Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Stokkið
fram á sviðið
ÞÓRSTEINA Þórs-
dóttir er kennari af
guðs náð, aðferðir
hennar eru út-
hugsaðar - og hún
gefur aldrei gramm
eftir. Tilvera hennar
er í traustum skorð-
um, sama á hverju
dynur, hún er alltaf
ofan á - gerandi í at-
burðarásinni, stolt
og glæsileg. Eða er
ekki svo?
Frá Þórsteinu
þessari greinir í nýj-
ustu skáldsögu
Kristínar Marju
Baldursdóttur, Kul-
ar af degi. En hvaðan kemur þessi
makalausa kona?
„Það var eiginlega einu sinni á
ágústkvöldi, í orðsins fyllstu
merkingu, sennilega 1993, að
dóttir mín fór að segja mér frá
konu sem hún hafði kynnst lítil-
lega. Konu sem hafði skoðun á
öllu - sem er afar sjaldgæft, kon-
ur þora yfirleitt ekki að hafa álit
á öllu - og stóð svo hjartanlega á
sama um álit annarra. Hún bjó
ein. Meira vissi ég eiginlega ekki
um hana," segir Kristín Marja.
Segir hún þessa frökku konu
hafa hcillað sig. „Samt ýtti ég
henni út af borðinu í fyrstu -
veigraði mér við að
skrifa um hana. Hún
barði aftur á móti
stöðugt á og þar kom
að ég gat ekki skorast
Iengur undan.“
- Og þú menntar
hana til kennslu?
„Ætli nærtækasta
skýringin á því sé
ekki sú að ég þekki
þann vígvöll vel,
starfaði um árabil
sem kennari. Samt
var ég ekki viss í upp-
hafi, bæði kemst ég í
uppnám þegar ég
hugsa um skólamál í
dag og svo fannst _mér
ég vera að fara út á hálan ís. Ég
lét þó slag standa og þegar
ákvörðunin lá fyrir varð pers-
ónan fljótlega mjög skýr.“
- Þú gægist sem fyrr inn í sál-
arlíf kvenna?
„Það er fyrst og fremst tilgan-
gurinn. I mínum huga er heimur
kvenna stúdia og ég set í sífellu
fram kenningar um konur. Vel á
minnst, má ég koma nýjustu
kenningu minni á framfæri?"
- Endilega!
_ „Ég lít á heiminn sem leikhús.
Á lciksviðinu standa karlarnir,
leika og láta ljós sitt skína, taka
við lófaklappi áhorfenda. Baksv-
Kristín Marja
Baldursdóttir
iðs eru konurnar, búa til leik-
muni, sauma búninga, farða leik-
endur og hella upp á könnuna.
Það er yfirleitt miklu meira fjör
hjá þeim - hlegið, flissað og grín
gert að náunganum. Samheldnin
ríkir.
Svo tekur ein konan upp á því
að stökkva fram á sviðið, hinum
til lítillar ánægju. Auðvitað lang-
ar þær allar að gera þetta en þora
ekki. Þær eru alltaf að gera öðr-
um til hæfis og vilja ekki styggja
hver aðra. Fyrir vikið mætir sú
sem stekkur fram á sviðið mikilli
mótstöðu hinna kvennanna og
það er ekki fyrr en hún hefur
sannað sig að hún er tekin í sátt.
Þórsteina er dæmi um svona
konu. Hún tekur stökkið í þeim
skilningi að hún hugsar ekki og
framkvæmir ekki eins og ráð er
fyrir gert af konu.“
- Samt mótar hún sína eigin
veröld?
„Af því að hin veröldin er ekki
nógu fáguð fyrir hana.“
- Það er gömul saga og ný að
karlar skrifi bækur um konur.
Hvað finnst þér um það?
„Það þekkja allir karlar konur
utanfrá en ég hef alltaf haldið að
þeir þekktu ekki þennan innri
heim - konur eiga sér allt aðra
sögu en karlar. Og sagan hefur
mótað þær. Sjálf á ég fullt í fangi
með að skilja konur. Ég get því
ekki annað en dáðst að þessum
mönnum."
- Má álykta sem svo að þú
skrifir öðrum þræði til að hvetja
konur til dáða og jafnvel kenna
körluni ofurlitla lexíu í leiðinni?
„ Af hverju ekki? Er það ekki
tilgangurinn, að hafa áhrif á ann-
að fólk? Rithöfundurinn á að
mínu mati jöfnum höndum að
geta skrifað um þjóðfélagið og
fegurð ijallauna. Vitaskuld vona
ég að Þórsteina hristi upp í ein-
hverjum - hún hristir upp í mér.
Mig hefur alltaf dreymt um að
hafa skoðun á öllu og hafa ekki
áhyggjur af annarra manna áliti.“
Franski elskhuginn frá
Marseilles var mættur.
