Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýtt starfsár Kammersveitar Reykjavíkur hefst með jólatónleikum Islensk tónlist á menningar- borgarári KAMMERSVEIT Reykjavíkur hefur starfsárið með sínum árlegu jólatónleikum í Askirkju nk. sunnudag kl. 17. Síðan rekur hver viðburðurinn annan, sveitin heldur tvenna tónleika með íslenskum verkum í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, Tónskáldafélag íslands og Listahá- tíð, auk þess sem einir tónleikar verða helgaðir verkum eftir pólska tónskáldið Henryk Górecki. A síðastliðnum vetri hélt Kamm- ersveitin upp á 25 ára starfsafmæli sitt með fjölda tónleika og geisla- diskaútgáfu. Einnig var haldið út fyrir landsteinana en í október sl. hélt Kammersveitin í tónleikaferð til Kína og í nóvember hélt átta manna hópur úr sveitinni tónleika í Beethovenhaus Kammermusiksaal í Bonn. Með þessum ferðum og út- gáfu þriggja geisladiska fyrir jól lýkur hátíðahöldum í tilefni aldarfj órðungsafmælisins. A jólatónleikunum á sunnudag- inn verða leikin verk eftir Antonio Vivaldi, Johann Sebastian Bach og Archangelo Corelli. Einleikarar á tónleikunum verða trompetleikar- arnir Eiríkur Örn Pálsson og As- geir H. Steingrímsson, Daði Kol- beinsson óbóleikari og fiðluleikar- arnir Rut Ingólfsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir. A opnunartónleikum menningar- ársins, sem haldnir verða í Borgar- leikhúsinu laugardaginn 29. janúar nk., verða leikin verk eftir Helga Pálsson, Þórarin Jónsson, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson og Hafliða Hallgrímsson, en eftir þann síðastnefnda verður leikinn nýr víólukonsert, Ombra. Ein- söngvari á tónleikunum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, einleikari á víólu Þórunn Osk Marínósdóttir og stjórnandi Guðmundur Óli Gunn- arsson. A tónleikum í Langholtskirkju 20. febrúar leikur Kammersveitin verk eftir pólska tónskáldið Hen- ryk Górecki, en hann hefur þegið boð sveitarinnar um að vera við- staddur tónleikana. Verk hans voru lítið þekkt nema í þröngum hópi þar til 1993, þegar sinfónía hans nr. 3, Sorgarsinfónían, skaust upp í efstu sæti vinsældalista í Bretlandi og seldist í hundruð þús- unda eintaka. Einleikari á tónleik- unum er Þóra Kristín Jóhannsdótt- ir, einsöngvari Marta Guðrún Halldórsdóttir og stjórnandi Bern- harður Wilkinson. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi 5. júní 2000 verða leikin verk eftir nokkur þeirra tónskálda sem hafa unnið hvað mest með Kammer- sveitinni. Frumflutt verða ný verk eftir Pál P. Pálsson og Jónas Tóm- asson, auk þess sem flutt verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Einsöngvari á tónleik- unum verður Guðrún Edda Gunn- arsdóttir og einleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir. Jólatónleik- ar í Landa- kirkju KÓR Landakirkju heldur sína árlegu jólatónleika í Landakirkju föstudaginn 17. desember kl. 20.30. Einsöngv- ari með kórnum er Sólrún Bragadóttir og Védís Guð- mundsdóttir leikur á þver- flautu. Flutt verða verk eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Stjórnandi kórsins er Guð- mundur H. Guðjónsson orgel- leikari. Sólrún Bragadóttir hefur komið fram í ýmsum óperuhúsum í Evrópu og sungið á fjölmörgum ein- söngstónleikum. Védís hefur í vetur stundað nám erlendis í flautuleik. Að- gangseyrir er kr. 1.000. Morgunblaðið/Guðlaug Árnadóttir Úr leikritinu Jólaflækja, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ingvar Þórðarson og Tryggvi Valur Tryggvason í hlutverkum sínum. Morgunblaðið. Höfn 1 Hornafírði. MARGIR halda fast í siði og venjur hvers konar ekki