Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 18

Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Árneshreppi - Árið 1999 eru 70 ár liðin frá stofnun Finnbogastaða- skóla. Sá einstaklingur sem þar átti stærstan hlut að máli var Guð- mundur Þ. Guðmundsson, sem fæddist að Finnbogastöðum í Ár- neshreppi. Hann lauk námi úr Kennaraskólanum 1916 og hóf fyrst farkennslu í sveitinni. Vegna erfíðleika við skólahaldið ákvað hann að beita sér fyrir því að koma upp föstu skólahúsnæði. Svo harðsótt var það að hann ákvað á endanum að bjóða sveitarfélaginu að byggja heimavistarskóla á eigin reikning. Það gerði hann og hóf kennslu í nýju skólahúsi haustið 1929. Saga þess húss varð skamvinn þvíþað brann 1933 en Guðmundur byggði þá nýtt hús skömmu seinna og er það að meginhluta það liús sem kennt er í í dag. Þessi skóla- Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi. Finnboga- staðaskóli 70 ára haldssaga er mjög merkileg og vert að minnast hennar á tímum sér- hlífni og auðhyggju. Á 70. aldursári Finnbogastaða- skóla eru í skólanum 7 nemendur á aldrinum 7-13 ára. Hefur nemend- um fækkað um 1 frá í fyrra. Að ó- breyttu ástandi verða þeir 7 næstu tvo vetur. Kennarar við skólann í vetur eru tveir, Haraldur Óskar- sson, sem einnig er skólastjóri og Bjarnheiður Fossdal frá Melum. Einnig er Hrefna Þorvaldsdóttir úr Árnesi 2 starfandi sem matráð- Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson skona í skólanum. Ekki er lengur starfrækt heima- vist við skólann heldur er þeim börnum sem lengst eiga að sækja og eru fjögur, ekið. Hin búa tiltölu- lega stutt frá skólanum. þannig að þau ganga. Rekstur skólans hefur gengið all- vel en auðvitað er erfitt fyrir ekki stærra sveitarfélag en Ár- neshreppur er orðinn að reka svona stofnun, ekki síst þegar samfélags- Iegar kröfur eru sífellt að aukast. En eins og einhvem sagði „enginn skóli, ekkert samfélag". Miðvikudaginn 1. desember bauð hreppsnefnd Árneshrepps til kaffi- samsætis til að minnast þessara tímamóta. Flestir íbúar hreppsins mættu, þrátt fyrir erfiða færð víða í hreppnum. Við það tækifæri var skólanum afhent ný tölva frá Félagi Árneshreppsbúa í Reykjavík. Bókasafnið flutt í grunn- skólann Hellu - Nú í haust flutti Bókasafn Rangárvallahrepps í nýtt húsnæði í Grunnskólanum á Hellu og var um leið sameinað bókasafni skólans. Safnið var stofnað í nóvember 1944 eða fyrir 55 árum og hét þá Lestrar- félagið Sæmundur fróði og var til- gangur þess að koma á og starfrækja bókasafn á Hellu. Árið 1951 var félagssvæðið stækk- að og náði þá einnig yfir Oddasókn utan Ytri-Rangár, en þar hafði um árabil verið starfrækt Lestrarfélagið Þörf, en bókasafn þess á Ægissíðu fluttist við sameininguna að Hellu. Félagið starfaði óslitið til ársins 1974 er það stækkaði enn við það að bóka- safn Rangvellinga á Strönd samein- aðist félaginu og um svipað leyti tók Rangárvallahreppur við rekstri safnsins og hefur það síðan verið rekið sem sveitarbókasafn í húsa- kynnum hreppsins. Sýning á jólahandavinnu Bókasafnið, sem hafði um árabil verið í allt of litlu og óhentugu hús- næði, rúmast nú allt vel í nýjum og björtum húsakynnum í Grunnskól- anum á Hellu, en það er opið tvisvar í viku fyrir almenning. I tilefni flutn- ingsins var sett upp á safninu í byrj- un aðventusýning á jólahandavinnu heimakvenna. