Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RAMMI UM LAN SVEITARFÉLAGA ÞENSLA hefur verið vandamál í efnahagslífinu að und- anförnu og hefur endurspeglast í vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla. Efnahagssérfræðingar telja nauðsynlegt að grípa til allra tiltækra ráða í því skyni að draga úr þensl- unni. Að því verki þarf ríkisvaldið að koma, sveitarfélögin og atvinnulífið. Að öðrum kosti eykst skriður verðbólgunn- ar þjóðfélaginu í heild til tjóns. Ríkisstjórnin hefur boðað ráðstafanir af sinni hálfu með frestun framkvæmda og miklum tekjuafgangi ríkissjóðs á næsta ári. Þá hefur Seðlabankinn beitt vaxtahækkunum til að slá á þensluna. Sveitarfélögin eru hins vegar rekin með verulegum halla, sem fjármagnaður er með lántökum. Þetta hefur m.a. leitt til mikilla framkvæmda og þau eiga því sinn þátt í ofhitnun efnahagskerfisins. A tveimur árum hafa tekjur sveitarfélaga aukizt um 11,5 milljarða króna, en skuldirnar hafa vaxið um sjö milljarða á sama tímabili. Alagning út- svars hefur hækkað úr 8,79% á árinu 1996 í 11,93% í ár. Heildartekjurnar hafa aukizt um 50% frá 1996 og tvöfald- ast frá 1994 (aukizt úr 40 milljörðum í nær 60 milljarða). Þetta er gífurleg tekjuaukning á skömmum tíma, en þó verður að hafa hugfast, að sveitarfélögin hafa þurft að taka að sér lögboðin og kostnaðarsöm verkefni, t.d. rekstur grunnskóla og fráveituframkvæmdir. Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum hafa sjónir beinzt að hlut sveitarfélaganna í efnahagsstjórninni og blasir það við, að rekstrarhalli og lántökur þeirra eru úr takt við þær aðgerðir, sem ríkisvaldið vill beita til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, varpaði fram þeirri hugmynd í viðtali hér í blaðinu sl. sunnudag að settur verði rammi utan um lán- tökur sveitarfélaganna, þegar skuldsetning þeirra er kom- in á ákveðið stig. I viðtalinu sagði hann m.a.: „Það þarf að borga skuldir eins og flestir vita og þó að lántökur geti gengið um tíma gera þær það ekki til lengd- ar. Sum staðar í nágrannalöndum okkar er það þannig, að sveitarfélög mega ekki safna skuldum, þeim er hreinlega bannað það. Við höfum hert á þessum málum í nýjum sveitarstjórnarlögum og þó að ég telji ekki rétt að setja stíf boð og bönn finnst mér koma til greina að setja ramma, sem geri ráð fyrir, að þegar skuldsetningin er komin á ákveðið stig verði ekki lengra haldið.“ I ljósi þess, hversu mikil nauðsyn er á samræmdum að- gerðum í efnahags- og fjármálum í nútíma þjóðfélagi, eru þessi ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar mikilvæg. Aug- ljóst er, að fjármál sveitarfélaga eru svo viðamikill þáttur í stjórn efnahagsmála að tryggja þarf, að rekstur þeirra vinni ekki gegn stefnumótun ríkisstjórnar og Alþingis. SAMIÐ UM SAMSTARF UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli íslands og Grænlands í ferðamálum af samgönguráð- herrunum Sturlu Böðvarssyni og Somoni Olsen. Samningur- inn (SAMIK) miðar að fjölgun ferðamanna milli landanna um a.m.k 30% til ársins 2002. Grænland er næsti nágranni Islendinga og er stærsta eyja jarðarinnar. Þar er margt forvitnilegt að sjá, merkOeg menn- ing grænlenzkra inuita og menjar um forna búsetu