Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 33
■mrr- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 33 LISTIR Hörður Askelsson kórstjóri ogf organisti önnum kafínn Nýjar bækur HÖRÐUR Áskelsson kórstjóri og organisti kemur við sögu á tveim- ur nýjum geislaplötum sem Hall- grímskirkja gefur út. Á annarri stjórnar hann Schola cantorum en á hinni leikur hann með Daða Kolbeinssyni óbóleikara og Jósef Ognibene hornleikara. Þetta eru fyrstu upptökurnar með söng Schola cantorum sem koma út og nefnist platan Principium. Er þar að finna úrval verka frá 16. og 17. öld eftir Thomas Tallis, Johann Hermann Schein, Carlo Gesualdo og Willi- am Byrd. Aðdraganda útgáfunnar lýsir Hörður með þessum hætti: „Allir sönghópar sem ætla að gera sig gildandi verða að eiga upptökur til að leggja fram. Þetta var farið að há okkur en við lióldum ferna tónleika í Picardie í Frakklandi í haust og fólk sem kom til okkar eftir tónleikana átti vont með að skilja hvers vegna við vorum ekki með geislaplötur til að selja. Á svona hátíðum virkar gcislaplata eins og nafnspjald." Hörður upplýsir raunar að út- gáfa hafi verið á döfinni í um tvö ár en „það hefur dregist eins og gengur“. Schola cantorum leitar sér helst viðfangsefna í tónlist endur- reisnarinnar, barokktíinans og tuttugustu aldar. Ástæðan fyrir því að 16. og 17. öldin eru í brennidepli á þessari plötu er, að sögn Harðar, einfaldlcga sú að fyrstu verkefni kórsins, eftir að hann var stofnaður 1996, voru af þessu tagi. „Það kom af sjálfu sér að við byrjuðum á þessu.“ Latneska orðið Principium merkir upphaf á íslensku. Segir Hörður heiti plötunnar skírskot- un til þess að þetta eru fyrstu upptökur kórsins sem gefnar eru út og um leið að efnið er sótt aft- ur til upphafsskeiðs kórtónlistar í heiminum. Kemur við sögu á tveimur nýjum geislaplötum Morgunblaðið/Þorkell Hörður Áskelsson kórstjóri og organisti f Hallgrímskirkju. Átján söngvarar syngja í Schola cantorum hverju sinni en 24 raddir heyrast á plötunni, þar sem nokkrar mannabreytingar hafa orðið frá því kórinn var sett- ur á laggirnar. Hörður segir kór- inn samanstanda af fólki sem hafi ánægju af því að taka að sér krefjandi verkefni. „Þetta er mjög gott söngfólk sem getur ráðist í hvað sem er. Við erum til dæmis að vinna að mjög kröfuhörðu verkefni um þessar mundir.upptökum á kór- verkum Jóns Leifs ásamt Sinfón- íuhljómsveit fslands fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS. Nefni ég þar sérstaklega verkið Hafís, sem við sungum á tónleikum í fyrra- vetur. Það hefur verið fimbulkalt faðmlag." Að sögn Harðar er stefnt að því að næsta geislaplata, þar sem kórinn verður einn á ferð, hafi að geyma islenska samtímatónlist. Óbó, horn og orgel Geislaplata Harðar, Daða og Jósefs, sem þeir kalla einfaldlega Óbó, horn og orgel, spannar tvenna tíma í tónlistarsögunni, barokk og rómantík. Verkin eru eftir Tomaso Al- binoni, Georg Philipp Telemann, Allessandro Marcello, Jean Babt- iste Loeillet, Camille Saint Saens, Richard Strauss, Joseph Reinber- ger, Carl Nielsen og Charles Gounod. Öll eiga þau það sam- merkt að vera umrituð. „Á því er afar einföld skýring - þessi hljóðfærasamsetning er ekki til. Við leikum líka bara eitt af þessum verkum saman allir þrír, hin eru öll fyrir tvö hljóð- færi,“ segir Hörður. En hvernig kom þeim þetta þá til hugar? „Við héldum tónleika saman fyrir um