Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ok á brunahana
Bifreið var ekið á brunahana á gatnamótum Sigtúns og Kringlumýrar- að koma í veg fyrir hálku. Ungur piltur ók bflnum og varð óhappið í
brautar síðdegis í gær og flæddi vatn niður á Borgartún. Starfsmenn kjölfar þess að hann þurfti að snarbeygja þegar bifreið var skyndilega
Reykjavíkurborgar unnu að því síðdegis í gær að bera salt á svæðið til ekið út á Kringlumýrarbraut.
Boða frek-
ari aðgerðir
í Sultar-
tanga
FÉLAG járniðnaðarmanna
hefur ritað Vinnumálastofn-
un bréf þar sem farið er
fram á að stofnunin svipti nú
þegar erlenda starfsmenn
frá Skoda atvinnuleyfum
sem eru við málmiðnaðar-
störf án atvinnuleyfa til
þeirra verka.
Félag járniðnaðarmanna
vakti athygli á þessu máli
með aðgerðum í Sultartanga
fyrir tveim vikum. I fram-
haldi af aðgerðunum taldi
Vinnumálastofnun að lausn
væri komin á málið þar sem
verktakinn myndi fara að
fyrirmælum stofnunarinnar
um að ráða 6-8 íslenska
málmiðnaðarmenn. Félag
járniðnaðarmanna segir að
það eitt hafi gerst að ráðnir
hafa verið tveir íslenskir
málmiðnaðarmenn í þessi
verkefni en á sama tíma hafí
verið fækkað um einn. Er-
lendu starfsmennirnir séu
hins vegar ennþá í málmið-
naðarstörfum.
í yfirlýsingu frá Félagi
járniðnaðarmanna segir að
málmiðnaðarmenn vilji ekki
una því að lög um atvinnu-
leyfi útlendinga séu brotin
og traðkað á atvinnuréttind-
um þeirra og munu því aftur
grípa til aðgerða gegn þess-
ari ólögmætu starfsemi.
Samkomulag náðist um aðild Grikklands
að Schengen-samkomulaginu í Brussel í gær
Reykjavíkurborg sýknuð af kröfum
eins eigenda Hafnarstrætis 20
Grikkir fá ferðafrelsi
á Schengen-svæðinu
SAMNINGAR, náðust um aðild
Grikklands að- Schengen-sam-
komulaginu og hvernig staðið
verður að framkvæmd ferðafrelsis
milli Grikklands og annarra
Schengen-ríkja, á fundi fastafull-
trúa Evrópusambandsins í Bruss-
el í gær. Gunnar Snorri Gunnars-
son, sendiherra Islands í Brussel,
stjórnaði fundinum en hann sátu
fulltrúar Noregs og íslands auk
fulltrúa Evrópusambandsríkj-
anna. Að sögn Gunnars verður
formleg ákvörðun um aðild Grikk-
lands og framkvæmd gildistöku
samningsins tekin á fundi dóms-
málaráðherra aðildarríkja
Schengen-samkomulagsins sem
haldinn verður í Brussel 2. desem-
ber næstkomandi. Mun Sólveig
Pétursdóttir dómsmálaráðherra
stýra þeim fundi.
Grikkir hafa verið með
í samstarfinu frá 1997
A fundinum í morgun var geng-
ið frá því hvernig og hvenær hægt
verði að aflétta landamæraeftirliti
með þegnum Schengen-aðildar-
ríkja til Grikklands. í því felst
meðal annars samkomulag um
hvernig Grikkir munu tryggja að
framkvæmdin verði eðlileg og
samkvæmt þeim reglum sem gilda
á Schengen-svæðinu. Grikkir hafa
verið með í þessu samstarfi frá
1997. Þeir hafa undanfarið byggt
upp sitt kerfí auk þess sem eftirlit
hefur verið með þeirri aðstöðu
sem þeir hafa og nauðsynleg er til
að hafa sterkt landamæraeftirlit.
Um aðild þeirra hefur verið rætt
síðastliðin þrjú ár svo það var viss
áfangi sem náðist á fundinum í
morgun," sagði Gunnar í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Formleg ákvörðun
bíður ráðherrafundar
Formleg ákvörðun bíður ráð-
herrafundarins sem verður 2. des-
ember en á fundinum í gær var
ákveðið að 1. janúar 2000 verður
landamæraskyldu Grikkja á
Schengen-svæðinu aflétt í höfnum
og landamærastöðvum við sjó.
Skyldu þeirra á flugvöllum verður
aflétt í síðasta lagi 26. mars nk., að
sögn Gunnars.
