Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bosníu-Serbi dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi Þyngsti dómurinn hingað til fyrir stríðsglæpi í Júgóslavíu „Ein þjóð“ að klofna ÁSTRALSKI hægriflokkur- inn Ein þjóð, sem var sakaður um að hafa kynt undir andúð á útlendingum og frumbyggj- um Ástralíu, virðist nú vera að klofna í tvo flokka. Fimm þingmenn flokksins í Queens- land, höfuðvígi hans, hafa ósk- að eftir þvi að nafni flokksins í ríkinu verði breytt í „Ein þjóð Queensland" og talið er lík- legt að nafnbreytingin leiði til klofnings. Þingmennirnir segja breytinguna nauðsyn- lega vegna nýlegs úrskurðar dómstóls þess efnis að flokk- urinn hafi ekki verið skráður með löglegum hætti í Queens- land en leiðtogar Einnar þjóð- ar lýsa nafnbreytingunni sem „uppreisn". Miklar deilur hafa verið innan flokksins og jafnvel stjórnmálaskýrendur, sem hafa verið tregir til að af- skrifa hann, telja nú líklegt að hann leggi upp laupana. Norris fær að bjóða sig fram KJÖRSTJÓRN íhaldsflokks- ins í Bretlandi ákvað í gær að heimila Stephen Norris að bjóða sig fram í kjöri íhalds- manna fyrir borgarstjóra- kosningarnar í London. Kjör- stjórnin hnekkti þar með niðurstöðu nefndar, sem átti að ákveða hverjir fengju að vera í framboði, en hún hafn- aði Norris í vikunni sem leið vegna kvennamála hans. Ákveðið verður endanlega í dag hverjir verða í framboði. Bradley með hjarta- kvilla BILL Bradley, fyn-verandi öldungadeildarþingmaður, einn frambjóðendanna í for- kosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum á næsta ári, hóf kosningabaráttuna að nýju á sunnudag eftir að hafa tekið sér hvíld í tvo daga vegna óreglulegs hjartsláttar. Tals- maður Bradleys lagði áherslu á að hann væri ekki haldinn alvarlegum sjúkdómi og sagði að „tvær milljónir Banda- ríkjamanna, þeirra á meðal George Bush þegar hann var forseti,“ hefðu átt við sama hjartavandamál að stríða. Bann við hommum afnumið BRESKA stjórnin hyggst leggja til í byrjun næsta árs að afnumið verði bann við því að hommar gegni herþjón- ustu. Fast hefur verið lagt að stjórninni að afnema bannið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í septem- ber að brotið hefði verið á mannréttindum fjögurra breskra homma sem voru reknir úr hernum eftir að þeir viðurkenndu kynhneigð sína. Fjárfestingar á íslandi Aðstæðum hælt á hvert reipi um, greiða niður skuldir, lækka skatta og ýta undir sparnað. Neysla sé skattlögð mun meira en fjárfestingar, öfugt við það sem ger- ist í Bandaríkjunum. Sjuggerud segir að hægt sé að festa fé sitt í fyrirtækjum á Islandi en þau séu lítil. Kosturinn sem liggi í augum uppi sé hins vegar ríkis- skuldabréf sem gefi 9% ársávöxtun, nær tvöfalt á við bandarísk, og fjár- mál íslenska ríkisins séu mun betur á sig komin en þau bandarísku. Islenska krónan sé nátengd evr- unni og gengi krónunnar fylgi að mestu hreyfingum á henni. Hann tel- ur líklegt að dollarinn muni halda áfram að lækka og þess megi vænta að menn geti fengið yfir 20% ávöxtun á íslensku ríkisskuldabréfunum. „Fjárfestið slatta af peningum á Islandi núna meðan ávöxtunin er há og áður en umheimurinn áttar sig á þessu,“ segir Sjuggerud að lokum. Haag. AP, AFP. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem settur var á stofn vegna stríðsglæpa framinna í löndum fyrrverandi Júg- óslavíu, dæmdi í gær 31 árs gamlan Bosníu-Serba til 40 ára fangelsisvist- ar. Þetta er þyngsti dómur sem dóm- stóllinn hefur kveðið upp til þessa. Goran Jelisic var í október síðast- liðnum fundinn sekur um stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyninu þegar hann starfaði sem yfirmaður i hinum illræmdu Luka-fangabúðum nálægt bænum Brcko í norðurhluta Bosníu árið 1992. Ákæruatriðin gegn Jelisic voru alls 31 og vörðuðu pyntingar og morð á 13 múslímum og Króötum. Jelisic, sem tók sér gælunafnið „Adolf' er hann starfaði sem yfir- fangavörður í Luka-búðunum, játaði á sig a.m.k. 12 morð en saksóknarar höfðu reynt að sýna fram á að hann hefði valdið dauða meira en 100 manna. Saksóknarar höfðu farið fram á lífstíðarfangelsi og vildu að Jelisic yrði auk fyrrgreindra glæpa einnig dæmdur fyrir þjóðarmorð. Talsmað- ur Cörlu del Ponte, aðalsaksóknara réttarins, sagði að til greina kæmi að dómnum yrði áfrýjað. Verjandi Jelisic tilkynnti þegar eftir dómsuppkvaðninguna að