Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Karíus og Baktus teknir til bæna Ljósmynd/Snorri Kristján Guðmundsson burstar tennur af ákafa á sýningu Snorra Asmundssonar á Mokka. Sebök látinn UNGVERSKI píanóleikarinn György Sebök lést á heimili sínu í Bloomington í Indiana í Banda- ríkjunum sl. sunnudag eftir stutta sjúkdóms- legu, 77 ára að aldri. Sebök fæddist i Ungverjalandi 1922 og í heima- ■ landi sínu hóf hann ungur tónlistar- nám. Meðal kennara hans við Franz Liszt-akademíuna í Búdap- est voru þeir Zoltan Kodály og Leo Weiner. Árið 1949 hlaut Sebök stöðu prófessors í píanóundirleik við Béla Bartók-tónlistarháskólann í Búdapest og ári seinna vann hann til nokkurra alþjóðlegra verðlauna fyrir píanóleik sinn. Eftir uppreisn- ina í Ungverjalandi 1956 sá Sebök sig tilknúinn að yfirgefa ættjörð sína. Hann fluttist til Frakklands og stundaði þar list sína. Hófst þá alþjóðlegur ferill hans fyrir alvöru. Hann lék inn á fjölda hljómplatna, ferðaðist um, hélt einleikstónleika og lék með fremstu hljómsveitum heims. Árið 1962 fluttist Sebök til Bandaríkjanna og kenndi við tón- listardeild Indiana-háskóla i Bloomington til dauðadags auk þess að kenna í Berlín, Tókýó og Kanada og halda námskeið víða um heim. Nutu sumarnámskeið hans jafnframt mikillar hylli. íslenskum tóniistarmönnum og listunnendum er Sebök að góðu kunnur. Þrisvar sótti hann Island heim og hélt hér tónleika og námskeið í píanóleik og kammertónlist, síðast á liðnu sumri, og fyrirhugað var að hann kæmi aftur að ári liðnu. LIST OG HÖ]V]\U]\ F o r 1 a g i ð it r « n d ii m SÖREN GERICKE/ OG 11 MYNDLISTARMENN VANDHESTE FRA RÖMÖ VATNAHESTAR FRÁ RÖMEY Ritstjórn Pernille Plaetner Palle Smed, 206 síður, 33 myndlýsingar. Danskar kr. 250. Bókaforlagið Bröndum/Grafik, Nansensgade 43 1366 Kaupmannahöfn K. 1999. Á BORÐI mínu liggur bók sem ég fékk senda í pósti á dögunum og fjallar um matargerðarhst en skar- ar einnig myndlist. Hún er sumsé ríkulega myndskreytt af 11 þekkt- um myndlistarmönnum í Dan- mörku, þar á meðal okkar manni þar, Tryggva Ólafssyni. Að auk er hún bókagerð út í fingurgóma eins og allt sem kemur úr húsi Hans Jörgens Bröndums, sem sérhæft hefur sig í útgáfu fagurbókmennta. Einnig bóka um myndhst og mynd- listarmenn, auk þess að hann fær ýmsa þekktustu listamenn Dan- merkur til að þrykkja grafík á verkstæði sínu og selur blöðin á staðnum, fær þá jafnframt til að myndlýsa sumar þær bækur sem hann gefur út. Um er að ræða hug- sjónastarf af hæstu gráðu, en svo fær er maðurinn á sínu sviði að hlutimir hafa gengið upp hjá hon- um, því vandaða bókagerð og úr- vals grafíkmyndir eru hlutir sem hinir menningarsinnaðri landar hans kunna vel að meta, um leið eru fagurbókmenntimar í heimsklassa. Þrátt fyrir framfarir í íslenzkri bókagerð er það mest á tæknisvið- inu, en hið handgerða með ríka áherslu á pappír útlitshönnun og MYNDLIST Mokka, Skólaviirðu- stíg LJÓSMYNDAPRENT SNORRIÁSMUNDSSON Til 3. des. Opið daglega frá kl. 9:30-23:30, en sunnudaga frá kl. 14-23:30. EKKERT kemur eins illa við listamenn og siðferðisleg krafa samfélags eða stjórnvalda um að þeir játist undir ákveðnar áætlanir um fyrirmyndasköpun til að bæta mannlífið. Svo oft hafa slíkar áætl- anir snúist upp í andhverfu sína að listamönnum finnst almennt ekki á það bætandi. Hver man ekki gamla vemmilega sósurealismann í Austur-Evrópu áður en járn- tjaldið féll eða þrautagöngu Knuts Hamsuns á gamalsaldri þegar hann hélt