Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lester er látinn en Roscoe lifir PJASS Geislaplötur LESTERBOWIE Lester Bowie: The great pretender. Lester Bowie trompet, Hamiet Blu- iett barrýtonsaxófón, Donald Smith píanó og orgel, Fred Williams bassa, Philip Wilson trommur og Fontilla Bass og David Peaston söngur. Hljóðritun frá 1981. ECM/ Japis 1999. ÞAÐ var mikið áfall fyrir djass- unnendur er það fréttist að tromp- etleikarinn Lester Bowie hefði lát- ist úr lifrarkrabba 8. nóvember sl. aðeins 58 ára gamall. Lester er, að Don Cherry undanskildum, helsti trompetleikari hins frjálsa djass og hann kom í tvígang til Islands. I fyrra skiptið 1981 með félögum sín- um í Art Ensemble Of Chicago og héldu þeir eina tónleika á vegum Jazzvakningar á Broadway. Kom það mörgum á óvart að troðfullt var á tónleika þeirra í orðsins bókstaf- legustu merkingu - á níunda hundrað vai' í salnum - og þá var frjálsdjass ekki efstur á vinsældar- listanum frekar en nú. Árið 1996 kom hann á Listahátíð með sveit sína Brass Fantasy, sem lék öllu aðgengilegri tónlist, og hélt tvenna tónleika í Loftkastalanum. Þegar Lester kom hingað í fyrra skiptið var platan The great pretender nýkomin út og seldist í á fjórða hundrað eintaka. Margir eru efa- laust búnir að spila hann í gegn og fagna því að geta endurnýjað hana á geisladiski auk þess sem ný kyn- slóð, fönkóð, mun kunna að meta Lester. Gamli sálslagarinn The great pretender er aðallag disksins og eina lagið þarsem annar blásari og söngvarar koma við sögu. Fleiri vinsæl lög eru á diskinum, en best eru samt frumsamin verk Lesters með Rios Negros í broddi fylking- ar. Þvílíkur trompetleikur. Tónninn breiður og voldugur og tónmynd- unin frjálsleg. Hann rennir sér oft uppá tóninn og urrar - minnir í því á meistaratrompetleikara einsog Henry Red Allen og drengina í Ellingtonbandinu. Þessi diskur er klassík og segja má að hann hafi verið undanfari hljómsveitar Bowies sem vinsælust varð, Brass Fantasy. A næstsíðasta diski sveit- arinnar: The fire this time var The great pretender einnig á dagskrá og lög af efnisskrá jafn ólíkra tón- listarmanna og Jimmy Luncefords, Roland Kirks og Michaels Jack- sons. Miles Davis hafði leikið lög Jacksons og fleiri popplistamanna í lok ferils síns og á síðustu útgefinni skífu Lester Bowie’s Brass Fanta- sy, The Odyssey Of Funk & Popul- ar Music, Vol 1 (Atlantic), sem enn hefur ekki borist til íslands, má finna allt frá The birth of the blues til Don’t cry for me Argentina. ROSCOE Roscoe Mitchelle: Nine to get ready. Roscoe Mitchell, saxó- fóna og fiautu, Hugh Ragin trompet, George Lewis básúnu, Matthew Shipp og Craig Taborn píanó, Jaribu Shaid og William Parker bassa, Tani Tabbal og Gerald Cleaver trommur. Tónlist eftir Roscoe Mitchell. Hljóðritun frá 1997. Útgefin 1999. ECM/Japis. Roscoe Mitchell er sá félaganna úr Art Ensemble Of Chicago sem frjóastur hefur verið í andanum í gegnum tíðina. Skömmu eftir að hann lék hér með Art Ensemble kom hann til íslands að nýju og hélt einleikstónleika í Félagsstofnun OXFORD STREET virka daga föstudaga laugardaga sunnudaga 10-18 10-19 10-18 13-17 % É L r - __ F2xafeni 8 108 Reykjavík Sími: 5331555 Lester Bowie í góðri sveiflu á Listahátíð í Reykjavík árið 1996. stúdenta. Þeir verða lengi í minn- um hafðir. A nýja diskinum er þó lítið um frjálsan blástur og þó hann hafi verið tekinn upp fyrir tveimur árum gæti hann eins verið hljóðrit- aður í gær í minningu Lester Bowies. Eitt fallegasta verkið á diskinum er ballaðan For Lester B og upphafsverkið, Leola, minnir framan af á lúðrasveit í New Or- leans á leið í kirkjugarðinn blásandi Free as a bird - síðar má greina tóna frá miðamerískum lúðra- blæstri sem Charlie Haden og Carla Bley hafa verið svo dugleg að nýta í tónlist sinni. Roscoe skrifar fallega fyrir hljómsveit sína og samspuni er oft ríkjandi í verkun- um. Roscoe á ágæta einleikskafla, en sá sem ber af öðrum í sólóunum er básúnuleikarinn George Lewis. Hann er að mínu mati merkasti djassbásúnuleikari er fram kom eftir að Roswell Rudd frelsaði bás- únuna frá fullkomnunaráráttu mó- dernista djassins og leitaði fanga í grófum leik frumherjanna frá New Orleans. Af öðrum lærisveinum Rudds má nefna Ray Anderson og Frank Lacy. Hip hop