Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 28

Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Brosmildar stúlkur á úrslitakvöldi Elite-fyrirsætukeppninnar í Tékklandi, sem haldin var í Prag í sumar. Reiði í Bretlandi vegna heimildar- myndar um fyrirsætufyrirtækið Elite Stúlkur hvattar til kynmaka Mflanó, London. Reuters, AFP. FYRIRSÆTUFYRIRTÆKIÐ Elite bað í gær fyrirsætur á þess vegum og fjölskyldur þeirra afsökunar á því, að nokkrir starfsmenn þess, þar á meðal æðsti yfirmaður þess í Evrópu, hefðu hvatt ungar stúlkur til kynmaka. Kom afsökunin í kjölfar heimildarmyndar um fyr- irtækið, sem BBC, breska ríkis- útvarpið, sýndi fyrr í vikunni. Skrifstofa Elite í Mflanó á ítaliu tilkynnti í gær, að yfirmaður fyr- irtækisins um allan heim, John Casablancas, hefði beðist afsökun- ar á „hneykslanlegu" framferði nokkurra starfsmanna fyrirtækis- ins. Gerði hann það vegna heimild- armyndarinnar en í henni segir frá stúlku í Mflanó, fréttamanni hjá BBC, sem þykist vera í leit að fyrirsætustarfi. Var fylgst með henni á laun í hálft ár. Til Mílanó koma árlega hundr- uð ungra stúlkna og margar þeirra lenda í klónum á ófyrir- leitnum umboðsmönnum og um- boðsfyrirtækjum, sem halda að þeim eiturlyfjum, senda þær á næturklúbba og leggja að þeim að eiga kynmök við „viðskiptavin- ina“, stundum gegn greiðslu að því er fram kemur í heimildar- myndinni. í myndinni „koma fram“ fjórir starfsmenn Elite en fyrirtækið segir, að þeim hafi verið vikið frá um stundarsakir eða meðan á rannsókn stendur. Einn þessara manna, Gerald Marie, yfirmaður Elite í Evrópu, segir í myndinni við stúlkuna, fréttamann BBC: „Ég skal borga þér milljón lírur (rúml. 38.000 ísl.kr.) ef þú vilt leggjast með mér.“ í tilkynningunni frá Elite sagði einnig, að fylgdarmannakerfið, sem er ætlað að standa vörð um fyrirsætur undir lögaldri, yrði endurskoðað. Til athugunar hjá bresku ríkisstjórninni Heimildarmyndin hefur vakið reiði í Bretlandi og er þetta mál nú til athugunar hjá ríkisstjórn- inni. ftalska dagblaðið La Re- pubblica hafði í gær eftir tals- manni Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, að málið yrði „gaumgæfilega skoð- að“ en talsmenn tískuhúsa og um- boðsskrifstofa í Mflanó vísuðu myndinni á bug sem ósanngjarnri. Sögðu sumir, að stúlkna undir lögaldri væri vel gætt en viður- kenndu þó, að verið gæti, að ein- hveijir aðrir væru ekki jafn vand- ir að virðingu sinni. Harka færist í kosningabaráttuna í Malasíu Rfldsfjölmiðlarnir draga taum stjórnarflokksins Kuala Lumpur. AFP, AP. MIKIL harka hefur færst í kosn- ingabaráttuna í Malasíu á síðustu dögum. Hafa þjóðmálin horfið í skuggann af rógburði og ásökunum á báða bóga. Oháð stofnun sem hef- ur eftirlit með fjölmiðlum tilkynnti í gær að 85% auglýsinga og frétta- skýringa í tengslum við kosning- arnar á mánudag væru hreinn áróður fyrir stjórnarflokkinn Bar- isan. Muzaffar Tate, starfsmaður stofnunarinnar, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að ekki væri reynt að draga dul á að ríkisfjöl- miðlarnir væru á bandi stjórnvalda. I auglýsingum Barisan er meðal annars gefið í skyn að komist stjórnarandstöðuflokkar til valda muni blossa upp átök milli ólíkra þjóðernishópa. Leiðtogar stjórnar- andstöðunnar hafa gagnrýnt hlut- drægni ríkisfjölmiðlanna harðlega, en þeir hafa ekki viljað birta auglýsingar stjórnarandstöðu- flokka. Chandra Muzaffar, varaformað- ur Réttlætisflokksins, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í gær að nú þegar forsætisráðherrann, Mah- athir Mohamad, þyrfti í fyrsta sinn að takast á við sameinaða stjórnar- andstöðu, gripi hann til þess ráðs að beita „pólitísku klámi“. Sagði hann að stjórnarílokkur Mahathirs hefði dreift myndböndum með áróðri gegn Anwar Ibrahim, einum leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem nú situr í