Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 33 UMRÆÐAN Vandmeðfarinn eggjandi dans DANSINN við súl- una og erótísku stað- irnir hafa verið nokk- uð til umfjöllunar undanfarið. Sveitar- stjórnarmenn vítt um land kvarta undan skorti á réttarheim- ildum til að stugga við stöðunum og lýsa yfír vanmætti sínum gegn klámbylgjunni. Vara- forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar út- skýrði t.d. fyrir bæj- arbúum í staðarblað- inu af hverju hann var fylgjandi vínveitinga- leyfi íyrir erótískan stað. Það er vegna þess að annars hefði hann þurft að brjóta lög og sem ábyrgur bæjarfulltrúi gat hann það ekki. Mér þótti sjónarmið Dans Ég tel vafalaust út frá lögfræðilegum for- sendum, segir Skúli Thoroddsen, að sveitar- stjórn Reykjanesbæjar sé enn stætt á að hafna umbeðnu leyfi. bæjarfulltrúans merkilegt. „Það hefur ekkert að gera með hvað mér finnst um nektardansstaði al- mennt. Við verðum að fara eftir gildandi lögum hveiju sinni. Bæjar- fulltrúar geta ekki leyft sér að brjóta lög eða reglu eða halda að bæjarstjóm eigi að vera siðgæðis- samviska bæjarbúa," sagði sveitar- stjórnarmaðurinn. Lögfræði er fræðigrein sem fæst við að lýsa og skýra réttinn. Stund- um er vandséð hver er rétt niður- staða í máli og leita þarf til dóm- stóla um ágreining manna, sé önnur leið ekki fær. Sveitarstjómir hafa ákveðnum skyldum að gegna þótt stundum sé vandratað til réttr- ar niðurstöðu svo öllum líki. Sam- kvæmt áfengislögum skal sækja um leyfi til áfengisveitinga á veit- ingastað til sveitarstjórnar í við- komandi sveitarfélagi. Það er á valdi sveitarstjómar að veita leyfi eða gera það ekki, en sveitarstjórn skal rökstyðja niður- stöðu sína og gera grein fyrir þeim sjón- armiðum sem henni réðu. Við endumýjun leyfa má haga gildis- tíma þeirra með hlið- sjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af veitingarekstrinum. Það er tilgangur löggjafans með þessum ákvæðum að gera sveitarstjórnum mögu- legt að geta stýrt eða haft áhrif á þróun skemmtana- og veitingarekstrar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og grípa inn í þá atburðarás ef til óheilla horfir, t.d. um vímuefnan- eyslu, vændi eða ef reksturinn truflar almannafrið. I hegningarlögum segir að „hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til op- inbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en fangelsi allt að 6 mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt“, og „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í út- breiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósið- legur á sama hátt.“ Af þessu má sjá að það getur reynst þrautin þyngri að vera sveitarstjórnarmaður þeg- ar einhver vill fá sér vínveitinga- leyfi til að styðja við erótíkina að sínum skilningi. Sveitarstjórnar- mönnum er viss vorkunn í sínum vanda. Tilgangur eigenda erótískra dansstaða er að selja nekt, efna til leiks sem getur sært blygðunar- semi manna. Að hafna því er ekki lögbrot í sjálfu sér heldur er hér um úrræði sveitarstjórna að í'æða til að hafna stuðningi við starfsemi sem getur varðað við lög, verið lögbrot eða brot á almennu siðgæði. Það er illt í efni ef það er ekki lengur hlut- verk sveitarstjórna að hafa áhrif á þá starfsemi sem varðar íbúana. Eiga viðskiptasjónarmið ein að ráða því hvað er leyfilegt og er það til? Er frjálst að opna næturklúbb i íbúðarhverfi eða af hverju ekki í fjölbýlishúsi ef viðkomandi uppfyll- ir almenn skilyrði um veitinga- rekstur? Hér um daginn hafnaði bæjar- stjórn Reykjanesbæjar beiðni um vinveitingaleyfi fyrir erótískan stað í bænum. Það er ekki ætlan mín að leggja mat á ákvörðun bæjar- stjórnar, en hún virðist lögfræði- lega rétt miðað við yfirlýstan til- gang umsækjanda en e.t.v. röng út frá almennum forsendum um vín- veitingaleyfi. Hvort vegur þá þyngra? Akvörðun sveitarstjórnar var borin undir úrskurðarnefnd dómsmálaráðuneytisins um áfeng- ismál sem úrskurðaði að veita bæri umsækjanda leyfið, enda uppfyllti hann skilyi'ði um veitingarekstur. Þetta er ein hlið málsins sem varð- ar almennar forsendur en er ekki málið allt. Sveitarstjórn hefur eftir sem áður þær skyldur að veita eða veita ekki leyfi, að öðrum kosti eru