Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 38

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 ......... ..1.......... UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ # 5Mda litla Oskarsdóttir Við getum verið ánægð með það fram- tak að búið er að stofna til kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna. Vonandi kalda þau velli og vonandi verðurhægt að veita þau árlega í öllum flokkum án þess að alla tiltœka rafta þurfi á sjó að draga í hvertsinn. Ikjölfar afhendingar fyrstu Edduverðlaun- anna vaknar sú spuming hvenær komi upp sú staða í íslenskri kvik- mynda- og sjónvarpsmyndagerð að fleiri frambærilegar myndir verði gerðar en fylla efstu þijú sæti hvers flokks sem verðlaunað er í. Þetta er ekki sagt í hálfkær- ingi og ekki er þetta sagt til að kasta rýrð á þessa viðleitni kvik- myndagerðarfólks til að hefja ís- lenska kvikmyndagerð til meiri vegs en þegar er. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að úrval kvikmynda og sjónvarpsþátta sem framleidd voru á undangengnum 12 mánuð- wmunDC umernæsta VIÐHOKF fátæklegt. Og hreint út sagt; væri úrvalið á einhvem Eftir Hávar Sigurjónsson máta eðlilegt hefði sumt af því sem tilnefnt var ekki átt að kom- ast nærri því að verða tilnefnt til verðlauna. Þar með er ekld sagt að þau verk sem verðlaunuð voru í hverjum flokki séu ekki sæmi- lega frambærileg. Þorfínnur Óm- arsson var reyndar hálfpartinn að afsaka þessa fátækt með því að telja upp þær kvikmyndir sem í framleiðslu eru og gaf í skyn að á næsta ári yrði úr fleiri en þrem- ur kvikmyndum að velja, kannski fjórum, jafnvel fímm. Ungfrúin góða og Húsið var t.a.m. ágæt- lega að sínum fimm Eddum kom- in en óneitanlega hefði verið skemmtilegra ef samkeppnin hefði verið meiri. Ekkert bendir hins vegar til þess að meira framboð verði af leiknu sjónvarpsefni næsta árið; líklegra er að úr minna verði að velja þar sem ekkert nýtt leikrit verður frumsýnt í Sunnudags- leikhúsi Sjónvarpsins fyrr en eft- ir áramót og gæti þá farið svo að tilnefna yrði fréttir eða veður sem einn kandídat í flokki sjón- varpsþátta. Að allri kaldhæðni slepptri þá er það ískyggileg þróun að leiknu efni skuli ekki gert hærra undir höfði en raun ber vitni og það er hreinlega rangt sem haldið var að áhorf- endum í téðri dagskrá af afhend- ingu Eddunnar að gróska væri í framleiðslu á leiknu efni fyrir sjónvarp og af nógu hefði verið að taka. Þeir sem svo taka til orða hljóta að hafa verið að horfa á eitthvað annað en íslenskar sjónvarpsstöðvar undanfarin misseri. Annars ber að hrósa fyrir vel heppnaða og sæmilega látlausa - kannski aðeins of langa - ser- emóníu, allir fóru vel með sitt og ef undan er skilin bilun í út- sendingu og þreytandi auglýs- ingahlé þá tókst þetta bara allt saman ágætlega. Og verði tekið af myndarskap á málefnum Sjónvarpsins og íslenskrar kvik- myndagerðar þannig að hin ís- lenska kvikmynda- og sjónvarps- akademía hafi úr nægu efni að moða við tilnefningar á næstu ár- um þá gerir ekkert til þótt fyrsti skammturinn hafí verið heldur rýr og sjálfsagt að taka viljann fyrir verkið. Við getum verið ánægð með það framtak að búið er stofna til kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna. Vonandi halda þau velli og vonandi verður hægt að veita þau árlega í öllum flokkum án þess að alla tiltæka rafta þurfi á sjó að draga í hvert sinn. Leikskáldafélag íslands stóð fyrir fróðlegu námskeiði um gerð sjónvarpsþáttaraða um helgina síðustu. Þar leiðbeindu tveir danskir sjónvarpshöfundar, Stig Thorsboe og Nikolaj Scherfig, og sögðu frá tilurð