Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fagnar nektar-
Þetta er ekkert mál, Okta mín, sem samgönguráðherra Ioka ég bara þessum göngum
vegna hættu á vatnsleka, góða.
Borgarstjóri um fækkun nefnda hjá borginni
Pólitísk stjórnun verði styrkt
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segist geta séð fyrir
sér verulega fækkun á nefndum
borgarinnar og að þær verði milli
sjö og tíu í stað tuttugu. Borgar-
stjóri sagði að stjómkerfisnefnd
ynni með það að leiðarljósi að
styrkja pólitíska stjórnkerfið.
Ingibjörg sagði að engar tillögur
væru komnar fram frá stjómkerfis-
nefnd um fækkun nefnda en nefnd-
in væri að skoða stjórnkerfi borgar-
innar og hugsanlegar breytingar á
því. „Hún vinnur með það að leiðar-
ljósi að styrkja þetta pólitíska
stjómkerfi," sagði hún. „Hugmynd-
in er sú að fækka nefndum borgar-
innar en það getur aldrei verið svo
að í nefndum verði eingöngu borg-
arfulltrúar. Til þess era þeir of fáir.
Hins vegar finnst mér eðlilegt að
þessi pólitískt kjörna borgarstjóm
beri ábyrgð umfram aðra. Til þess
era menn kjörnir."
Borgarstjóri sagði að liður í að
styrkja kjörna borgarfulltrúa væri
að auka vægi nefndarformanna um-
fram það sem verið hefur. „Þetta er
orðið það umfangsmikill rekstur og
stórt stjórnkerfí að það er að mínu
viti tímaskekkja að allt eigi að hafa
upphaf og endi í borgarstjóranum,"
sagði hún. „Það má auka vald og
ábyrgð nefndarformanna þannig að
þeir verði í auknum mæli málsvarai-
síns málaflokks. Ég gæti séð fyrir
mér að nefndimar yrðu á bilinu sjö
til tíu en í dag era þær um tutt-
ugu.“
Amerískur
Dýnustærö 135x190 cm þykkt 15cm
SUÐURLANDSBRAUT 22
SlMI: 553 60I I • 553 7 I 00
Ráðstefna um líffræðirannsóknir
Vegvisir mn
í framtíðina
AMORGUN hefst
ráðstefna um Líf-
fræðirannsóknir á
Islandi og stendur hún í
þrjá daga. Ráðstefnan er
haldin að tilhlutan Líf-
fræðifélags Islands og
Líffræðistofnunar Há-
skólans og fer fram á
Hótel Loftleiðum frá því
snemma morguns og
fram eftir degi alla ráð-
stefnudagana. Sigurður
S. Snorrason, forstöðu-
maður Líffræðistofnunar
Háskólans, var spurður
hvaða líffræðirannsóknir
færu helst fram á Islandi
núna?
„Eins og nafn ráð-
stefnunnar bendir til er-
um við að reyna að ná til
allra sviða líffræðirann-
sókna á Islandi. Líffræðirann-
sóknir í landinu fara fram ann-
ars vegar í háskólum íslands og
hins vegar í fjölmörgum rann-
sóknarstofnunum sem tengjast
ýmsum fagráðuneytum.“
-Á hvaða sviði eru þessai-
rannsóknir?
„Segja má að þægilegt sé að
skipta rannsóknunum upp í tvo
meginhópa, annars vegar eru
rannsóknir á lífveram eða líf-
verahópum og jafnvel heilum
samfélögum lífvera, en á hinn
bóginn era svo rannsóknir sem
beinast að því að skilja innri
starfsemi lífvera. En að sjálf-
sögðu era þessi svið tengd. Nota
má hefðbundnari flokkun á við-
fangsefnum þessum, t.d. má
nefna skiptinguna á milli grasa-
og dýrafræði eða að viðfangsefni
eru flokkuð eftir því hvers konar
búsvæði lífverurnar era í. í
þessu sambandi má nefna fag-
greinar eins og sjávarvistfræði,
fiskifræði, vatnalíffræði. Þá má
nefna vistfræði landdýra og ým-
is hagnýt svið, t.d. sem tengjast
búvísindum, fiskeldi og slíkum
greinum."
- Hvar eru helstu vaxtar-
broddarnir í líffræðirannsókn-
unum?