Að sögn Gunnars er stefnt að
því að Schengen-samkomulagið
komi til framkvæmda á Norður-
löndunum, þar með talið á f slandi í
október á næsta ári. Hugsanlega
geti það tafíst um nokkrar vikur
þar sem framkvæmd samkomu-
lagsins á Norðurlöndunum stend-
ur á undirbúningi sem meðal ann-
ars felst í gerð tölvuhugbúnaðar
og breytingum á landamærastöðv-
um á flugvöllum.
Aðilar að Schengen-samkomu-
laginu eru öll Evrópusambands-
ríkin nema Bretland og írland,
auk Noregs og íslands, sem eru
aukaaðilar að Schengen þar sem
þau eru ekki aðilar að ESB.
VÍÐFRÆG METSÖLUBÓK
Hlutafélagalög
höfðu áhrif
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
Reykjavíkurborg, Triton ehf.,
Gerpi sf. og Renötu Erlendsson, af
kröfum Valdimars Jóhannessonar
og horfði til hlutafélagalaga við úr-
lausn málsins.
Valdimar krafðist þess aðallega
að tilgreindir aðilar yrðu dæmdir til
að færa útveggi í austurenda 1.
hæðar Hafnarstrætis 20 í Reykja-
vík í það horf, sem gert er ráð fyrir í
teikningu, samþykktri af bygging-
arnefnd Reykjavíkur 22. desember
1977. Þá krafðist Valdimar 4,5 mil-
ljóna króna skaðabóta. Valdimar er
einn eigenda húsnæðis á umræddri
hæð, en þar er m.a. að finna biðstöð
SVR.
Hæstiréttur félist ennfremur á
kröfur Reykjavíkurborgar, Tri-
tons, Gerpis og Renötu Erlends-
son, um að felldur yi'ði úr gildi
úrskurður setts umhverfisráðherra
frá 8. desember 1997 þess efnis að
ákvörðun byggingarnefndar
Reykjavíkurborgar frá 14. nóvem-
ber 1996, þar sem nýjar dyr á norð-
ur- og suðurhlið biðsalar í austur-
hluta 1. hæðar Hafnarstræti 20,
voru heimilaðar. Settur umhverfis-
ráðherra var Þorsteinn Pálsson, en
Guðmundur Bjarnason vék sæti,
þar eð Framsóknarflokkurinn átti
hlut í umræddu húsi.
Reykjavíkurborg eignaðist hluta
1. hæðar Hafnarstrætis með maka-
skiptasamningi árið 1978. Triton,
Gerpir og Renata Erlendsson seldu
borginni að auki 55% af sínum eign-
arhluta í 1. hæð hússins árið 1996
og hugðist borgin í framhaldinu
gera breytingar á húsnæðinu, setja
upp veggi og fjölga inngönguleið-
um í húsið. Áður en kaupsamningur
milli borgarinnar, Tritons, Gerpis
og Renötu var gerður hafði verið
haldinn fundur í húsfélagi Hafnar-
strætis 20 þar sem greidd voru at-
kvæði um breytingarnar. Fulltrúar
78,76% eignarhluta hússins sam-
þykktu breytingarnar en fulltrúi
Valdimars, sem átti 3,65%, mót-
mælti henni.
í dómi Hæstaréttar segir m.a. að
samkvæmt sameignar- og eigna-
skiptasamningi sem eigendur
Hafnarstræti 20 gerðu með sér árið
1978 skyldi fai'a eftir hlutafélaga-
lögum um stjórn húsfélagsins
þannig að eigendur hefðu atkvæð-
isrétt á félagsfundum í hlutfalli við
eignarhluti sína, en ekki voru sér-
stök ákvæði um málsmeðferð við
ákvarðanatöku á húsfélagafundi
um breytingar á sameign eða af-
mörkun séreignar einstakra eig-
enda. Var talið að líta yrði til ák-
væða hlutafélagalaga við úrlausn
málsins og að Valdimar yrði á
grundvelli þess að hlíta umræddum
breytingum.
—— ------------—
Gengið að
kauptilboði
í Kerið
EIGENDUR Kersins í Grímsnesi
gengu í fyrrakvöld að kauptilboði af
hálfu Óskars Magnússonar, fyrir
hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags.
Að sögn Braga Halldórssonar,
fulltrúa eigenda Kersins, er kaup-
verð trúnaðarmál. Grímsneshrepp-
ur og ríkið, sem eiga forkaupsrétt
að landinu, hafa frest fram á föstu-
dag í næstu viku til að svara því
hvoi't gengið verði inn í tilboðið.
Eigendur eignarhaldsfélagsins
um Kerið eru auk Óskars bræðurn-
ir Sigurður Gísli Pálmason og Jón
Pálmason, gjai'nan kenndir við
Hagkaup.