Hann kyssti mig í þrí-
gang á vangann svosem
Frakka er siður, beið eitt andartak
meðan við horfðumst í augu, tók
svo karlmannlega um lendar mér
með lausu höndinni og þrýsti mér
að sér.
Kvenfólkið ofan af íslandi stundi
í bílnum.
Tilvist hins franska þótti þar
með fullsönnuð. I kjölfar hins
dramatíska augnabliks fór fram
sýnikennsla í framkomu franskra
heiðursmanna, elskhuginn aðstoð-
aði kennslukonurnar við að komast
út úr farartækinu og kyssti á hönd
hverrar og einnar um leið og þær
voru kynntar. Athöfnin minnti á
hirðsiði í tíð Loðvíks fjórtánda.
Nóttinni eyddi svo sólkonungurinn
með hirðmeyjum sínum í glaumi og
gleði Parísarborgar. Undir morg-
un skildu leiðir, elskendur hurfu til
herbergja sinna en ölvaðar og
kjaftforar kennslukonur leituðu
sér að stað þar sem þær gátu feng-
ið koníak með morgunkaffinu. Að
sjálfsögðu langaði mig meira í
morgunkaffið með kerlingunum en
að hverfa upp á herbergi í miðju
fjöri. En það var óhjákvæmilegt,
ég varð að launa vininum fram-
úrskarandi móttökur.
tír Kular af degi.
„Da da da
dam!...“
BÆKUR
llnjrl ingasaga
LEIÐARVÍSIR PUTTA-
FERÐALANGS UM VET-
RARBRAUTINA
eftir Douglas Adams. Þýðing: Kri-
stján Kristmannsson. tímbrot og
útlit: Sigurþór Jakobsson. Teikning
á kápu: Brian Pilkington:_Prentun:
Prentsmiðjan Viðey ehf. títgefandi:
títgáfan Bjarg 1999 - 183 sfður.
ER ég sá snilldarteikningu Bri-
ans á kápu og las líka, að BBC
(Radio 4) hefði keypt flutningsrétt
efnis, þótti mér einsýnt, að eg væri
með frábæra bók í höndum. Það
telja líka milljónirnar mörgu í
Bretlandi, Bandaríkjunum, Astra-
líu, Þýzkalandi og Svíþjóð, sem
hugfangnar eru sagðar liggja yfir
bókum höfundar. Eg hóf því lest-
urinn glaður og sæll. Og ekki brást
það, að hér var þetta allt sem
skemmtanaiðnaðurinn hampar í
dag: Heimsendi, úr skjóðu sér-
trúarhópa, veifað. Jörð og allt líf
splundrast við árekstur gulra efn-
isbrota utan úr geimnum. Ekki allt
líf þó, því Ford Perfect og Arthur
Dent komast í geimskipið Gull-
hjartað, þar sem tvíhöfðinn Zap-
hod og Trillian hans ráða ríkjum.
„Gerist nú allt brjálæðislega flók-
ið,“ því lesandinn er ekki aðeins
kominn á hraðferð um hnattahyl-
inn, heldur lentur líka í hringiðu
tækniundra tölvualdar. Höfundur
hrærir í af slíkum jötunmóð, að
lesandinn reynir ekki að standa,
heldur hendir sér niður og grípur
dauðahaldi í sjálfan sig. Er hann
æpir á hjálp, þá öskra ausufaldarn-
ir við eyra hans, að ráðning lífsgát-
unnar felist í tölunni 42. Vélar tala;
verur arka um á mörgum fótum, -
marghentar og marghöfða. Ekkert
af þessu er nýtt, því ekki einu sinni
frumlegt utan þess að vera lýst „...
með yndislegum hryllingi“. Arthur
kemst að því, með hjálp Slartibar-
tfasts, að verið er að gera nýja jörð
sjö og hálfri milljónum ára eftir
tortíminguna miklu. Dómsdags,
hér „Svardags" hefir mannkyn
beðið lengi, og lýst á margan veg.
Eg dáist að dugnaði þýðandans, -
það þarf kunnáttu og sjálfsaga til
að ljúka slíku verki, skila því á svo
skiljanlegu máli sem hér er gert.
Er eg hugsa til milljónanna allra
sem telja Douglas Adams meðal
merkustu hugsuða, og jafnvel
Disney-kvikmyndafyrirtækið sér
sölumynd í söguþræði, þá þori eg
ekki fyrir mitt auma líf að leika
barnið í ævintýrinu Nýju fötin
keisarans. Við, þú og ég, skulum
því láta sem við skiljum vel heiti
þessara þanka minna. Gerum við
það ekki teljumst við sjálfsagt til
kynslóðar, sem er „... þjáð af bráðu
tilfelli af forvitnisskorti“, hvítar
„mýs“ forði okkur frá því. Prent-
verk er vel unnið.
