Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það er ekki heiglum hent að festa fljúgandi stökkskiptingu á ljósmynd en það var þó reynt. Á fyrstu myndinni má sjá Mugg á hægu stökki stilltan til hægri á hægra stökki. Á annarri inyndinni er skipt á hringum og ennþá er kiárinn á hægra stökki. Á þriðju myndinni breytir knapinn ásetustillingu sinni og skiptir af hægra stökki yfir á vinstra stökk. Eitt einkenni þess- arar athafnar er að hestar slá venjulega taglinu til þegar knapinn gefur merki um stökkskiptingu. Á fjórðu myndinni er Muggur kominn á vinstra stökk á hringnum. Fimur íslenskur hestur í Þýskalandi Byrjaður á fljúgandi stökk- skiptingu og stefnir lengra ^Löngum hafa verið skiptar skoðanir um það hversu góða samleið íslenski hesturinn og fímiæfíngar eiga. A það þó sérstaklega við um það sem kallað er hádressur og Is- landshestamenn reyndu lengi vel að apa eftir að hluta. Valdimar Kristinsson fann ^jslenskan hest og þýskan knapa sem hafa dundað sér við fimiæfingar undanfarin tvö ár og eru komnir í fljúgandi stökkæfingar. HINN svokallaði hádressur sam- anstendur af stigmagnandi æfingum sem hestunum er kennt á um það bil tveimur árum áður en þeir fara í keppni. Keppt hefur verið á íslenskum hestum í fimi í rúmlega tvo áratugi. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur fljúgandi stökk sjaldan og líklega bara einu sinni sést í keppni ís- lenskra hesta og óhætt að áfcíilyrða að mjög sjaldgæft sé að farið sé svo langt með íslenskan hest í fími- æfingum. Á ferð blaða- manns um Þýskaland síðla sumars hitti hann átján ára hestamann, Christoph Mueller, sem eignaðist ís- lenskan hest fyrir fímm árum. Var þar um að ræða móálóttann hest, Mugg frá Bakkakoti, sonarson Ófeigs frá Bakkakoti, sem var hans fyrsti hestur og segist hann á þeim tíma ekki hafa viljað stóran hest. „Hann var lítið taminn þegar ég fékk hann og töltið ekki mikið á þeim tíma. Til að byrja með reið ég mikið í i'^fóginum og einbeitti mér að töltinu. Síðar fór ég meir yfir í fimiþjálfun og hef farið á mörg námskeið þar að lút- andi aðallega með stærri hesta af ýmsum kynjum en sjaldnast með Mugg. Þessi fimiþjálfun með Mugg hefur staðið yfir í tvö ár og var þetta mjög erfitt fyrir hann til að byrja með. Þetta er búin að vera löng leið og strembin. Byrjunin er mjög erfið fyrir íslenska hesta en þegar þeir eru komnir áleiðis vinnst þeim þetta léttara. Það er vissulega erfiðara að eiga við þá í fiminni ef þeir eru gangsamir, þeim hættir til að fara yfir í tölt þegar unnið er á brokki eða stökki og einnig á sniðgangi. Mugg- ur var mjög lélegur á stökkinu til að byrja með, hann var alltof hraður og sviflítill á því. I byrjun vann ég ein- göngu í stökkinu utan gerðisins en fetið og brokkið vai- ágætt, að vísu ekki safnað en góður og öruggur taktur. í dag er hann orðinn góður á sniðgangi á brokki,“ segir Christoph. Hann kveðst vilja halda áfram með Mugg á þessari braut. „Við þurfum að bæta stökkið enn betur áður en ég fer að kenna honum snið- gang á stökki og þá ætti að ganga betur með fljúgandi stökk,“ heldur Christoph áfram. Þegai' viðtalið var tekið var hann nýbyrjaður að kenna Muggi fljúgandi stökk en aðeins var um að ræða eina skiptingu þegar hann skipti á hringum sem kallað er. Þá er riðið stökk til dæmis á vinstri hönd upp á vinstri fót á stórum hring í gerðinu og síðan skipt á hringum og þá skiptir hesturinn um fót. Stekkur upp á hægid fót eftir skipt- inguna án þess að stöðva. Hægt er að velja ýmsar reiðleiðir þegar hest- um er kennt fljúgandi stökk