Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 15

Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER1999 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Frétta- bréf á vefnum Hafnarfjörður FRÉTTABRÉF Hafnarfjarð- arbæjar er orðið að vefmiðli. Þriðja tölublað, fyrsta árgangs er komið út, bæði á pappír og eins hefur það verið sett upp á vefinn með tengingu frá heima- síðu bæjarins, www.hafnar- fjordur.is. Meðal efnis í blaðinu er um- fjöllun um byggingai'landið í Aslandi og reglur um væntan- lega lóðaúthlutun í 2. áfanga þar og umfjöllun um fjárhags- áætlun bæjarins áríð 2000. Þá er sagt frá þróun tölvumála bæjarins, skipulagsmálum og endurskipulagningu miðbæjar- ins, og fjallað um umhverfismál og Staðardagskrá 21 fyrir Hafnarfjarðarbæ. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur vill stækka Korpúlfsstaðavöll Kostnaður 40 til 70 milljónir STJÓRN Golfklúbbs Reykjavíkur vill stækka golfvöllinn á Korpúlfs- stöðum um 9 holur, eða úr 18 hol- um í 27, sem allra fyrst og sagði Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri GR, að borgarverk- fræðingi hefði þegar verið sent er- indi þess efnis. Kostnaður við framkvæmdina yrði á bilinu 40 til 70 milljónir. „Þessi umræða kom upp í sum- ar, aðallega vegna mikillar aukn- ingar í golfinu,“ sagði Margeir. „Meðlimum golfklúbba hefur að jafnaði fjölgað um 12 til 15% á ári síðustu ár og ef sú fjölgun heldur áfram þá lendum við í vandræðum strax eftir næsta ár.“ Golfklúbbur Reykjavíkur hefur tvo 18 holna golfvelli til umráða, annars vegar á Korpúlfsstöðum og hins vegar í Grafarholti, en þrátt fyrir það er klúbburinn að fyllast og það sama má segja um flesta aðra golfvelli á höfuðborgarsvæð- inu. Margeir sagði að samfara nýrri byggð í Grafarholti mætti gera ráð fyrir enn frekari ásókn í Golfklúbb Reykjavíkur og því væri brýnt að bregðast við henni sem allra fyrst. Gömlu kartöflugarðarnir not- aðir undir golfvöll Margeir sagði að alls væru um 1.360 meðlimir í GR í dag og að miðað við stærð vallanna væri að- eins rúm fyrir rúmlega 300 í við- bót, eða í mesta lagi um 1.700 manns. Hann sagði að það ætti að vera hægt að byggja 9 holur á einu til tveimur árum, og að ef það yrði gert myndi klúbburinn rúma um 400 meðlimi í viðbót, eða um 2.100 manns. Margeir sagði að með tilliti til stækkunar horfðu menn aðallega til svæðisins sunnan megin við nú- verandi golfvöll, þ.e. nær Vestur- landsveginum, þar sem gömlu kartöflugarðarnir væru. „Þetta svæði stendur autt og ónotað í dag, en mér skilst að sam- kvæmt skipulagi sé gert ráð fyrir kirkjugarði þar.“ Margeir sagði að kostnaður við framkvæmdina ylti á því hversu mikið yrði gert, t.d. varðandi land- mótun, en að hann yrði samt aldrei undir 40 milljónum króna. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur sagði að ekki væri búið að taka málið til afgreiðslu og Brimborg • Bíldshöföa 6 • Sími 515 7000 • www.brimborg.is Réttu bilarnií FordTransit 10-15 manna farmurinn er fólk að enn væri verið að skoða það. Hann sagði að samkvæmt aðal- skipulagi væri gert ráð fyrir kirkjugarði á svæðinu sunnan Ulf- arsár og þá væri Rannsóknarstofa landbúnaðarins með starfsemi á hluta svæðisins og sá hluti væri í eigu ríkisins. Morgunblaðið/Kristinn Borgarverkfræðingi hefur verið sent erindi frá stjórn Golfklúbbs Reykjavfkur, þar sem farið er fram á stækkun vallarins á Korpúlfsstöðum úr 18 holum í 27. Rætt er um að stækka hann sunnan megin Ulfarsár. Greið leið inn, nóg pláss, góð sæti, öryggisbelti fyrir alla og sérhver hlutur á réttum stað. Þetta eru þeir kostir sem gera Ford að rétta bílnum þegar farmurinn er fólk. Útkoman er þægindi og öryggi, jafiit fyrir ökumann sem farþega. Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga. Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn og útbúa hann eftir þínu höfði. Brimborg Akureyri 1 Bílcy 1 Bctri bílasalan | Bílasalan Bílavík 1 Tvisturinn Tryggvabraut 5, Akureyri Búðarcyri 33, Reyðartirði Hrísmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Rcykjancsbæ Faxastíg 36, Vcstmannacyjum sími 462 2700 | slmi 474 1453 | sími 482 3100 1 sfmi 421 7800 | sfmi 481 3141 Ford Econoline Club Wagon 12-15 manna (jr brimborg Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.