Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kyoto-bókunin rædd á ríkisstjórnarfundi
Kynna á erlendum ráð-
herrum sérstöðu Islands
Samþykkt að
bjdða út lóðir í
Grafarholti
SIV Friðleifsdóttir umhverfísráð-
herra hefur lagt til I ríkisstjórn að
áhersla verði lögð á að kynna sér-
stöðu Islands fyi'ir ráðherrum
þeiira 173 ríkja sem að Kyoto-bók-
uninni standa.
Fimmta aðildarríkjaþing Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar var haldið nýlega og segir
umhverfísráðherra að eriendis geri
menn sér ekki nógu vel grein fyrii-
sérstöðu íslands. Þá sé ljóst að
ekkert iðnríki samþykki bókunina
fyiT en útfærslur sérákvæða liggi
fyrir á sjötta aðildaríkjaþinginu í
Haag í nóvember á næsta ári.
í samráði við forsætis- og utan-
ríkisráðherra mun umhverfisráð-
herra meta hvernig bæta megi
kynningu íslands á erlendum vett-
vangi. Sumum þyki sérákvæði Is-
Yfirmaður
starfs-
manna-
deildar RSP
ERNA Einarsdóttir, hjúkrun-
arframkvæmdastjóri á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur, hefur verið
ráðin yfirmaður nýrrar starfs-
mannadeildar Ríkisspítala.
Þessi nýja deild heyrir í
skipuriti undir forstjóra og
framkvæmdastjóra. Deildin
hefur meðal annars það hlut-
verk að annast meðferð og
túlkun kjarasamninga og eiga
samskipti við stéttarfélög. St-
arfsmannadeild hefur einnig
með höndum stefnumótun,
skipulagningu og samhæfingu
starfsmannamála.
lendinga fordæmisgildandi og því
sé nauðsynlegt að gera betur grein
fyrir sérstöðu landsins. Um 70%
orkunotkunar hér á landi sé endur-
nýtanleg sem hafi í för með sér
minni útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda en kolanotkun og segir hún
þannig hnattræna hagsmuni vera í
húfí.
Efnahagssambandið með 12%
endurnýtanlegrar orku
Samkvæmt sérákvæði Islendinga
í Kyoto-bókuninni ber að taka tillit
til stórra verkefna í litlum hagkerf-
um. Losi ríki þannig minna en
0,05% af heildarmagni gróðurhúsa-
loftegunda iðnvæddra ríkja megi
undanskilja stærri verkefni þessara
þjóða í Kyoto-bókuninni. Það er,
verkefni sem taka yfir meira en 5%
Lögreglan á Isafirði
Konur í
meirihluta á
vaktinni
ísafiröi. Morgunblaöið.
KONUR voru í meirihluta á vakt-
inni hjá iögreglunni á ísafírði sl.
laugardagskvöld og aðfaranótt
sunnudags, eða þrjár af fimm Iög-
reglumönnum á vakt. Að sögn On-
undar Jónssonar yfirlögregluþjóns
er ekki vitað til að slíkt hafí áður
átt sér stað.
Konumar em þær Rósamunda
Jóna Baldursdóttir, Rakel Guð-
mundsdóttir og Ásdís Sigurðar-
dóttir en karlarnir á vaktinni vom
þeir Jón Svanberg Hjartarson
varðstjóri og Bjarki Rúnar Skarp-
héðinsson. Rósamunda hefur starf-
að í lögreglunni á Isafirði frá 1997
af heildarútblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda landsins. Ekki hefur enn
verið gerð tillaga um fjölda þeirra
verkefna sem þannig má undan-
skilja, en ráðherra segir það verða
skoðað á seinni stigum.
„Evrópusambandið setur sér það
háleita markmið að vera með 12%
af endurnýtanlegri orku 2010, en
það sýnir hve staða okkar er allt
önnur en annarra ríkja,“ segir ráð-
herra. Hún kveður Island vilja
vera aðila að Kyoto-bókuninni, en
fyrst verði útfærsla bókunarinnar
að vera ljós þannig að vitað sé
hvort þetta sé hægt. „Það væri
mjög sérstakt ef samningurinn
væri þannig útfærður að Island,
sem er eitt hreinasta ríki veraldar,
geti ekki verið með,“ segir ráð-
herra.
og Rakel frá því í haust. „Ásdís var
hér hjá okkur fyrir nokkmm ámm
en var síðan í lögreglunni austur á
MEIRIHLUTI borgarráðs hefui-
samþykkt að hluta tillögu um útboð
á lóðum í Grafarholtshvei’fí. Jafn-
framt var samþykkt að fresta af-
greiðslu á einum lið tillögunnar
ásamt breytingatillögu minnihluta
sjálfstæðismanna um að verð á lóð-
um fyrir félagslegt og sérhæft hús-
næði yrði miðað við gatnagerðar-
gjald.