lögin markleysa. Eg tel vafalaust út frá lögfræðilegum forsendum að sveitarstjóm Reykjanesbæjar sé enn stætt á að hafna umbeðnu leyfi út frá sínum forsendum og þrátt fyrir úrskurð dómsmálaráðuneytis- ins. Sveitarstjórnum er líka heimilt að afturkalla vínveitingaleyfi veit- ingastaða, að fenginni reynslu af rekstrinum, eins_ og áfengislögin gera ráð íýrir. I þessum efnum virðist mér það vera misskilningur að þörf sé á sérstökum lögum um erótíska staði eða annan jgleði- eða skemmtanaiðnað. Urskurður stjórnsýsluaðila getur að sjálfsögðu verið leiðbeinandi og komið til álita við málsmeðferð en er fráleitt bind- andi dómsniðurstaða í sjálfu sér. Sveitarstjórnirnar þurfa hins vegar að láta reyna á réttarheimildir sín- ar liggi þeim nokkuð við. Sætti menn sig ekki við ákvörðun sveitar- stjórna gera íslensk stjórnsýslulög ennþá ráð fyrir því að dómstólar greiði úr réttarágreiningi manna. Komist dómstólar að þeirri niður- stöðu að sveitarstjórnir hafi ekki lögsögu heima í héraði um þau mál er lög ætla þeim afskipti af, að gættu jafnræði um viðkomandi starfsemi, er líklega tímabært að löggjafinn skoði sinn gang, en fyrr er þess varla þörf eins og margir virðast þó halda. Höfundur er lögfræðingur. Skúli Thoroddsen Húrra fyrir Heimdalli NOKKURRA ára þrotlaust starf sjálf- stæðra kvenna bar loks árangur nú nýverið þegar Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, kynnti nýja jafnréttisstefnu félagsins undir yfir- skriftinni „Konur ganga með börn ... " á heimasíðu Heimdallar. Einstaklingsfrelsi - Jafnrétti í reynd Þetta eru gleði- fréttir því ungir sjálf- stæðismenn eru þekktir fyrir allt annað en að fara hefðbundnar leiðir til að leysa þau vandamál sem herja á þjóðfélagið. Þannig er t.d. lausn þeirra á fíkni- efnavandanum fólgin í því að lög- leiða fíkniefni. Það var því með Jafnrétti Þeir komast að þeirri niðurstöðu, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, að ein mikilvægasta ástæðan sé „sú staðreynd náttúr- unnar að konur verða að ganga með börn," töluverðri eftirvæntingu að ýmsir lögðu leið sína inn á heimasíðu Heimdallar til að berja það augum hvaða leiðir ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík vildu fara til að tryggja jafnrétti kynjanna. Það verður að segjast eins og er að hin- ar ungu frelsishetjur í Sjálfstæðis- flokknum brugðust ekki aðdáend- um sínum í nýstárlegum lausnum. Jafnréttisáætlun ungra sjálfstæðismanna Að hætti vandaðra fræðimanna byrja ungu sjálfstæðismennirnir á því að kryfja vandamálið. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að „Kvenréttindafólk segi að konum séu borguð lægri laun en körium fyrir sömu störf...". Þetta eru engin ný sannindi, en lausn ungu sjálfstæðis- mannanna er svo ein- föld að það er ótrú- legt að engum hafi dottið hún í hug fyrr. Lausnin er nefnilega sú eigendur fyrir- tækja eigi að nýta sér launamuninn og ráða bara konur í vinnu því slíkt myndi veita við- komandi fyrirtækjum rekstrarlegt forskot. Býflugurnar og blómin Næst velta hinir ungu og efnilegu sjálfstæðismenn því fyrir sér hverjar séu ástæður launamunar- ins. Af skarpskyggni komast þeir að þeirri niðurstöðu að ástæðurnar séu margþættar en ein hljóti að vera mikilvægust og það sé „sú staðreynd náttúrunnar að konur verða að ganga með börn". Þetta er hreint mögnuð uppgvötun og ótrúlegt í ljósi menntunarstigs þjóðarinnar að menn hafi ekki átt- að sig á þessu fyrr. Því næst velta ungu sjálfstæðis- mennirnir því fyrir sér hverjir eiga að bera kostnaðinn af barneignum. Svar þeirra við spurningunni er einfalt: „Auðvitað eru það konurn- ar sem verða að bera kostnaðinn. Hver annar? Koma karlmenn við sögu barneigna? Lokaorð jafnréttisáætlunarinn- ar bera rökhyggju ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík fagurt vitni og munu að öllum líkindum lifa í hugum landsmanna um aldur og ævi, en þar segir: „Við barn- eignir koma oftast við sögu karl- menn. Konur eignast börn með karlmönnum. Sem þýðir að í lang- flestum tilvikum er fjárhagur þeirra sameiginlegur. Parið ber því kostnaðinn saman. Nema kon- an vilji ekkert með föðurinn hafa. Sem gerir þá ákvörðun hennar um að verða ófrísk mjög óskynsam- lega. Einstaklingar