Sig. Haukur
Nýjar bækur
• LEIKIR og létt gaman - Leikir
fyrir barna- og æskulýðsstarf,
skóla og heimili er eftir Hreiðar
Orn Stefánsson.
I fréttatilkynningu segir m.a.
„I starfi með börnum og ungl-
ingum eru leikii' mikilvægur þátt-
ur í hópeflingu og kennslu. í nú-
tímaþjóðfélagi sem einkennist af
hraða og mötun efnis er það því
enn nauðsynlegra að kenna böm-
um, unglingum og uppalendum
leiki.“
I bókinni eru um 140 leikir sem
eru flokkaðir í þrá efnisflokka:
Isbrjóta, hópleiki og einstakl-
ingsleiki íyrir minni hópa.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Bókin er 75 bls. Skerpla annaðist
hönnun og umbrot en Steindór-
sprent - Gutenberg prentaði.
• GULLIÐ í
höfðinu er önn-
ur skáldsaga
Diddu.
í fréttatil-
kynningu segir
m.a.: „Hún er
alltaf róleg. Hún
heitir Katla og
er vistmaður á
geðdeild í
talar ekki, hefur
ekki sagt neitt í langan tíma en
segir okkur sögu sína. Kötlu vant-
ar svar við einni spurningu og
verður að reiða sig á gullið í höfð-
inu til að finna það og skilja.
Árið 1997 kom út bókin Erta,
frásögn í dagbókarformi, en
tveimur árum fyrr kom út ljóða-
bókin Lastafans og lausar skrúf-
ur. _
Útgefandi er Forlagið. Bókin
er 159 bls. prentuð í Grafík.
Kápuhönnun: Jón Asgeir í Aðal-
dal. Verð: 3.680 kr.
Verð: 1.980 kr.
Didda
Reykjavík. Hún
• ÆVINTÝRIÐ um himneska
tréð er barnabók eftir Mary Josl-
in í þýðingu Hreins S. Hjartar-
sonar. I fréttatilkynningu segir
að bókin sé um umhverfisvernd;
sköpun, eyðileggingu og upp-
byggingu. Bókin er prýdd lit-
myndum listamannsins Meilo So
sem undirstrika þann boðskap að
hver og einn getur haft áhrif á
umhverfið og spornað við eyðileg-
gingu og auðn.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan,
útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bók-
in er 26 bls. þýddi bókina. Um-
brot annaðist Skerpla ehf. Verð:
990 kr.
Merkisverk
BÆKUR
H e i in s p e k i
FRUMSPEKIN I
eftir Aristúteles. 1999. Hið íslenzka
búkmenntafélag, Reykjavík. 103
bls.
EF einhver rit eiga tilkall til þess
að vera nefnd klassísk eru það verk
forn-grísku heimspekinganna Pla-
tóns og Aristótelesar. Ef eitthvert
rit Aristótelesar telst vera grund-
vallarrit þá er það Frumspekin sem
svo hefur verið nefnd á íslenzku.
Nú er hún komin út á íslenzku og
hljóta að teljast nokkur tíðindi.
Það er raunar einvörðungu fyrsti
kafli Frumspekinnar sem kemur út
á bók á íslenzku nú. Það er ekki
einsdæmi að gefa einungis út fyrsta
kaflann sérstaklega heldur tíðkast
það orðið nokkuð enda er Frum-
spekin öll umfangsmikil bók og
ekki einföld til lesturs og skilnings.
Aristóteles vann skipulega úr
þeirri fræðahefð sem hafði mótazt í
Grikklandi til forna. Hann var einn
glæsilegasti vísindamaður fornal-
darinnar allrar og iðkaði flestar
greinar vísinda, til dæmis líffræði.
En hann er að líkindum merkastur
fyrir heimspeki sína og virðist þá
sama hvar borið er niður. Þar er
hvert verkið öðru glæsilegra. í
sumum þeirra tókst honum að búa
til heilar fræðigi'einar eins og rök-
fræði sem hafa verið iðkaðar æ síð-
an. Þótt menn lesi vísindaleg verk
hans einungis vegna sögulegs mik-
ilvægis þeirra nú á dögum þá gildir
ekki það sama um heimspekilegu
verkin. Þau halda gildi sínu enn og
þau eru enn lesin vegna rakanna og
niðurstaðnanna sem finna má í
þeim. Svo að ég nefni eitt dæmi þá
er ein áhrifamikil kenning í sam-
tíma siðfræði dyggðafræði sem er
beinlínis byggð á kenningu Arist-
ótelesar um siðferði. Það hafa orðið
miklar framfarir í rökfræði síðustu
eitt hundrað árin en sú grein hafði
þá ekki breytzt í höfuðatriðum frá
því Aristóteles mótaði hana fyrir
rúmum tvö þúsund árum. Það er
enn þess virði að lesa verk Arist-
ótelesar um rökfræði.
