Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR William M. Arkin skrifar enn um kíarnorkuvopnaáætlanir Bandaríkjanna og fslands WILLIAM M. Arkin skrifar grein í nýjasta hefti tímaritsins The Bulletin of the Atomic Scientists þar sem um helgina kom fram að Bandaríkjamenn hefðu geymt kjarnorkuvopn á japönsku eyjunum Chichi Jima og Iwo Jima og heldur því fram að margt sé enn óvit- að um kjarnorkuáætlanir í kalda stríðinu. Hann bætir við að sagn- fræðingar hafi „vart gárað yiirborðið á þátttöku íslands" í þeim áætlunum enn dregur ekki fram nýjar upplýs- ingar til stuðnings máli sínu. Arkin gengst í greininni, sem nefnist „Island bráðnar“, við því að hafa haft rangt fyrir sér í grein, sem birtist í nóvember/desemberhefti tímaritsins um að kjarnorkuvppnum hafi verið komið fyrir á laun á íslandi og sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þar hefði verið um að ræða heiðarleg mistök. „Ég hef áður haft rangt fyrir mér um ísland," skrifar Arkin. „En það er tæplega búið að segja síðasta orð- ið í sögubókinni um þetta NATO-ríki og Bandaríkjastjórn, sem lagði sig fram um að hafna niðurstöðu okkar, á enn eftir að skýra margt.“ Græningi í útvarpsviðtali Arkin rekur í gi-eininni tilraunir sínar til að komast að því hvort kjarnorkuvopn hafi verið geymd á Islandi. Hann hafi fyrsta sinni komið fram sem „sérfræðingur um kjarn- orkumál" í viðtali við Ríkisútvarpið í maí árið 1980 og þá hafi ísland verið umræðuefnið. Þá hafði verið lögð fram tillaga á Alþingi um að banna með lögum ílutning og geymslu kjarnorkuvopna á Islandi og í ís- lenskri land- og lofthelgi. Arkin segir að Upplýsingamiðstöðin um vamar- mál (Center for Defense Informat- ion) þar sem hann vann þá hefði bent á það árið 1975 að kjarnorkuvopn hefðu verið geymd á Islandi og nú hefði útvarpið viljað fá nýtt mat. „Ég var alger græningi og ákvað að leita nýrra upplýsinga til að stað- festa þennan þráláta orðróm,“ skrif- ar Arkin og rifjar upp að í einni skrif- stofu bandaríska varnai-málaráðu- neytisins, þar sem geymd voru gögn um herstöðvar erlendis þannig að hermenn gætu kynnt sér væntan- lega dvalarstaði, hefði hann fundið bæklinginn „Velkominn um borð“, sem fjallaði um varnarliðsstöðina í Keflavík. Þar hefði staðið að öryggis- gæsla hjá varnarliðinu væri í sam- ræmi við ákvæði fyrirmæla yfir- manns aðgerða hjá sjóhernum (OPNAVINST C5510.83B) um að- gerðir til að bregðast við á hættu- stund. Við nánari eftirgrennslan komst Arkin að því að OPNAVINST C5510.83B átti við um „Öryggisleið- beiningar sjóhersins um kjarnorku- vopn“. Arkin skrifar að þetta hafi ekki verið afgerandi sönnunargagn, en farið nálægt því og viðtalið hafi - svo vitnað sé í skeyti frá bandariska ut- anríkisráðuneytinu, sem leyndarhul- unni hefur verið svipt af - valdið miklu uppnámi á Islandi. I viðtalinu við Morgunblaðið sagði hann að í þessu máli hefði hann haft rangt fyr- ir sér. Fjórum árum síðar kveðst Arkin hafa náð sér í leyniskjal úr Hvíta húsinu, sem dagsett var 7. október 1974. Þama hafi verið um að ræða minnisblað um ákvörðun þjóðarör- yggisráðsins númerað 274 með titlin- um „Heimild til að koma fjrir kjarn- orkuvopnum á íjárlagaárinu 1975“. Undir þetta skjal ritaði Henry Kiss- inger, þáverandi þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjaforseta, og var skjalið ætlað Richard Nixon forseta. Þar var leyfi forseta gefið til að koma fyrir birgðum af kjarnorkuvopnum um heim allan. fsland æpti af síðunni „I viðauka C við minnisblaðið var listi yfir „skilyrta staðsetningu", það er staði þar sem koma mátti fyrir kjarnorkuvopnum á stríðstímum en ekki friðartímum,“ skrifar Arkin. „Island æpti á mann af síðunni." Arkin kveðst í febrúar 1985 hafa látið