Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 5^ f DAG Árnað heilla OrvÁRA afmæli. I dag, Ov/miðvikudaginn 17. nóvember, verður áttræður Aðalsteinn P. Maack, fyrr- verandi forstöðumaður byggingaeftirlits rfkisins, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Hann verður að heiman í dag. BRIDS llmsjón Giiðmundur Páll Arnarson SÍÐUSTU tvo áratugina hefur mannshöndin ekki komið nálægt því að gefa spilin á innlendum stór- mótum. Tölvan hefur tekið af mönnum ómakið á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum. Fyrst í stað voru spilarar almennt tor- tryggnir í garð tölvunnar, og margir héldu því blákalt fram að hún væri hlutdræg og ætti það jafn- vel til að vera kvikindisleg. En öllu má venjast og nú- orðið er fátítt að keppend- ur kenni tölvunni um ófar- ir sínar við spilaborðið. Öðru hvoru skýtur þó gömlu grýlu aftur upp á yfirborðið. Við sáum í gær hvernig austur varð að horfast í augu við þá stað- reynd að alslemma stæði hjá mótherjunum, þrátt fyrir að hann héldi á ÁK í tveimur litum. Og strax í næsta spili lætur tölvan prýðilega slemmu austurs tapast á hreinni hellegu í trompinu: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður Vestur A6 * ÁK3 ♦ ÁKG765 *G94 * 43 ¥ 109875 * 1043 * D82 Austur * KDG108 ¥ DG642 ♦ 8 *ÁK Suður * Á9752 ¥- * D92 * 107653 Eftir „vandaðar" sagnir enduðu margir austurspil- arar í sex hjörtum, sem er auðvitað fyrirtaksslemma, en fer niður þar eð norður á öll tromp varnarinnar. En vissulega má segja sem svo að sex grönd sé hinn rétti tvímenningssamning- ur og þeir sagnhafar sem þar háðu baráttu sína, höfðu flestir sigur. Jafnvel þótt sagnhafí svíni ekki tígulgosa (til dæmis ef suð- ur hittir á að spila út tígli), þá myndast með tímanum kastþröng, því norður ræður .ekki við að valda bæði hjarta og lauf. Þegar betur er að gáð er tölvan gi'einilega ekki al- vond. Hér gefur hún færi á sex gröndum og auðvitað gat austur „fórnað" í sex hjörtu í slönguspilinu sem við sáum í gær, en sú fórn kostar aðeins 500. Það hefði aldeilis verið saga til næsta bæjar - að fórna yf- ir slemmu með fjögur „kvikk trikk“. ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 17. nóvember, verður sextug Fjóla Stefánsdóttir, Vest- urbergi 120. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í kvöld kl. 20 í Sem húsinu, Sléttuvegi 3, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman í Beirút í Líbanon 19. júní Rina Harfouche og Oddur Thorarensen. Heimili þeirra er í Líbanon. Með morgunkaffínu Við skiljum ekki hvort annað. Hvar fann ég hana? Ég opnaði bara glanstíma- rit og úps! Þar var hún. Ég kem heim eftir einn bjór, elskan. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu kr. 3.154 til styrktar Neistanum. Þær heita Thelma, Krist- ín, Árný og Unnur. UPPTÍNINGUR Tálið margt þó teflum við, tjáir vart að flýja. Veiku hjarta veitir frið vorið bjarta, hlýja. Strýkur glóey grösin smá geislalófa þýðum. Lautir, flóar litkast þá. Leysir snjó úr hlíðum. Þröstur hátt með kátum klið kveður þrátt í runna. Þar er dátt að dreyma við dásemd náttúrunnar. T L Mitt við hæfi á móðurarm mun ég gæfu finna. Þar skal svæfa hjartaharm heillar ævi minnar. Herdís Andrésdóttir. STJÖRIVUSPA elTir Franoes Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ferð þínar eigin leiðir, ert opinn fyrir nýjungum og lifír lífínu lifandi. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skil- ið. Láttu það gefa þér auk- inn styrk til að gera enn betur. Naut (20. apríl - 20. maí) Góð vinátta er gulli betri og þeir sem hana eiga vísa ættu að gefa sér góðan tíma til þess að njóta hennar og rækta um leið. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) ÁA Það er alltaf gaman að fitja upp á nýjungum og sjá hvert þær leiða mann í leik og starfi. Það heldur manni líka ungum að breyta til. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það er allt í lagi að hlusta á ráð annarra og hafa að leið- arljósi ef þú hlustar fyrst og fremst á sjálfan þig. Og þá er bara að hefjast handa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það er vandratað meðalhóf- ið en þér er nauðsjmlegt að ná tökum á fjármálunum þvi þú þarft að verja þig fyrir allskyns freistingum í umhverfinu. Meyja (23. ágúst - 22. september) <BÍL Varastu að taka allt trúan- legt sem þér er sagt um aðra. Reyndu frekar að kynna þér málin sjálfur og kveða upp dóm á þínum eig- in forsendum. (23. sept. - 22. október) M Það er allt í lagi að hlusta á annarra ráð en ástæðulaust að hlaupa eftir þeim ef þín eigin dómgreind segir þér annað. Treystu á sjálfanþig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér er ekki eðlislægt að taka nokkra áhættu svo þú skalt láta það eiga sig. Haltu bara þínu striki og þú munt ná þínu takmarki. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AO Það er sjáifsagt að gefa ráð þegar eftir þeim er leitað en mundu að það er ekki á þína ábyrgð hvort eftir þeim er farið eða ekki. Steingeit (22. des. -19. janúar) mP Hafðu ekki óþarfa áhyggjur af öðrum. Það er allt í lagi að fylgjast með úr fjarlægð og vera þá til staðar ef nauðsyn krefur. Vatnsberi f . (20. janúar -18. febrúar) CítK Eitthvað það liggur í loftinu sem gerir þig óöruggan. Farðu yfir stöðu mála og at- hugaðu hvað þú getur gert til þess að létta á spenn- unni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er ekki þinn máti að gefast upp við fyrsta mót- byr. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum gmnni vísindalegra staðreynda. LEÐUR OG SKINN Fjölbreytt úrval Gwiöfeft LEÐURVÖRUDEILP BYGGGARÐAR 7 • 170 SELTJARNARNES • S. 561 2141 • FAX 561 2140 Bama og fjölskyldu myndatökur. Ef þú ætlar að fá myndatöku fyrir hátíðar, þarft þú að panta strax. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 HVAÐ ER DÁLEIÐSLA? I Æ,r %. ELNKATÍMAR/NÁMSKEIÐ WW\ Sími 694 5494 , * T 1 Námskoiðið hefst 1S. nóvember | ■mý\' l Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. ■Dáleiðsla cr hugarástand scm skcrpir Hathvfili.og nxmi,-hufitnvndir oíi hus- Hmyndakerfi skýrast. : ■ a \ y< // Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. L0GSUÐUTÆKI MARGAR GERÐIR Argon- og propangasmalar Sör- og gasmalar Kvefkjur Logsuðugleraugu Elnstrsymlslokar Logsuðutakl f sattum Gðð varahluta- og vlðgerðarþjðnusta ÁRVÍK ARMÚLA1 • 8fMI 588 7222 • FAX 888 72S6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.