I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks segir að ákvörðun um
að bjóða út byggingarrétt á lang-
flestum íbúðarlóðum í Grafarholti
feli í sér verulega stefnubreytingu.
Þeir sem vilji byggja í Reykjavík eigi
nánast ekki annarra kosta völ en að
bjóða í byggingarrétt og staðgreiða
áður en framkvæmdir hefjist. Fram
kemur að lóðaskortur hafí verið við-
Fjörðum og á Sauðárkróki en er
nú aftur komin til okkar“, sagði
Önundur í samtali við blaðið.
varandi og átt sinn þátt í að spenna
upp fasteignaverð í Reykjavík og
hækka húsaleigu. Nú hafi verið
ákveðið að bjóða út byggingarrétt
nánast allra íbúðalóða og stuðla að
enn hæma fasteignaverði. Með
þessu sé verið að stuðla að lóða-
braski auk þess sem efnaminna fólki
verði gert nær ókleift að eignast eig-
ið húsnæði.
50% hækkun á lóðum
Bent er á að meirihlutinn hafi þó
mætt að nokkru gagnrýni á fyrri til-
lögu, sem fól í sér að bjóða út allar
íbúðalóðir og ákveðið að selja á föstu
verði 43 einbýlishúsalóðir. Þá segir:
„Það skýtur skökku við að velja þá úr
þær lóðir sem ætla hefði mátt vegna
sérstöðu sinnar að stæðu nær útboði
en almennar fjölbýlishúsalóðir. Auk
þess er ætlunin að selja lóðir fyiir fé-
lagslegt íbúðarhúsnæði á lágmai’ks-
verði sem er a.m.k. 50% hækkun frá
því sem er í dag. Tillagan felur jafn-
framt í sér að byggjendur sumra lóða
eru háðir hönnuðum sem borgaryfir-
völd ákveða og verðlagningu þeirra."
Dregið úr niðurgreiðslu lóða
I bókun borgan-áðsfulltrúa
Reykjavíkurlista segir að tillagan
miðist að því að draga úr þeirri nið-
urgreiðslu lóða til byggingafyrir-
tækja og verktaka sem tíðkast hafí
og um leið að binda enda á úthlutun
á gæðum. Tillagan miðist að því að
tryggja jafnræði meðal byggingar-
aðila og koma í veg fyrir lóðabrask
og eftirmarkaði með lóðir. Jafnframt
að koma í veg fyrir að borgaryfirvöld
liggi undir ámæli fyrir að hygla sín-
um flokksmönnum. Bent er á að höf-
uðborgarsvæðið sé einn húsnæðis-
markaður og að þrátt fyrir að verk-
takar hafí fengið lóðir á lægi-a verði í
Reykjavík hafí fasteignaverð ekki
verið lægra í borginni.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Konur í meirihluta á vaktinni á Isafirði. (F.v.) Jón Svanberg, Bjarki
Rúnar, Rósamunda Jóna, Ásdis og Rakel.
Ólögleg lyf stöðvuð
í tolli nánast daglega
Lyfjaeftirlit ríkisins þarf að hafa afskipti af
lyíjasendingum frá erlendum netverslun-
um allt að því á hverjum degi. Þetta kom
fram í máli Guðrúnar S. Eyjólfsdóttur, for-
stöðumanns lyfjaeftirlitsins, á 5. ráðstefnu
Lyfjahóps Samtaka verslunarinnar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ráðstefnugestir fylgjast með umræðum um
lyfjaverslun á vefnum.
RÁÐSTEFNA um lyf á veraldar-
vefnum og með hvaða hætti hægt er
að tryggja að upplýsingar um lyf og
sjúkdóma á Netinu séu réttar og ör-
uggar þannig að varnarlaus almenn-
ingur geti treyst þeim, var haldin sl.
föstudag.
Samkvæmt íslenskum lyfjalögum
er öðrum en þeim sem hafa til þess
sérstakt leyfi óheimilt að kaupa lyf
að utan í gegnum veraldarvefínn. í
máli Guðrúnar S. Eyjólfsdóttur kom
fram að víða í heiminum eru engar
reglur í gildi um lyfsölu og lyfjaaug-
lýsingar og að í öðrum löndum eru
gildandi reglur ólíkar þeim, sem hér
eru í gildi. Netverslanir með lyf eru
starfræktar í þessum sömu löndum
og hafa íslendingar, sem ramba inn
á slóðir þeirra, freistast til að panta
sér lyf, sem þar eru auglýst. Oft eru
sölumennirnir vægast sagt vafasam-
ir, að sögn Guðrúnar, og á söluvara
þeiira oft og tíðum ekkert skylt við
lyf. „Og hvað er hún þá?“ spurði hún.
Valþór Stefánsson, heilsugæslu-
læknir á Akureyri, sagðist í sínu er-
indi hafa „ábyggilegar heimildir fyr-
ir því að fólk er að fá lyf í gegnum
Netið“.
