfuréttinn á bókaröðinni. Og nú fór boltinn að rúlla. í júní árið 1997 kom bókin út í Englandi undir heitinu Harry Potter og viskusteinninn (hún er nýkomin út í íslenskri þýðingu). Og hvað ger- ist? Bókin skaust beinustu leið upp á topp metsölulistans í Bretlandi. Það sama var uppi á teningnum ári síðar þegar bókin kom út í Bandaríkjunum. Beint á toppinn. Allt ætlaði um koll að keyra Næst kom út bókin Harry Pott- er and the Chamber of Secrets sem, eins og fyrsta bókin, rauk rakleitt upp í fyrsta sæti metsölul- ista.Og í september á þessu ári kom svo út þriðja bókin, Harry Potter and the Prisoner of Azkab- an, og þá ætlaði allt um koll að keyra. Bækurnar þrjár sátu nú í þremur efstu sætum (númer eitt, tvö ogþijú) metsölulista New York Times og hafa verið þar síðan. Menn eru auðvitað furðu lostnir yfir þessum vinsældum. Krakkar sem hingað til hafa ekki sérstaklega leitað í bækur til dægrastyttingar hafa slökkt á sjónvarpinu og tölvuleikjunum til þess að rífa í sig sögurnar um Harry Potter og biðja um meira. En hver er galdurinn, í hverju liggja vinsældir þessarar sögu? Ef til væri einfalt svar við því kæmu eflaust fleiri rithöfundar í kjölfar Rowling og skrifuðu um barnunga galdramenn í undarleg- um galdraskóla einhvers staðar í norðurhéruðum Englands. En í raun er ekki erfitt að finna hvað það er sem gerir bækurnar um Harry svona vinsælar: skemmti- legar persónur eru settar í skrýtn- ar, forvitnilegar og dálítið ógn- vekjandi aðstæður og spennunni er haldið fram í bókarlok. Góðvild eða illmennska? Leyndarmál Rowling er jafn- einfalt og dularfullt og hæfileikar hennar til að seðja hungur lesenda eftir göldrum. Lesendur vilja trúa á hinn ellefu ára, munaðarlausa Harry Potter sem þarf að þola illa meðferð í 10 ár hjá sfjúpforeldr- um sínum. Á ellefta afmælisdegin- um fær hann þær fréttir að hann sé raunverulegur galdrakall og sé þar að auki frægur um allan galdraheim. Harry var enn í vöggu þegar hinn illi Voldemort réðst á fjöl- skylduna og myrti foreldra hans en hann lifði af. Harry er veik- byggður, með gleraugu, græn augu en býr yfir ókunnum hæfi- leikum sem Voldemort óttast mjög. Tókst Harry að lifa árás Voldemort vegna þess að hann býr yfir svo mikiili góðvild eða vegna þess að í honum býr enn meiri illska en í Voldemort sjálf- um? (Þessi spuming minnir nokk- uð á Stjörnustríðskvikmyndimar.) Spielberg áhugasamur Rowling ætlaði sér aldrei að verða barna- og unglingabókahöf- undur en þegar hún byijaði á Harry Potter-bókunum fann hún hvað hún átti auðvelt með að end- urlifa árin þegar hún var sjálf ell- efu ára: „Ég á ekki í nokkmm erf- iðleikum með að setja mig í spor ellefu ára krakka (Harry er ellefu ára þegar sagan hefst). Maður fínnur til vanmáttar þegar maður er lítill, en böm eiga sér alltaf annan heim sem er fullorðnum óaðgengilegur. Ég hef hugsað all- ar sjö bækurnar um Harry. Ég veit allt sem á eftir að gerast, sumt sem ég veit um Harry Potter á enginn annar eftir að fá að Breski rithöfundurinn Joanne Rowling er liugsuð- urinn á bakvið metsölubæk- urnar um Harry Potter. frétta. Harry eldist um eitt ár í hverri bók. Bráðum verður hann kynþroska ogþví fylgja ákveðnar breytingar. Og aðdáendur Harry mega eiga von á að bækurnar eigi eftir að verða myrkari. Það eiga ekki allar sögupersónurnar eftir að lifa af. Ein sögupersónan, Vold- emort, er ákaflega vond og á eftir að gera mikinn usla. Hann á eftir að ná á sitt vald sögupersónu sem lesendum er afar kær.“ Annað áhyggjuefni Harry Potter-aðdáenda er væntanleg kvikmynd um söguhetjuna. Steven Spielberg, Rob Reiner og Jon- athan Demme vilja allir búa til kvikmynd eftir sögunni. En Warn- er Bros. á kvikmyndaréttinn. Áætlað er að sýna kvikmyndina árið 2001 en markaðsherferðin hefst ári fyrr eða í ágúst 2000. Bíða menn nú milli vonar og ótta eftir að sjá Harry Potter á bíóhús- um. Nást galdrar bókarinnar yfir á hvíta tjaldið? EN kisan mín, ætli hún fari til himna? Þessu velta heimspekingar fyrir sér. Er tilgangur lífsins aðeins að fjölga sér til að viðhalda stofnin- um? Heimspekingar dagsins í dag glíma við aldagamlar hugsana- flækjur í sömu andrá og þeir kljást við nútímalegri vandamál - hvenær er fóstureyðing réttlætanleg, lif- færaflutningur, klónun eða jafnvel mannát? Hér í þessari bráðskemmtilegu bók er safnað saman heimspeki- legum hugðarefn- um, jafnt gömlum sem nýjum. Höf- undurinn hleypir lífi í vel þekkt heimspekileg vandamál og kynnir til sög- unnar ótal mörg ný. Allt er þetta sett upp á lífleg- an hátt, lesa- ndinn hvattur til að lesa rólega, leggja svo höfuð- ið sjálfur í bleyti, og fletta síðan yfir í síðari hluta bókarinnar þar sem kafað er dýpra í hvert efni. Hin aðgengi- lega uppsetning er aðalkostur þessarar bókar. Hver sem er getur gluggað aðeins í hana og fundið eitthvað við sitt hæfi. Þess er alls ekki krafist að lesandinn gleypi bókina í sig í einum bita - í formála varar höfundurinn hreint og beint við því að tæta bókina í sig. Hann bætir þó við að það gæti reynst erfitt að leggja hana frá sér, svo skemmtileg sé hún. Og hann hefur rétt fyrir sér. Höfundurinn er mesti grallaraspói og bókin öll í gamansömum tóni. Hún er skrifuð á léttu og auðskiljanlegu máli og leikmenn jafnt sem lærðir ættu að hafa gaman af. Á ferskan hátt tekur höfundurinn saman spurningar sem engin svör eru við, sem ekki er hægt að svara eða þarf ekki að svara. Hann lætur sér svo detta í hug að fá tölvurnar til liðs við okkur. Væri ekki gott að eiga eina allsherjar heimspekitölvu sem fundið gæti lausnir á öllum þeim vandamálum sem plagað hafa mannkynið (eða skemmt því...) í aldaraðir? Tölvan hefði öll svörin. En þá væri aðeins eitt vandamál. Tölvan gæti hugsað, en hefði hún þá sál? Og færi þá sál hennar til himna? Silja Björk Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.