að hann gæti haft vit íýrir Quisling og Hitler? Snorri Ásmundsson heldur áfram ísmeygilegri aðför sinni að hvers kyns tvískinnungi sem lista- menn samtíðarinnar gera sig seka um. Fyrir skömmu hélt hann sýn- ingu á verkum kattar sem vó nærri heiðri expressjónískra abstraktlistamanna með hæfileik- um sínum. Nú hefur hann fengið hóp listamanna til að taka þátt í tannhreinsiátaki með því að gera þá að fyrirmynd fyrir börn sem takast þurfa á við féndurna Karíus og Baktus. Hið skondna við tilraun Snorra er að myndlistarmenn eru svo myndlýsingar, bóklist í það heila, hefur því miður mætt afgangi líkt og svo margt annað á sjónmenn- tasviði. Hér er þó nokkur undan- tekning hvað varðar Hafstein Guð- mundsson í Þjóðsögu, sem nú er nýlátinn, og var yfirburða smekk- maður á bókagerð. Ekki hef ég hug á því að færa rýni mína inn á vettvang matar- gerðarlistar, því fer fjarri, en þetta er alveg sérstök bók bæði fyrir myndlýsingarnar og svo er þetta matargerðarlist sem kemur okkur við. Sennilega vita ekki allir og kannski mjög fáir er svo er komið, að hin nafnkennda matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur, er reyndist mæðrum, ömmum og jafnvel lang- ömmum núlifandi kynslóða svo vel, er samin upp úr frægri danskri matreiðslubók, en auðvitað með ýmsum viðaukum. Hef sjálfur drjúga reynslu af því að fátt, ef nokkuð, getur mistekist fari maður samviskusamlega eftir uppskrift- um bókarinnar. Matgæðingurinn Sören Gericke hefur samið bók sem í senn er landkönnun sem vegakort, því höfundurinn hefur ferðast um allt Danaveldi til að kynna sér sí- gilda matargerðarlist á hverjum mörkuðum viðkomustað. Knúinn áfram af áfengri minningu allra þeirra undursamlegu augnablika, er himinninn, hafið og bragðlauk- arnir sameinuðust í eitthvað yfir- máta hátíðlegt, eins og þar stendur nokkum veginn. Segir sig hafa stol- ið staðbundnum hugmyndum og draumum úr öllum kimum lands- ins, en í ljósi þess er hann í raun að varðveita gamla eldhúsið. Hvert hérað hafði og hefur sína upp- áhaldsrétti og leyndardóma í mat- argerðarlist og eins og menn vita eru Danir hér yfirmáta hugmynd- aríkir og vandlátir. Sumar upp- skriftirnar eru allt að 200 ára gaml- ar og byggjast vafalítið á enn eldri dæmalaust illa fundin fyrirmynd til að hampa í slíkri baráttu að vart verður fundin óheppilegri stétt manna. Og þó er eins og allir þessir ágætu listamenn leggi sig alla fram við að sýnast eins sið- og tannvænir og nokkur kostur er. Ef til vill er hugmynd Snorra þó eilítið of snöggsoðin, eða stutt í annan endann. Fyrir skömmu var sýning tveggja kvenna í i8, Ing- ólfsstræti 8, sem fjallaði um hreinsun og þrif. Þar tókst lista- konunum að komast býsna nærri móthverfunum i lífi og list með því að velta upp þeirri spurningu hvort hreinsun, í víðtækustu merkingu hugtaksins - svo sem hefðum og þeir höfðu meðal annars mun breiðari og þroskaðri smekk í neyslu fiskmetis en íslendingar, er voru hér mjög íhaldssamir. Eink- um voru þeir margir fullir fordóma hvað neyslu sfidar og þorsks snerti, en skrifari vissi hreint ekki hvað þorskur væri fyrr en hann smakk- aði hann einn aðfangadag í Kaup- mannahöfn fyrir tæpri hálfri öld og hvílíkt lostæti! Þá kemur matgæðingum þessi bók við fyrir þá dóma sem hún hef- ur fengið í dönskum blöðum en þar er hún sögð ein besta og mikilvæg- asta matreiðslubók sem litið hefur kynþáttahreinsun - stæði ekki eins og ókleif hindrun í vegi fyrir því að list gæti nokkurn