fangelsi, þar sem hann er sakaður um samkynhneigð, sem er ólögleg í Malasíu. Eru þar birtar upptökur af vitnisburði þriggja manna sem viðurkenndu við yfir- heyrslur að hafa átt mök við Anwar. Mennirnir hafa síðan dreg- ið játningar sínar til baka, og segja þær hafa verið knúnar fram með pyntingum. A myndböndunum er einnig fullyrt að leiðtogi flokks múslima hafi gerst sekur um fram- hjáhald. Réttlætisflokkur Chandra myndar ásamt þremur öðrum flokkum samfylkingu stjórnarand- stæðinga, en formaður flokksins er eiginkona Anwars, Wan Azizah. Chandra gagnrýndi Mahathir fyrir að beita óheiðarlegum brögðum í kosningabaráttunni. „Þetta sýnir hve stjórnvöld, sem hafa siglt í strand siðferðilega, eru tilbúin að ganga langt til að halda völdum,“ sagði Chandra. Mahathir sakar stjórnar- andstöðuna um rógburð Mahahtir hefur á hinn bóginn sakað stjómarandstöðuna um að dreifa fölsuðum bréfum, þar sem fullyrt er að hann hafí komið á stjórnmálatengslum við Israel og heimilað veru bandarískra her- manna í Malasíu. I ræðu á miðviku- dag staðhæfði hann að flokkur múslima, sem er andvígur tengsl- um við ísrael og Bandaríkin, stæði að baki rógsherferðinni á hendur sér. Búist við stjórnar- skiptum á Nýja-Sjálandi Auckland, Wellington. AFP, Reuters. NÝ-SJÁLENDINGAR greiða á morgun atkvæði í þingkosningum og er búist við því að í kjölfarið verði stjómarskipti í landinu. Atkvæði um 2,5 milljóna kjósenda munu skera úr um hvort ríkisstjóm Þjóðarflokks- ins, sem nú fer með völd í landinu, verði áfram við völd eða að ný stjóm undir forystu Verkamannaflokksins taki við. Skoðanakannanir undan- fama daga benda eindregið til þess að síðari kosturinn verði ofan á. Kannanir benda einnig til þess að smáflokkar til vinstri fái aukið fylgi miðað við í síðustu kosningum. Hvort sem Þjóðarflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn verður ofan á mun sigurvegarinn þurfa að reiða sig á stuðning minni flokka en flest- ar ríkisstjómir í sögu landsins hafa annað hvort verið fjölflokkastjómir eða minnihlutastjórnir eins flokks. Kosningakerfi Nýja-Sjálands er byggt á blöndu af hlutfallskosningu frambjóðenda af landslista og meiri- hlutakosningu í einmenningskjör- dæmum, líkt og tíðkast t.d. í Þýska- landi. Versnandi efnahagur hefur verið eitt helsta mál kosningabaráttunn- ar. Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að hækka skatta á hina best settu en Þjóðarflokkurinn hef- ur lofað skattalækkunum. Helsta vandamálið sem við er að glíma í efnahagslífi landsins er gríðarlegur viðskiptahalli við útlönd og minni hagvöxtur en spáð hefur verið. Clark vinsælli Tvær konur á miðjum aldri hafa sett mestan svip á kosningabarátt- una, Jenny Shipley, núverandi for- sætisráðherra og formaður Þjóðar- flokksins, og Helen Clark, formaður Verkamannaflokksins. Þær eru sagðar afar ólíkar. Shipley þykir hafa hlýlega framkomu, er sögð íhaldssöm og hefur í kosningabar- áttunni lagt áherslu á hefðbundin samfélagsleg gildi eins og fjölskyld- una. Clark er aftur á móti sögð þurr í viðmóti en ákaflega skelegg í um- ræðum. Hún gat sér orð fyrir að vera róttækur vinstrimaður er hún stundaði nám í stjómmálafræði við háskóla í Auckland á áttunda ára- tugnum. Hún er gift en á engin böm og hefur sagt að það sé vegna þess að hún meti persónulegt frelsi sitt of mikils til þess. Samkvæmt skoðana- könnunum em kjósendur hrifnari af Clark og telja hana betur til þess fallna að stýra landinu. Clark settist fyrst á þing í Nýja- Sjálandi árið 1981 en varð ráðherra í ríkisstjóm Davids Lange árið 1987. Það var sú ríkisstjóm sem hóf stór- fellda markaðsvæðingu efnahags- lífsins á Nýja-Sjálandi, sem haldið hefur verið áfram af síðari ríkis- stjómum. Á skömmum tíma breytt- ist Nýja-Sjáland úr því að vera eitt þeima landa í hópi þróaðra ríkja heimsins þar sem reglusetning um atvinnulífið