síst á jólum. Þá berjast menn jafnvel við að halda í siði sem fylgt hafa fjölskyldunni mann fram af manni í marga ættliði. Á jólum hittast fjölskyldur og eiga nánar samverustundir umvafnar há- tíðleikanum sem fylgir þessum dög- um. Þetta eru þó oft mjög ólíkir ein- staklingar sem þama eru saman komnir sem þrífast dagsdaglega í umhverfi sem er frábrugðið að öllu leyti. Á jólum er ætlast til þess að vandamál, erjur og ólíkar skoðanir sé vandlega falið og komi ekki upp á yfirborðið í fjölskyldusamverunni. Oft þarf þó lítið til að velta boltanum af stað. Það gerðist a.m.k. í jóla- flækju Guðjóns Sigvaldasonar sem Leikfélag Hornafjarðar frumsýndi sl. laugardagskvöld. Þar var fjöl- skylda að halda sín hefðbundnu jól eða reyndi það til að byrja með. Mamman í eldhúsinu eitthvað að fást við mat milli þess sem hún vísaði öðru heimilisfólki á hvar fötin þeirra var að finna og straujaði sparifot þeirra þess á milli. Eini einstakling- urinn sem ætlast var til að hjálpaði húsmóðurinnni var að sjálfsögðu dóttirin. Faðirinn ábúðarfullur á ferðinni í kjólfötunum milli allra jóla- seríanna sem hann hafði haft fyrir að hengja upp í kappi við nágrannann. Synirirnir að munnhöggvast og að sjálfsögðu í baði fram að kvöldmat. Tengdadóttirin að reyna að hjálpa til óörugg í nýju fjölskyldunni. Frænd- inn sem heldur alltaf jólin með þeim kominn til kvöldverðar. Á margan hátt ýkt dæmigerð fjölskylda á jól- um. Og svo fara grímur að falla, grímur sem settar eru upp til að gera fjölskylduna að einni heild en ekki einstaklinga með ólíkan bakgrunn, vonir og vonbrigði. Þegar einstakl- ingamir koma í Ijós fer hið hátíðlega yfirbragð að renna af fjölskyldum- yndinni sem þó faðirinn rígheldur í. Átök og uppgjör em sjálfsagt það sem fæstir vilja upplifa á aðfanga- dagskvöldi í faðmi fjölskyldunnar en sjálfsagt er jólamyndin ekki jafn slétt og felld allstaðar. Fjölskyldan í Jólaflækju Guðjóns átti öðmvísi aðfangadagskvöld en margir höfðu ætlað, að minnsta kosti fjölskyldufaðirinn. Þetta var skemmtilegt leikrit, uppbygging þess góð, byrjunin róleg en þó undir niðri kitlandi, spennan í loftinu og þráðurinn reis hratt en endirinn svolítið flatur. Sum mál era þó þann- ig að á þeim er enginn endir aðeins hægt að dusta ofan af og reyna svo að brosa framan í lífið eins og ekkert hafi ískorist. Leikarahópurinn sem almennt stóð sig mjög vel samanstóð af vönum leikuram úr Leikfélagi Homafjarðar og ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði. Guð- jón samdi þetta leikrit fyrir leikfé- lagið nú í byrjun aðventunnar. Verk- ið er sett upp í Pakkhúsinu á Höfn og hefur Guðjóni tekist að breyta því í lítið skemmtilegt leikhús. Flautuspil og annað spil TONLIST r.e íKlaplölur KARÓLÍNA EIRÍKSDÓTTIR Karóiina Eiríksdóttir: Flautuspil, fyrir einleiksflautu. Skýin, fyrir einleiksselló. Hvaðan kemur lognið, fyrir einleiksgítar. Spil, fyrir tvær flautur. Heimkynni við sjó, sönglagaflokkur fyrir sópranrödd og pianó. Flytjendur: Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir (flauta), Gunnar Kvaran (selló), Einar Kristján Einarsson (gítar), ' Tinna Þorsteinsdóttir (píanó), Ingibjörg Guðjónsdóttir (sópran). Lengd: 65’26. Útgáfa: Smekkleysa SMK 13 AC99023. FYRIR stuttu kom út nýr diskur með tónlist eins af atkvæðamestu tónskáldum íslands, Karólínu Eir- íksdóttur. Um er að ræða nýjar upp- tökur sem ekki hafa verið gefnar út áður á geisladiski að undanskildu verkinu Hvaðan kemur lognið, sem má heyra á ársgamalli einleiksplötu Einars Kristjáns Einarssonar. Sérstaða þessa nýja safns er að öll verkin era leikin af tónlistarmönn- unum sem