Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ ________FRETTIR_____________ Persónuvernd tekur við verkefnum Tölvunefndar * Utvarpsráð Rúnar hlaut flest atkvæði KOSIÐ var í útvarpsráði í gær um veitingu stöðu dagskrárstjóra inn- lendrar dagskrár. Rúnar Gunnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, fékk fjögur atkvæði og Lárus Ýmir Oskarsson kvikmyndagerðarmaður þrjú. Útvarpsráð er umsagnaraðili um stöðuna, en endanleg ráðning er í höndum Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Sigurður Valgeirsson hefur gegnt stöðunni. NÝ SJÁLFSTÆÐ stofnun, Pers- ónuvernd, tekur við störfum Tölvu- nefndar samkvæmt stjórnarfrum- varpi til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Með því á að auka sjálfstæði eftirlits- aðilans. Frumvarpið er byggt á starfi nefndar sem dómsmálaráðheiTa fól að endurskoða lögin um skráningu og meðferð persónuupplýsinga vegna gildistöku nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins. Að áliti nefnd- arinnar leiðir tilskipunin til þess að gera þarf miklar breytingar á ís- lenskum rétti um meðferð persónu- upplýsinga og þykir hagkvæmara að semja frá grunni frumvarp til nýrra laga en að leggja til breytingar á einstökum ákvæðum gildandi laga. í frumvarpinu er lagt til að dregið verði úr fyrirbyggjandi ráðstöfun- um, það er að segja leyfisveitingum, en þess í stað mælt fyrir um skyldu til að tilkynna ákveðnar tegundir vinnslu persónuupplýsinga. Einnig er mælt fyrir um að þeir sem vinna með persónuupplýsingar skuli tryggja öryggi við vinnsluna og gæði upplýsinga og Persónuvernd er veitt heimild til að stöðva ólög- mæta vinnslu og beita öðrum úr- ræðum. Fram kemur i greinargerð með frumvarpinu að réttindi hins skráða eru stórlega aukin. Er það gert með því að þeim sem skráninguna annast er að eigin fi-umkvæði gert skylt að veita hinum skráða ýmiskonar fræðslu, hinum skráða eru veitt aukin réttindi sem hann verður sjálfur að hafa frumkvæði að því að nýta sér og með því að Persónu- vernd er gert skylt að halda skrá yfir vinnslu sem henni er tilkynnt um og hafa hana aðgengilega íyrir almenning. Morgunblaðið/Sigríður Dögg Harður árekstur við Þrengslaveg HARÐUR árekstur þriggja bif- reiða varð á mótum Þrengslaveg- ar og Suðurlandsvegar á þriðja tímanum í gær. Tildrög slyssins voru þau að bifreið var ekið frá Þrengslavegi út á Suðurlandsveg og í veg fyrir tvær bifreiðar sem báðar voru á leið til Reykjavíkur, samkvæmt, upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi. Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild, en hvorugur þeirra slasaðist alvarlega og höfðu báðir verið útskrifaðir í gær- kvöldi, að sögn læknis á slysadeild. INTER kænr vegna ókeypis netþjónustu FÉLAG endursöluaðila á internet- þjónustu, INTER, hefur kært Islandsbanka, Islandssíma, Lands- símann, Búnaðarbanka og Lands- banka til samkeppnisyfirvalda fyrir að bjóða ókeypis netþjónustu. Það er mat INTER að símafélög- in og bankarnir hafi brotið gegn markmiðum og ákvæðum sam- keppnislaga með boðum um ókeyp- is netþjónustu. Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður INTER, segir takmark- aðan skilning ríkja á nettilboðum bankanna. „Það virðist enginn gera sér grein fyrir að lénin sem bjóða fría þjónustu eru öll í eigu bank- anna. En með því eru bankar að brjóta lög um rekstur og starfsemi sína, því þeim er ekki heimilt að veita aðra þjónustu en tilgreind er í lögum um starfsemi banka og sparisjóða," segir Guðmundur. Athygli fjármálaeftirlitsins vakin INTER mun senda fjármálaeftir- litinu erindi þar sem vakin verður athygli á að bankarnir brjóti gegn lögum. „Ég tel bankana vera komna út á hálan ís hér og það er mitt mat að þeir séu ekki að fara eftir þeim lögum sem gilda um rekstur þeirra.