Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 19 , Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Öskar Torfason, hitaveitu- stjóri, setur upp tengigrind í einu húsanna á Drangsnesi. Hitaveita á Drangsnesi Húshitun- arkostnað- ur lækkar um helming Drangsnesi - Hitaveitufra- mkvæmdum sem unnið var að á Drangsnesi í sumar er lokið fyrir nokkru. Aætlaður kostnaður við framkvæmdir sumarsins eru 12 milljónir og er þá heildarkostnaður hitaveitunnar með borunum og öllu kominn í 19 milljónir. Það eru um 40 hús á Drangsnesi sem tengjast veitunni og hefur nú þegar ríflega helmingur þeirra tengst. Mjög misjafnt er hve miklu menn þurfa að kosta til til að geta tekið heita vatnið inn í hús. Þeir sem búa í húsum sem voru með rafmagnsþi- lofna lenda í mestum kostnaði því þar þarf að skipta um ofna og leggja allar hitalagnir. Kostnaður- inn við þær framkvæmdir er á bil- inu 150 til 300 þúsund á hvert hús. Skiptir þar miklu hve stór þau eru og hve mikið eigendur geta unnið af verkinu sjálfir. Þægindin af heita vatninu eru mikil og eins lækkar húshitunar- kostnaður hjá flestum mjög mikið. Hjá nokkrum lækkar húshitunar- kostnaðurinn um allt að helming. Kostnaður á meðal einbýlishús verður um 3.600 kr. á mánuði. Þó öll hús á Drangsnesi tengist hitaveitunni nýta þau ekki nema lít- ið af því vatni sem fékkst við borun- ina. Nú er vatnið tekið úr 128 m djúpri tilraunaholu sem gefur 9 1/ sek. Vinnsluholan sem er um 200 metra djúp og boruð var á síðasta ári gaf 42 1/sek af 62 stiga heitu vatni. Unnið verður að því á næsta ári að koma henni í gagnið. ♦ ♦ ♦ -— Nýr dómari við Héraðsdóm Suðurlands DÓMS- og kirkjumálaráðherra skipaði 10. nóvember Ingveldi Ein- arsdóttur til þess að vera hérað- sdómari án fasts sætis, en fyrsta starfsstöð dómarans verður Hérað- sdómur Suðurlands. Embættið er veitt frá 10. nóvember 1999 að telja. Umsækjendur um stöðuna voru þrettán. ---- ♦♦♦----- Hestamanna- felagið Geysir 50 ára HESTAMANNAFÉLAGIÐ Geys- ir, sem heldur upp á 50 ára afmæli í ár, efnir til afmælisfagnaðar 27. nó- vember nk. Fagnaðurinn fer fram að Laugalandi í Holta- og Lands- veit. Veislustjóri er Halldóra Þor- varðardóttir frá Fellsmúla. Samtök verslunar og þjónustu Hækkuðu auglýs- ingaverði mótmælt SVÞ - Samtök verslunar og þjón- ustu hafa sent frá sér mótmæli vegna stórhækkaðs verðs á auglýs- ingum _ í fjölmiðlum fram til ára- móta. I tilkynningu frá samtökun- um kemur fram að nokkrir fjölmiðlar hafi tilkynnt mikla hækkun á verði auglýsinga fram til áramóta og virðist ástæðan ekki vera önnur en að nýta sér til hins ýtrasta aðstæður viðskiptavina sinna. Eðlilegt réttlætismál „Má minna á að fyrir jólin í fyiTa var sami leikur leikinn. Ríkisútvar- pið og Islenska útvarpsfélagið hf. hafa boðað 25% hækkun auglýs- ingataxta til áramóta, Morgunblað- ið 15% hækkun og Fróði 9% hækk- un. Ekki er ólíklegt að fleiri fjölmiðlar fylgi í kjölfarið. Borið er við mikilli eftirspurn eftir auglýs- ingum þegar leitað er eftir skýring- um. Þetta eru að sjálfsögðu hláleg rök og vafalaust þætti sömu fjölm- iðlum það fréttaefni ef verslunin hækkaði bækur, plötur og aðrar vörur fyrir jólin með þessum hætti og bæri við aukinni eftirspurn. Sama gilti auðvitað um þjónustu dekkjaverkstæða við fyrstu snjóa o.s.frv. Þetta eru auðvitað engin rök. SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu mótmæla sterklega þess- um fráleitu hækkunum á auglýs- ingaverði umræddra fjölmiðla og skora á þá að draga þær til baka án tafar. Það hlýtur að teljast