Islend- inga. Á næsta ári verður minnst 1.000 ára afmælis landa- funda í Ameríku, sem að sjálfsögðu tengjast Grænlandi ekki síður en íslandi. í samningnum er lögð áherzla á ferðir íbúanna milli land- anna og samskipti í atvinnu- og menningarmálum, aukin vinabæjartengsl og námsferðir. Til þess að auka þessi sam- skipti verða veittir styrkir, m.a. til menntunar á sviði ferða- þjónustu. Til að ná því markmiði að ferðir milli landanna verði tíðari en nú verða þau kynnt sameiginlega á mörkuðum, enda er stefnt að því, að erlendir ferðamenn geti heimsótt bæði lönd- in í sömu ferðinni. Löndin leggja fram 10 milljónir króna á ári til að þróa þessa samvinnu í ferðamálum. Þetta átak ná- grannalandanna í ferðaþjónustu er ánægjulegt og skilar von- andi miklum árangri. Atburðarásin var þrungin spennu í aðdraganda sölunnar á 51% eignarhlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til hóps 26 fjárfesta Mjúk lending eftir miklar sviptingar Fjárfestarnir 26 að 51% eignarhlut ríkis- sjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, hafa staðgreitt söluverðið og reitt fram samtals rúma 9,7 milljarða kr., sem er sölu- verð bréfanna á genginu 2,8. Ómar Frið- riksson rekur þær miklu sviptingar sem áttu sér stað í aðdraganda sölunnar. Þrír hópar fjárfesta voru um tíma að kanna jarðveginn fyrir samsetn- ingji hópa, sem höfðu hug á að gera tilboð í bréf ríkisins í FBA. 26 kaupendur að 51 % hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Hluthafi Hlutafé, m.kr. Nafnverð Hlutafé, m.kr. m.v. gengi 2,8 Hlutur 1. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 408,00 1.142,40 6,00% 2. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 408,00 1.142,40 6,00% 3. Þróunarfélag íslands hf. 374,00 1.047,00 5,50% 4. FBAhf. 319,60 894,88 4,70% 5. Partimonde Holdings Anstalt 272,00 761,60 4,00% 6. Hannes Smárason 238,00 666,40 3,50% 7. Gunnar Þór Ólafsson 204,00 571,20 3,00% 8. Sterkir stofnar ehf. 204,00 571,20 3,00% 9. Spectra A.S. 176,80 495,04 2,60% 10. Samvinnusjóður íslands hf. 149,60 418,88 2,20% 11. Lífeyrissjóður sjómanna 136,00 380,80 2,00% 12. Eiríkur Sigurðsson 122,40 342,72 1,80% 13. Samvinnulífeyrissjóðurinn 88,40 247,52 1,30% 14. Geir Gunnar Geirsson 81,60 228,48 1,20% 15. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 68,00 190,40 1,00% 16. Bjarni Ármannsson 40,80 114,24 0,60% 17. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 34,00 95,20 0,50% 18. Lífeyrissjóður Vesturlands 34,00 95,20 0,50% 19. Sundhf. 34,00 95,20 0,50% 20. Svanbjörn Thoroddsen 20,40 57,12 0,30% 21. Tómas Kristjánsson 20,40 57,12 0,30% 22. Erlendur Magnússon 6,80 19,04 0,10% 23. Fjárfestingarfélagið Gaumur hf. 6,80 19,04 0,10% 24. Jón Ólafsson & co sf. 6,80 19,04 0,10% 25. Oddeyriehf. 