„Þessa spurningu má skoða í
ljósi gífuriegra breytinga sem
hafa átt sér stað á síðustu 10 til
20 áram, þar á ég einkum við þá
byltingu sem hefur orðið í rann-
sóknum á sameindalíffræði, svo
og mjög auknar áherslur á rann-
sóknir sem tengjast umhverfis-
fræði.“
-Hvað fer fram á ráðstefn-
unni sem hefst á morgun?
„Þetta er stór ráðstefna, sú
stærsta sinnar tegundar sem
haldin hefur verið á ___________
Islandi. Hún fer fram
í tveimur sölum sam-
tímis. Alls verða
haldin 93 erindi, þar
af sjö yfh-litserindi
Sigurður S. Snorrason
► Sigurður S. Snorrason
fæddist á Akureyri 1951.
Hann lauk stúdentsprófi 1971
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík, síðan BS-prófi frá Háskóla
Islands 1974 og loks doktors-
prófi í vatnalíffræði frá Há-
skólanum í Liverpool. Hann
hefur skrifað fjölda fræða-
greina um sitt svið, vist- og
þróunarfræði fiska, t.d. um
bleikjuafbrigðin í Þingvalla-
vatni. Sigurður starfar hjá Líf-
fræðistofnun háskólans og er
nú forstöðumaður þeirrar
stofnunar. Sigurður er kvænt-
ur Hrefnu Sigurjónsdóttur,
prófessor við Kennaraháskóla
Islands. Þau eiga tvö börn.
um rannsóknir sem eru ofarlega
á baugi þessa stundina. Þar að
auki verða sýnd um það bil 130
veggspjöld."
- Um hvað fjalla yfírlitseiind-
in?
„Fyrsta slíka erindið flytur
dr. Álstríður Pálsdóttir, sérfræð-
ingur á Keldum, og fjallar hún
um svokölluð trion-smitefni sem
m.a. valda sjúkdómum á borð
við riðu í sauðfé, Kreutsfeld-Jac-
obs-sjúkdómi í mönnum og
skyldum sjúkdómum hjá öðram
spendýrum. Annað erindið flyt-
ur Skúli Skúlason, skólameistari
á Hólum, og fjallar hann um
þróun fjölbreytileika meðal líf-
vera og vistfræðilega sérstöðu
Islands í þeim málum. Þriðja er-
indið er flutt af Árna Einars-
syni, forstöðumanni Náttúru-
rannsóknarstöðvarinnar við Mý-
vatn, og fjallar hann um vist-
kerfí Mývatns. Fjórða erindið
flytur Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
prófessor við HI, og ræðir hún
um rannsóknir vegna mats á
umhverfisáhrifum fram-
kvæmda. Fimmti fyrirlesarinn
er Jakob K. Kristjánsson, rann-
sóknarprófessor við HÍ, og
nefnir hann erindi sitt Hveraör-
verur frá upphafí lífs til arð-
semi. Sjötta erindið flytur Jón
Ólafsson, prófessor við HÍ, fjall-
ar hann um veðurfarssveiflur og
afrakstursgetu Islandshafs. Síð-
asta yfirlitserindið flytur dr.
Jórann Erla Eyfjörð, sérfræð-
ingur hjá Krabbameinsfélaginu,
nefnir hún erindi sitt Stjórnleysi
í stað stöðugleika. Gallar í eftir-
lits- og viðgerðargenum í
krabbameinum.“
-Eru svona rannsóknir þýð-
ingarmiklar fyrir íslenskt at-
__________________ vinnulíf?
Grunnrann- Ȓ fyrsta lagi eru
sóknir undir- Aestallir sammála
um að grunnrann-
sóknir af þessu tagi
eru viss undirstaða
þróunar atvinnulífs. En vissu-
lega má benda á rannsóknir
staða þróunar
sem eru mjög beintengdar hag-
nýti, þar dettur mér fyrst í hug
rannsóknir sem snúa að nýtingu
á lifandi auðlindum, svo og
rannsóknir sem stuðla að fram-
förum í læknavísindum. En að
sjálfsögðu megum við ekki
gleyma rannsóknum sem tengj-
ast þeirri sjálfsögðu nauðsyn að
viðhalda lífvænlegu og eftir-
sóknarverðu umhverfi. Ráð-
stefnur eins og sú sem fyrir
dyrum stendur næstu daga eru
mjög gagnlegar til þess að líf-
fræðingar sjálfir geri sér grein
fyrir hvaða rannsóknir fara
fram í landinu, auk þess að vera
vegvísir inn í framtíðina."