Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fagnar nektar- Þetta er ekkert mál, Okta mín, sem samgönguráðherra Ioka ég bara þessum göngum vegna hættu á vatnsleka, góða. Borgarstjóri um fækkun nefnda hjá borginni Pólitísk stjórnun verði styrkt INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist geta séð fyrir sér verulega fækkun á nefndum borgarinnar og að þær verði milli sjö og tíu í stað tuttugu. Borgar- stjóri sagði að stjómkerfisnefnd ynni með það að leiðarljósi að styrkja pólitíska stjórnkerfið. Ingibjörg sagði að engar tillögur væru komnar fram frá stjómkerfis- nefnd um fækkun nefnda en nefnd- in væri að skoða stjórnkerfi borgar- innar og hugsanlegar breytingar á því. „Hún vinnur með það að leiðar- ljósi að styrkja þetta pólitíska stjómkerfi," sagði hún. „Hugmynd- in er sú að fækka nefndum borgar- innar en það getur aldrei verið svo að í nefndum verði eingöngu borg- arfulltrúar. Til þess era þeir of fáir. Hins vegar finnst mér eðlilegt að þessi pólitískt kjörna borgarstjóm beri ábyrgð umfram aðra. Til þess era menn kjörnir." Borgarstjóri sagði að liður í að styrkja kjörna borgarfulltrúa væri að auka vægi nefndarformanna um- fram það sem verið hefur. „Þetta er orðið það umfangsmikill rekstur og stórt stjórnkerfí að það er að mínu viti tímaskekkja að allt eigi að hafa upphaf og endi í borgarstjóranum," sagði hún. „Það má auka vald og ábyrgð nefndarformanna þannig að þeir verði í auknum mæli málsvarai- síns málaflokks. Ég gæti séð fyrir mér að nefndimar yrðu á bilinu sjö til tíu en í dag era þær um tutt- ugu.“ Amerískur Dýnustærö 135x190 cm þykkt 15cm SUÐURLANDSBRAUT 22 SlMI: 553 60I I • 553 7 I 00 Ráðstefna um líffræðirannsóknir Vegvisir mn í framtíðina AMORGUN hefst ráðstefna um Líf- fræðirannsóknir á Islandi og stendur hún í þrjá daga. Ráðstefnan er haldin að tilhlutan Líf- fræðifélags Islands og Líffræðistofnunar Há- skólans og fer fram á Hótel Loftleiðum frá því snemma morguns og fram eftir degi alla ráð- stefnudagana. Sigurður S. Snorrason, forstöðu- maður Líffræðistofnunar Háskólans, var spurður hvaða líffræðirannsóknir færu helst fram á Islandi núna? „Eins og nafn ráð- stefnunnar bendir til er- um við að reyna að ná til allra sviða líffræðirann- sókna á Islandi. Líffræðirann- sóknir í landinu fara fram ann- ars vegar í háskólum íslands og hins vegar í fjölmörgum rann- sóknarstofnunum sem tengjast ýmsum fagráðuneytum.“ -Á hvaða sviði eru þessai- rannsóknir? „Segja má að þægilegt sé að skipta rannsóknunum upp í tvo meginhópa, annars vegar eru rannsóknir á lífveram eða líf- verahópum og jafnvel heilum samfélögum lífvera, en á hinn bóginn era svo rannsóknir sem beinast að því að skilja innri starfsemi lífvera. En að sjálf- sögðu era þessi svið tengd. Nota má hefðbundnari flokkun á við- fangsefnum þessum, t.d. má nefna skiptinguna á milli grasa- og dýrafræði eða að viðfangsefni eru flokkuð eftir því hvers konar búsvæði lífverurnar era í. í þessu sambandi má nefna fag- greinar eins og sjávarvistfræði, fiskifræði, vatnalíffræði. Þá má nefna vistfræði landdýra og ým- is hagnýt svið, t.d. sem tengjast búvísindum, fiskeldi og slíkum greinum." - Hvar eru helstu vaxtar- broddarnir í líffræðirannsókn- unum? „Þessa spurningu má skoða í ljósi gífuriegra breytinga sem hafa átt sér stað á síðustu 10 til 20 áram, þar á ég einkum við þá byltingu sem hefur orðið í rann- sóknum á sameindalíffræði, svo og mjög auknar áherslur á rann- sóknir sem tengjast umhverfis- fræði.