Leslie Gelb, þáverandi blaða- mann The New York Times, hafa SagTifræðingar hafa vart gárað yfírborðið Segir sannað að George Shultz hafi logið að íslenskum stjórnvöldum um kjarnorkuáætlanir árið 1985 Fræðimaðurinn William M. Arkin hefur þráfaldlega komið við sögu þegar fjallað hefur verið um spurninguna um hvort kjarnorkuvopn hafí verið geymd á Islandi. Nú síðast kom í ljós að hann hafði haft rangt fyrir sér í grein, sem birtist í október, en í grein, sem birtist um helgina, segir hann að enn sé ekki allt komið í ljós í þessu máli. Karl Blöndal ræddi við hann. skjalið, sem hann not- aði í frétt þess efnis að stjórnir Kanada, Is- lands, Bermúda, Portú- gals og Filippseyja hefðu ekki vitað af áætlununum um að koma vopnunum fyrir. Áhrifin hefðu ekki látið á sér standa um allan heim og ríkisstjórnir hefðu krafist skýringa. „Og hvílík skýring barst íslendingum," skrifar hann. „14. mars 1985 höfðu George Shultz utanríkisráð- herra og Riehard Burt aðstoðarutanríkisráðherra óvænta viðkomu í Reykjavík á leið frá útför Konstantíns Tsjernenkós Sovétleið- toga. Burt sagði að „Bandaríkjafor- seti hefði aldrei samþykkt" áætlun- ina um að koma kjarnavopnunum fyrir. Hann kallaði skjalið „fræðilegt dæmi samið af mönnum án heimild- ar“ og sagði að það væri ekkert, sem segja þyrfti íslendingum um málið.“ Burt og Shultz sögðu ekki sannleikann Arkin heldur því fram í greininni að nú sé komið fram að Shultz og Burt hafi ekki sagt sannleikann þeg- ar þeir komu til íslands 1985. Það hafi komið í ljós á þessu ári þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét lista yfir tilskipanir frá forsetatíð Harrys Trumans til okkar daga og þar á meðal fylgdi „óafvitandi“ [orðalag Arkins] sönnun um að Shultz og Burt hefðu logið á íslandi. Á listanum frá tíð Richards Nixons sé minnisblað þjóðaröryggisráðsins númer 274 - sami titill og sama dag- setning og var á skjalinu, sem stjórn Reagans gerði sér far um að gera lít- iðúr. „Það má vera að kjarnorkuvopn- um hafi aldrei verið komið fyrir á Is- landi, en að öllu öðru leyti var eyríkið snar þáttur í kjarnavopnaáætlunum varnarmálaráðuneytisins um heim allan meðan á kalda stríðinu stóð,“ skrifar Arkin. Fjallaði ekki um ísland eingöngu En hvers vegna var þetta mál ekki nefnt í fyrri greininni, fyrst það er svo mikilvægt og Island var sérstak- lega tekið út bæði í umfjöllun banda- rískra fjölmiðla á borð við Washing- ton Post og sjálfri greininni í Bulletin of the Atomic Scientistsl Arkin sagði í samtalinu við Morgunblaðið að fyrri greinin hefðþ í raun ekki verið um ís- land, heldur hafi verið um að ræða nokkrar málsgreinar í yftr- gripsmiklu yfirhti. „Ég veit að íslend- ingar vilja geta litið syo á að allt snúist um ís- land og ég veit að [ís- lenska] stjórnin hafði sérstaka ánægju af að beina spjótum sínum að mér, en vísbending- arnar um ísland voru í raun frekar lítill þáttur í því, sem við vorum að skrifa, og við fjölluðum ekki rækilega um neitt landanna. Eftir að gr-einin birtist gekk síðan það mikið á að ég var ekki sérstaklega spurður hvort eitthvað meira hefði búið að baki niðurstöðu minni. Ég sat því ekki á þessu, held- ur er hér um að ræða stórvægilegt misræmi, sem sýnir að bandan'sk stjórnvöld eru fær um að ljúga." Hann sagði að í öðru lagi hefðu bandarísk stjórnvöld gerí ljóst að Island væri ekki landið, sem tilgreint væri í viðauka B í lista varnarmála- ráðuneytisins, sem grein þremenn- inganna fjallaði um, en þau hefðu ekki lýst yfir því að kjarnorkuvopn- um hefði aldrei verið komið fyrir á Islandi. Herinn tók ákvarðanir án þess að allir vissu „Eitt af því, sem við höfum lært af þessu máli, er að í tilfellum á borð við Kúbu, Bermúda, Azoreyjar og Japan er ljóst að sérstaklega á sjötta og sjöunda áratugnum greip herinn oft til ráðstafana með kjarnorkuvopn, einkum þegar hætta þótti á ferðum, án þess að pólitísk yfiivöld hefðu fulla stjórn á því, sem var að gerast. Þetta á sérstaklega við um flug- og sjóherinn.