verða að taka ábyrgð á eigin gjörðum, annað ýtir undir ábyrgðarleysi. Ríkið er ekki eiginmaður." Húrra fyrir Heim- dalli! Höfundur er háskólanemi og vara- þingmaður Samfylkingarinnar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Samhjálp kvenna 20 ára HAUSTIÐ 1979 var lagður grunnm’ að því mikla sjálfboðaliða- starfi sem Samtökin Samhjálp kvenna hafa innt af hendi síðustu 20 árin innan Krabba- meinsfélags Islands. Hugmyndin var sú að mynda bakhjarl og stuðning fyrir þær konur sem höfðu greinst með brjósta- krabbamein. I Banda- i-íkjunum og Noregi hafði slíkt hjálparstarf verið unnið um tíma og gefist vel. Tvær konur, þær Elín Finn- bogadóttir og Erla Einarsdóttir, voru frumkvöðlarnir. Þær nutu dyggrar aðstoðar Öldu Halldórs- dóttur frá Krabbameinsfélaginu. Hafist var handa með markvissa uppbyggingu hjálparstarfsins. Var- fæmi var höfð að leiðarljósi og leit- að aðstoðar hjá þeim sem létu sig málið varða. Sjálfboðaliðum fjölgar Um það leyti sem samtökin voru stofnuð var skipulögðum heim- sóknum til kvenna á sjúkrahúsum komið á. Arið 1980 fjölgaði kon- um í starfi samtak- anna og jókst þá þessi þáttur í starfseminni til muna. Konurnar nutu aðstoðar ki-abba- meinslækna sem höfðu kynnst þessu fýrirkomulagi erlendis og voi’u_ fúsir til sam- starfs. I byrjun þótti það ekki sjálfsagður hlutur að leikmenn væru að liðsinna kon- um í svo viðkvæmum málum. Sú hugsun var fjarlæg að fagfólk nyti aðstoðar leikmanna. Árið 1983 var fyrsta námskeiðið fyrir nýja sjálfboðaliða haldið. Rétt er að geta þess að þær konur sem taka að sér hjálparstarf hafa farið í aðgerð og geta því miðlað af reynslu sinni. I hverju er aðstoðin fólgin? Hjálparstarfið felst í því að miðla af persónulegri reynslu og reyna með því móti að auðvelda konunum að takast á við vandamálin. Það felst einnig í því að veita upplýsing- ar um rétt einstaklinga, t.d. gagn- vart Tiyggingastofnun ríkisins. Þær konur sem þess óska fá heim- sóknir. Öllum konum er í sjálfsvald sett hvort þær þiggja þessa aðstoð. Símatímar hjá samtökunum eru einu sinni í viku og eitt kvöld í mán- uði er haldið „opið hús“ í Skógar- hlíð með fræðsludagskrá, kaffi og meðlæti. Ættingjar koma gjaman í þær samverustundir. Endurhæfing og líkamsrækt Uppbygging sálar og líkama er afar nauðsynleg undir þessum kringumstæðum. Síðan 1989 hefur sú sem þetta skrifar staðið fyrir líkamsrækt fyr- ir konur sem gengist hafa undir að- gerð. Leikfimiæfmgar fara fram tvisvar í viku, ýmist í íþróttasal eða í sundlaug. Þá vil ég benda á lofs- vert framtak hjúkrunarfræðinga á krabbameinsdeild Landspítalans. I Laugardal eru skipulagðar göngu- ferðir og fylgir hjúkrunarfræðing- ur hópnum hverju sinni. Þetta hef- ur gefist vel. Að mínu mati ættu allar konur að eiga þess kost eftir aðgerð að fá markvissa sjúkraþjálf- un. Víða á Norðurlöndum er litið á Hugsjónastarf Hjálparstarfið felst í því, segir Lovísa Einarsdóttir, að miðla af persónulegri reynslu og reyna með því móti að auðvelda konunum að takast á við vandamálin. það sem sjálfsagðan hlut að konur fái meðferð hjá sjúkraþjálfara í ákveðinntíma eftir aðgerð og sömu- leiðis sálfræðilega aðstoð hjá ráð- gjafa endurgjaldslaust. Margt hefur áunnist í starfi samtakanna hefur trún- aður, alúð og virðing fyrir einstakl- ingnum ætíð verið höfð að leiðar- ljósi. Starfið hefur sannað gildi sitt. Fleiri og fleiri leggja samtökunum lið. A þessu ári eru það 20 konur sem sinna þessu hjálparstarfi í Reykjavík. A landsbyggðinni eru einnig margar konur starfandi. Lovísa Einarsdóttir Þetta ágæta starf á það skilið að betur verði að því hlúð af hálfu stjórnvalda. Með því að veita fé til endurhæfingar eftir aðgerð gætu stjórnvöld sýnt hug sinn til þessa fómfúsa starfs. Hin síðari ár hafa samtökin starfað undir forystu Kristbjargar Þórhallsdóttur. Hefur ósérhlífni hennar og dugnaður ver- ið samtökunum ómetanlegur. A þessu 20 ára afmælisári óska ég samtökunum allra heilla og vona að frábært hugsjónastarf þeirra styðji áfram þær konur sem þurfa þess með í framtíðinni. Höfundur er samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði og á sæti í bæjarstjdrn Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.