tíma mægst við lífið sjálft. Það er eins og sýningu Snorra skorti slíka dýpri skírskotun. Tannburstun listamannanna verð- ur of sértæk athöfn bundin við hugmynd sem vissulega leitar oft á listheiminn en kemur öðrum sviðum tilverunnar lítið við. Hversu vel sem verkin eru annars útfærð, tæknilega séð, nægir það ekki til að vega upp loftleysið í hugmyndinni. Betur má ef duga skal. dagsins Ijós í mörg ár. Höfundurinn einn fremsti og nafnkenndasti mat- reiðslumaður landsins frá upphafi, einkum á hann að vera snjall í súpu- gerð hvers konar. Leggur einnig mikla áherslu á töfra almennrar matagerðar og eins og Marie Duedahl orðar það í rýni sinni: „Matur Sören Gerickes svíkur eng- an. Hann bragðast“... - Ósköp væri annars gaman að sjá slíka bók á íslenzkum bóka- markaði, ríkulega myndskreytta af íslenzkum listamönnum. Bragi Ásgeirsson For- smekkur hamingj- unnar LEIKLIST F é I a g s li e i m i I i n 11 K « p a v o g i Leikfélag Kópavugs KIRSUBERJA- GARÐURINN eftir Anton Tsjekhov. í þýðingn Ey- vinds Erlendssonar. Leikstjóri: Ás- dís Þórhallsdóttir. Hljóð: Guðmund- ur Reynir Kristinsson. Ljós: Arnar Ingvarsson. Förðun: Nanna K. Vil- helmsdóttir. Leikendur: Birgitta Birgisdóttir, Jenný Ingudóttir. Ásta S. Sturludóttir, Magnús Guðmun- dsson, Þórður Bjamason, Helgi R. Þórisson, Unnar M. Sigurbjörnsson, Sara Bjargardóttir, Hjalti Rögn- valdsson. Frumsýning 15.11. ÞEIR geta ekki kvartað hjá Leikfélagi Kópavogs yfir því að leiklistin höfði ekki til unga fólks- ins í bænum. I þessari uppsetn- ingu félagsins á Kirsuberjatrénu leika eingöngu yngri leikarar, sem þó eru komnir í fullorðna tölu og orðnir góðir og gildir meðlimir í leikfélaginu sjálfu. Þetta er auðsjáanlega hópur sem á eftir að bera merki félagsins hátt á ókomnum árum, því ekki fer á milli mála að þau kunna ým- islegt fyrir sér, og hafa bæði aflað sér þekkingar og sviðsreynslu nú þegar. Þeirra Kirsuberjagarður er svolítið poppaður og verður við það bæði nútímalegri og nýstar- legri, og oft líka blátt áfram fynd- inn en ekki harmrænn. Þá er hann tengdur sögulegri fram- vindu í Rússlandi á hnyttinn og sjjeglandi hátt. Þetta er leið sem Asdís Þórhallsdóttir leikstjóri hefur valið og það er ekki hægt að segja annað en að hún hæfi hópnum og lánist vel, því sýning- in er áhugaverð, oft vel unnin og í raun hin besta skemmtun. Og ekki spillir að sjá Hjalta Rögn- valdsson sýna fína takta á sviði í húitverki Firs gamla þjóns. Það vakti athygli hvað framsögn allra í hópnum var skýr. Hér var ekki tafsað á neinu og hvergi klæmst. Fremstur veðal jafninga á sviðinu var Helgi Róbert Þórisson sem býr yfir fjölbreyttu látbragði og talsverðri tækni sem skopleikari. Það verður gaman að fylgjast með honum og þessum nýja kjarna í Leikfélagi Kópavogs á næstu árum. Hvað Tsjekhov varðar, þá svíkur hann ekki. Og þó uppsetningin hafi sínar sér- stöku áherslur, þá svíkur hún ekki Tsjekhov. Guðbrandur Gíslason Þórunn Valdimars- dóttir les á Súfistanum Á SÚFISTANUM, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi, verður dagskrá helguð Þórunni Valdimars- dóttur og útgáfu bókar henn- ar Stúlka með fingur í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20. Þar mun Þórunn lesa úr bókinni og Soffía Auður Birgisdóttir spjalla við hana um verkið. Á undan leikur Gunnar Gunn- arsson á píanó. Halldór Björn Runólfsson Lyst og list Ein af þremur myndum Tryggva Ólafssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.