Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 29

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 29 LISTIR PRAG er óvéfengjanlega eín mesta menningarborg Evrópu, og það er ekki síst tónlistin sem hefur unnið borginni þann sess. Mozart samdi óperuna Don Giovanni í Prag, og tónskáldin Smetana, Dvorák og Mahler frumfluttu verk sín í glæsilegu tónleika- og óperu- húsi borgarinnar, Rudolfinum, svo fátt eitt sé nefnt. Stolt menningar- lífsins í Prag hefúr vitaskuld verið Tékkneska sinfómuhlj ómsveitin. Sönnum Tékkum til mikillar raun- ar hefur orðstír hennar dalað á ár- unum eftir fall kommúnismans, en nú er útlit fyrir að Vladímír As- hkenazy hafi tekist að reisa hljóm- sveitina til vegs og virðingar á ný. Fyrsta flokks hljómsveitarstjór- ar tryggðu að Tékkneska sinfón- íuhljómsveitin var í fremstu röð allt fram á tíunda áratuginn - Tal- ich og Kubelic á fyrri hluta þess- arar aldar og og Ancerl og Neu- mann á siðari hlutanum. Hljómsveitin missti ekki einu sinni dampinn á valdatíma kommúnista, en eins undarlega og það hljómar fór fyrst að halla undan fæti þegar tækifæri buðust loks til sóknar til vesturs í byrjun þessa áratugar. Tékkar gripnir „gullæði“ Enn er deilt um hvað hafi farið úrskeiðis. The Financial Times hefur eftir vestrænum velgjörðar- manni hljómsveitarinnar að svo virðist sem Tékkar hafi verið gripnir eins konar „gullæði" við fall Berlínarmúrsins. Telur hann að stjórn hljómsveitarinnar hafi verið veikgeðja og hikandi gagn- vart freistandi tilboðum, og ávallt búist við því að handan sjóndeild- arhringsins biði enn frægari stjórnandi eða gróðavænlegri plötusamningur. Stjórnendur hljómsveitarinnar virðast hafa litið svo á að það væri vænlegra til að laða að fjánnagn að ráða stjórnanda frá Vestur- löndum. Góðum tékkneskum Ashkenazy reisir Tékkn- esku sinfóníu- hljómsveitina við hljómsveitarstjórum var hafnað, en gengið var til samninga við miðlungsgóðan stjórnanda frá Þýskalandi, Gerd Albrecht. Þegar forráðamennirnir vöknuðu svo upp við þann vonda draum að til- boðin úr vestrinu létu ekki á sér kræla, neyddist Tékkneska sinfón- íuhljómsveitin til að taka þátt í tónleikaferðalögum með annars flokks hljómsveitum frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Ánægja með Ashkenazy Djúpstæður ágreiningur reis milli Albrechts og meðlima hljóm- sveitarinnar, og flestum Tékkum er enn í fersku minni er hljóm- sveitarstjórinn hellti úr skálum reiði sinnar á fréttamannafundi er tilkynnt var um afsögn hans. „Hann [Albrecth] reyndi jafnvel að segja okkur hvernig ætti að leika Dvorak,“ var umkvörtun er olli mikilli hneykslan I Tékklandi. Deilan varð að milliríkjamáli; Þjóðverjar sökuðu Tékka um Þjóðveijahatur, en Tékkar sökuðu Albrecht um að „leika keisara" og sögðu hann vera rangan mann á röngum stað á röngum tíma. Mikil ánægja ríkir hins vegar með Vladímír Ashkenazy, sem tók við sem aðalstjórnandi Tékknesku sinfóniuhljómsveitarinnar íjanúar 1998. Þrátt fyrir að Ashkenazy geti ekki verið í Prag allan ársins hring vegna skuldbindinga hans annars staðar, virðist hljómsveitin vera fyllilega sátt þessa málamiðl- un. Það fellur væntanlega vel í kramið að Ashkenazy er laus við þá tilhneigingu Albrechts, sem birtist í því að hyggjast kenna Tékkum að leika Dvorak. Hann telur að tónlistin geti talað máli sínu sjálf og forðast að nota tón- verkin til að monta sig af eigin hæfni. „Mér líkar sparsemi í flutn- ingi,“ sagði Ashkenazy nýlega í samtali við The Financial Times. „Komdu bara þínu til skila og haltu áfram.“ Tónleikaför Nú, þegar Tékkneska sinfón- íuhljómsveitin hefur á ný hlotið aðalstjórnanda er nýtur virðingar og vinsælda á Vesturlöndum, hef- ur hún lagt upp í tónleikaferðalag til að freista þess að endurheimta orðstír sinn. Hljómsveitin lék á nokkrum tónleikum í Bretlandi í október og á tónleikaárinu mun hún einnig fara til Japans, Spánar og Suður-Ameríku. Þá er fyrir- huguð mikil tónleikaferð til Bandaríkjanna í mars á næsta ári, undir stjóm Ashkenazys. Óskum öllum sem komu að gerð myndarihnar UNGFRUIN GÓÐA OG HÚSIÐ til hamingju með frábært verk og þrjár Eddur Besta íéÍkstjórnin Besta pg Gangi ykkur vel í baráttunni um Óskarinn Veldu gæði Veldu endingu Veldu rétt Er bíllinn bilaður! komdu á staðinn, eða pantaðu tíma! BÍLAVARAHLUTIR BILAVERKSTÆÐI SMURSVÓD Jywnparts f &HEIMSÞEKKTIR GÆÐA VARAHLUTIfí Hemlahlutir Drifliðir Perur Toppbogar Kúplingar Stýrishlutir Reimur Hjólkoppar Kveikjuhlutir Vutnslúsur Síur Bónvörur Rufgeymor Þurrkublöð Olíur Verkfæri Þjónustumiðstöð Jupunskra og Kóreskra bíleigendo Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn á morgun kl.17.00. Fundurinn er öllum opinn. Á dagskrá er m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Útvarpað verður á l\lær Reykjavíkinfoorg Skrifstofa borgarstjóra I 1 .. U WM I U___________________________________________________________________________________________I w._______________________________________________________________________mU IQKO& Heimilistæki KUCHENTECHNIK á heildsöluverði Innbyggður ofn HT410 • undir- og yfirhiti • 4 eidunaraðgerðir • grill • mótordrifinn griilteinn 38.700,- Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með ijósi • sog 375 m2 á klst. Helluborð E60,1 • 4 steyptar heilur með áföstu takkaborði • lítur stál, hvftt eða dökkt CN Innbyggður ofn htöio • fjölvirkur blástursofn • 3 hitaelement • 8 eldunaraðgerðir • sjálfhreinsibúnaður • mótordrifinn grillteinn • forritanleg klukka 72.400,- Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með Ijósi • sog 375 m2 á klst. Keramikhelluborð VTC-M • 4 High Light hraðhellur með áföstu takkaborði 1 INNRETTINGAR & TÆKI OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 www.heildsoluverslunin.is ílLDSOI ’RSLUNJ j^rir lártíverBi! -tryggimílS^ Vi& Fellsmúla Sími 588 7332

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.