Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sjálfvirk salerni í miðborgina Miðbær TVÖ ný almenningssalemi munu rísa í miðbæ Reykja- víkur innan tveggja vikna, annað við Ingólfstorg, en hitt við Laugaveg 86, þ.e. hjá bflastæðinu við Stjörnubíó. Fyrirtækið AFA JCDeeaux ehf. mun sjá um að setja sal- emin upp, en þau rúma eina manneskju hvort og eru bæði ætluð körlum og konum. Petta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Hans Kaalund, framkvæmdastjóra AFA JCDecaux. Að sögn Hans hefur fyrir- tækið sett upp um 700 sal- emi, eins og þau sem setta verða upp hér, víðsvegar í Evrópu og hafa þau reynst afar vel. Salernin eru ekki ýkja stór, enda aðeins gerði til að rúma eina manneskju. Þau eru 1,8 metrar í þvermál og 4,3 metrar á hæð. Hann sagði að salemin væru alsjál- virk og að t.d. færi sjálfvirk- ur hreinsibúnaður, sem þrifi klósettið, vaskinn og gólfið, í gang eftir hverja notkun. Borgaryfirvöld hafa gert sjö ára leigusamning við fyr- irtækið AFA JCDecaux, en samningurinn er svipaður þeim sem gerðir voru um strætisvagnabiðskýlin, aug- lýsingatöflumar og leigubfla- biðskýlið, sem verður í Hafn- arstræti við Lækjargötu. Borga 20 krónur Samkvæmt samningnum sér fyrirtækið um rekstur og viðhald salemanna, m.a. öll þrif, en fær að hafa auglýs- ingar utan á þeim. Hans sagði að hver einstaklingur þyrfti að borga 20 krónur fyrir að nota salemið í 15 mínútur og að upphæðin rynni beint í borgarsjóð. Að sögn Hans er ákveðinn öryggisbúnaður inni á salern- unum, t.d. geta börn, sem era léttari en 14 kíló, ekki lokast þar inni, þar sem sérstök vigt er i gólfinu, sem mælir þyngdina. Þá sagði hann að útigangsmenn gætu ekki læst sig inni og notað salern- in sem dvalarstað, þar sem dyrnar opnuðust sjálfkrafa eftir 15 mínútur. Ef klósett stíflast eða eitthvað annað inni á saleminu bilar fær fyr- irtækið skflaboð um það í gegnum tölvu og á því að geta lagfært það sem úr- skeiðis fór án tafar. Von er á salemunum til landsins á mánudaginn, en Hans sagði að þegar væri byrjað að vinna við grunninn á Laugavegi 86, en salernin verða steypt niður og því ekki færanleg. Morgunblaðið/AFA JCDecaux Tvö ný salerni verða sett upp í Reykjavík innan tveggja vikna, en um 700 álíka salerni eru í notkun í Evrópu. Morgunblaðið/Golli Tveir nemendur fimmta bekkjar léku á þverflautur við opnun viðbyggingarinnar. Fellaskóli stækkaður Breiðholt VIÐBYGGING við Fella- skóla var formlega tekin í notkun í gær þegar borgar- stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhenti Örlygi Richter skólastjóra lykla að viðbyggingunni. Undirbúningur að viðbygg- ingunni hófst 1997, en með þessari rúmlega 600 fermetra viðbyggingu bættist Fella- skóli nú í haust í hóp þeirra skóla sem eru einsetnir. I ræðu borgarstjóra kom fram að opnun nýbyggingarinnar væri langþráður áfangi sem beðið hefði verið eftir um nokkurt skeið. Góður skóla- bragur væri á Fellaskóla enda væri skóli ekki bara bygging heldur ekki síður andi, starfsemi, vinnubrögð og fólkið sem þar starfaði. Framkvæmdum við Fella- skóla er þó ekki lokið, en hluti skólans hefur verið klæddur að utan og einangr- aður og stendur til að halda slíkri vinnu áfram þar sem skólinn er illa farinn að utan. Einnig verður opnuð lista- smiðja í kjallara skólans á næsta ári. Hönnun viðbyggingarinn- ar var í höndum arkitektanna Ormars Þórs Guðmundsson- ar og Ömólfs Halls frá Arki- tektastofunni sf. I viðbygg- ingunni má finna sex almenn- ar kennslustofur, lítið tölvu- ver, hópherbergi, áhalda- geymslu og tæknirými svo dæmi séu tekin. Samið um byggingu námsmannaíbúða í Ásahverfí Rýmkar um húsnæðis- vanda stúdenta Morgunblaðið/Ásdís Undirritaður var samningur um byggingu 10 til 12 náms- mannaibúða í Ásahverfi í Garðabæ í gær. Frá vinstri: Gísli Gíslason, hjá arkitektastofunni