Neytendurnir veiti aðhald
Þeirri spumingu var varpað fram
á ráðstefnunni hver ætti að bera
ábyrgð á að upplýsingar um lyf og
heilbrigðismál á Netinu séu réttar.
Kristján Sverrisson, sölu- og mark-
aðsstjóri Glaxo Wellcome í Finn-
landi, sagði í sínu erindi að afkoma
lyfjafyrirtækja væri undir neytend-
um, heilbrigðisstarfsfólki og yfir-
völdum komin og að þau fórnuðu
ekki góðri samvinnu við þessa aðila
fyrir skyndigróða sem hugsanlega
fengist með því að gefa frá sér stór-
yrtar yfirlýsingar um ágæti lyfja
sinna. Markmið fyrirtækjanna væri
að veita fræðandi upplýsingar m.a.
til sjúklinga og aðstandenda þeirra
og „okkur á að vera treystandi til
þess“, sagði hann. Hann minnti jafn-
framt á að meginþorri þeirra sem
vinna innan lyfjafyrirtækja væru vís-
indamenn á sviði læknavísinda og að
heilbrigðisstarfsfólk gæti ekki lagt
það alfarið í hendur þriðja aðila að
sjá um að veita upplýsingar um þessi
mál á Netinu.
Per Manell, sænskur lyfjafræðing-
ur og ráðgjafí um tölvu- og upplýs-
ingamál, sem flutti lokaerindi ráð-
stefnunnar var á því að upplýsingar
frá lyfjafyrirtækjum væru ekki endi-
lega til þess fallnar að vekja traust
almennings jafnvel þótt þær væru
góðar. Aðhaldið yrði að koma frá
neytendunum sjálfum. Sagði Manell
að innan Norrænu lyfjanefndarinnar
væru uppi hugmyndir um að gefa út
sérstakt gæðamerki sem norræn
vefsetur gætu merkt vefsíður sínar
með, að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. Komið yrði í veg fyrir að út-
gefendur annarra vefsíðna stælu
merkinu með því hafa það tengt
annarri vefsíðu, t.d. norrænu lyfja-
nefndinni. Hún myndi þá birtast á
tölvuskjánum ef tölvumúsinni er
smellt á merkið.
Áhugi á heilsufars-
upplýsingum vex
Sú tíð er liðin að leiðbeiningamið-
ar eru fjarlægðir úr lyfjapakkning-
um og fólk vill í æ ríkari mæli bera
ábyrgð á eigin heilsu. Um þetta voru
fyrirlesarar sammála. Voru þeir al-
mennt á þeirri skoðun að erfitt væri
að tryggja að allar þær upplýsingar
sem fram koma á Netinu væru rétt-
ar enda væri Netið heimur án
landamæra þar sem allir geta haslað
sér völl. Þörfín á upplýsingum um
heilbrigðismál yxi aftur á móti dag
frá degi. Aukin þekking sjúklinga
myndi leiða til þess að þeir fylgja
fyrirmælum lækna af meiri sam-
viskusemi en ella. Sagðist Kristján
Sverrisson jafnvel sjá það fyrir sér
að aukin umræða muni leiða til þess
heilbrigðisútgjöld lækkuðu frekar en
að spurn eftir lyfjum muni aukast að
óþörfu.
Fáir deila um að sjúklingar eiga
rétt á upplýsingum um sjúkdóma,
greiningu þeirra, meðferðarmögu-
leika, aðgerðir og lyf. En tími sjúk-
lings hjá lækni er naumt skammtað-
ur og algengt er að sjúkingur gleymi
munnlegum fyi’ii*mælum læknisins.
Fólk getur aftur á móti nálgast upp-
lýsingarnar að heiman frá sér í nán-
ast ótakmarkaðan tíma með tiltölu-
lega litlum tilkostnaði. Kom meðal
annars fram á ráðstefnunni að vegna
þessa mætti ekki miða löggjöf og
reglur við þann hóp fólks sem mis-
notar Netið í von um að græða á sak-
lausu fólki.
Guðrún S. Eyjólfssdóttir benti á
mikilvægi þess að vernda almenning
fyrir fölskum, röngum upplýsingum
en af þeim væri af nógu að taka á
Netinu.
Skýrar reglur eru innan Evrópu-
sambandsins og þar með innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins um lyfja-
auglýsingar, að sögn Guðrúnar.
Magnús Jóhannsson, prófessor í
lyfjafræði við Háskóla íslands, og
fundarstjóri ráðstefnunnar minnti á
að mörkin á milli auglýsinga og upp-
lýsinga væru óljós og að oft væri það
ekki annað en leturgerð sem greindi
á milli. Sagði hann í samantekt sinni
í lok ráðstefnunnar að Netið væri
staðreynd sem kæmi til með að
gegna æ meira hlutverki í lífi fólks.
Það væri hlutverk heilbrigðisstarfs-
fólks að tryggja gæði þeirra upplýs-
inga sem gefnar væru út á vefnum.