og framkvæmd við gerð framhaldsþáttanna TAXA sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu undanfarna mánuði. Þar kom ýmislegt fróð- legt fram sem vel væri athugandi fyrir okkur að huga að; okkur sem viijum að á Islandi sé fram- leitt íslenskt efni fyrir íslenskt sjónvarp, löngun sem á ekkert skylt við þjóðemishyggju eða þjóðrembu heldur miklu fremur löngun tO að sjá endui’speglaðar okkar eigin hugmyndir og veru- leika á skjám hér innanlands. Um þetta eru auðvitað allir hjart- anlega sammála en hvernig má það vera að ráðamenn geti verið sammála þessu þegar heildar- fjármunir til innlendrar dag- skrárgerðar í Ríkissjónvarpinu eru minni en það kostar að fram- leiða eina tOtölulega einfalda bíó- mynd. I beinhörðum krónum tal- ið eru þetta u.þ.b. 200 milljónir. I máli Dananna kom m.a. fram að kostnaður við gerð hvers þátt- ar af TAXA er um 12 milljónir ís- lenskra króna. Tuttugu slíkir þættir kosta semsagt meira en Ríkissjónvarpið hefur ráðstöfun- ar á einu ári til aOs þess sem heit- ir innlend dagskrárgerð. Danir hafa þegar framleitt á milli 50 og 60 þætti af TAXA. Þá eru ótaldir aðrir framhaldsþættir sem þeir hafa framleitt á undanförnum ár- um við góðan orðstír og sumir hverjir hafa verið sýndir hér. Hvað má af þessu læra? Einfald- ast er að vitna í Stig Thorsboe sem hefur gríðarlega reynslu af gerð slíks sjónvarpsefnis, var m.a. aðalhöfundur Landsbyen áður en hann tók að sér TAXA. Hann segir að yfirmenn Dan- marks Radio hafi spurt sjálfa sig þeirrar einföldu spumingar hvernig þeir gætu sem best mætt síaukinni samkeppni við erlendar sjónvarpsstöðvar og reyndar inn- lendar líka sem byggja dagskrá sína á alþjóðlegu afþreyingar- efni. Svarið var jafneinfalt og spumingin: Við framleiðum danskt leikið efni, þvi það er það eina sem keppinautamir geta ekki búið til betur en við. Arang- urinn er öllum ljós. Reyndar hef- ur tekist svo vel tO að þættimir seljast ágætlega utan Danmerk- ur, t.d. hér á íslandi, og þar með em Danimir komnir í samkeppni á alþjóðlegum markaði og famir að flytja út sína menningu í stað þess að stinga henni undir stól og vera þiggjendur sjónvarpsefnis en ekki veitendur. Frá þeim sjón- arhóli er kostnaðurinn hverfandi miðað við tapið sem hlýst ef ekk- ert er aðhafst. Og það er að sjálf- sögðu eini sjónarhóllinn sem standandi er á ef eitthvert útsýni á að hafa. Ekki til höfuðs neinum ÖNNUR aðalfrétt sjónvarps á þriðjudag í sl. viku var um vænt- anlega bók Nýja bóka- félagsins, Kára í jöt- unmóð eftir Guðna Th. Jóhannesson sagn- fræðing. Efnistök fréttamannsins vöktu athygli. Svo virtist sem reynt væri að kasta rýrð á bókina og höfund hennar. Meg- inefni fréttarinnar var að bókin væri samin í óþökk Kára Stefáns- sonar. Fréttamaður- inn, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, spurði höfundinn hvort slíkt væri ekki „óeðlilegt". í lok fréttarinnar var endurtekið sérstaklega að bók þessi væri samin án samþykkis og samráðs við Kára Stefánsson. Þeir sem saka aðra um óeðldeg vinnubrögð mega búast við því að kastljósið beinist að þeim sjálfum. Er það ekki „óeðlilegt11 að fyrrver- andi starfsmaður bókaútgáfu skuli nota aðstöðu sína sem fréttamaður tO að segja ekki-fréttir úr nýjum bókum þeirrar bókaútgáfu í sama mund og hann reynir að sverta nýja bók keppinautar? Er það ekki „óeðl0egt“ að ræðismaður erlends ríkis gegni starfi fréttamanns á rík- isfjölmiðli? Gæti það ekki kaOast „óeðlilegt" að ræðismaður Sviss á Islandi, sem væntanlega hefur haft allnokkur skipti við Islenska erfða- greiningu vegna samningsins stóra við svissneska