6,80 19,04 0,10% 26. Óháði fjárfestingasjóðurinn hf. 6,80 19,04 0,10% MEÐ sölunni á 51% eign- arhlut ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífs- ins er í höfn umfangs- mesta einkavæðing og stærstu ein- stöku hlutabréfaviðskipti sem fram hafa farið hér á landi til þessa. „Menn önduðu léttar á markaðinum, þegar þeir sáu að þetta fékk farsæl- an endi. Þetta mál var farið að trufla markaðinn og atburðarásin gat sett öll einkavæðingaráform ríkisins í biðstöðu. Það var gríðarlega mikið í húfi fyrir ríkið,“ sagði einn viðmæl- enda blaðsins á fjármálamarkaði. Aðdragandi þessara viðskipta var þrunginn spennu, allt frá því hinar harðvítugu deilur komu upp í ágúst vegna sölu á 22,5% hlut sparisjóð- anna og Kaupþings í FBA til eignar- haldsfélagsins Orca SA. Flestir virð- ast vera sammála um að niðurstaðan hafi orðið farsælli og hagstæðari en útlit var fyrir í haust, ríkið fékk há- marksverð fyrir hlutinn, samstaða náðist um myndun stórs hóps kaup- enda og eignaraðild bankans er dreifð, a.m.k. nú að aflokinni frum- sölu. Komnir eru fram á sjónarsviðið tveir stórir einkabankar á íslandi í stað eins áður. Fjárfestar þreifa fyrir sér Miklar þreifingar áttu sér stað á milli fjárfesta eftir að ríkisstjórnin tilkynnti í haust fyrirkomulag og skilmála vegna sölunnar á eftir- standandi 51% hlut þess í FBA Við- skipti Orca-hópsins og sparisjóð- anna urðu til þess að ríkisstjórnin ákvað að selja allan hlutinn í einu lagi, þar sem hlutur hvers hluthafa væri að hámarki 6%. Voru um tíma þrír hópar fjárfesta að kanna jarð- veginn fyrir samsetningu hópa, sem höfðu hug á að gera tilboð í bréfin áður en frestur til að skila þátt- tökutilkynningum vegna útboðsins rynni út 21. október. Unnið var að því að ná saman hópi lífeyrissjóða í þeim tilgangi að tefla fram þátt- tökutilkynningu í útboðinu. I annan stað veltu sparisjóðirnir og Kaupþing mjög fyrir sér mögu- leika á tilboðsgjöf í bankann, með viðræðum við lífeyrissjóði og for- svarsmenn Orca-hópsins, með það að markmiði að stefnt skyldi að sam- einingu Kaupþings og FBA. Ágrein- ingur um verðmæti Kaupþings varð hins vegar til þess að þessar viðræð- ur fóru út um þúfur. I þriðja lagi var svo hópur sem kenndur var við Jafet Olafsson, for- stjóra Verðbréfastofunnar hf., að kanna hvort áhugi væri á því meðal blandaðra fjárfesta að gera tilboð í bankann. Hugmyndir þeirra vora þær að fá lífeyrissjóðina með í hóp bjóðenda sem 60% eignaraðila að hlutnum sem til sölu var, nokkur fyrirtæki keyptu um 30% hlut og einstaklingar 10%. Voru þessir fjár- festar komnir langleiðina með að ná saman nægilega mörgum fyrirtækj- um og einstaklingum en lífeyrissjóð- irnir fengust ekki til þátttöku. f uppnámi og óvissu Stefna ríkisstjórnarinnar í einka- væðingarmálum komst í uppnám og mikil óvissa varð um frekari sölu á eignarhlut ríkisins í FBA þegar í ljós kom í sumar að sparisjóðimir höfðu selt 22,5% hlut sinn í bankan- um til Orca SA, sem fór með 28% hlutafjár í bankanum eftir kaupin. Sparisjóðirnir höfðu sóst mjög eftir kaupum á FBA á seinasta ári, með það í huga að sameina FBA og Kaup- þing, og ná þannig fram umtalsverðri hagræðingu. Kom fram í viðræðum ríkisins við sparisjóðina á þeim tíma að þeir væru tilbúnir að kaupa bank- ann á 8,5 milljarða, skv. upplýsing- um blaðsins. Ríkið ákvað hins vegar að selja 49% eignarhlut í dreifðri sölu á almennum markaði í nóvem- ber. Söluverð hlutafjárins var rúmir 4,6 milljarðar á sölugenginu 1,4. Þegar bankinn var svo skráður á verðbréfaþingi hófust strax mikil viðskipti með bréfin og fljótlega átti sér stað töluverð samþjöppun eign- arhluta í bankanum. Sparisjóðirnir keyptu stóra hluti á eftirmarkaði og