Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 32

Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Þú kaupir e/nar Weipper gailabuxur kr. 2A95 og færð ...þúkaupir einar Wagoner gallabuxur kr. 1.995 og jg færð aðrar m bæti. Buxurnar sem fást í kaupbæti eru i sama lit og sömu stærð og buxurnar sem greitt er fyrir. Tilboððgildir til sunnudags HAGKAUP ilil Meira úrval - betri kaup LISTIR Gunnar Örn. Örveru verk, olía á léreft, 1999. Ljósmynd/BragiÁsgeirsson Hátíðar- sýning’ MYNDLIST Pakkhúsið — Höfn í H o r n a f i r ð i MYNDVERK SVAVAR GUÐNASON GUNNAR ÖRN Opin helgina 27.-28. nóvember. Aðgangur ókeypis. FÖSTUDAGINN átjánda nóv- ember hefði Svavar Guðnason list- málari orðið níræður og af því til- efni rumskuðu sveitungar hans í Höfn í Homaflrði. Menningarmál- anefnd staðarins, þar sem brim- brjóturinn Inga Jónsdóttir mynd- listai'maður er í fyrirsvari um þessar mundir, hafði gælt við þá hugmynd að fá Gunnar Órn listmál- ara til að velja nokkrar myndir eftir meistarann og sjálfan sig um leið. Vel til fundið að vissu marki, því Gunnar Örn telst einn af sporgöng- umönnum Svavars í listinni, en minna komið við sögu listaskóla og í hópi þeirra sem staðfastast hefur haldið sig við opið og huglægt myndmál. Einn geira úthverfa inn- sæisins, þótt sjálfur sé hann til Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Svavar Guðnason, krítarmynd, óárituð og án ártals. muna hallari að frjálsu hugarflugi og draumum á hlutlægum grunni í margræðum dúkum sínum og smyr þá aukreitis ekki á jafn efniskennd- an hátt, notar jafnframt óspart þau sígildu verkfæri sem Svavar lét gjarnan mæta afgangi. Ennþá far- sælla hefði þó verið að mínu mati að láta þriðja manninn taka þátt í val- inu á verkum Gunnars Arnar. Allt á sér upphaf og þannig gaf til langs tíma vinur og velunnari Svav- ars í Danmörku, Robert Dahlmann Olsen, heimabyggð hans hátt á fjórða tug myndverka fyrir nokkr- um árum. Ekkja listamannsins,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.