framfluttu þau og þau era samin fyrir. Þetta gerir safnið á disk- inum í sjálfu sér að merkilegri heim- ild sem hlýtur að vekja áhuga þeirra sem vilja fylgjast með íslenskri tón- list. Verkin á plötunni krefjast mikils, bæði af flyjendum og hlustendum. Flautueinleikur Martials Nardeau vekur strax athygli manns í upphafs- verkinu Flautuspil frá 1998. Hann leikur sér að flúraðu tónmáli Karó- línu í þessu impróviserandi sýning- arstykki eins og ekkert væri auð- veldara en að þeytast upp og niður tónstigana á ofurhraða. Samt er hver einasti tónn skýrt mótaður og falleg- ur. Martial Nardeau er virtúós á hljóðfæri sitt. í seinna flautuverkinu, Spil, leikur hann með Guðrúnu S. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Bjarnason menntamálaráðherra tekur við bók um Alvar Aalto úr hendi Riitu Hcinamaa, forstjóra Nor- ræna hússins. Með þeim á myndinni eru Signý Pálsdóttir, Sif Friðleifsdóttir og Andrea Jóhannsdóttir. Bók um Alvar Aalto ÚT er komin bók um finnska arkitektinn Alvar Aalto, Norræna húsið og Island. Höfundar greina eru dr. Gylfi Þ. Gíslason, Hjörtur Pálsson rithöfundur, Ilona Leht- inen arkitekt, dr. Ásdís Ólafs- dóttir, Pétur H. Ármannsson arki- tekt og Jóhanna Tryggvadóttir framkvæmdastjóri. Norræna húsið stendur að út- gáfu bókarinnar og kemur bókin út í tveimur útgáfum; á íslensku ogdönsku, finnsku og ensku. I ritstjórn voru arkitektarnir Haraldur Helgason, Málfríður Kristjánsdóttir og Pétur H. Ármannsson auk Riittu Heinam- aa, forstjóra Norræna hússins. Birgisdóttur. Samleik- ur þeirra er afar sann- færandi og tæknilega, að því er best verður heyrt, hafinn yfir alla gagnrýni. Þessi flautu- dúett er ögn mýkri undir tönn en fyrra verkið og þar bregður jafnvel fyrir „léttum“ dansandi hugmyndum eins og í hugmyndaríku niðurlagi lokakaflans. Skýin er verk fyrir sel- lóeinleik. Lokakafli verksins er aðgengileg- asti hluti þess og er leikur Gunnars Kvaran bæði kraftmikill og ákafur. Hvaðan kemur iognið hefur vanist vel frá því að undirritaður heyrði það íyrst á sólóplötu Einars Kristjáns Einarssonar. Tónn Einars er alltaf fallegur og leikur hans þróttmikill hér sem endranær. Plöt- unni lýkur á sönglagaflokknum Heimkynni við sjó sem saminn er við texta eftir sveitunga Karólínu á Álftanesi, Hannes Pétursson. Ljóðin og lögin fjalla öll um manneskjuna og náttúralegt umhverfi hennar og leitast tónskáldið við að sníða söng- lögin að formum náttúrannar og frá- sögn ljóðanna. Píanóröddin er hug- vitsamlega útfærð og ágætlega leikin af Tinnu Þorsteinsdóttur, vel má t.d. ímynda sér tipl „fuglsins í fjöranni" í fyrsta laginu Tjaldur- inn og í laginu Blár þrí- hyrningur form eld- fjallsins Keilis. Lagferli söngraddarinnar er hins vegar ekki alltaf eins augljóst, þótt sjá megi fyrir sér flögrandi fiðrildin í samnefndu lagi. Söngur Ingibjarg- ar Guðjónsdóttur í þessum oft á tíðum strembnu sönglögum er glæsilegur. Textaheftið með plötunni er vel unnið og þar gerir Hjálmar H. Ragnarsson sitt besta til að útskýra það sem fyrir eyran ber þótt það sem lesa má höfði ef til vill frekar til „hinna innvígðu" en hins almenna hlustanda. Hljóðritunin er prýðileg þótt að vísu megi heyra mun á hljóðmynd- inni milli verka. Það kemur reyndar varla að sök þar sem ólíklegt er að menn hlusti á disk af þessu tagi frá upphafi til enda. Hér er hreint ekki um neitt léttmeti að ræða. Tónlistin reynir veralega á hlustandann og ætti helst að höfða til þeirra sem kunna að meta nútímalegt og abstr- akt tónmál. Valdemar Pálsson Karólína Eiríksdóttir Jólaflækja á Höfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.