Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 68
 Drögum aæst 24. nóv. $ HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Tekinn með 15 kfld af kókami ÍSLENDINGUR á fertugs- aldri, sem búsettur er hér á landi, var handtekinn á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam fyrir rúmri viku með um 15 kg af kókaíni í fórum sínum sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Fíkniefnalögreglan í Amsterdam fer með rannsókn málsins en ekki hefur fengist staðfest hvort flytja hafi átt .fíkniefnin til Islands. Nokkuð kvað að fíkniefna- málum tengdum Islendingum erlendis í jólamánuðinum á síð- asta ári en þó ekki viðlíka að umfangi. Meðal annars voru tvö kíló tekin af íslendingi er hann var handtekinn í lest á leið frá Hollandi til Frankfurt í Þýska- landi. Alþjóðlegt lögreglusamstarf leiðir til gæsluvarðhalds á þremur mönnum Hald lagt á 80 kg af hassi í stórfelldu fíkniefnamáli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði þrjá Islendinga á fertugs- aldri í gæsluvarðhald í gærkvöld vegna rannsóknar á nýju stórfelldu fíkniefnamáli. Að þessu máli hefur verið unnið í alþjóðlegu samstarfi lög- reglunnar í Reykjavík, ríkislögreglu- stjórans og erlendra lögregluyfir- valda. Ekki er unnt að greina frá því að svo stöddu hvaða erlenda rQd á að- ild að rannsókn málsins. Hald var lagt í síðustu viku á 30 kg af hassi, sem áttu að fara sjóleiðis til Reykjavíkur. Grunur lögreglunnar beinist að því hvort ætlunin hafi verið að opna nokkuð örugga innflutnings- leið til landsins til lengri tíma. Tveir mannanna þriggja voru úrskurðaðir í vikulanga gæslu og einn í mánaðar gæsluvarðhald. Mennirnir eru 37, 39 og 40 ára og búsettir á Islandi. Tveir menn til viðbótar hafa verið yfir- heyrðir. Til samanburðar má nefna að hassið sem lagt var hald á í stóra fíkniefnamálinu fyrir nokkru var 24 kg. Þá var einnig lagt hald á mikið magn annarra fíkniefna. TU meðferðar í tæp tvö ár Málið hefur verið til meðferðar síð- an í mars á síðasta ári. Lögreglan í Reykjavík og ríkislögreglustjóri létu til skarar skríða í fyrrakvöld og hand- tóku Qóra menn. Gæsluvarðhalds var aðeins krafist yfir þremur þeirra. Alþjóðadeild embættis ríkislög- reglustjóra kom á tengslum lögregl- unnar í Reykjavík við hin erlendu lög- regluyfirvöld sem þátt taka í rann- sókninni. Að beiðni lögreglunnar í Reykjavík lögðu erlend lögregluyfir- völd í síðustu viku hald á vörusend- ingu, sem fara átti til Reykjavíkur. Þá kom í Ijós að sendingin innihélt rúm- lega 30 kíló af hassi, vandlega falin. Rannsóknin hér á landi beinist m.a. að þeim sem reyndu að flytja fíkni- efnin til landsins og að fjármögnun. Rannsókn lögreglunnar erlendis beinist m.a. að uppruna efnanna og þeim aðilum sem þar koma við sögu og að því hvort þar kunni að vera um skipulagðan hóp dreifingaraðila að ræða. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld, var það mat íslensku lögreglunnar að hefja þegar samstarf við erlend lög- regluyfirvöld þegar ljóst var hvar fíkniefnasendingin var staðsett. Sagði Ómar Smári að það væri m.a. í samræmi við alþjóðasamninga sem Island væri aðili að um samstarf lög: regluliða gegn fíkniefnadreifingu. í því skyni fóru tveir íslenskir lög- reglumenn héðan utan til starfa um tíma. í því máli sem nú er komið upp á yfirborðið er grunur um að ætlunin hafi verið að opna nokkuð örugga leið fíkniefna til landsins til lengri tíma. „Reynist það rétt var með þessari aðgerð ekki einungis komið í veg fyr- ir að verulegt magn fíkniefna yrði flutt til landsins og aðilar handteknir er grunaðir eru um að hafa staðið þar að baki, heldur og komið í veg fyrir annan hugsanlegan innflutning á meira magni,“ sagði Ómar Smári. „Þá reyndi á samstarfsfyrirkomulag við hin erlendu löggæsluyfirvöld, en ljóst er að þar eigum við góða að því þau vildu allt fyrir íslensk löggæslu- yfírvöld gera.