framseldu til dótturfyrirtækisins Scandinavian Holding í Lúxemborg, sem fór með eignarhlut sparisjóða og Kaupþings í FBA. Sl. sumar var svo þessi hlutabréfaeign seld eignar- haldsfyrirtækinu Orca SA. Meðal- gengi hlutabréfa í viðskiptum Orca við sparisjóðina var 2,8. Kaupverðið var um 5 milljarðar kr. og fengu fjárfestamir 3.000 millj. lánaðar eða 65% kaupverðsins, skv. upplýsing- um blaðsins. Leynisamkomulagið Það vakti mikla athygli þegar Da- víð Oddsson forsætisráðherra hélt því fram í september sl. að gerður hefði verið leynilegur samningur um að vinna að yfirtöku FBA þegar sparisjóðirnir seldu Orca hlut sinn í bankanum með milligöngu Kaup- þings. Samkvæmt traustum heimild- um blaðsins er hér um að ræða yfir- lýsingu í kaupsamningum Orea og sparisjóðanna frá í sumar um sam- starf varðandi frekari kaup á hluta- bréfum í FBA til lengri tíma litið, með það að markmiði að sameina Kaupþing og FBA. Samkvæmt henni skuldbundu sparisjóðirnir sig til þess að kaupa um 11% af eftirstandandi hlut ríkis- ins í FBA í útboði á hlutafénu, en á þessum tíma var gert ráð fyrir að ríkið myndi selja 51% eignarhlut sinn í dreifðri sölu. Davíð Oddsson forsætisráðhen-a staðfesti þetta við utandagskráram- ræður á Álþingi einkavæðingu fyrir- tækja og dreifða eignaraðild sl. mánudag en við það tækifæri sagði Davíð að skv. leynilegum baksamn- ingi sem gerður hefði verið milli for- svarsmanna Kaupþings og Orca hefðu forystumenn Kaupþings skuldbundið sig til að halda áfram að kaupa hlutabréf í FBA með það að markmiði að ná til sín u.þ.b. 11% hlutabréfa bankans í því almenna útboði á 51% hlut ríkissjóðs sem álitið var að stæði fyrir dyram á haustmánuðum. Telja má fullvíst að ef ákveðið hefði verið að ráðast í dreifða eigna- sölu á eftirstandandi hlut og sam- starf sparisjóðanna og Orca gengið eftir, hefðu þessir aðilar samanlagt náð afgerandi og ráðandi stöðu í bank- anum. Var litið svo á af hálfu stjórnvalda að um- rætt samstarf þýddi í reynd að sparisjóðimir og Orca ætluðu að vinna sameiginlega að yfirtöku bankans og að sameiningu FBA og Kaupþings í framhaldinu. í kjölfar þeirra viðskipta hefði skapast mikil hætta á að verðmæti hlutar ríkisins hryndi. Tilraun til að setja saman hóp lífeyrissjóða Þegar ríkisstjórnin kynnti svo fyrirkomulag sölunnar í haust fengu Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn sti’ax áhuga á þátttöku. Þessir tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins á einkamarkaði, eiga hvor um sig rúm- lega 9% hlut í íslandsbanka, og telja sig hafa notið góðs af þerri fjárfest- ingu. Litu stjómendur þeirra svo á að þama væri á ferðinni ákjósanlegt tækifæri til að ávaxta fjármagn sjóðs- félaga og settu sig fljótlega í samband við fleiri lífeyrissjóði. Þróuðust mál fljótlega á þann veg að Lífeyrissjóður verslunarmanna og Framsýn urðu leiðandi í tilraun til að fá fleiri lífeyris- sjóði í hópinn með það að markmiði að senda inn þátttökutilkynningu. Upphaflega unnu lífeyrissjóðimir að því markmiði að ná saman hópi nægi- legra margra lífeyrissjóða til þess að kaupa allan 51% hlut ríkisins í FBA en það tókst ekki. Forsvarsmenn einstakra sjóða sem hér um ræðir Htu málið ekki sömu augum og voru skoðanir skipt- ar. Stjórnendur nokkurra stórra líf- eyrissjóða höfðu ekki áhuga á þátt- töku eða vora hikandi, þ.