þremur árum og fannst þetta svo falleg og óvenjuleg blanda að hún ætti erindi til fólks. Þess vegna réðumst við í gerð þessarar plötu. Fyrstu við- brögð eru líka öll á einn veg - fólki, sem hefur heyrt plötuna, þykir þetta mjög fallegt." Hörður ber lof á blásarana tvo, þeir séu ekki aðeins frábærir tónlistarmenn, heldur þaulvanir upptökum líka. „Þeir hafa reynd- ar ekki gert mikið af því að leika cinleik á plötum en tekið þeim mun rneira upp með Sinfón- íuhljómsveit, Islands og Blásara- kvintett Rcykjavíkur. Þetta eru einstaklega vandvirkir menn.“ Við gerð þessarar plötu kveðst Hörður öðrum þræði hafa verið að sinna þeirri „skyld u “ að hljóðrita á orgelið í Hall- grímskirkju. Og fleiri verkefni eru í farvatninu. „Orgel og trompettar eru alltaf vinsæl sam- setning og líklega verða þau hljóðfæri í forgrunni í næstu upp- tökum.“ Stafræna hljóðupptökufélagið annaðist upptökur á báðum plöt- um í Hallgrímskirkju og tækni- maður var Sveinn Kjartansson. Er Hörður hæstánægður með ár- angurinn. Fagmennskan hafi ver- ið í fyrirrúmi. • ÍSLENSK knattspyrna er eftir Víði Sigurðsson. Þetta er 19. bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sínaárið 1981.1 henni er sagt frá öllu sem gerðist í knattspyrnu hér á landi á þessu ári og í sérstökum köflum er fjallað um hverja deild íslandsmótsins fyrir sig, um bik- arkeppnina, yngri flokka, landsleiki í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki og um atvinnumennina erlendis. Þá eru viðtöl við 15 ein- staklinga. Utgefandi er Skjaldborg. Bókin er 176 bls., prentuð í Grafík. Verð: 4.480 kr. Víðir Sigurðsson • ORÐSINS list á öldinni: Islensk hugsun - í ræðu og riti á tuttugustu öld hefur Jónas Ragnarsson tekið saman. I bókinni eru birt sýnis- horn af orðsins list á Islandi síð- ustu hundrað ár- in, einkum brot úr ræðum, rit- gerðum og grein- um. Leitað hefur verið fanga í jónas hundruðum Ragnarsson heimilda og er af- raksturinn úrval eftir 250 höfunda sem myndar nokkurs konar spegil samtíðarinnar á hverjum tíma. Tvö til fimm dæmi eru frá hverju ári al- darinnar. Þessi bók er í sama flokki pg handbækurnar Dagar íslands og Islendingar dagsins. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 224 bls., prentuð í Odda. Aftast í bókinni eru höfundaskrá og efnisat'riðaskrá. Ljósmynd á bókar- kápu tók Páll Stefánsson. Verð 2.880 kr. Ég hlæ til að gráta ekki TONLIST Geislaplölur LESTERYOUNG „The complete studio sessions on Verve.“ Átta geislaplötur þar sem Lester Young leikur ásamt hljóm- sveitum sínum. Hljóðritað á ár- unum 1946-59. Verve/Skífan 1999. ÞAÐ má segja að allur saxófónleikur djasssögunnar kristallist í tveimur mönnum: Coleman Hawkins og Lester Young - þeim heita og þeim svala. Coleman Hawkins gerði saxó- fóninn að djasshljóðfæri og mótaði allan saxófónleik þar til Lester Young kom til sögunnar. Hawkins var átta árum eldri en Lester og voldugur tónn hans, breiður og titr- andi, mjúkur eða urrandi, er enn uppspretta djassleikara. Tónn Lest- ers var annarrar gerðar, titringslaus og ljós, og mátti rekja til Frankies Trumbauers. Tónn Lesters og stíll átti eftir að kollvarpa djassinum og marka upphaf hins svala djass og voru bæði Stan Getz og Gunnar Ormslev lærisveinar hans. Heitasti Lester Young-aðdáandi sem ég hef kynnst var bandaríski listmálarinn Leeland Bell, sem kvæntur var Lovísu Matthíasdóttur. Þegar ég hitti hann