Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 20
r 20 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI t ----------------------------------------------- i Yfirlýsing frá Kaupþingi vegna einkavæðingar FBA Athugasemdir við um- mæli forsætisráðherra Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá Kaupþingi hf.:, „I umræðum um einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á Alþingi i gær komu fram fullyrð- ingar í máli forsætisráðherra sem nauðsynlegt er að gera athuga- semdir við. 1. Fullyrðing um að sparisjóðim- ir og Kaupþing hefðu einungis ver- ið tilbúnir tO að greiða átta millj- arða króna fyrir allt hlutafé í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Flugherir fái minna pláss FRAMKVÆMDASTJÓRI sam- göngumála hjá ESB, Loyola de Palacio, hefur lýst þeim skoðun sinni að minnka þyrfti þau svæði í háloftunum sem frátekin eru fyrir flugheri Evrópusambandslanda. Þessi skilaboð hefur hún borið fulltrúum evrópski’a flugfélaga, sem taka fregnunum vel. Astæðan er sú að þrengslin í háloftunum hafa aukist mikið, og því er spáð að flugumferð aukist um 6% á ári. Það pláss sem frátekið er fyrir flugheri er hvergi meira en í Evrópu. AðOar máls eru hins vegar ekki sammála um hve mikið það er. „Um 5% af háloftunum" segir fuO- trúi breska flughersins, en aðrir segja það vera um 20%. hf. fyrir ári síðan er ekki rétt. Ríkisstjómin sleit þeim viðræð- um einhliða en hafði áður beðist undan því að sparisjóðimir og Kaupþing gerðu tOboð í bankann. Sjálfsagt er hins vegar að upplýsa að sú fjárhæð, sem sparisjóðirnir og Kaupþing vora tilbúnir að greiða á sínum tíma, framreiknuð til dagsins í dag, er áþekk þeirri fjárhæð sem ríkissjóður fékk að lokum við sölu bankans. 2. Fullyrðing um að sala Kaup- þings og sparisjóðanna á eignar- hluta sínum í FBA hafi beinlínis verið til þess fallin að koma einka- væðingu FBA í uppnám er fráleit. Um var að ræða fullkomlega eðli- lega sölu á hlutabréfum í FBA sem Kaupþing og sparisjóðirnir keyptu á frjálsum markaði í lok síðasta árs. Stærsti einstaki hluti þeirra var keyptur af einum ríkisbankanna Búnaðarbanka íslands hf. 3. Fullyrðing um leynisamning á mOli Kaupþings og sparisjóðanna annarsvegar og Orca-hópsins hins vegar er einnig röng. Kaupsamn- ingurinn ásamt öOum fylgiskjölum var lagður fyrir Fjármálaeftirlitið um leið og þess var óskað og hafa engar athugasemdir verið gerðar. Það að samningurinn innihéldi ákvæði um frekari hlutabréfakaup samningsaðila, reyndist slíkt unnt, með það að markmiði að sameina Kaupþing og FBA þarf ekki að koma neinum á óvart. Talsmenn Kaupþings og sparisjóðanna lýstu því margsinnis yfir opinberlega að hagræðingin sem af hugsanlegri sameiningu hlytist gæti orðið um- talsverð. 4. Fullyrðing um að skeytingar- leysi Kaupþings gagnvart hluthöf- um FBA og ríkissjóði hafi verið al- gert er sömuleiðis röng. I upphafi, þegar fyrstu bréfin í FBA voru seld, gekk ríkissjóður út frá því að verðmæti bankans væri rétt innan við tíu milljarðar króna. Það mat var í samræmi við ráðgjöf erlendra sérfræðinga. Umræður og eftii'- spum eftir hlutabréfum, þar sem Kaupþing og sparisjóðirnir vora óumdeilanlega í fylkingarbrjósti, varð síðan til þess að verðmæti bankans jókst verulega. Því er auð- velt að sýna fram á að þáttur Kaup- þings og sparisjóðanna í einkavæð- ingu FBA hafi fært ríkissjóði umtalsverðar tekjur tO viðbótar við þær sem áætlaðar voru í upphafi. 5. Sparisjóðirnir og Kaupþing fagna því að einkavæðing Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins sé yfir- staðin og óska FBA, hluthöfum og starfsfólki velfarnaðar og vona að hið pólitíska moldviðri, sem hefur verið þyrlað upp við sölu hlutabréfa í bankanum á frjálsum markaði, hafi ekki skaðað starfsemi bank- ans. Reykjavík 16. nóvember 1999, Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kaupþings, Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings.“ 1,4% atvinnu- leysi í október AtvinmOeysi mældist 1,4% í októ- ber samkvæmt yfirliti Vinnumála- stofnunarinnar yfir ástandið í at- vinnumálum landsmanna. Meðal kvenna var atvinnuleysið 2,1% en 0,9% hjá körlum. Vora 1.891 skráð- ur atvinnulaus, 681 karl og 1.210 konur. Að mati Vinnumálastofnun- arinnar má búast við að atvinnu- leysið í nóvember geti orðið á bOinu 1,4% tO 1,7%. Tæplega 41 þúsund atvinnuleys- isdagar vora skráðir í októbermán- uði á landinu öllu, tæplega 14 þús- und dagar hjá körlum og ríflega 26 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um ríflega 2 þúsund frá mánuðin- um á undan og um ríflega 19 þús- und frá októbermánuði 1998. Að meðaltali eru um 70% at- vinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og 30% á landsbyggðinni. A Norð- urlandi eystra era um 9% atvinnu- lausra að meðaltali, um 6% á Suð- urlandi, um 4% á Vestfjörðum um 3% á Austurlandi, á Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum og um 2% á Vesturlandi. Síðastliðna 12 mánuði vora um 2.747 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða um 2% en árið 1998 vora þeir um 3.788 manns eða um 2,8%. Atvinnulausum fækkar í október í fyrsta sinn í áratug Atvinnulausum hefur fækkað í heild að meðaltali um 4,7% frá sept- embermánuði en fækkað um 32,2% miðað við október í fyrra. Undan- farin 10 ár hefur atvinnideysi auk- ist um 8,1% að meðaltali frá sept- ember til október. Árstíðarsveiflan miUi september og október nú er því með öðram hætti en í meðalári en ekki hefur dregið úr atvinnu- leysi milli þessara mánaða síðan 1981 nema í fyrra var nánast engin aukning milli þessara mánaða. Atvinnuástandið breytist mis- jafnlega eftir svæðum. Þannig eykst atvinnuleysið á Suðumesj- um, á Vesturlandi og á Vestfjörðum og lítilsháttar aukning er á Norður- landi eystra en annars staðar minnkar atvinnuleysið. Atvinnu- leysið minnkar hlutfallslega mest á Austurlandi og á Norðurlandi vestra en atvinnulausum fækkar mest á höfuðborgarsvæðinu. At- vinnuleysi er enn hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Vesturlandi. Atvinnuleysið er nú talsvert minna en í október í fyrra á öllum atvinnusvæðum nema á Vest- fjörðum þar sem það er talsvert meira. 366 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum Atvinnuleysi kvenna minnkar um 5,8% og atvinnuleysi karla minnkar um 2,7% mild mánaða. Þannig fækkar atvinnulausum kon- um að meðaltah um 76 á landinu öllu og atvinnulausum körlum fækkar um 20. Samtals voru 356 í hlutastörfum í lok október eða 14,9% þeirra sem vora skráðir atvinnulausir í lok október. Samtals vora veitt 340 at- vinnuleyfi í október. I lok október vora um 366 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.