Morgunblaðið - 26.11.1999, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 270. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Plastskel utan af einum björgunarbáta kínversku ferjunnar sem fórst í fyrrinótt sést hér þar sem henni skolaði á land ásamt öðru braki. Mesta sjóslys við Kína í 50 ár Tala látinna hátt í 300 Peking. AFP, Reuters, AP. > •• Afrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Ocalan Dómurinn for- dæmdur í Evrópu Ankara. AP, Reuters. Reuters Kúrdísk kona í Hamborg hrópar vígorð yfir mynd af Kúrdaleiðtogan- um Abdullah Ocalan, sem dauðadómur var staðfestur yfír í gær. OTTAST var í gær, að hátt í 300 manns hefðu farist með farþega- skipi eða ferju, sem sökk undan Kínaströndum í fyrrakvöld. Varð eldur laus um borð í skipinu, sem hvolfdi síðan í mjög slæmu veðri og hörkufrosti. Létust flestir úr kulda um borð í björgunarbátum. Talið er að um 312 manns, far- þegar og áhöfn, hafi verið með ferj- unni Dashun er hún sökk ekki fjarri hafnarborginni Yantai á Shandong- skaga. í gær var búið að finna lík 150 manna en 36 mönnum hafði tek- ist að bjarga. Hinna var saknað, meira en 120 manna. Ekki var vitað hvort útlendingar voru um borð. Synti til lands Kínverska fréttastofan Xinhuu sagði að veðrið hefði verið mjög slæmt, um fimm metra háar öldur og frost. Hamlaði veðrið björgunar- starfinu en í því tóku þátt áhafnir BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fékk flensu og alvarlegt lungnakvef í gær og varð því að fresta fundi sín- um með Alexander Lúkashenko, forseta Hvíta-Rússlands, sem ráð- gerður var í dag til að undirrita sam- bandssamning ríkjanna. Jeltsín var á fundi með háttsett- um embættismönnum í Kreml þeg- ar hann fann skyndilega til vanlíðun- ar, að sögn Dmítrís Jakúshkín, talsmanns forsetans. Jeltsín, sem er 68 ára, var fluttur á sjúkrahús í Moskvu og læknar hans sögðu að hann hefði fengið „al- variegt lungnakvef‘. Síðar um dag- inn var hann fluttur í embættisbúst- að sinn og gekkst þar undir frekari meðferð. Jeltsín sást síðast í sjónvarpi á laugardaginn var, daginn eftir að hann sneri aftur til Moskvu eftir leiðtogafund Öryggis- og samvinn- ustofnunar Evrópu í Tyrklandi. tuga skipa og meira en 5.000 manns í landi leituðu með ströndinni. Haft er eftir einum þeirra, sem björguðust, Xu, 28 ára gömlum manni, að eldurinn hefði átt mestan þátt í að skipið fórst. Hefði hann breiðst hratt út og hefðu þá allir far- þegamir flúið upp á dekk. Kastaði Xu sér í sjóinn þegar hann þoldi ekki lengur við fyrir reyknum og náði í land eftir klukkustundarsund. Sagt er, að flestir þeirra, sem fór- ust, hafi látist úr kulda og vosbúð í björgunarbátunum. Lágu þeir alltaf undir ágjöf í hörkufrosti. Ljóst er, að manntjónið í skip- skaðanum er það mesta í Kína í meira en 50 ár en í desember 1948 fórust 1.100 manns er skip sprakk í loft upp á Kínahafi. Ekki er vitað hvað olli eldinum um borð en upplýst hefur verið, að olíufötum og stórum rafgeymum hafi verið staflað saman í lestinni. Hann hefur lengi átt við vanheilsu að stríða og var síðast lagður inn á sjúkrahús í októ- ber. Hann gekkst undir hjartaskurð- aðgerð í nóvember 1996 eftir að hafa fengið að minnsta Jeltsín kosti tvö hjarta- áföU. Ákveðið var að fresta fundinum með Lúkashenko þar til í næsta mánuði. Fréttastofan Interfax hafði eftir heimildarmönnum sínum að íg- or ívanov utanríkisráðherra hefði verið beðinn að semja um að heim- sókn litháískrar sendinefndar til Moskvu, sem var fyrirhuguð 3. des- ember, yrði frestað. Engin áform eru þó um að fresta heimsókn Leon- íds Kútsjma, forseta Úkraínu, sem ráðgerð er 6. desember. ÆÐSTI áfrýjunardómstóU Tyrk- lands staðfesti í gær dauðadóm yfir Kúrdaleiðtoganum AbduUah Öcal- an. Mannréttindasamtök og Evrópusambandið fordæmdu dóm- inn sem vafalaust spillir verulega íýrir möguleikum Tyrkja á að telja leiðtoga ESB á að bjóða Tyrkland velkomið í sínar raðir eins og þeir sækjast eftir. Aðildarumsókn Tyrk- lands er meðal þess sem til stendur að ræða á leiðtogafundi ESB í Finnlandi 6. desember nk. „Við vUjum minna Tyrkland og önnur þau ríki sem sækjast eftir að- ild á að við ætlumst til þess af þeim að leggja dauðarefsingar niður ef þau vilja eiga möguleika á inn- göngu,“ sagði talsmaður Evrópu- sambandsins í