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Anna Helga Kristinsdóttir er bókavörður á Bókasafni Rangárvalla- hrepps á Hellu. Í Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Föndrað í Bol- ungarvík Bolungarvík - I Bolungarvík er fé- lagsstarf aldraðra með miklum blóma. Á vegum bæjarfélagsins er boðið uppá föndurdaga tvisvar í viku og einu sinni í viku er komið saman og tekið í spil. Að sögn Guðrúnar Jóhannsdottir sem veitir forstöðu föndurstofu fé- lagsstarfs aldraðra eru þetta vel á annan tug einstaklinga sem mætir reglulega í þetta starf. „Það eru að vísu eingöngu konur og vil ég bara skora á karlana að notfæra sér þenn- an möguleika til að vera með í skemmtilegri vinnu. Við erum mest að vinna í keramik, skrautmála, vinna með perlusaum og bútasaum. Það er ákaflega létt yfir hópnum og mikið sungið, það er t.d. alltaf tekið lagið áður en við fáum okkur kaffi- hlé. Um þessar mundir er að sjálf- sögðu verið að gera hina ýmsu hluti til jólagjafa handa börnum og barna- börnum," sagði Guðrún. Aðstaða fyrir þessa starfsemi er til húsa í Arborg sem er bygging áföst Sjúkrahúsi Bolungai-víkur og hýsir þjónustuíbúðir fyrir aldraða, safnaðarheimili Hólssóknar og ýmsa þjónustustarfsemi. Að sögn Guðrúnar er aðstaðan til föndurvinnunnar vel viðunandi þó alltaf sé hægt að bæta hana. T.d. vantar stærri keramikofn. Nýlega barst félagsstarfi aldraðra myndarleg peningagjöf frá Kvenfé- laginu Brautin í Bolungarvík, að upphæð fimmtíuþúsund krónur, sem renna á til að bæta aðstöðu í föndur- stofu. Samstarf í menning- armálum Grindavík- Grindavík- urbær, Bláa lónið hf. og Hitaveita Suðumesja hafa tekið höndum saman um að skapa fjölbreyttara mannlíf fyiú' Bergur Ingólfsson. Grindvíkinga og aðra Suður- nesjamenn. Þá er ætlunin með samstarfi þessu að gera Bláa lónið enn eftirsóknarverðara og gefa starfsemi Eldborgar meira vægi með listflutningi og lista- sýningum. I stuttu máli gengur sam- komulagið út á það að Grinda- víkurbær leggur 500.000 kr. ár- lega til samstaifsins auk þess að starfskraftar menningarfulltrúa og ferða- og markaðsfulltrúa standa til boða. Bláa lónið legg- ur til húsnæði og kynningarfull- tiúa sinn en slíkt hið sama gerir Hitaveita Suðurnesja. Undirskrift þessa samnings fór fram í Eldborg, kynningar- og mötuneytishúsi Hitaveitu Suðumesja en þar flutti Bergur Ingólfsson leikari stuttan kafla úr sögu Guðbergs Bergssonar sem ber nafnið „Tómas Jónsson, metsölubók". Lestur Grindvík- ingsins Bergs á sögu Grindvík- ingsins Guðbergs var frábær og átti sérlega vel við þetta tilefni. Þegar hefur verið ákveðið að ákveðinn menningarviðburður verður á vegum samstarfsins á vordögum 2000 í tengslum við verkefnið Reykjavík menning- arborg. Aðventuhátíð í Húsavíkur kir kj u Húsavík-Aðventuhátíð sem kh'kju- kór Húsavíkur stóð fyrir um síðustu helgi var mjög vel sótt og flutningi fjölbreyttrar tónlistarskrár vel fagn- að. Kórstjóri og orgelleikari var Ju- dit György og undirleikari bæði á or- gel og píanó var maður hennar, Aladór Ra’cz. Hátíðin hófst með ávarpi sóknar- prestsins, sr. Sighvats Karlssonar, en síðan tók við mjög fjölbreytt og hátíðleg tónleikaskrá sem hófst með forleik e-moll prelúdíu og fúgu eftir N. Brans, flutt af mikilli snilld af organista kirkjunnar. Aðrir flytjend- ur vom auk kirkjukórsins Hildur Ti-yggvadóttir, sópran, Kaldo Kiis, básúna, Adrienne D. Davis, flauta, Aladór Ra’cz, píanó og orgel, og Kristbjörg Lilja Jakobsdóttir og Hróbjartur Sigurðsson, söngur og gítar. Á síðastliðnu hausti komu til Húsavíkur ungversku hjónin Judit György og Aladór Ra’cz, sem bæði starfa hjá Tónlistarskólanum á Húsavík og hún jafnframt ráðin org- anisti Húsavíkurkirkju og stjórnandi kórs. Á þessari hátíð sýndu þau hjónin að þau em ungt og upprenn- andi listafólk sem vonandi vilja sem lengst dvelja á Húsavík. Morgunblaðið/Silli Frá aðventukvöldi Húsavíkurkirkju. Kirkjukúr Húsavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.