lyfjarisann Hoffm- an-La Roche, skuli jafnframt vera sá fréttamaður ríkissjónvarpsins sem segir flestar fréttir af Islenskri erfðagreiningu? Sú krafa er í aukn- um mæli gerð til stjórnmálamanna að þeir geri grein fyrir þeim tengslum við fólk og fyrirtæki sem hugsanlega gætu leitt til hagsmunaárekstra. I lýðræðisþjóðfélagi er ekki síður nauðsyn- legt að gera slíka kröfu til blaðamanna og eigenda fjölmiðla. Vinnureglur fjölmið- lanna eru greinilega mismunandi og ríkis- sjónvarpið gerir aug- ljóslega ekki strangar kröfur í þessum efn- um. Það er því full ástæða fyrir Blaðamannafélag Islands að setja á fót sjálfstæða nefnd sem taki til skoðunar fréttaflutning þar sem grunsemdir vakna um „óeðlileg" hagsmunatertgsl og áhöld eru um að unnið hafi verið í anda siðar- eglna blaðamanna. Sumir stjórn- málamenn og ýmis fyrirtæki sýnast eiga furðu greiðan aðgang að fjölm- iðlunum. Það segir sína sögu um íslenska fjölmiðlun í aldarlok að þessi grein skuli skrifuð, ekki vegna gagnrýni valdsmanna heldur vegna við- bragða fjölmiðils við frjálsri um- fjöllun um valdsmann. í stað þess að bíða útkomu bókarinnar um Kára Stefánsson og meta hana á forsendum innihalds hennar virðist ríkissjónvarpið dæma bókina úr leik fyrirfram og ganga þannig er- inda valdsmanns sem er kunnur að því að vOja þagga niður í allri um- ræðu nema hún sé á hans eigin for- sendum. Það er fullkomlega eðlilegt að Bókaútgáfa Það búa engar aðrar hvatir að baki Nýja bókafélaginu, segir Jakob F. Asgeirsson, en að gefa út vandaðar bækur sem geti stuðlað að hispurslausri og frjórri umræðu. skrifa sögu Kára Stefánssonar og íslenskrar erfðagreiningar. Kári kom eins og stormsveipur inn í ís- lenskt þjóðlíf árið 1996 (hann er ekki til í gagnasafni Morgunblaðs- ins fyrir þann tíma) og hefur á ein- ungis þremur árum byggt upp fyr- irtæki sem nú er talið það verðmætasta í landinu, metið á yfir fjörutíu milljarða, verðmætara en sjálft Eimskipafélagið. Hér hefur því átt sér stað stórkostlegt ævin- týri í atvinnusögu Islendinga sem eðlilegt er að festa á bók - án af- skipta kynningardeildar Islenskrar erfðagreiningar. Hvernig gerðist þetta ævintýri? Hver er Kári Stefánsson? Hvað býr að baki áformum hans? Og hvert stefnir? Þetta eru allt spumingar sem hljóta að vakna um leið og því er fagnað að svo öflugt fyrirtæki skuli hafa sprottið upp úr engu á örfáum árum. Heimildir eru næg- ar: Blaða- og tímaritsgreinar, viðtöl við fjölda fólks og í krafti upplýs- ingalaga má fá góðan aðgang að op- inberum plöggum. Jakob F. Asgeirsson MIG langar að þakka yður fyiir tæki- færið tO að koma á framfæri skoðunum mínum um mál Eð- valds Hinrikssonar (Evalds Miksons), sem birtar voru hér í blað- inu 5. nóvember undir fyrirsögninni „Bréf til Morgunblaðsins frá dr. Efraim Zuroff1 (bls. 62). Hins vegar verð ég að lýsa yfir undmn minni og skelf- ingu yfir þeirri ákvörð- un blaðsins að birta á næstu blaðsíðu (bls. 63) gamla yfir- lýsingu frá eistneska utanríkisráðu- neytinu undir fyrirsögninni „Eð- vald Hinriksson ekki sekur um neina glæpi“, þar sem gefið er í skyn að Mikson hafi ekki framið neitt glæpsamlegt. Með því að birta þessa yfirlýsingu, tekur Morgun- blaðið afstöðu til ferils Eðvalds Hin- rikssonar í annarri heimsstyrjöld. Blaðið styður svo gott sem staðhæf- ingar þær, sem settar vom fram af Atla Eðvaldssyni um feril föður hans á stríðsáranum í viðtalsgrein þeirri, sem blaðið birti 3. október síðastliðinn. Það sem gerir þessa endurprent- un sér í lagi andmælaverða, er að Morgunblaðið minntist hvergi á þá staðreynd að íslensk yfirvöld höfn- uðu