ám. voru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyi'- issjóður Norðurlands og Lífeyris- sjóður Austurlands. Var það skoðun margra á þessum tíma að söluverð hlutabréfanna væri of hátt. Það var hins vegar sjónarmið þeirra sem vildu halda kaupum til streitu að menn hefðu mikla trú á FBA og framtíðarmöguleikum bankans, sem réttlætti kaup á þessu gengi. Bank- inn stæði vel, innviðirnir væra sterkir og hann hefði alla burði til að standa sig vel í þeirri samkeppni og uppstokkun sem framundan er á fjármálamarkaðinum. Ræddu forsvarsmenn lífeyris- sjóða einnig við stjómendur íslands- banka, sem á fyrir lítinn hlut í FBA, en það mun hafa verið gert ljóst írá upphafi að bankinn yrði aldrei stór aðili að kauptilboði í eftirstandandi hlut ríkisins. Viðræður sparisjóða við Orca og lífeyrissjóði út um þúfur Þegar svo var komið að fullreynt þótti að ekki tækist að koma á sam- starfi nægilega margra lífeyrissjóða til að gera kauptilboð í allan hlut rík- isins áttu stjórnendur þeirra lífeyr- issjóða sem vildu halda kaupum til streitu viðræður við forsvarsmenn sparisjóðanna. Var ákveðið að kanna hvort vilji væri til samstarfs við líf- eyrissjóði um kaupin á FBA og að skoðað yrði hvort koma mætti á fót samstarfí um mögulega sameiningu FBA og Kaupþings í framhaldi af kaupum. Sparisjóðimir áttu jafn- hliða þessu í viðræðum við forsvars- menn Orca vegna áðurnefnds sam- komulags frá í sumar. Fundur var haldinn með fulltrú- um lífeyrissjóðanna og sparisjóð- anna helgina 16.-17. október. Á þessum fundi viðraðu eigendur Kaupþings hugmyndir sínar um verðmæti Kaupþings í hugsanlegri sameiningu og kom þá strax í Ijós að þær vora langt umfram það sem aðrir töldu raunhæft. Samkvæmt heimildum blaðsins mátu forsvars- menn sparisjóðanna Kaupþing á lið- lega 8 milljarða kr. Þetta verðmat töldu forsvarsmenn lífeyrissjóðanna með öllu óraunhæft, ekki síst í ljósi þess að verðmæti FBA væri metið tæplega tvöfalt innra virði bankans en sá verðmiði sem sparisjóðirnir vildu setja á Kaupþing væri nær sex- til sjöfalt innra virði þess fyrir- tækis. Var því haldið fram að með velvild mætti hugsanlega meta verð- mæti Kaupþings á um 4 milljarða. Varð ekkert af frekari viðræðum og samstarfi á milh lífeyrissjóðanna og sparisjóðanna um hugsanlega til- boðsgjöf vegna þessa ágreinings. Tilmæli um að Orca-hópurinn yrði leystur upp Hugmyndir forsvarsmanna spari- sjóðanna um verðmat á Kaupþingi komu fulltrúum Orca-hópsins einnig í opna skjöldu og voru þeir sömu skoðunar og fulltrúar lífeyrissjóð- anna að verðið væri allt of hátt. Það mun hafa verið ófrágengið í sam- komulagi sparisjóðanna og Orca frá í sumar á hvaða verði Kaupþing yrði metið í fyrirhugaðri sameiningu þess og FBA. Urðu verðhugmyndir fulltrúa sparisjóðanna og Kaupþings því til þess að slitnaði upp úr viðræðum þeirra við Orca-hópinn. I þessum viðræðum sparisjóðanna við lífeyris- sjóði og Orca komu fram skýr tilmæli af hálfu líf- eyrissjóðanna um að ef koma ætti á fót samstarfi um að senda inn þátttökutilkynningu í út- boðinu, yrði að leysa Orca-hópinn upp og fjárfestarnir á bak við Orca kæmu