Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Sjálfvirk salerni
í miðborgina
Miðbær
TVÖ ný almenningssalemi
munu rísa í miðbæ Reykja-
víkur innan tveggja vikna,
annað við Ingólfstorg, en hitt
við Laugaveg 86, þ.e. hjá
bflastæðinu við Stjörnubíó.
Fyrirtækið AFA JCDeeaux
ehf. mun sjá um að setja sal-
emin upp, en þau rúma eina
manneskju hvort og eru bæði
ætluð körlum og konum.
Petta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Hans
Kaalund, framkvæmdastjóra
AFA JCDecaux.
Að sögn Hans hefur fyrir-
tækið sett upp um 700 sal-
emi, eins og þau sem setta
verða upp hér, víðsvegar í
Evrópu og hafa þau reynst
afar vel. Salernin eru ekki
ýkja stór, enda aðeins gerði
til að rúma eina manneskju.
Þau eru 1,8 metrar í þvermál
og 4,3 metrar á hæð. Hann
sagði að salemin væru alsjál-
virk og að t.d. færi sjálfvirk-
ur hreinsibúnaður, sem þrifi
klósettið, vaskinn og gólfið, í
gang eftir hverja notkun.
Borgaryfirvöld hafa gert
sjö ára leigusamning við fyr-
irtækið AFA JCDecaux, en
samningurinn er svipaður
þeim sem gerðir voru um
strætisvagnabiðskýlin, aug-
lýsingatöflumar og leigubfla-
biðskýlið, sem verður í Hafn-
arstræti við Lækjargötu.
Borga 20 krónur
Samkvæmt samningnum
sér fyrirtækið um rekstur og
viðhald salemanna, m.a. öll
þrif, en fær að hafa auglýs-
ingar utan á þeim. Hans
sagði að hver einstaklingur
þyrfti að borga 20 krónur
fyrir að nota salemið í 15
mínútur og að upphæðin
rynni beint í borgarsjóð.
Að sögn Hans er ákveðinn
öryggisbúnaður inni á salern-
unum, t.d. geta börn, sem era
léttari en 14 kíló, ekki lokast
þar inni, þar sem sérstök vigt
er i gólfinu, sem mælir
þyngdina. Þá sagði hann að
útigangsmenn gætu ekki
læst sig inni og notað salern-
in sem dvalarstað, þar sem
dyrnar opnuðust sjálfkrafa
eftir 15 mínútur. Ef klósett
stíflast eða eitthvað annað
inni á saleminu bilar fær fyr-
irtækið skflaboð um það í
gegnum tölvu og á því að
geta lagfært það sem úr-
skeiðis fór án tafar.
Von er á salemunum til
landsins á mánudaginn, en
Hans sagði að þegar væri
byrjað að vinna við grunninn
á Laugavegi 86, en salernin
verða steypt niður og því
ekki færanleg.
Morgunblaðið/AFA JCDecaux
Tvö ný salerni verða sett upp í Reykjavík innan tveggja vikna, en um 700 álíka salerni eru
í notkun í Evrópu.
Morgunblaðið/Golli
Tveir nemendur fimmta bekkjar léku á þverflautur við opnun viðbyggingarinnar.
Fellaskóli stækkaður
Breiðholt
VIÐBYGGING við Fella-
skóla var formlega tekin í
notkun í gær þegar borgar-
stjóri, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, afhenti Örlygi
Richter skólastjóra lykla að
viðbyggingunni.
Undirbúningur að viðbygg-
ingunni hófst 1997, en með
þessari rúmlega 600 fermetra
viðbyggingu bættist Fella-
skóli nú í haust í hóp þeirra
skóla sem eru einsetnir. I
ræðu borgarstjóra kom fram
að opnun nýbyggingarinnar
væri langþráður áfangi sem
beðið hefði verið eftir um
nokkurt skeið. Góður skóla-
bragur væri á Fellaskóla
enda væri skóli ekki bara
bygging heldur ekki síður
andi, starfsemi, vinnubrögð
og fólkið sem þar starfaði.
Framkvæmdum við Fella-
skóla er þó ekki lokið, en
hluti skólans hefur verið
klæddur að utan og einangr-
aður og stendur til að halda
slíkri vinnu áfram þar sem
skólinn er illa farinn að utan.
Einnig verður opnuð lista-
smiðja í kjallara skólans á
næsta ári.
Hönnun viðbyggingarinn-
ar var í höndum arkitektanna
Ormars Þórs Guðmundsson-
ar og Ömólfs Halls frá Arki-
tektastofunni sf. I viðbygg-
ingunni má finna sex almenn-
ar kennslustofur, lítið tölvu-
ver, hópherbergi, áhalda-
geymslu og tæknirými svo
dæmi séu tekin.
Samið um byggingu námsmannaíbúða í Ásahverfí
Rýmkar um húsnæðis-
vanda stúdenta
Morgunblaðið/Ásdís
Undirritaður var samningur um byggingu 10 til 12 náms-
mannaibúða í Ásahverfi í Garðabæ í gær. Frá vinstri:
Gísli Gíslason, hjá arkitektastofunni ARKIS, Ingimundur
Sigurpálsson bæjarstjóri, Guðjón Ólafur Jónsson, stjórn-
arformaður Félagsstofnunar stúdenta (FS), og Guðrún
Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS.
