Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 56

Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 56
M MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Gaulverj abæj ar- ^ kirkja 90 ára SUNNUDAGINN 21. nóvember næstkomandi verður þess minnst að Gaulverjabæjarkirkja er 90 ára. Kirkjan var vígð hinn 21. nóvember árið 1909. Síðan hefur hún hlotið margháttaðar endurbætur og jafn- an verið sveitarprýði. Nú er einmitt nýlokið við frágang bifreiðastæðis með varanlegu slitlagi, gangstétt og lýsingu við kirkjuna. Gaulverjabær hefur verið kirkju- staður svo lengi sem vitað er en fyrst er getið kirkju þar í kirknatali >Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Síðasta kirkja á undan þessari var reist árið 1845 og var hún svo lakleg að hún var rifin og núverandi kirkja reist á einu sumri. Rögnvald- ur Ólafsson teiknaði kirkjuna en yf- irsmiður var Sigurður Magnússon frá Baugstöðum. Kirkjan á merka gripi og má þar telja kaleik frá 1654 og ljósahjálm frá 1686. I kirkjunni er fagurlega útskorin altaristafla eftir Amunda Jónsson, þann kunna hagleiksmann. A henni stendur ár- talið 1775. Við messu kl. 14 á sunnudaginn mun vígslubiskup Skálholtsstiftis, séra Sigurður Sigurðarson, prédika. Eftir messuna verður boðið til Vkaffídrykkju í Félagslundi og þar mun Helgi ívarsson, Hólum, með- hjálpari kirkjunnar, fara nokkrum orðum um sögu kirlqu og safnaðar. Sóknarnefnd. Fræðslukvöld í Hallgrímskirkju FRÆÐSLU- og samtalskvöld um áhrif skammdegismyrkursins á heilsu fólks og líðan verður í kvöld í þlallgrímskirkju kl. 20-21. Sálfræð- íngurinn Benedikt Jóhannsson ræð- ir málið og opnar umræðuna. A hverju miðvikudagskvöldi á þessum sama tíma er ávallt opið hús í Hallgrímskirkju, þai- sem boðið er upp á samtal um málefni líðandi stundar. Að samtalsstund lokinni eða kl. 21 er ávallt sunginn Nátt- söngur í kirkjunni. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung böm kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri 'Úorgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffíveitingar. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Ung- lingastarf kl. 20. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Fræðslukvöld kl. 20 í safnaðarsal. Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur, ræðir um líðan fólks í skammdeg- inu. Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá kl. 20-21 í safnaðarsal. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjóm Jóns Stefánssonar org- Ómista. Fræðslukvöld kl. 20 fyrir foreldra fermingarbama. Haldið í samvinnu Langholts-, Grensás- og Laugarneskirkju. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. St- arf fyrir 7-9 ára böm. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Ferm- ingarfræðsla kl. 19.15. Unglinga- kvöld á vegum Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals. Nýtt og spennandi tilboð fyrir unglinga í Laugameshverfi. Fræðslukvöld kl. 20 fyrir foreldra fermingarbarna Aaldið í samvinnu Laugarness-, Tlrensás- og Langholtskirkju. Komið verður saman í Langholts- kirkju. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffí og spjall. Biblíulestur kl. 16. Júdasarbréfíð lesið. Kaffí- veitingar. Baldur Sveinsson sýnir kyggnur kl. 17. Fyrirbænamessa 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Gauiveijabæjarkirkja Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkar- ar, starf fyrir 7-9 ái'a böm kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Aitarisganga og fyrir- bænh'. Léttur hádegisverður. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara ld. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Altarisganga. Samvemstund í Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Alfa- námskeið (eldri hópur) kemur sam- an í Kirkjulundi kl. 20. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest- ur. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 Opið hús í KFUM & K húsinu. Hvað skyldi Óli Jói tapa fyrir mörg- um í borðtennis þetta kvöldið? Kl. 20.30 Fundur um viðbrögð við sorg og missi. Sr. Kristján verður með framsögu. Meðal annars rætt um stofnun stuðningshópa. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Allir hjart- anlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30, skipt niður í deildir. Ung- bamakirkja fyrir 0-3 ára, krakka- klúbbur fyrir 3-12 ára, unglinga- fræðsla, kennsla fyrir enskumæl- andi, biblíulestur og Alfa námskeið. Allir hjartanlega velkomnir. Hólaneskirlqa, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ást og kærleikur VEGNA skrifa um minn- ingargreinar undanfarið langar mig til þess að koma á framfærí, að mörgum finnst ekki við hæfi að það sé verið að rita sendibréf til hins látna. Það sem við ættum að gera er að koma fram við ættingja, vini og ná- ungann eins og það sé í síðasta sinn sem við hitt- um viðkomandi. Vegna þess að við vitum aldrei hver verður næstur. Ef við sýndum svolítið meira af kærleika og ást til ná- ungans væri margur laus við sektarkennd, vegna þess sem við höfum ekki sagt eða gert meðan ást- vinurinn var meðal okkar. Sýnið ást og kærleika, þá verður auðveldara að takast á við það sem lifið hefur búið okkur. E.G. Söfnun um borð KONA hafði samband við Velvakanda og vildi segja frá því, að hún var að koma heim með flugi frá Atlanta sunnudaginn 14. nóvember sl. Um það bil sem vélin var að lenda, sagði flugfreyjan að hún væri með umslög þar sem fólk gæti látið erlenda smápeninga í, fólk gæti hvort eð er ekkert notað það. Klinkið færi til líkn- arstarfa, sem flugfélagið drægi um á sex mánaða fresti. Fannst konunni að þarna væri skotið yfir markið, það væri varla hægt að þverfóta fyrir alls konar söfnunum heima á íslandi. Vildi hún vera laus við þetta þegar hún væri í fríi. Spurning hvort Atlanta gæti ekki gefið einhverjar prósentur af sinni sölu til líknarstarfa, í stað þess að vera safna smáaurum meðal farþega. Vildi konan taka það fram, að þetta hefur ekk- ert með þjónustu Atlanta að gera. Hún hefði verið þeim til sóma. Þreyttur ferðalangur. Þakkir til skáta- hreyfingarinnar EG VIL koma á framfæri þakklæti til skátahreyf- ingarinnar. Þeir gáfu sex ára syni mínum endur- skinsborða. Það er sér- stakt átak í gangi hjá skátahreyfíngunni um vel- ferð barna í umferðinni. Mér finnst þetta frábært hjá þeim. Ég von að allir foreldrar hvetji börnin sín til þess að nota borðana, þeir geta svo sannarlega komið í veg fyrir slys. Móðir. Þakkir GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þökk- um til hennar Jóhönnu í versluninni 11-11 í Kópa- vogi. Það hafði drepist á bflnum hennar fyrir utan verslunina og gaf Jóhanna henni start, ásamt því að vera afskaplega hjálpleg í alla staði. Kærar þakkir, Jóhanna. Guðrún. Tapað/fundið Svört handtaska týndist SVÖRT handtaska týnd- ist á Glaumbar aðfaranótt sunnudagsins 14. nóvem- ber sl. I töskunni voru meðal annars skipulags- bók, skilríki og fleira. Skilvís finnandi hafi sam- band við Hjördísi í síma 587-1687. Kápa týndist SVÖRT stutt Max-kápa var tekin í misgripum á skemmtistaðnum Rex föstudaginn 12. nóvember sl. Skilvís finnandi hafi samband við Önnu í síma 554-5418 eða 897-3440. Bnínt seðlaveski týndist BRÚNT seðlaveski týnd- ist aðfaranótt laugardags- ins 5. nóvember sl. í mið- bæ Reykjavíkur. Skilvís finnandi hringi í síma 424- 6867. Fundarlaunum heit- ið. Gullarmband týndist 18 KARATA gullarmband týndist laugardaginn 6. nóvember sl. við Dansól Skerjabraut 1 eftir kl. 13. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband við Sillu í síma 5050-485 eða 553-9635. Þráðlaus sími fannst EIRÍKUR hafði samband við Velvakanda og vildi láta vita af því, að hann hefði fundið þráðlausan síma af gerðinni Sanyo fyrir utan Elliheimilið Grund við Laugarásveg laugardaginn 13. nóvem- ber sl. Upplýsingar gefur Eiríkur í síma 553-4247. Hjólabretti og barnaúr HAFT var samband við Velvakanda frá Leikskól- anum Sunnuborg og látið vita af því að þar væri ný- legt hjólabretti búið að vera í óskilum í nokkurn tíma. Einnig hafði fundist barnaúr. Upplýsingar eru veittar í síma 553-6385. Dýrahald Kettiingar fást gefins TVEIR 6 mánaða kett- lingar fást gefins á gott heimili. Læðan er gul, svört og hvít en högninn er hálfur skógarköttur og bröndóttur. Þeir eru kassavanir. Upplýsingar gefur Björn í síma 482- 2034. STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti ung- linga í Armeníu fyrr í haust. D. Petrosian (2305) hafði hvítt og átt leik gegn D. Brulic (2120) 27. Rxg6! _ Kxg6 28. Dxf5+ _ Kxf5 29. Be4+ _ Kf6 30. He6 mát. llmsjóii Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur. COSPER Það er aftur komið gat á skóinn eftir bensíngjöfina. Víkverji skrifar... NOKKUR umræða verður á hverju hausti um gagnsemi negldra hjólbarða og stendur sá tími einmitt yfir núna. Víkverji hef- ur um árabil hneigst að því að forð- ast nagladekk undir ökutæki sínu. Finnst honum naglar bæði hvim- leiðir aðskotahlutir og hávaðasamir fyrir nú utan hversu dýrir þeir eru og eyðOeggjandi. Negldir hjólbarð- ar geta hins vegar átt fullkominn rétt á sér í vissum aðstæðum og trú- lega hafa þeir oft bjargað mönnum frá voða og skemmdum. Þeirra er hins vegar ekki þörf nema í tiltölu- lega fáum tilvikum. Er þá ekki ráð að huga að öðrum kostum, sem sé þeim að aka á ónegldum hjólbörðum? Það gæti hins vegar þýtt það að skilja verð- ur bílinn eftir þá fáu morgna sem ísing er svo hörð að hún lætur ekki undan umferðarþunganum. Þetta gerist nefnilega afar sjaldan. Þeir sem þurfa ekki að vera komnir í vinnu fyrr en á nokkuð eðlilegum tíma að morgni lenda ákaflega sjaldan í slíkum kringumstæðum og því ætti þetta að vera raunhæf- ur möguleiki. Það krefst kannski meiri aðgæslu svona í heildina að aka á naglalausum dekkjum en er það ekki einmitt það sem umferðin þarfnast í dag? Erum við ekki bara að flýta okkur alltof mikið? Við teljum okkur þurfa að komast milli staða á sömu fáu mínútunum og á góðviðrisdegi sem á sumri væri. Látum ekki ís og snjó trufla en æð- um út í bíl og af stað með sömu lát- unum. Ihugum nýja afstöðu til naglanna og hvemig væri að borgaryfirvöld tækju að bera sand á götur en ekki salt. Gera þeir það ekki á Akureyri? Er það ekki liður í betri meðferð á götum og bflum? Ekkert salt, engin tjara og engin nagladekk. x x x NETIÐ er nýjung sem seint hættb' að koma á óvart. Mögu- leikai- þess eru greinilega næsta ótæmandi og þeir snerta nánast hvaðeina í daglegu lífi okkar, svo sem upplýsinga- og fróðleiksleit, innkaup, pantanir á margs konar þjónustu og svo mætti lengi telja. Samkvæmt nýlegu yiðtali við for- stjóra Flugleiða hafa íslendingar og fleiri verið duglegir við að notfæra sér farmiðapantanir og kaup á Net- inu og er það í samræmi við aðra tækja- og nýjungafíkn landans. Við erum fljót að grípa gæsina og til- einka okkur hlutina, hvort sem þeir heita fótanuddtæki, gsm-símar eða nettengingar. xxx LANDI er orðið yfir þann sem er samlandi einhvers, frá sama landi, og er það karlkynsorð, sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs. Þannig er Víkverji landi Jóns Arn- ars frjálsíþróttamanns og Guðrún Amardóttir frjálsíþróttakona er landi hans einnig. Víkverji skilur það með öðmm orðum svo að hann eigi að segja landi hvort sem um sé að ræða karl eða konu. Því finnst honum hvimleitt að heyra ágæta íþróttafréttamenn sjónvarps tala um að hin eða þessi konan sé landa annarrar konu. Sum orð era nefni- lega karlkynsorð þótt þau eigi við konur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.