augljóslega innihaldi þessarar yfírlýsingar eistneska utan- ríkisráðuneytisins. Með því að hefja rannsókn á glæpum Eðvalds Hin- rikssonar, hafnaði Hallvarður Ein- varðsson, fyrrverandi ríkissaksókn- ari, greinOega að taka yfirlýsingu eistneska utanríkisráðuneytisins sem fullgilda. Með því að birta ein- vörðungu yfirlýsingu eistneskra yf- irvalda, lítur svo út fyrir að blaðið leggi trúnað á þá sögugerð, sem sett hefur verið fram af fjölskyldu Eð- valds Hinrikssonar, en sem íslensk yfirvöld neituðu sjálf að fallast á með því að hefja rannsókn. Ég skO fyOOega að þetta er viðkvæmnis- mál á Islandi. Það er ekki þægOegt þegar þjálfari knattspyrnu- landsliðs þjóðarinnar notar tækifærið tO að lýsa opinberlega yfir stuðningi við mann sem hefur verið ásakaður um fjölda- morð og nauðganir, jafnvel þótt það sé fað- ir landsliðsþjálfarans. Að taka afstöðu í þess- ari umræðu með því að birta yfirlýsingar sem hefur verið hafnað af íslenskum dómsmálayfirvöldum er ekki ein- göngu smánarlegt siðferðislega séð, heldur sýnir einfaldlega lélega dóm- greind ritstjómarinnai-. Það hefði verið miklu skynsamlegra að hvetja íslensk, eistnesk og sænsk yfirvöld til að opinbera öll gögn og vitnis- burði í máli þessu, svo að sannleik- urinn gæti verið sannreyndur að fullu. Stofunun Simons Wiesenthals myndi styðja allar slíkar ákvarðanir og óskaði reyndar eftir birtingu á niðurstöðum íslenskra dómsmálayf- irvalda eftir dauða Eðvalds Hin- rikssonar árið 1993. Það er afar mildlvægt að almenn- ingur á íslandi, sem og í Eistlandi, geti að lokum fengið allar stað- reyndir um Evald Mikson, öðra nafni Eðvald Hinriksson. Sérhvert skref í átt að því marki yrði fagnað af Stofnun Simons Wiesenthals, en stofnunin álítur ekki að Morgun- blaðið hafi unnið að því verðuga markmiði með því að endurprenta yfirlýsingu eistneska utanríkisráð- uneytisins, eins og raun ber vitni. Höfundur er forstöðunmður Stofn- unar Simons Wiesenthals f Jerúsa- lem. Aths. ritstj.: Það er rangt að Morgunblaðið hafi tekið afstöðu til sektar eða sak- Asakanir Með því að hefja rann- sókn á glæpum Eðvalds Hinrikssonar, segir Efraim Zuroff, hafnaði Hallvarður Einvarðs- son, fyrrverandi ríkis- saksóknari, greinilega að taka yfírlýsingu eistneska utanríkisráðu- neytisins sem fullgilda. leysis Eðvalds Hinrikssonar, enda brestur það forsendur tO þess. Hann var hvorki ákærður né dæmdur. Morgunblaðið er enginn dómstóll. Augljóst er að yfirlýsing eistnesku stjórnarinnar, sem blaðið birti öðru sinni til ábendingar og upprifjunar, rétt eins og grein Zur- offs, sem hafði ekkert nýtt fram að færa, kemur þessu máli að sjálf- sögðu við. Asakanir um morð, nauðganir og manndráp era ekki daglegt lesefni í blaðinu. Þegar þær styðjast við skýrslur KGB hljóta margvíslegir fyrirvarar að fylgja slíkum upplýs- ingum frá vörgum gulagsins. Morgunblaðið óskar Wiesenthal- stofnuninni góðs gengis. Hún hefur unnið gott starf með því að hafa hendur í hári stríðsglæpamanna nazista. Það starf hefur verið unnið á forsendum óyggjandi heimilda. Með þessu starfi hefur Morgun- blaðið fylgzt eins og aðrir fjölmiðl- ar, ekki sízt dómum yfir stríðs- glæpamönnum. En ásakanir era ekki sama og dómur. Hvað sem líð- ur Zuroff, ásökunum hans og að- finnslum, mun Morgunblaðið fara gætilega í sakirnar, þegar vegið er að æru fólks, hvort sem það er ofan moldu eða ekki. I þeim efnum styðzt blaðið helzt við játningar eða dómsniðurstöður. I máli Eðvalds Hinrikssonar er hvorugu til að dreifa. Enn um mál Eðvalds Hinrikssonar Efraim Zuroff

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.