“ Hassið sem hald var lagt á er í vörslu lögreglunnar erlendis en fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins í samstarfi við ríkislögreglustjórann og hin er- lendu lögregluyfirvöld. Mikið seiðarek til Grænlands Eykur vonir um þorsk- göngur VONIR manna um þorskgöngur frá Grænlandi hafa aukist nokkuð vegna mikils seiðareks frá hrygn- ingarstöðvum þorsksins fyrir Suður- landi yfir til Grænlands undanfarin tvö haust. Sjór hefur nú hlýnað nokkuð við Grænland og lífslíkur ^giðanna því talsverðar en seiði sem borist hafa frá Islandi til Grænlands hafa oft skilað sér í stórum stíl til hrygningar hér við land. Þýskur rannsóknaleiðangur safn- aði meðal annars seiðasýnum og herma fréttir að talsvert hafi komið fram af þorskseiðum í leiðangrinum. Lifi seiðin gætu þau skilað sér í veiði við Island eftir 6-8 ár. Guðrún Marteinsdóttir, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir mjög erfitt að segja til um lífslíkur seiðanna við Grænland. Sjór hafi verið frekar kaldur þar undanfarin ár og lífslíkur seiðanna því litlar en nú hafi hlýnað eitthvað þar. ■ Seiðarek til Grænlands/Cl Forsætisráðherra við umræður um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun Lögformlegt umhverfismat myndi ekkert nýtt leiða í ljós DAVlÐ Oddsson forsætisráðherra •7|Sgði við umræður um þingsálykt- ilnartillögu á Alþingi í gær, þess efnis að Alþingi lýsti yfir stuðningi við að haldið yrði áfram fram- kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun, að lögformlegt umhverfismat myndi ekkert nýtt leiða í ljós. Umhverfis- mat hefði þegar farið fram og kvaðst hann sannfærður um að fr^jmkvæmdin myndi koma öllum landsmönnum til góða. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra mælti fyrir tillögunni og sagði hann að fram kæmi í greinargerðum um þjóðfélagsleg áhrif Fljótsdals- virkjunar og álvers á Reyðarfirði að með þeim yrði lagður varanlegur grunnur að lífskjarabótum fyrir alla Islendinga. Hann sagði það mat rík- isstjórnarinnar að Fljótsdalsvirkjun kæmi ekki til með að hafa svo nei- kvæð áhrif á náttúruna að sá mikli þjóðfélagslegi ávinningur sem hlyt- ist af henni myndi ekki yfirvinna þau. Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingarinn- ar, sagði að í þessu máli væri annars vegar tekist á um byggðaþróun á Austurlandi og hins vegar umhverf- isþróun. Hún sagði það alvarlegt umhugsunarefni hversu mjög ætti að hraða afgreiðslu málsins nú. Nokkrir þingmenn Samfylking- arinnar lögðu fram breytingatillögu þess efnis að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun hæfust ekki nema að fengnu jákvæðu mati á umhverf- isáhrifum framkvæmdanna. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fullyrti að sú ákvörðun að halda framkvæmdum áfram væri glæfralegasta efnahags- ákvörðun Islandssögunnar. ■ Fljótsdalsvirkjun/12-14 Fé gefíð í fyrsta sinn Steingrímur Lárusson, bóndi á Hörglandskoti á Síðu, gaf fé sínu hey í fyrsta skipti á þess- um vetri í vikubyrjun. Hann segir að fénu sé gefið óvenju seint núna, enda hafi tíðarfarið verið einstakt undanfarið. Það sé rétt núna farið að frysta. Yflrleitt hefja bændur vetrar- gjöf ekki seinna en um þetta leyti, þó tíðin sé góð. Rollurnar hjá Steingrími eru rúmlega 200 og kunnu greinilega vel að meta tugguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.