og búggívúg- gí blandast í Hop Hip Bir Rip og disknum lýkur á söng þeirra félaga í Big red peaches þarsem ríkir sterk undiralda sáltónlistar einsog Mingus túlkaði hana. Þetta er einn athyglisverðasti djassdiskur er ég hef heyrt lengi og þrátt fyrir fjölbreytileikann tekst Roscoe að bræða saman áreynslu- laust hin ólíkustu stílbrigði svo úr verður heildstætt verk. Vernharður Linnet Guðjón Ingi Jón Eiríksson Hjaltason Sóma- fólk BÆKUR Gamansögur JÁ, RÁÐHERRA Gamansögur af íslenskum al- þingismönnum. Guðjón Ingi Eiríks- son og Jón Hjaltason söfnuðu efni og ritstýrðu. Káputeikning: Krist- inn G. Jóhannsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar 1999. -183 síður. MEÐ allra skemmtilegustu þáttum í sjónvarpi, sem eg hefi séð, eru enskir þættir með sama nafni og bók þeirra félaga. Því fagnaði eg henni heilshugar, vænti mér gleðistunda við lestur. Ekki brást það, en rættist þó á annan veg en eg hugði. Þeir félagar eru ekki að gera grín að sómafólki, ætla sér stærri hlut en þann, að gægjast inn um gáttir ráðuneyta, - því arka þeir með skjóður sínar að hlið alþingismanna, bæði ofan moldar og neðan, safna vizku þeirra, forða frá gleymsku, svo að sagnfræðingum framtíðarinnar blandist ekki hugur um, hver öld ól mesta garpa (görpur) í oddaflug þjóðar. Höfundar afreka meir, þeim tekst að sannfæra lesendur sína um, að á Alþingi sat og situr allra viðkunnanlegasta fólk, - ekki jólasveinar og strengbrúður, eins og fjölmiðlar iðutorgsins eru að reyna að telja okkur trú um. Þetta reynist hugsjónafólk, með gáfur meiri en til heimabrúks, þjálfað í orðsins list, og hamast við að gera þjóð sinni gagn. Að lestri loknum þótti mér miklu vænna um þjóðina mína en áður, þurfti meira að segja ekki svefnpillu, er eg gekk til náða, því eg hafði hlegið svo eg var þreyttur; hlegið að snjöllum tilsvörum; strákslegri stríðni; glaðzt yfir geislandi mælsku: „Island var enn hluti af danska ríkinu þegar Hannes (Hafstein, innskot mitt) var ráðherra og þurfti hann því oft að bregða sér til Danmerkur. I einni ferðinni urðu honum á þau mistök, eftir langan og strangan fund, að fara inn á kvennasalerni á veitingastað í Kaupmannahöfn. Hefst hann þegar handa við að kasta af sér vatni en í þeim svifum birtist kona þar hjá og segir með nokkrum þjósti: „Det her er kun for kvind- er.“ Hannes snýr sér þá að kon- unni, án þess að sleppa takinu á ákveðnum líkamsparti, og svarar um hæl: „Ja, denne her er ogsá kun for kvinder." Stefán Jónsson fréttamaður sat um tíma á þingi (1974-1983) fyrir Alþýðubandalagið. Hann var ekki aðeins ástmögur útvarpshlust- enda, heldur allra er honum kynntust, fluggreindur; skáld- mæltur; slíkur spéfugl, að enn eru glettur hans gleðigjafar á manna- þingum. Hann átti til að yrkja í orðastað hinna heldri þing- skálda, gerði meira að segja nýjan bragar- hátt, slitruháttinn, til að auðvelda sér leik. Aldrei heyrðist hann beggja til nema hinna orðhögustu manna, sem færir voru um að launa honum rauðan belg fyrir gráan. Eitt sinn lét Stefán sem Jón á Akri hefði ort hugljúft ljóð, þar sem þetta erindi er meðal annarra: „Það kliðar lækur hjá klettinum. Það kúrir lóa rétt hjá honum. Það er töluverð tónlist í klettinum þeg- ar troðið er á rófunni á honum.“ Björn Pálsson á Löngumýri, á framboðsfundi, að ræða um keppi- naut: „Svo er það hann Eyjólfur, þessi þarna að sunnan. Einhver hefur komið þeirri flugu inn í höf- uðið á honum að hann hafi þing- mannshæfileika, en það var mis- skilningur eins og þið fáið nú fljótlega að sjá. Hins vegar hefur hann aðra hæfileika sem sjálfsagt er að nýta. Hann er til dæmis upp- lagður smali. Hann er bæði lítill og léttur, mjóleggjaður og kið- fættur og örugglega fljótur að hlaupa. Eg gæti vel hugsað mér að ráða hann til mín í vor. Hugsið ykkur bara hvað það er erfitt fyrir stóran og feitan mann að koma lambi á spena. Eyjólfur þarf ekki einu sinni að beygja sig.“ Læt hér tilvitnum í bókina lokið. Hún er kaflaskipt. Það auðveldar mjög pólitísku fólki lesturinn, al- gjör óþarfi að lesa um nema sitt fólk! Prentvillur eru nokki-ar, samt saklausar. Prentverk vel unnið. Káputeikning efni trú, frá- bær. Þökk fyrir mjög skemmtilega fimmtu bók í skopsins flokki. Sig.Haukur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.