“ Hann sagði að svo virtist sem enn væri a.m.k. tveimur spurningum ósvarað: „Annað er atvikið 1985 [þegar George Shultz og Richard Burt komu til íslands] og hitt er að á ýmsum tímapunktum í sögunni hef- ur herinn gripið til aðgerða í neyðar- ástandi eða á stríðstímum án þess að við höfum vitað af því eða það hafi verið með vitund æðstu manna.“ Hann kvaðst eiga við þetta tvennt þegar hann segði í grein sinni að ekki væri allt komið í ljós varðandi þátt Islands í kjarnorkuáætlunum William M. Arkin Bandaríkjamanna,_ en einnig yrði að taka til þess að á Islandi hefði verið varnarlið nánast frá inngöngu í Atl- antshafsbandalagið og Bandaríkin hefðu haft áætlanir um að koma fyrir kjarnorkuvopnum á íslandi allan þann tíma. Þá hefðu Sovétmenn gert ráð fyrir því að á Islandi væru kjarn- orkuvopn í sínum áætlunum. Hann kvaðst hafa rætt við banda- ríska varnarmálaráðuneytið eftir að greinin birtist í október og hann skildi hvers vegna þar hefðu menn lagt sig fram um að sýna að þeir hefðu ekki brotið samninga við Is- land. Þegar þremenningarnir Arkin, Robert S. Norris og William Buit komust að þeirri niðurstöðu að átt hefði verið við Island í lista varnar- málaráðuneytisins, sem tók til tíma- bilsins júlí 1945 til september 1977, drógu þeir ályktanir um 27 staði, sem hafði verið strikað yfir á listan- um. Þeir höfðu rétt fyrir sér um 25 staði, en drógu rangar ályktanir um stað, sem hófst á stafnum I. I fram- haldinu fóru þeir að grafast fyrir um við hvaða staði hefði verið átt og komust að því að það hefði verið eyj- an Iwo Jima, sem í orði taldist jap- önsk en var allt fram undir lok sjöunda áratugarins undir banda- rískri herstjórn og geymdi banda- ríski flugherinn þar kjarnorkuvopn. I skýrslunni var einnig annar staður, sem þremenningamir áttuðu sig ekki á hver var, en eftir að grein þeirra var birt fengu þeir nýjar vís- bendingar og hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að þar hafi verið átt við eyjuna Chichi Jima, þar sem bandaríski sjóherinn geymdi kjarn- orkuvopn til að nota í kafbáta. Töldu rétt að segja að tilgáta væri röng Walter Slocombe aðstoðarvarnar- málaráðherra, sem greindi frá því í október að ekki hefði verið átt við Island í áðurnefndri skýrslu, sagði í samtali við CNN á sunnudag að Ark- in, Norris og Bun- hefðu „einfaldlega gert mistök, heiðarleg mistök“ þegar þeir bentu á Island: „Við töldum rétt að segja að ágiskun þeirra um það hvaða nafn vantaði væri ekki rétt til- gáta.“ Arkin sagði að það mætti túlka þessi orð Slocombes þannig að hann teldi að þremenningarnir hefðu unn- ið samviskusamlega að greininni þrátt fyrir þess mistök. „En þetta mál mun ekki hverfa af sjónarsviðinu fyrr en tilvist kjarn- orkuvopna lýkur eða ísland hættir að vera í NATO eða NATO verður lagt niður,“ sagði Arkin. „Þetta er enn mjög viðkvæmt mál.“ I upphafi greinarinnar um kjarna- vopnin í Japan segir að menn læiýaf mistökum sínum. Ai-kin sagði að ís- land væri lítið land, sem hefði ein- blínt á samskiptin við Bandaríkin í kjarnorkumálum á undaftförnum 20 árum og sjálfur hefði hann komið við sögu í hvert skipti sem þessi mál hefðu komið upp. Flækst í þrjú hneyksli á Islandi „Ég hef flækst í þrjú hneyksli á Islandi," sagði hann. „Árið 1981 veitti ég útvarpsviðtal þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að kjarn- orkuvopn hefðu verið geymd á Is- landi. Það voru ekki kjarnavopn í Keflavík [á þeim tíma], en ég hafði rétt fyrir mér um það að það voru reglur, sem miðuðu við það og menn höfðu hlutverk og ábyrgð í samræmi við það.