fram sem sjálfstæðir eigend- ur þeirra eignarhluta sem keyptir yrðu. Þetta var m.a. talið nauðsyn- legt vegna útboðsskilmála ríkisins um dreifða sölu, auk þess sem mönnum hugnaðist ekki að standa frammi fyrir blokk 28% hluthafa í + bankanum, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins. Höfðu fjárfestar einnig áhyggjur af því að kaupendum að hlut ríkisins bæri hugsanlega skylda til að kaupa út minnihlutaeigendur í bankanum skv. reglum um yfirtöku- skyldu. Var talið óhjákvæmilegt í þeim samtölum sem fram fóru að fundin yrði einhver lausn á málum gagnvart Orcu ef af samstarfi ætti að verða. Niðurstaða þessara þreifinga varð hins vegar sú eins og áður segir að upp úr viðræðum slitnaði milli spari- sjóðanna við lífeyrissjóðina og Orca- hópinn. Vinnubrögð sparisjóðanna hafa verið harðlega gagnrýnd, eða eins og einn viðmælandi orðaði það: „Sparisjóðirnir sprengdu brýr í báð- ar áttir, inn í Orca-hópinn, og gagn- vart lífeyrissjóðunum. Það er með ólíkindum að þeir skyldu stunda þessi vinnubrögð í sumar, setja síð- an óraunhæfan verðmiða á sjálfa sig og að þeir kærðu sig kollótta um af- leiðingar gerða sinna fyrir einka- væðinguna." Skv. upplýsingum blaðsins líta forsvarsmenn sparisjóðanna og Kaupþings málið öðrum augum. Farið hafi verið rækilega yfir alla möguleika á tilboðsgjöf í FBA með tilliti til þess hvemig ná mætti sem mestum ár- angri, bæði með tilliti tO stöðu Kaupþings og sparisjóðanna sjálfra. Margir þættir hafi verið teknir til skoðunar og menn svo metið stöðuna út frá þeirri heOdarmynd sem reynt vai- að draga upp en eng- in viðunandi lausn fundist. Eðlilegt sé að setja háan verðmiða á Kaup- þing, sem sé nokkurs konar fjöregg sparisjóðanna og hafi náð miklum árangri á íslenskum fjármálamark- aði. Eigið fé þess hafi vaxið úr 200 millj. árið 1995 í um 2 þúsund millj. í lok þessa árs og ávöxtun eigin fjár fyi'irtækisins verið á bilinu 30-50% á þessum árum. Vildu fá gengið lækkað í 2,5 eða 2,6 Töluvert bar á þeirri skoðun með- al fjárfesta sem þreifuðu fyrir sér um myndun hópa til að gera tilboð í bréfin að hlutur ríkisins í FBA væri í of háu verði. Var því haldið fram að eðlilegra væri að selja á genginu 2,5 eða 2,6. Var lagt töluvert að fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu að endurskoða söluskilmálana og lækka sölugengið. Framkvæmda- nefndin var hins vegar ófáanleg til að breyta skilmálum sölunnar og sagði útilokað að selja á lægra gengi en 2,8. Ríkið hafði til viðmiðunar að sparisjóðimir höfðu selt sinn hlut tO Orca á þessu sama gengi. Á mánudeginum 18. október var haldinn kynningarfundur í FBA þar sem viðstaddir vora margir hugsan- legir þátttakendur í útboðinu, þ.á m. voru nokkrir fjárfestar sem stóðu síðar að hinum endanlega kaupenda- hópi. Skv. upplýsingum blaðsins tókst á þessum fundi að sannfæra marga um að um raunhæft sölu- gengi væri að ræða. Þrátt fyrir að þar tækist að endurnýja áhuga nokkurra lífeyrissjóða á þátttöku í útboðinu tókst lífeyrissjóðunum ekki að senda inn þátttökutilkynningu áður en frestur rann út. Af samtöl- um við heimildarmenn má ráða að nokkuð hafi borið á gagnrýni af hálfu stjórnvalda í garð lífeyrissjóð- anna fyrir að hafa ekki tekist að setja saman