eðlilegt réttlætismál og sanngirni við auglýsendur," segir í tilkynningu sem SVÞ hafa sent frá sér. ----------- Gucci kaup- ir YSL ÍTALSKA munaðarvörukeðjan Gucci hefur keypt Yves Saint Laur- ent hátískuhúsið í Frakklandi fyrir um 72 milljarða króna, og er það fyrsta fjárfesting Gucci í öðru tísku- fyrirtæki utan Italíu. Þetta eykur spennan milli Gucci og frönsku munaðarvörusamteyp- unnar LVMH, Louis Vuitton Moét Hennesy, sem fyrr á árinu hafði gert fjandsamlegt yfirtökutilboð í Gucci. Stofnendum YSL tískuhússins, þeim Yves Saint Laurent og Pierre Bergé, verða greiddir rúmir fimm milljarðar króna fyrir vörumerkja- réttindi YSL, en þeir munu áfram stjóma hátískuhluta fyrirtækisins. Greiningaraðilar á þessum mark- aði telja fyrirtækin henta hvert öðru, en YSL hefur sterka stöðu í snyrtivörum og ilmvötnurn, en Gucci í fötum og fylgihlutum. LVMH kaupir Phillips og Zenith LVMH munaðarvörusamsteypan hefur einnig staðið í stórræðum, en fyrirtækið hefur tilkynnt um áætl- anir um að kaupa breska uppboðs- húsið Phillips. Hið 203 ára gamla listmunaupp- boðshús er það þriðja stærsta í heiminum og með 21 útibú viðsvegar um heim. Það er seinast hinna þriggja stóru meðal breskra upp- boðshúsa til að vera keypt af erlend- um aðila. Orðrómur er um að LVMH hafi greitt tæpa 9,3 milljarða króna fyrir Phillips, en talsmaður LVMH færð- ist undan að nefna kaupverðið. LVMH tilkynnti einnig nýlega að það hefði keypt svissneska úrafram- leiðandann Zenith. Hagnaður Sæplasts hf. 26 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins Yerksmiðja keypt í Alasundi í N oregi CMDItlnef | aajyijgiwPiiÆiii fgm m artP I Úr milliuppgjöri 1999 móðurfélag ■I S RB fíekstrarreikningur Miiijónir króna J&1999 3Ó/91998 Breytingar Rekstrartekjur 357 388 -8,0% Rekstrargjöld 309 345 -10,4% Fjármagnsgjöld 18 16 +12,5% Hagnaður fyrir skatta 29 28 +3,6% Skattar 12 1 +1.100% Áhrif dótturfélaga 9 0 - Hagnaður tímabilsins 26 26 0,0% Efnahagsreikningur 1999 1998 Breytingar I Eignir: I Milljónir króna 30/9 31/12 Eignir samtals 1.218 671 +87,5% [ | Skuidir og eigið fó: \ Eigið fé 368 354 +4,0% I Skuldir samtals 850 317 +168,1% \ Skuldir og eigið fé samtals 1.218 671 +81,5% Sjóðstreymi og kennitölur Veltufé frá rekstri Milljónir króna 55 57 -3,5% ’ Eiginfjárhlutfall 30% 53% arðsemi eigin fjár 9,90% 11,27% HAGNAÐUR SæplasUsamstæð- unnar nam um 26 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins eftir reiknaða skatta, samkvæmt óendurskoðuðu milliuppgjöri. Tekjur samstæðunnar, sem samanstendur af Sæplasti hf. ás- amt dótturfélögum í Kanada, Noregi og Indlandi, námu 683 milljónum króna fyrstu níu mán- uði ársins, en rekstrargjöld voru 597 milljónir króna á sama tíma- bili. Veltufé frá rekstri hjá sam- stæðunni á sama tíma nam 103 milljónum króna. Frá fyrra ári höfðu tekjur móð- urfélags dregist saman um rúmar 30 milljónir enda var röradeild fé- lagsins seld undir lok ársins 1998 og tekjur annarra deilda voru svipaðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sæplasti hf. Tvær verksmiðjur bættust við Steinþór Olafsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf., segir í samtali við Morgunblaðið að Sæplast hf. hafi keypt tvær verksmiðjur í maí síðastliðnum af Dinoplast A/S í Noregi. Önnur verksmiðjanna er í Norður-Nor- egi og tók Sæplast við rekstri hennar þann 30. júní síðastliðinn. Hin er í Kanada og tók Sæplast við rekstri hennar þann 9. maí síðastliðinn. Veltuaukning vegna þessara tveggja fjárfestinga á fyrstu níu mánuðum er um 300 milljónir