ARKIS, Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri, Guðjón Ólafur Jónsson, stjórn- arformaður Félagsstofnunar stúdenta (FS), og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS. Garðabær SAMNINGUR um byggingu og rekstur námsmannaíbúða í Garðabæ var undirritaður af bæjaryfirvöldum, Félags- stofnun stúdenta og arki- tektastofunni ARKIS á bæj- arskrifstofum Garðabæjar á Garðatorgi í gær. „Með þessum samningi er fyrst og fremst verið að rýmka um húsnæðisvanda stúdenta,“ sagði Guðrún Bjömsdóttir, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúd- enta. „Eins og allir vita rfldr algjört öngþveiti á leigumark- aðnum og í haust vora um 300 manns á biðlista eftir því að fá íbúð á stúdentagörðum." Byggt verður tveggja hæða hús við Arnarás 9 til 11 í hinu nýja Ásahverfi á Hraunholti í Garðabæ. Gert er ráð fyrir 10 til 12 íbúðum í húsinu og ætti það því að geta hýst á þriðja tug nem- enda. ARKÍS mun sjá um hönnun byggingar og lóðar og verður verkið unnið í anda Asgarða, stúdentagarða- hverfis FS, hvað varðar kostnað, fyrirkomulag, bygg- ingartækni og frágang. Samkvæmt samningnum mun Félagsstofnun stúdenta hafa umsjón með rekstri hús- næðisins til a.m.k. 10 ára, en Guðrún sagði að FS væri komið með mikla reynslu í slíkum rekstri. FS mun m.a. annast ráðstöfun íbúða til námsmanna í samræmi við úthlutunarreglur, en hún sagði að þær væra enn ekki fullmótaðar, þó mætti gera ráð fyrir því að námsmenn í Garðabæ hefðu einhvem for- gang. Þá mun stofnunin sjá um að innheimta húsaleigu og sjá um daglegan rekstur í samráði við tæknideild Garðabæjar. Guðrún lýsti yfir mikilli ánægju með framtak Garbæ- inga og sagðist vonast tfl þess að hin nágrannasveitar- félögin tækju þá sér til fyrir- myndar. Miðasölugluggi Hafnarfjarðarbíós varðveittur Hafnarfjörður BYGGÐASAFN Hafnar- Qarðar hefur fengið miða- söluglugga Hafnarfjarðar- bíós til varðveislu og prýð- ir hann nú safnið ásamt öðrum áhugaverðum mun- um úr sögu Hafnarfjarðar og nágrennis. Það var bæjarminja- vörður, Björn Pétursson, sem óskaði eftir gluggan- um til varðveislu og var sú beiðni samþykkt á bæjar- ráðsfundi í síðustu viku. Miðasöluglugginn er úr Hafnarfjarðarbíói við Strandgötuna og telur Björn hann jafn gamlan húsinu sem var reist í byrjun fimmta áratugar- ins. En Hafnarfjarðarbíó, sem telst þriðja elsta bíó landsins, var áður til húsa við Kirkjuveg. Bíóhúsið við Strandgöt- una er nú í eigu Hafnar- . fjarðarbæjar sem hefur, að því er Björn segir, hug á að rífa húsið og því hafl verið þörf á að bjarga glugganum sem þar var geymdur þar til fyrr í vik- unni. Undir það síðasta var húsið notað undir starfsemi Leikfélags Hafn- arfjarðar, en kvikmyndir voru sýndar þar fram á ní- Morgunblaðið/Sverrir Miðasöluglugginn hallast upp að veggnum þar sem sjá má auglýsinguna um Carlsen stýrimann. unda áratuginn. Byggðasafn Hafnar- fjarðar hefur að sögn Björns áhuga á að koma glugganum í sem upp- runalegast horf, en núver- andi ástand hans krefst nokkurra endurbóta, m.a. er hluti viðarins yngri en gfugginn sjáffur. Margt annarra muna sem tengjast bíósögu Hafnarfjarðar er að flnna í Byggðasafninu, til að mynda píanó sem notað var til undirleiks fyrir þöglar myndir í bíóhúsinu við Kirkjuveg og gamlan sæfgætissölukassa, auk bíómyndaauglýsinga. „Þetta var mjög mikill bíóbær,“ segir Pétur og útskýrir að tengivagnar hafí verið festir við stræt- isvagna tif að flyfja fólk úr Reykjavík til Hafnarfjarð- ar í bíó. Hann bendir blaðamanni því næst á auglýsingu fyrir vinsæl- ustu myndina sem sýnd var í Hafnarfjarðarbíói, dönsku myndina Carlsen stýrimaður, sem sýnd var frá jólum 1958 og fram á páska. Gripir eins og miðasölu- glugginn og bíóauglýsing- arnar eiga því eflaust eftir að vekja minningar hjá mörgum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.