hóp bjóðenda. Tengsl lífeyrissjóða, FBA og Orca-hópsins Þegar hér var komið sögu, slitnað hafði upp úr viðræðum við sparisjóð- ina, hik var á forsvarsmönnum nokkurra lífeyrissjóða og samstarf Orca og sparisjóðanna komið í upp- nám, var útlit fyrir að hugsanlega bærist engin þátttökutilkynning í útboðinu áður en auglýstur frestur rynni út, kl. 14 fimmtudaginn 21. október. Skv. heimOdum blaðsins mun formaður einkavæðingarnefnd- ar hafa verið tilbúinn með yfirlýs- ingu í Ríkiskaupum þess efnis að nefndin hefði ákveðið að framlengja alla fresti um eina viku þar sem eng- in þátttökutilkynning hefði borist. Ekki kom þó til þess þar sem aðilar tengdir Orca-hópnum lögðu á síð- ustu stundu fram einu þátttökutO- kynninguna sem barst í útboðinu. Fjárfestunum sem stóðu að Orca- hópnum tókst þannig að skapa sér stöðu í málinu í tOraun til að verja sína fjárfestingu í bankanum. Þriggja manna matsnefnd sem skipuð var til að fara yfír þátt- tökutilkynningar og kanna hvort þær samrýmdust skilmálum sölunn- ar um skyldleika, fjárhagsleg tengsl og eignarhlut bjóðenda fór yfir þátt- tökutilkynninguna. Skv. þeim regl- um sem giltu um söluna fengu þeir sem stóðu að tilkynningunni frest til föstudagsins 29. okt. til að bæta úr þeim annmörkum sem á henni voru og áttu þess kost að breyta sam- setningu hópsins. Var litið svo á að það væri í fullu samræmi við út- boðslýsingu sem lá til grundvallar sölunni. Mun hafa komið í ljós að í upphaf- legum hópi vora aðilar sem orkaði tvímælis að uppfylltu skilmála söl- unnar. Var ábendingum um þetta komið tO umboðsmanns hópsins. Fór nú af stað hröð atburðarás og vai' unnið ákveðið og skipulega að endanlegri samsetningu hóps bjóð- enda. Tókst að koma á tengslum á milli lífeyrissjóða, stjórnenda FBA, forsvarsmanna Orca-hópsins og fleiri fjárfesta. Þrír aðOar sem tilgreindir voru í upphaflegri þátttökutilkynningu og vora skrifaðir fyrir 15% hlut, féllu út en í staðinn bættust fljótlega í hóp- inn lífeyrissjóðirnir sjö sem standa að kaupunum og stór hluti annarra fjárfesta sem mynda hinn endanlega kaupendahóp. Þeirra á meðal voru stjómendur FBA, sem, að sögn nokkurra viðmæl- enda, tóku þarna af skarið og áttu stóran þátt í að sameina þá fjárfesta sem standa að kaupunum. Að sögn annarra heimOdar- manna voru það þó ekki síður forsvarsmenn Orca sem áttu frumkvæði að því að ná hópnum saman. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að þeir ein- staklingar sem beittu sér hvað mest á þessum dögum fyrir myndun hópsins hafi verið Bjarni Ármanns- son, forstjóri FBA, Eyjólfur Sveins- son, forsvarsmaður Orca, og Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs verslunannanna, og Þór- arinn V. Þórarinsson, stjórnarfor- maður Framsýnar af hálfu lífeyris- sjóðanna. Eigendur Orca fallast á að skipta upp hlutabréfum sínum Áður en samkomulag var í höfn um samstarf kaupendanna fengu lífeyr- issjóðirnir að ganga úr skugga um hvernig viðskiptum Orca-hópsins við sparisjóðina og Kaupþing hefði ver- ið háttað og hvort gert væri ráð fyr- ir því í samningum þeirra frá í sum- ar að um frekara samstarf þeirra yrði að ræða varðandi kaupin á hlutabréfum í FBA. Var það í reynd skUyrði af hálfu lífeyrissjóðanna að