króna. „Þessar fjárfestingar hafa kom- ið ágætlega út. Ef skoðaðar eru tölur yfir hagnað fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum sést að hann er svipaður hjá móðurfélaginu, en hjá samstæðunni er hann 53 mil- ljónir króna á móti 29 milljóna króna hagnaði móðurfélags fyrir skatta,“ segir Steinþór. Hlutafé aukið um 30 milljónir „Svo höfum við gengið frá vilja- yfirlýsingu um kaup á annarri verksmiðju af þessu sama fyrir- tæki sem í dag heitir Polimoon A/S. Hún er staðsett í Álasundi í Noregi, og framleiðir hún ýmiss konar baujur, flot og fleiri vörur sem tengjast sjávarútvegi og sigl- ingum. Þetta var samþykkt í stjórn Sæplasts á mánudaginn, og við stefnum að því að taka við verksmiðjunni í lok árs,“ segir Steinþór. Hann bætir við að í fyrradag, mánudag, hafi stjórn Sæplasts einnig samþykkt að auka hlutafé félagsins um 30 milljónir króna. „Við munum bjóða það allt saman út, og stefnum að því að ljúka því fyrir lok ársins. Þetta hlutafé mun fara í að styrkja hlutafjár- stöðu félagsins, sem aðeins hefur látið á sjá við þessi kaup en vegna þeirra voru tekin lán.“ Að sögn Steinþórs er vöxtur Sæplasts um þessar mundir mik- Ul. „Það má segja sem svo að í ap- ríl á þessu ári hafi fyrirtækið haft starfsemi sem vísaði til ársveltu upp á um 400 milljónir. Við stefn- um að því að vera með veltu allt að tveimur milljörðum á næsta ári.“ Samningur Pedup við taívanskt fyrirtæki Markaðssetning á DVD-margmiðlun- artækni í Evrópu ISLENSKA margmiðlunarfyr- irtækið Pedup gerði nýlega samning við taívanska tæknifyr- irtækið Golden Card Multi- media. Að sögn talsmanna Pedup er um mjög áhugaverðan samning að ræða þar sem ís- lensku fyrirtæki er falið að nýta einkaleyfisverndaða tækni til þróunar og markaðssetningar fyrir Evrópumarkað. Helgi G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Pedup, segir um að ræða viðmót sem á myndræn- an hátt auðveldar notanda að stjórna margmiðlunarefni t.d. fyrir sjónvarp og tölvur. „Þessi tækni tengist þeirri þróun sem á sér stað í DVD-tækni og gagn- virku sjónvarpi, sem og leikja- tölvum eins og Dreamcast og So- ny Playstation," segir Helgi „Við erum að vinna heimavinnuna, semja við efnisframleiðendur, ljúka þróunarvinnu og undirbúa markaðsáætlun," segir Helgi. Pedup stendur fyrir „Publicat- ion of EDUtainment for People“. „Þetta nafn er lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækisins, en laus- leg þýðing er útgáfa á skemmtif- ræðslu fyrir venjulegt fólk,“ seg- ir Helgi. „Það er alltof mikið um það að framleitt er margmiðlun- arefni fyrir börn og fullorðna sem erfitt er að nota. Oft er um flóknar skipanir að ræða og það er verkefni Pedup að gera við- mót efnisins notendavænna. Um leið viljum við stuðla að almennri notkun á þeim miðlum sem til eru í dag, til framsetningar á uppbyggjandi margmiðlunarefni sem má nefna skemmtifræðslu," segir Helgi. Hann bætir við að hluti af hugmyndafræðinni sé að tengja saman á einfaldan og skemmtilegan hátt bókina sem fylgt hefur okkur frá örófi alda og nýjustu tækni á sviði margm- iðlunar. Pedup sem var stofnað fyrr á árinu er eitt þeirra fyrirtækja sem átti fulltrúa í viðskiptasend- inefnd sem fór til Taívan í októ- ber sl. SOLARIS Glersteinn á góðu verði f AiFABORG i? KNARRARVOGI 4 • * 568 6755 Ný símanúmer Skiþtiborð 540 1900 fax 540 1910 Leitarstöð 540 1919 fax 540 1920 Minninqarkort 540 1990 . Upplýsingar um beint innval eru á veffélagsins: www.krabb.is Krabbameinsfélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.