hann hygðist áfrýja dómnum til að freista þess að fá fangelsvistina stytta. í vitnaleiðslum sem haldnar voru „Kristur nýs árþúsunds“ MÁL VERK sem sýnir kvenlegan Jesú með dökkan hörundslit var valið bezta verkið í samkeppni ka- þólsks tímarits sem leitaði eftir nýrri ímynd Krists fyrir nýtt ár- þúsund. „Jesús fólksins" heitir verkið sem valið var úr 1.700 myndum sem bár- ust í samkeppni bandaríska tíma- ritsins National Catholic Reporter. Listamaðurinn, Janet KcKenzie, segist vera efasemdarmanneskja í trúarlegum efnum, en hafa áhuga á mörgum trúarbrögðum. Hún segist hafa viljað búa til karlmannlegan Jesú, en vildi þó hafa kvenlega drætti, og notaði því konu sem fyr- irsætu. ÍSLENSKT atvinnulíf er fjárfest- ingarkostur sem menn eru fyrst nú að uppgötva en allt nema nafnið virk- ar heillandi, segir í grein eftir Step- hen Sjuggerud, fjárfestingastjóra al- þjóðlegs fyrirtækis er annast ráðgjöf á þessu sviði. Fyrirtækið heitir Oxford Club og í nýlegu fréttabréfi þess segir Sjug- gerud m.a. að Islendingar lifi lengur og séu betur menntaðir en aðrar þjóðir, þar sé mengun afar lítil. Stjórnvöld beiti ekki aflsmunum, enn séu samningar staðfestir með handsali, landsmenn séu ásamt Finnum og Bandaríkjamönnum í fararbroddi í netvæðingu. „Og það sem mestu skiptir, á Is- landi er hægt að hagnast vel án þess að taka mikla áhættu," segir Sjug- gerud. Hann segir ríkisstjórnina vera að einkavæða og auka frelsi í efnahags- málum, draga úr opinberum útgjöld- Reuters Goran Jelisic (t.h.), 31 árs Bosníu-Serbi, var dæmdur í 40 ára fangelsi í gær en sýknaður af ákæru um þjóðar- morð. Hann sést hér Ieiddur inn í réttarsal í Haag í gær. legar sannanir" sem bendi til þjóðar- morðs hafi verið færðar fram, þ.e. sýnt hafi verið að morð á meðlimum tiltekins samfélagshóps hafi átt sér stað. Einnig hafi hinn ákærði ýmis „ytri einkenni" þess sem sekur er um þjóðarmorð. Hegðun hans og yf- irlýsingar hafi lýst djúpstæðu hatri á múslímum. Hins vegar hafnaði dómstóllinn því að sannast hefði að glæpimir hefðu verið hluti af áætlun eða með- vituðum ásetningi um að fremja þjóðarmorð. Bent er á að með þessu sé ekki verið að útiloka að þjóðar- morð hafi átt sér stað í Brcko-héraði, heldur að þau gögn sem færð hafi verið fram í réttarhöldunum nægi ekki til að færa sönnur á slíkt. Vitni hafi til dæmis borið að Jelisic hafi myrt fómarlömb sín af handahófi en ekki á markvissan hátt. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna glæpa í löndum fyrr- verandi Júgóslavíu var settur á stofn árið 1993 og hefur vald til að dæma í málum er varða stríðsglæpi framda eftir að stríð hófst þar árið 1991. Glæpir sem dómstóllinn fjallar um falla undir 4 meginflokka: Brot á Genfarsamningnum, brot á lögum eða venjum er varða stríðsrekstur, þjóðarmorð og glæpi gegn mann- kyni. íyrr í haust lýstu fyrrverandi fangar í Luca-búðunum hrottaskap og of- beldisverkum mannsins. Fórnar- lömb hans sættu barsmíðum og voru síðan skotin í hnakkann og líkunum komið fyrir í fjöldagröfum. Eitt vitni segir að Jelisic hafi stært sig af þvi að hann hefði fyrir venju að drepa 20-30 múslíma á hverjum morgni áð- ur en hann snæddi morgunverð. Dómurinn er talinn geta haft þýð- ingu fyrir þróun alþjóðlegs mannúð- arréttar þar sem hann þykir hafa skerpt nokkuð á lagalegri merkingu og skilgreiningu hugtaksins þjóðar- morðs. Sérstaklega hefur verið eftir því tekið að dómstóllinn gerir kröfu um að sannað sé að skýr ásetningur hafi legið að baki athöfnum svo hægt sé að dæma menn fyrir þjóðarmorð. Samkvæmt 4. grein stofnskrár Stríðsglæpadómstólsins felur þjóð- armorð í sér „verknað sem framinn er með það að markmiði að eyða, að öllu leyti eða að hluta, þjóðflokki, samfélagshópi, kynþætti, eða trúar- hópi.“ Samsæri um eða tilraun til að fremja þjóðarmorð, að hvetja til eða vera meðsekur um þjóðannorð er einnig refsivert athæfi samkvæmt stofnskránni. Stríðsglæpadómstóllinn áleit að annað tveggja eftirfarandi skilyrða þyrfti að vera fyrir hendi til að hægt væri að dæma Jelisic fyrir þjóðar- morð. Annaðhvort þyrfti að vera unnt að sanna að hann hefði tekið virkan þátt í að framkvæma alþjóð- lega eða staðbundna áætlun um þjóðarmorð eða að sannað væri að hann hefði á eigin spýtur lagt á ráðin um slíkt. Tekið er fram í dómnum að „efnis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.