Garðabær
SAMNINGUR um byggingu
og rekstur námsmannaíbúða
í Garðabæ var undirritaður
af bæjaryfirvöldum, Félags-
stofnun stúdenta og arki-
tektastofunni ARKIS á bæj-
arskrifstofum Garðabæjar á
Garðatorgi í gær.
„Með þessum samningi er
fyrst og fremst verið að
rýmka um húsnæðisvanda
stúdenta,“ sagði Guðrún
Bjömsdóttir, framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunar stúd-
enta. „Eins og allir vita rfldr
algjört öngþveiti á leigumark-
aðnum og í haust vora um 300
manns á biðlista eftir því að fá
íbúð á stúdentagörðum."
Byggt verður tveggja
hæða hús við Arnarás 9 til 11
í hinu nýja Ásahverfi á
Hraunholti í Garðabæ. Gert
er ráð fyrir 10 til 12 íbúðum í
húsinu og ætti það því að
geta hýst á þriðja tug nem-
enda. ARKÍS mun sjá um
hönnun byggingar og lóðar
og verður verkið unnið í anda
Asgarða, stúdentagarða-
hverfis FS, hvað varðar
kostnað, fyrirkomulag, bygg-
ingartækni og frágang.
Samkvæmt samningnum
mun Félagsstofnun stúdenta
hafa umsjón með rekstri hús-
næðisins til a.m.k. 10 ára, en
Guðrún sagði að FS væri
komið með mikla reynslu í
slíkum rekstri. FS mun m.a.
annast ráðstöfun íbúða til
námsmanna í samræmi við
úthlutunarreglur, en hún
sagði að þær væra enn ekki
fullmótaðar, þó mætti gera
ráð fyrir því að námsmenn í
Garðabæ hefðu einhvem for-
gang. Þá mun stofnunin sjá
um að innheimta húsaleigu
og sjá um daglegan rekstur í
samráði við tæknideild
Garðabæjar.
Guðrún lýsti yfir mikilli
ánægju með framtak Garbæ-
inga og sagðist vonast tfl
þess að hin nágrannasveitar-
félögin tækju þá sér til fyrir-
myndar.
Miðasölugluggi Hafnarfjarðarbíós varðveittur
Hafnarfjörður
BYGGÐASAFN Hafnar-
Qarðar hefur fengið miða-
söluglugga Hafnarfjarðar-
bíós til varðveislu og prýð-
ir hann nú safnið ásamt
öðrum áhugaverðum mun-
um úr sögu Hafnarfjarðar
og nágrennis.
Það var bæjarminja-
vörður, Björn Pétursson,
sem óskaði eftir gluggan-
um til varðveislu og var sú
beiðni samþykkt á bæjar-
ráðsfundi í síðustu
viku.
Miðasöluglugginn er úr
Hafnarfjarðarbíói við
Strandgötuna og telur
Björn hann jafn gamlan
húsinu sem var reist í
byrjun fimmta áratugar-
ins. En Hafnarfjarðarbíó,
sem telst þriðja elsta bíó
landsins, var áður til húsa
við Kirkjuveg.
Bíóhúsið við Strandgöt-
una er nú í eigu Hafnar-
. fjarðarbæjar sem hefur,
að því er Björn segir, hug
á að rífa húsið og því hafl
verið þörf á að bjarga
glugganum sem þar var
geymdur þar til fyrr í vik-
unni. Undir það síðasta
var húsið notað undir
starfsemi Leikfélags Hafn-
arfjarðar, en kvikmyndir
voru sýndar þar fram á ní-
Morgunblaðið/Sverrir
Miðasöluglugginn hallast upp að veggnum þar sem sjá
má auglýsinguna um Carlsen stýrimann.
unda áratuginn.
Byggðasafn Hafnar-
fjarðar hefur að sögn
Björns áhuga á að koma
glugganum í sem upp-
runalegast horf, en núver-
andi ástand hans krefst
nokkurra endurbóta, m.a.
er hluti viðarins yngri en
gfugginn sjáffur.
Margt annarra muna
sem tengjast bíósögu
Hafnarfjarðar er að flnna
í Byggðasafninu, til að
mynda píanó sem notað
var til undirleiks fyrir
þöglar myndir í bíóhúsinu
við Kirkjuveg og gamlan
sæfgætissölukassa, auk
bíómyndaauglýsinga.
„Þetta var mjög mikill
bíóbær,“ segir Pétur og
útskýrir að tengivagnar
hafí verið festir við stræt-
isvagna tif að flyfja fólk úr
Reykjavík til Hafnarfjarð-
ar í bíó. Hann bendir
blaðamanni því næst á
auglýsingu fyrir vinsæl-
ustu myndina sem sýnd
var í Hafnarfjarðarbíói,
dönsku myndina Carlsen
stýrimaður, sem sýnd var
frá jólum 1958 og fram á
páska.
Gripir eins og miðasölu-
glugginn og bíóauglýsing-
arnar eiga því eflaust eftir
að vekja minningar hjá
mörgum.