var hvað mest, í að verða mjög opið og sveigjanlegt hagkerfi. Dregið vai’ úr stuðningi ríkisvalds- ins við landbúnað og iðnað og inn- flutningshöft vom afnumin. I kjöl- farið fylgdi svo víðtæk einkavæðing ríkisfyi’irtækja og verkalýðsfélög vora brotin á bak aftur með lögum sem innleiddu einstaklingsbundna vinnustaðasamninga fyrir alla laun- þega. Sjávarútvegsráðherrafundur ESB Breyttar reglur samþykktar Stóru bilaverksmiðjurnar í Bretlandi vara stjðrnvöld við Evran eða brottflutningur London. Daily Telegraph. RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála Evrópusambandsríkjanna náðu á mánudagskvöld samkomulagi um breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins, að því er varðar reglur um endurnýjun skipa og annars búnaðar í atvinnugreininni. Var samþykkt málamiðlunartillaga um málið, en viðræður um lausn ágreinings um það höfðu staðið mánuðum saman. Ef ekki hefði náðst niðurstaða nú hefðu greiðsl- ur í úreldingarkerfi sameiginlegr- ar sjávarútvegsstefnu ESB stöðv- azt. Kalevi Hemila, landbúnaðarráð- herra Finnlands, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráðinu, lagði á fundinum fram málamiðlun- artillöguna, sem var samþykkt með auknum meirihluta atkvæða, ekki einróma eins og áður var regl- an við afgreiðslu slíkra mála í ráðherraráðinu. Bretar og Hol- lendingar greiddu atkvæði á móti. Endurnýjun og fískistofnavernd Reglur um niðurgreiðslur til endurnýjunar búnaðar í sjávarút- vegi ESB miða að tvennu; að stuðla að endurnýjun í greininni, í þágu bættrar samkeppnishæfni, og að halda veiðigetu fiskiskipa- flotans takmarkaðri, í því skyni að vernda fiskistofna. Ágreiningurinn sem lengi hindr- aði samkomulag snerist um úreld- ingan-eglur fiskiskipa. Samkvæmt málamiðlunartillögunni sem sam- þykkt var fæst andvirði úrelds skips, sem nýtt kemur í staðinn fyrir, að fullu gi'eitt úr sjóðum ESB, ef endurnýjunin uppfyllir öll sett markmið „Fjölára-viðmiðun- aráætlunar" (MAGP) sameigin- legu sjávarútvegsstefnunnar. Upp- fylli endurnýjunin hins vegar aðeins meginmarkmið MAGP fæst styrkur fyrir henni samkvæmt stuðlinum 1:1,3. Grænlandsloðnukvóti minnkaður Meðal annarra mála sem sam- þykkt voru á ráðherrafundinum var breyting á tilskipun um loðnu- veiðar í grænlenzkri lögsögu. Fel- ur breytingin í sér aðlögun kvóta ESB að heildarlækkun loðnukvót- ans á svæðinu. Heildarkvótinn hef- ur verið lækkaður úr 1.420.000 tonnum í 1.285.000 tonn, sem veld- ur því að kvótþ ESB minnkar í 98.945 tonn, en íslendingar, Fær- eyingar og Norðmenn veiða 50.000 tonn úr þeim kvóta. FORSVARSMENN helstu bif- reiðaframleiðenda í Bretlandi hafa hótað að flytja starfsemina úr landi gerist Bretar ekki aðilar að Evrópska myntbandalaginu eða hinum sameiginlega gjaldmiðli, evr- unni. Meðal þessara fyrirtækja eru Rover, sem nú er í eigu BMW í Þýskalandi, Fiat og Ford. Hafa þau varað Tony Blair forsætisráðhen'a við og segja, að öll fjárfesting þeirra í Bretlandi verði tekin til endur- skoðunar dragi stjórnin það á lang- inn að taka upp evruna. Segja tals- mennirnir, að standi Bretar fyrir utan myntbandalagið muni það stórskaða samkeppnisgetu fyrir- tækjanna. Talsmaður Rovers sagði, að 70% af útflutningi fyrirtækisins færu til annarra Evrópulanda og tækju Bretar ekki upp evruna, væri besti kosturinn að flytja verksmiðjumar til meginlandsins. Hjá Rover í Bret- landi starfa nú 30.000 manns. Massimo Carello, forstjóri Fiat í Bretlandi, sagði það sama og minnti á, að Evrópa væri heimamarkaður fyrirtækisins og Jacques Nasser, forstjóri Ford í Bretlandi, sagði, að fyrirtækið hefði fjárfest í landinu í þeirri vissu, að Bretar yrðu aðilar að myntbandalaginu. Hjá Ford f Bretlandi starfa nú 28.000 manns og á útflutningsmörkuðunum starfa að auki 100.000 manns vegna bresku fjárfestingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.