Orca-hópurinn yrði leystur upp og að eigendurnir á bak við það félag kæmu fram sem sjálfstæðir aðilar og óbundnir hver öðrum í fyrirhug- uðu samstarfi hluthafahópsins um kaupin á FBA. Féllust eigendur Orca á að í framhaldi af kaupunum mundu þeir skipta upp hlutabréfum sínum þannig að þeir yrðu beint hluthafar í FBA eins hratt og þeim er kostur. Þar til af því geti orðið muni hluthafar í Orca fara beint með atkvæði sín á hluthafafundum í FBA, þ.e. í samræmi við sinn eign- arhlut. Eftir þessi viðskipti fara stærstu hluthafar í FBA hver um sig með um 7% atkvæðisrétt í félag- inu. Ávörðunin um að leysa Orca-hóp- inn upp greiddi þannig fyrir því að samstarfið komst á en skv. heimild- um blaðsins munu viðskiptaleg sjón? armið hafi ráðið því á sínum tíma að Orca-hópurinn vai' myndaður um kaupin á hlutafjáreign sparisjóð- anna. Þegar svo slitnaði upp úr við- ræðunum við sparisjóðina í október hafi í reynd forsendur samkomu- lagsins frá í sumar um frekara sam- starf verið brostnar. Það hafi alltaf legið fyiir að á bak við Orca stæðu fjórir sjálfstæðir fjárfestar sem væra hvenær sem er reiðubúnir að taka hlutina til sín ef aðstæður krefðust. Skýringin á afstöðu Orca-hópsins er einkum talin sú að þeir hafi verið með vaxandi áhyggjur af sinni stöðu eins og málum var komið og hafi ekki fundist álitlegt að sitja uppi með 5 milljarða fjárfestingu og 28% eignarhlut í bankanum um ókomin ár. Mönnum var orðið það ljóst að það væra gagnkvæmir hagsmunir af því að liðka mætti til fyrir samstarfi fjárfestanna sem standa að kaupum á hlut ríkisins með því að leysa Orca upp. „Þeir hafa allir vaxið mjög af þessu,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Ekkert samkomulag umfram samstarf við kaupin L Alls mynda 26 fjárfestar endan- lega kaupendahóp. Kaupendur bréf- anna eru 7 lífeyrissjóðir, 10 félög, forstjóri og framkvæmdastjórar FBA og 4 aðrir einstaklingar, auk bankans sjálfs. Heimildarmenn Morgunblaðsins leggja áherslu á að ekkert sam- komulag sé til staðar í hluthafa- hópnum umfram það eitt að standa sameiginlega að kaupunum í sam- ræmi við skilmála ríkisins. Ekki hefur verið farið fram á að haldinn verði hluthafafundur í bankanum og verður ekki annað ráðið af sam- tölum við fjárfesta en það sjónar- mið ráði ferðinni, a.m.k. enn un\ sinn, að bankanum verði gefið tæki- færi til að sýna sig og sanna sem fjárfestingarbanki og vaxa og dafna á markaðinum. „Það hafa engar um- ræður átt sér stað um einhver valdahlutföll, blokkir eða samstarf varðandi framhaldið. Menn bara lögðust allir á eitt um að loka þessu svona. Það vita allir að þetta er langhagkvæmasta lending- in fyrir alla og svo spilast bara úiv framhaldinu,“ sagði einn af hinum s nýju eigendum FBA. Ekki munu vera uppi nein áform af hálfu lífeyrissjóðanna um sam- rana eða sameiningu FBA við aðrar fjái-málastofnanir s.s. við Kaupþing á þessu stigi máls. „Það er ekki uppi á borðinu," sagði einn viðmælenda innan kaupendahópsins. Sparisjóðirnir skuld- bundu sig til að ná 11 % í útboði ríkisins Einkavæðing- arnefnd var reiðubúin að framlengja frest um eina viku Viðræður út um þúfur vegna ágrein- ings um verð- mæti Kaup- þings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.