en næsta stigið er svo að ríða fljúgandi stökk á beinni sporaslóð. Framhaldið er svo að ríða nokkrar hestlengdir upp á annan fótinn og síðan skipt. Fjarlægðin milli skiptinga er síðan stytt þangað til hesturinn stekkur eitt stökk upp á hvorn fót og skiptir jafnharðan um fót sem hann stekkur upp á. Það er einn af enda- punktum í fimiþjálfun og stórkostlegt sjónarspil að horfa á slíkt í fimikeppni. En svo langt eru Christoph og Muggur ekki komnir en sá fyrrnefndi segist ætla að þreifa sig áfram og sjá til hvað hann kemst langt og þar af leið- andi hef ég ektó í hyggju að selja hann. Ég tel að ýmsar þessara grunnæf- inga sem ég hef verið að kenna Muggi bæti töltið eins og hægt stökk, safnað brokk og sniðgangur og séu því hagnýtar í þjálfun á íslenskum hestum.“ Lykilinn að uppbygg- ingu hests í fimiþjálfun segir Christoph vera að gera ekki mikið í einu. „Það þarf þolinmæði, sérstak- lega við íslenska hesta,“ sem hann segir að þurfi meiri tíma til að ná tökum á ýmsum erfiðum æfíngum. En hvernig hest mjmdurðu kaupa í dag ef þú værir í slíkum hugleiðing- um? ,Andalúsíuhestai’ eru ofarlega á listanum, þeh' bjóða upp á meiri möguleika í fimiþjálfun en íslensku hestarnir sem eru margir hverjir al- veg á mörkunum að geta þetta. Það er hinsvegar alveg á hreinu að ég kem alltaf til með að eiga hest með tölti hvort sem það verður íslenskur hestur eða töltari af einhverju öðru kyni. En hvað varðar fimiæfingarnar þá eru Welshcop einnig góðir og sömuleiðis frísnesku hestarnir þannig að það er ýmislegt sem kem- ur til greina. Ég hef undanfarið verið að þjálfa stóran þýskan hest, varm- blóðshest, en slíkir hestar vekja ekki áhuga minn, þeir eru of stórir og langir og útheimta mikla og erfiða vinnu,“ svarar Christoph að bragði. Muggur hefur vakið áhuga Christophs fyrir íslandi. „Það er al- veg á hreinu að ég kem einhvern- tímann til með að fara til íslands en ég þarf fyrst að safna peningum svo ég geti verið þar minnst þrjár vik- ur.“ Muggur er með sumarexem á háu stigi og er hann hýstur klukkan fjög- ur síðdegis til sjö morguninn eftir, alla daga frá aprílbyi’jun og fram í október. Var þessi meðhöndlun reynd fyrh- þremur árum og hefur gefið góða raun. Ef frá þessu er brugðið byrja strax að myndast sár daginn eftir og ákveðið var á sínum VERÐLAUNAHÚS Sigurbjörns Bárðarsonar, sem hefur að geyma verðlaunasafn hans, var opnað formlega á föstudag. Verðlauna- gripir sem Sigurbjörn hefur unn- ið til á rúmum þremur áratugum eru vel á þriðja þúsund enda hef- ur hann verið afar sigursæll á löngiim ferli. Við þetta tækifæri heiðraði Hestamannafélagið Fák- tíma að fella klárinn ef þessi með- höndlun hefði ekki virkað, svo slæmt var sumarexemið. Christoph, sem þykir mjög efni- legur fimireiðmaður, er að ljúka námi í tækniteiknun og hyggst hann vinna við fagið til að byrja með. „Það kemur hinsvegar vel til greina að söðla um ef gott starf í tamningu og þjálfun hrossa býðst en til að byrja með læt ég mér nægja að vera frí- stundareiðmaður,“ segir Christoph í lok samtalsins. ur Sigurbjörn og Landsmót 2000 sömuleiðis. Margt góðra gesta heiðraði Sigurbjörn og eiginkonu hans Fríðu H. Steinarsdóttur og þeirra á meðal var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, sem hér sést ásamt Sigurbirni og dóttur hans Söru en hún aðstoðaði for- setann við að klippa á borða til að opna húsið. Christoph vinnur mikið með Mugg í hendi og hér þjálfar hann sniðgang á brokki í löngum taum. Verðlaunahús Sigurbjörns opnað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.