Frumspekin er nokkuð sérstök
grein heimspekilegra fræða. Hún
fæst ekki við að lýsa, skilja eða
greina tiltekna hluti eða tiltekna
gerð hluta heldur fæst hún við að
greina almennt hvað það merkir að
hlutir séu til, að hugsa um hluti sem
veru svo að notað sé það orðalag
sem sjá má í formála bókarinnar.
Fyrir almenna lesendur segir þessi
lýsing sennilega fremur lítið. Þetta
mætti orða með öðrum hætti og
segja að frumspeki fjallaði um al-
mennustu skilyrði þess að hlutir
séu til. Nefna mætti þrjú dæmi.
Það gildir um hvern hlut að hann er
einn en ekki ekki eitthvað tvennt.
Það er rétt að taka eftir að auðvitað
á það við um nánast alla þekkta
hluti að þeim má skipta í fleiri en
einn hluta. Stóll til dæmis hefur
setu, bak og fætur. En það er ein-
ungis þegar þetta þrennt kemur
saman að við tölum um stól og hver
stóll verður að vera einn afmarkað-
ur hlutur. Annað dæmið er að hver
hlutur er hann sjálfur og ekki eitt-
hvað annað. Þetta eru eins augljós
sannindi og möguleg eru því þau
segja ekkert annað en að borð er
borð og ekki eitthvað annað, stóll er
stóll og ekki eitthvað annað. Þriðja
dæmið er að hver einstakur hlutur
er ólíkur öðrum að einhverju leyti
en líkur þeim að öðru. Hver ein-
stakur þorskur er sérstakur en um
leið líkur öllum öðrum þorskum.
Þetta eru dæmi um viðfangsefni
frumspeki en Aristóteles hafði
flókna kenningu um hvert væri við-
fangsefni frumspekinnar.
Aristóteles rekur þær
kenningar sem fyrir-
rennarar hans höfðu um
eðli og uppruna heims-
ins. En viðfangsefni
hans er dæmigert frum-
spekilegt viðfangsefni:
frumorsakir allra hluta.
Aristóteles rekur skoð-
anir fyrri fræðimanna
og fínnur á þeim veik-
leika og hafnar þeim.
Flestar þessar skoðanir
. eða kenningar eru
nokkuð framandlegar
fyrir nútímafólk. En
forvitnilegust eru rök
Aristótelesar gegn
frummyndakenningu Platóns sem
lesa má á þessum síðum en þau eru
bæði skarpleg og markviss. Kenn-
ing Aristótelesar um frumorsakir
er fjórskipt. Hann telur að þegar
grannt sé skoðað megi greina allar
orsakir í fernt: formlega orsök, til-
gangsorsök, efnislega orsök og af-
lvakaorsök eins og það er orðað í
formálanum (bls. 11). Það er ekki
ástæða í stuttum ritdómi að lýsa
þessari greiningu á orsökum en
þessi fjórskipting orsaka er ein af
frægustu kenningum Aristótelesar.
Þýðingin á þessum fyi’sta kafla
Frumspekinnar hefur tekizt vel.
Textinn er alls staðar læsilegur og
það er ekkert verið að einfalda
hann eða draga úr framandleikan-
um. Inngangurinn er prýðilega
heppnaður, þar er
dreginn saman
nokkur fróðleikur
um Frumspekina í
heild og um frum-
speki sem fræðig-
rein. Svavar Hrafn
Svavarsson þýðir og
ritar inngang og hef-
ur skilað því verki
vel og skilmerkilega.
Það má spyrja sig
af hverju ástæða sé
að reyna að skilja
verk eins og Frum-
speki Aristótelesar á
íslenzku. Þegar
spurt er þannig geta
menn átt við það hvort yfirleitt er
nokkur ástæða til að reyna að skilja
verk á borð við Frumspekina. Svar-
ið við því er að sjaldan hefur verið
skyggnzt jafn skarplega um á
þessu fræðasviði og í þessari bók
Aristótelesar. A hinn bóginn geta
menn átt við af hverju að glíma við
svona verk á íslenzku, af hverju yf-
irleitt að þýða svona verk. Svarið
við því er að íslenzkan þarf að
þróast í glímu við hina vestrænu
hugsunarhefð. Það er nauðsynlegt
til að hún verði þjált tæki til að orða
rökhugsun. Ef mönnum þykir rök-
hugsun nokkurs verð hljóta þeir að
sjá mikilvægi útgáfu Frumspeki
Aristótelesar á íslenzku.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Aristóteles