“ Þjónusta símafyrirtækjanna er að því er Guðmundur segir bundin við tvo þætti, upphringiþjónustu og aðgang að vefpósti. En upphringi- þjónustuna segir hann vera rekstr- arlega undirstöðu netþjónustunnar og sá þáttur sem skili hvað mestum tekjum, þó það sé um leið bara hluti þeirrar þjónustu sem internetþjón- ustuaðilar bjóði upp á. í fréttatilkynningu INTER er bent á að internetþjónustuaðilar þurfa að kaupa bandvídd eða teng- ingar við internetgáttir af Lands- símanum, Islandssíma eða Intís. Þetta sé stærsti útgjaldaliður fyrir- tækjanna og því ljóst að internet- þjónustuaðilar geti ekki boðið ókeypis netþjónustu meðan þeir greiði símafyrirtækjum fyrir þessa þjónustu. INTER hefur óskað eftir skjót- um viðbrögðum Samkeppnisstofn- unar við kæru sinni. „Við óskuðum eftir bráðabirgðaúrskurði strax og eigi síðar en 23. desember og ég vona það svo sannarlega að málið verði afgreitt innan þess tíma,“ seg- ir Guðmundur. Siðanefnd lækna úrskurðar um kæru á hendur Högna Óskarssyni lækni Ekki talinn hafa brotið siða- reglur lækna Alitaefni hvort læknir eigi að vinna slíkt verk SIÐANEFND Læknafélags íslands telur að Högni Oskarsson læknir hafi ekki gerst brotlegur við siða- reglur lækna þegar hann lagði mat á skýrslu sálfræðings, sem lögð hafði verið fram í dómsmáli Hæstaréttar, um hvort kærandi í dómsmálinu væri haldinn áfallastreitu. Kærandi í dómsmálinu taldi Högna Oskarsson hafa gerst brot- legan við siðareglur lækna með skýrslu sinni þar sem hann hafði haft ákærða í dómsmálinu til meðferðar. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og verjandi ákærða í dómsmálinu, hafði óskað eftir fyrr- nefndu áliti Högna á sálfræðiálitinu. Sif Konráðsdóttir, héraðsdóms- lögmaður og lögmaður kæranda, óskaði eftir úrskurði siðanefndar fyrir hönd skjólstæðings síns þann 17. nóvember sl. vegna skýrslu Högna, þar sem skýrsla hans í þessu tilviki hefði brotið gegn siðareglum lækna. Ekki brotlegur í úrskurðarorðum siðanefndar segir að Högni Óskarsson læknir hafi ekki gerst brotlegur við siða- reglur lækna í tengslum við gerð of- angreindrar skýrslu. I úrskurðinum segir: „í þessu tilviki er það álitaefni hvort það hafí verið brot á siðaregl- um lækna að vinna verk þetta þar sem ákærði hafði verið sjúklingur læknisins. Nefndin telur að þau tengsl sem voru með lækninum og ákærða í málinu vegna þess að ákærði hafði verið sjúklingur læknis- ins útiloki ekki að læknirinn hafi mátt veita verjanda hans þá aðstoð á sérfræðisviði sínu sem um var beðið. Telur nefndin að gagnstæð niður- staða þrengi kosti ákærðs manns við vörn sína í sakamáli og feli í sér of þrönga takmörkun á heimild læknis til að tjá sig í faglegum efnum. Þess ber þó að gæta hér að slík tengsl kunna að sjálfsögðu að hafa áhrif á mat á því hversu hlutlæg slík skýrsla er.“ I úrskurðinum segir jafnframt að það sé álitaefni hvort læknir eigi að vinna verk af þessu tagi vegna þess að tengsl hans við sjúkling gefi til- efni til að draga hlutlægni hans í efa og rýra þannig gildi slíkrar skýrslu. Það sé álit nefndarinnar hvað þetta snertir að það sé mat sjúklings og læknis hversu með skuli fara en ekki brot á siðareglum lækna að gera slíka skýrslu. Úrskurðurinn kom ekki á óvart Högni Óskarsson læknir segh’ að úrskurðurinn sé í samræmi við það semhann hafði gert sér vonir um: „Úrskurður siðanefndar kemur mér alls ekki á óvart. Ég hafði kynnt mér kæruatriði mjög vel og þar var ekkert sem mér fannst ástæða til að hafa áhyggjur af, enda hafði ég siða- reglur lækna alltaf í huga þegar ég vann að álitsgerðinni sem var ástæða kærunnar," segir Högni Óskarsson. Ekki náðist í Sif Konráðsdóttur héraðsdómslögmann vegna málsins í gær. I siðanefnd lækna áttu sæti að þessu sinni Allan V. Magnússon, for- maður, Ásgeir B. Ellertsson og Run- ólfur Pálsson. Sérblöð í dag m wmm 4 ► í Verinu í dag er greint frá veiðarfæratilraunum í Hirtshals, niikilli útflutningsaukningu í Kanada og spjall- að við trillukarla og fiskverkendur. Afhending hafrann- sóknaskipsins tefst enn og síld er farin að veiðast í nót. m Helgi Sigurðsson er hákarlinn /C1 Eiður Smári skoraði glæsimark C/3 Fylgstu með nýjustu fréttum D www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.