“ Hann rifjaði síðan upp að 1984 hefði hann fengið í hendur minnis- blað þjóðaröryggisráðs Bandaríkja- forseta, þar sem Island var meðal þeirra landa, sem koma mátti fyrir kjarnorkuvopnum á stríðstímum, en ekki friðartímum. Þessu skjali hefði verið komið í sínar hendur og hann hefði komið skjalinu áleiðis til Is- lands: „Ég sé ekki hvernig þetta get- ur haft áhrif á trúverðugleika minn. Og nú er trúverðugleiki minn dreg- inn í efa vegna þess að við gerðum heiðarleg mistök í eftirgrennslan okkar þegar svo virtist sem önnur gögn - lygar bandarískra stjórn- valda 1985, staðsetning SAC- sprengjuflugvéla 1956 til 1960 og vera sérstakrar deildar öryggis- deildar vegna kjarnorkumála í Keflavík - bentu til þess að slíkum vopnum hefði verið komið fyrir á Is- landi. Er ég reiðubúinn til að halda því fram 1999 að aldrei hafi verið komið fyrii- kjarnavopnum á Islandi? Nei. Og hver sá, sem segir það og telur sig hafa fullvissu, er einfeldn- ingur. Við vitum ekki hvort nokkurn tíma hafa verið kjarnavopn á Islandi, við einfaldlega vitum það ekki.“ Fram hefur komið í Morgunblað- inu að vissulega hafl aðstaða verið fyrir SAC-flugvélar á íslandi, en í bandarískum heimildum, sem eni aðgengilegar komi ekki fram að hún hafi verið notuð á þessum tíma. Ai-kin sagði að hann hefði fylgt þessu máli eftir í bandaríska varnar- málaráðuneytinu: „Ég hef verið að vinna að þessum málum í 25 ár og þekki marga þar og enginn vildi láta hafa eftir sér - ekki einu sinni nafn- laust - að aldrei hefðu verið kjarn- orkuvopn á Islandi." Hann kvaðst einnig hafa talað við Bandaríkjamann, sem hefði verið sendiheiTa einhvern tíma á á milli 1970 og 1990, og hann hefði sagt að „enn væru ýmis leyndarmál." Arkin kvaðst ætla að halda áfram að rannsaka þessi mál varðandi Is- land, en ekki vegna íslands, heldur vegna þess að hann hefði verið að rannsaka þessi mál almennt það lengi. Einnig virtist sér að rétt væri að spyrja stærri spuminga um stefn- una í kjarnorkumálum og hvað við hefðum lært af reynslunni og það skipti mun meira máli en að grípa menn glóðvolga með upplýsingum um hvar vopnum var komið fyrir. Arkin segir kjánalegt að halda því fram að hann taki þetta mál pers- ónulega, en það eigi hins vegar við um Islendinga. Hann hafi aðeins einu sinni komið til íslands. Hins vegar hafi hann skopmyndir af sér úr íslenskum blöðum uppi á vegg og blaðaúrklippur í kössum. „Það sem mér fannst athyglisvert varðandi umfjöllunina um fyrri greinina var áherslan á að sanna að við gætum ekki haft rétt fyrir okk- ur,“ sagði hann. „Til dæmis var sagt að þetta gæti ekki verið ísland vegna þess að landið væri ekki á Evrópu- listanum. Ég reyndi að benda á að ísland, Grænland og Kanada væru ekki á Evrópulistanum vegna þess að þau tilheyrðu ekki Evrópu í hern- aðarskipulagi NATO heldur Atlants- hafinu. En það var ekki nógu gott svar. Þetta sýnir þegar horft er til baka hversu erfitt er að vinna að þessum rannsóknum.“ Hann játti því hins vegar að þess- ara spurninga yrði að spyija. En það væri erfiðara að eiga við ísland en mörg önnur lönd vegna þess að ekki væri hægt að leita til innlendra sér- fræðinga eins og hægt væri í Kanada og Danmörku, svo dæmi væru tekin. Hann sagði að þó væri ekki hægt að horfa fram hjá því að ísland hefði verið snar þáttur í sínum ferli: „Ég býst við að spyrði einhver hverjir væru helstu sérfræðingarnir um kjarnorkuvopn á íslandi yrði nafn mitt á listanum. En sú staðreynd að ég hafi haft rangt fyrir mér sýni fremur hversu viðkvæm þessi mál eru en hvort ég sé góður eða lélegur í því, sem ég geri.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.