Brussel. Lögmenn Öcalans hafa þegar til- kynnt að þeir muni skjóta dómnum til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg en það kann að taka aUt að tvö ár að ná niðurstöðu í málinu þar. Tyrkneskum stjórnvöldum ber að fullnægja ekki dauðadómnum íyrr en MannréttindadómstóUinn hefur kveðið upp sinn úrskurð. En þrýstingur á að Öcalan verði hengdur er mikill í Tyrklandi. Fyrir utan dómhúsið í Ankara var múgur manns í gær sem hrópaði: „Hengj- um hann, hengjum hann! “Fólkið veifaði tyrkneskafánanum og hélt á loft myndum af Öcalan, öllum blóði drifnum. Mannréttindasamtökin Amnesty International, sem hafna dauða- refsingu rétt eins og ESB, Evrópu- ráðið og fleiri alþjóðasamtök, for- dæmdu dóminn. „Fullnægi Tyckir dauðadómnum mun það einangra Tyrkland í Evrópu,“ sagði Heidi Wedel, talsmaður Amnesty. BARDAGAR héldu áfram í gær á milli hersveita Rússa og skæruliða Tsjetsjena, aðallega við bæinn Ur- us-Martan skammt suður af héraðshöfuðborginni Grosní. Loft- árásir héldu einnig áfram en skýja- veður hamlaði þeim nokkuð. Sögðu talsmenn rússneska hers- ins að skæruliðarnir í Urus-Mart- an, sem taldir eru vera um 3.500, hefðu verið umkringdir. Rússnesk- ir herflugmenn sögðust hafa séð litla hópa skæruliða hörfa til fjalla, í suðurátt frá bænum. En AFP hefur eftir gömlum manni sem flúði það- an, að leiðtogi skæruliðanna í bæn- um biði þess að hermenn Rússa legðu í að koma inn í Urus-Martan, þar sem skæruliðar hefðu sett upp sterkar varnir. Fram að þessu hef- ur herstjórn Rússa opinberlega úti- lokað að taka bæinn í áhlaupi vegna „Dauðarefsing er ótæk,“ sagði Gunnar Jansson, fulltrúi þing- mannasamkomu Evrópuráðsins, sem var viðstaddur dómsuppkvaðn- inguna í Ankara í gær. „Eg geri mér vonir um að tyrknesk stjóm- völd muni haga sér í samræmi við staðla Evrópuráðsins, sem gera ráð fyrir afnámi dauðarefsingar [í öllum aðildarríkjum],11 segir í yfirlýsingu sem Jansson dreifði til fjölmiðla. Kúrdar mótmæla Kúrdar, sem hundruðum þús- unda saman búa í útlegð víðs vegar um Evrópu, mestmegnis í Þýzka- landi, efndu til mótmæla í gær, en ekki varð viðlíka ofbeldisaðgerða vart og þeir stóðu íyrir er Öcalan var fyrst handtekinn á Italíu fyiT á árinu. Þýzk stjómvöld lýstu yfir þess mikla mannfalls sem það myndi að líkindum kosta. Bjóða sakaruppgjöf En herstjórnin er sigurviss, og lætur sig gagnrýni Vesturlanda engu skipta. „Eg er 100% viss um sigur okkar,“ hefur Itar-Tass- fréttastofan eftir Vladimír Sham- anov hershöfðingja. En Moskvustjórnin hefur enn- fremur hert á þrýstingi á aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníu að láta af tryggð sinni við Aslan Mashkadov, forseta uppreisnarlýðveldisins Tsjetsjníu, og herforingja hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði á miðvikudags- kvöld að öllum þeim yrði boðin sak- amppgjöf, „sem borið hafa vopn en hafa ekki blóð rússneskra borgara á höndunum". vonbrigðum sínum og finnska ríkis- stjómin, sem fer með formennsku í ESB fram að áramótum, sagðist vona að úrskurður tyrkneska áfrýj- unardómstólsins væri „ekki síðasta orðið" af hálfu tyrkneskra yfirvalda í máli Öcalans. Segjast geta fram- leitt allt að 250 kg lax Blenheim. AP. VÍSINDAMENN við klakstöð á Nýja-Sjálandi segjast hafa ræktað erfðabreyttan lax sem geti orðið allt að 250 kg þungur, að sögn dagblaðsins New Zealand Herald í gær. Stærsta tegund villtra Kyrrahafslaxa getur vegið 50 kg. „Þessir fískar geta orðið á stærð við sleðahunda," sagði Paul Steere, einn vís- indamanna klakstöðvarinnar í Blenheim, nyrst á Suðurey, en hann segir físk með breyttum vaxtarhorménum hafa verið ræktaðan í stöð- inni sem geti orðið fimm eða sex sinnum stærri. Steere sagði að laxinum hefði verið slátrað áður en hann náði fullri stærð. Hann viðurkenndi að við fyrri til- raunir hefði haus erfða- breyttra laxa afmyndast en sagði að nýi eldislaxinn væri „eðlilegur í útliti". Erfðabreytt matvæli em orðin að kosningamáli fyrir þingkosningarn í landinu á morgun. Græningjaflokknum er spáð fimm eða sex þing- sætum af 120, einkum vegna baráttu hans gegn erfða- breyttum matvæluin. Moskvu. AP. Jeltsín með lungnakvef Barizt við bæ nærri Grosní Skæruliðar bíða innrásar Rússa Grosní, Aehkoi Martan í Tsjetsjníu. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.