Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 13 FRÉTTIR Félag eldri borgara óskar eftir fundi með fjármálaráðherra um greiðslu tekjuskatts af vaxtahluta lífeyris Telja tekjuskattsgreiðslur vera brot á sljórnarskrá FÉLAG eldri borgara hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna tekjuskattgreiðslu eldri borgara af vaxtarhluta lífeyrisgreiðslna, en félagið telur hana vera stjórnarskrárbrot. Þetta kom fram á blaðamannafundi Félags eldri borgara í Asgarði í gær, en Olafur Olafs- son, formaður félagsins og fyrrverandi land- læknir,. sagði að félagið vildi að ráðherra beitti sér fyrir lagabreytingu á Alþingi, svo það þyrfti ekki að sækja rétt sinn fyrir dónistólum. „Þetta er fyrst og fremst lögfræðilegt mál,“ sagði Olafur. „Við lítum ekki á þetta sem kjara- baráttu heldur sem leiðréttingu á reglu og í lögfræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir félagið er tekið undir kröfur eldri borgara." Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, tók undir með Olafi og sagði að um sanngirnismál væri að ræða. Olafur sagði að félagið gerði sér grein fyrir því að lækkun á skattprósentu vaxtarhluta út- borgaðs lífeyris þýddi jafnframt lægri skatt- tekjur fyrir ríkissjóð. Hins vegar sagði hann ól- íðandi að tekjuöflun ríkisins byggðist á því að mismuna borgurunum á ólögmætan hátt, það bryti gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum þeirra. Af lífeyri er nú greiddur 38,34% tekjuskatt- ur, þegar hann kemur til útborgunar, og á það bæði við um inngreidd iðgöld og uppsafnaða vexti. Ólafur sagði að þetta hefði tíðkast þrátt fyrir að uppsafnaðir vextir næmu að jafnaði a.m.k. 2/3 hlutum útborgaðs lífeyris, en sam- kvæmt lögum (nr. 97/1996) skal greiða 10% fjármagnstekjuskatt af vöxtum, arði, leigu og söluhagnaði. Einu fjármagnstekjurnar, sem ekki falla undir hinn sérstaka fjármagnstekj- uskatt, eru því vextir af lífeyrisiðgjöldum. Vilja afnema mismunun Félag eldri borgara vill að þessi mismunun verði afnumin, enda lítur hún svo á að í henni felist brot á jafnræðisreglu (65 gr.) og eignar- réttarákvæði (72 gr.) stjórnarskrárinnar. Bygg- ist þessi skoðun félagsins á lögfræðilegri álits- gerð Jónasar Þórs Guðmundssonar héraðsdómslögmanns og Sigurðar Líndals pró- fessors og sagði Ólafur að Gunnar G. Schram prófessor hefði einnig látið sama álit í ljós. Félaginu er ljóst að ekki er greiddur tekju- skattur af iðgjaldi til lífeyi'issjóða og því sé vaxtaberandi fjárhæð í lífeyrissjóð hærri sem því nemur. Þetta er, samkvæmt lögfræðiálitinu, ekki talið breyta því að um ólögmæta mismun- un sé að ræða, því þetta sé tæknilegt atriði og reikna þurfi út hverjir vextirnir hefðu orðið, ef greiddur hefði verið tekjuskattur af iðgjöldun- um. Félag eldri borgara bendir sérstaklega á að ekki megi rugla þessu máli saman við umræðu um að ekki megi tvískatta lífeyrisgreiðslur. Þá sé heldur ekki verið að leggja til að lífeyrissjóð- irnir greiði skatta, en þeir eru undaþegnir skattskyldu, heldur sé eingöngu verið að ræða um skattgreiðslur á lífeyrisgreiðslurnar sem slíkar þegar þær komi til útborgunar. i I Norræna skólasetrið : á Hvalfjarðarströnd 47,5 millj- óna króna tilboð berst FUNDUR veðhafa I eign þrotabús Heima hf., Norræna skólasetrinu, verður haldinn föstudaginn 17. des- ember nk. samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Að sögn Bjai'na Lárussonar, hér- aðsdómslögmanns og skiptastjóra búsins verður á fundinum kynnt til- boð í eignina að upphæð 47,5 milljón- ir króna. Ekki er hægt að greina frá því að svo stöddu hver gerir tilboðið, að sögn Bjarna. Leitað verður eftir samþykki rétt- hafa fyrir því að eigninni verði ráð- stafað samkvæmt tilboðinu á fundin- um. Þar gefst rétthöfum jafnframt kostm- á að tryggja sína hagsmuni með því að ganga inn í tilboðið eða gera hærra boð, þar sem tilboðsfjár- hæðin nægir ekki til uppgreiðslu skuldar á 1. veðrétti. Heimar hf. var úrskurðað gjald- þrota 31. ágúst sl. af Héraðsdómi Vesturlands að kröfu Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda vegna 62,6 milljóna króna veðkröfu. Tölvustýrð lyfjagjöf í samvinnu Hrafnistu og Lyfjavers ehf. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fylgist með Margréti Bessadóttur, starfsmanni Lyfjavers. Skoðanakönnim um virkjunarmál Japönsk tækni notuð við lyfjagjöf 20% eru neikvæðari 20% aðspurðra í nýrri skoðanakönn- un Gallups segja að umræðan um virkjun og álver á Austurlandi á Al- þingi og í fjölmiðlum að undanförnu hafi gert þá neikvæðari gagnvart því að ráðist verði í framkvæmdirnar, en 14% sögðust vera orðnir jákvæð- ari. Tveir þriðju aðspurðra sögðu að umræðan hefði engu breytt. Könnunin var gerð fyrir sam- starfsnefnd um staðarval iðnaðar- svæða í Reyðarfirði. I úrtaki voru 1200, en samtals svöruðu 803. Færri eru nú óákveðnir í afstöðu sinni til Fljótsdalsvirkjunar en í skoðanakönnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir STAR í október og nóvember. Þá sögðust 25% vera andvígir virkjuninni, en nú 32%. I fyrri könnuninni sögðust 36% vera hlynntir virkjuninni, en nú 38%. Varðandi álver í Reyðarfírði hefur þróunin verið þveröfug. Nú voru 35% aðspurðra hlutlausir í afstöðu sinni til álversins, en aðeins 25% í síðustu könnun. TILRAUN með tölvustýrða lyfja- gjöf er nú gerð á Hrafnistu í Hafnarfirði í samvinnu við lyfja- fyrirtækið Lyfjaver ehf. Notuð er japönsk tækni sem hefur verið notuð þar í landi með góðum árangri í um áratug. Aðferð þessi þykir spara bæði tíma og fjármuni og auka öryggi við lyfjagjöf, að sögn þeirra sem að tilrauninni standa. Læknar á Hrafnistu senda lyfjafræðingum Lyfjavers upplýsingar um hvaða lyf hver heimilismaður á að taka, þar fær tölva upplýsingarnar og gefur lyfjaskömmtunarvél fyrir- mæli. Vélin skammtar lyf í litla innsiglaða poka þar sem fram kemur hvort um morgun-, hádeg- is-, eða kvöldskammt sé að ræða og eru pokarnir svo sendir á Hrafnistu. Sparar mikla vinnu Sigurður Geirsson, forstöðu- maður stjórnunarsviðs Ilrafn- istuheimilanna, segir þetta fyrir- komulag hafa mikla hagræðingu í för með sér. Þetta spari hjúkrun- arfræðingum mikla vinnu, en áð- ur þurftu þeir að eyða dágóðum tíma á dag í lyfjaskömmtun og reiknast honum að þar hafi verið samanlagt um tvö til tvö og hálft stöðugildi að ræða. Tími þeirra nýtist nú betur í umönnun sem sé mjög gott og nauðsynlegt þar sem skortur sé á hjúkrunarfræð- ingum og þeir mjög dýrmætir starfskraftar. í gær var Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra af- hentur tveggja vikna skammtur af vítamínum, í höfuðstöðvum Lyfjavers, sem lyfjaskammtarinn hafði talið og sett í fjórtán litla poka. Við það tækifæri hrósaði Ingi- björg þessu nýju fyrirkomulagi og sagði þetta sérstaklega hent- uga aðferð þar sem lyfjaskammt- ar fólks breytast ekki svo ört, svo sem á öldrunarheimilum. Undirritaði bókun við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna ÞORSTEINN Ingólfsson, fasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, undirritaði sl. mánu- dag, fyrir hönd íslenskra stjórn- valda, bókun við kvennasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Undirritunin fór fram við há- tíðlega athöfn í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Samtals 22 ríki undirrituðu bókunina sem tekur gildi er 10 ríki hafa fullgilt hana. Með henni er opnuð kæruleið fyrir konur sem verða fyrir kynferð- ismisrétti en einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu misrétti geta sam- kvæmt bókuninni lagt fram kvörtun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fullgildingu bók- unarinnar verður nefnd um af- nám alls misréttis gagnvart konum veitt heimild til að taka við og fjalla um kvartanir frá einstaklingum og hópum um kynferðislegt misrétti. Nefndin mun taka til umfjöllunar mál í ríkjum sem hafa undirritað bók- unina og þá eingöngu eftir að allar lagalegar leiðir innan við- komandi lands hafa reynst ár- angurslausar í að koma í veg fyrir kynferðislegt misrétti. SEG sjónvarp 28 50 megariða með textavarpi og scart tengi Jólaverð 36.990 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is SEG sjónvarp 20” með textavarpi Jólaverð 19.990 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.