“ -Hvað fer fram á ráðstefn- unni sem hefst á morgun? „Þetta er stór ráðstefna, sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið á ___________ Islandi. Hún fer fram í tveimur sölum sam- tímis. Alls verða haldin 93 erindi, þar af sjö yfh-litserindi Sigurður S. Snorrason ► Sigurður S. Snorrason fæddist á Akureyri 1951. Hann lauk stúdentsprófi 1971 frá Menntaskólanum í Reykja- vík, síðan BS-prófi frá Háskóla Islands 1974 og loks doktors- prófi í vatnalíffræði frá Há- skólanum í Liverpool. Hann hefur skrifað fjölda fræða- greina um sitt svið, vist- og þróunarfræði fiska, t.d. um bleikjuafbrigðin í Þingvalla- vatni. Sigurður starfar hjá Líf- fræðistofnun háskólans og er nú forstöðumaður þeirrar stofnunar. Sigurður er kvænt- ur Hrefnu Sigurjónsdóttur, prófessor við Kennaraháskóla Islands. Þau eiga tvö börn. um rannsóknir sem eru ofarlega á baugi þessa stundina. Þar að auki verða sýnd um það bil 130 veggspjöld." - Um hvað fjalla yfírlitseiind- in? „Fyrsta slíka erindið flytur dr. Álstríður Pálsdóttir, sérfræð- ingur á Keldum, og fjallar hún um svokölluð trion-smitefni sem m.a. valda sjúkdómum á borð við riðu í sauðfé, Kreutsfeld-Jac- obs-sjúkdómi í mönnum og skyldum sjúkdómum hjá öðram spendýrum. Annað erindið flyt- ur Skúli Skúlason, skólameistari á Hólum, og fjallar hann um þróun fjölbreytileika meðal líf- vera og vistfræðilega sérstöðu Islands í þeim málum. Þriðja er- indið er flutt af Árna Einars- syni, forstöðumanni Náttúru- rannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn, og fjallar hann um vist- kerfí Mývatns. Fjórða erindið flytur Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við HI, og ræðir hún um rannsóknir vegna mats á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Fimmti fyrirlesarinn er Jakob K. Kristjánsson, rann- sóknarprófessor við HÍ, og nefnir hann erindi sitt Hveraör- verur frá upphafí lífs til arð- semi. Sjötta erindið flytur Jón Ólafsson, prófessor við HÍ, fjall- ar hann um veðurfarssveiflur og afrakstursgetu Islandshafs. Síð- asta yfirlitserindið flytur dr. Jórann Erla Eyfjörð, sérfræð- ingur hjá Krabbameinsfélaginu, nefnir hún erindi sitt Stjórnleysi í stað stöðugleika. Gallar í eftir- lits- og viðgerðargenum í krabbameinum.“ -Eru svona rannsóknir þýð- ingarmiklar fyrir íslenskt at- __________________ vinnulíf? Grunnrann- »í fyrsta lagi eru sóknir undir- Aestallir sammála um að grunnrann- sóknir af þessu tagi eru viss undirstaða þróunar atvinnulífs. En vissu- lega má benda á rannsóknir staða þróunar sem eru mjög beintengdar hag- nýti, þar dettur mér fyrst í hug rannsóknir sem snúa að nýtingu á lifandi auðlindum, svo og rannsóknir sem stuðla að fram- förum í læknavísindum. En að sjálfsögðu megum við ekki gleyma rannsóknum sem tengj- ast þeirri sjálfsögðu nauðsyn að viðhalda lífvænlegu og eftir- sóknarverðu umhverfi. Ráð- stefnur eins og sú sem fyrir dyrum stendur næstu daga eru mjög gagnlegar til þess að líf- fræðingar sjálfir geri sér grein fyrir hvaða rannsóknir fara fram í landinu, auk þess að vera vegvísir inn í framtíðina."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.