fyrst söng hann Lester Young sóló frá Count Basie árunum fyrir mig. Það varð upphaf að vináttu er entist það sem hann átti eftir ólifað og mikið var gaman að hlusta á Lester, Pops og Lady Day með honum eða heyra hann flytja innblásinn fyrirlestur um mál- aralist í Háskóla Islands og nota hin ýmsu sóló Lesters til að greina mál- verkin sem varpað var á tjald í fyrir- lestrasalnum. Það held ég sé í eina skiptið sem ég botnaði meira í út- skýringum á maleríi en fræðingarn- ir. Lester Young gekk í gegnum ým- is tímabil í list sinni. Þó breyttist stíll hans aldrei í grundvallaratrið- um. Það var frekar lífsreynslan og hrörnun líkamans sem mörkuðu tímabilin en stílfræðin. Mörgum þótti sem tónlist Lesters, einsog einkavinkonu hans Billie Holliday, hrakaði er líkamlegur þróttur dvín- aði - en það er reginfirra. Þótt tækn- inni færi aftur tókst þeim alltaf að koma tilfmningum sínum til skila í tónlistinni og með aldrinum dýpkaði sköpunin þótt æskuþrótturinn væri fjarri. Það var þó ekki aldurinn sem rændi þau þeim þrótti heldur misk- unnarlaust líferni og það eru fjöru- tíu ár síðan þau kvöddu þessa líf- stjörnu. Lester fimmtugur en Billie fjörutíu og sex ára. Hún kallaði hann Pres en hann hana Lady Day. í ár eru níutíu ár liðin frá fæðingu Lesters Youngs og löngu tímabært að heildarútgáfa á hljóðvershljóðrit- unum hans fyrir Verve - fyrirtæki Norman Granz - kæmi út. Það hefur nú gerst, diskarnir átta og útgáfan hin glæsilegasta. Spannar allt frá tríóupptökunum með Nat „King“ Cole og Buddy Rich frá því í mars 1946 til hinna döpru daga er Lester hélt í síðasta sinni í hljóðver í París í mars 1959, örfáum dögum áður en hann flaug sína hinstu för yfir Atlan- tshafið, fékk innvortis blæðingar á leiðinni. Kominn til New York reyndi vinkona hans að fá hann til að leita læknis en þess í stað hélt hann á hótel sitt og drakk sleitulaust þar til hann missti meðvitund. Er læknir kom var Lester látinn og þar með lokið einu sárasta lífshlaupi djass- sögunnar. A tríóupptökunum með Cole og Rich er Lester í fínu formi og breik- in á I found a new baby gulls ígildi. Blúsar og ballöður streyma fram næstu árin. Ég hef alltaf haldið sér- staklega upp á Polka dots and moonbeams, eða Lady moonbeams einsog Lester nefndi lagi, tekið upp 1949 með Hank Jones, Ray Brown og Rich. Lest- er kunni alltaf texta laganna sem hann lék og hann hlustaði fyrst og fremst á söngvara, Billie, Frank Sinatra, Kay Starr og Jo Staf- ford.“ Blúsarnir frá þessum árum heldur ekkert einsog Undercover girl blues þarsem John Lewis, Gene Ramsey og gamli vopnabróðir hans úr Basiebandinu, Jo Jon- es.Jeika með honum. Ái-ið 1952 hljóðritaði Lester frá- bæra skífu með tríói Oscars Peter- sons og þar söng hann meira að segja lagið It’s take two to tango, sem ekki var ætlað til útgáfu því þá hefði hann ekki breytt textanum (drop your drawers o.s.frv.), en er komið á disk samt. Hann var í góðu líkamlegu formi þarna en sömu sögu er ekki að segja frá upptökunum með Harry „Sweets „ Édinson frá 1955. Edinson var mikill vinur Lest- ers og það var Lester sem gaf hon- um viðurnefnið „Sweets“. Kraftmik- ið expressjónískt tónamál „Sweets" og brothættur impressjónismi Lest- ers voru miklar andstæður og þess heidur vegna þess að Lester var svo illa á sig kominn til líkamans að hann varð að stytta alla tóna, átti erfitt með að blása nema tvo takta sam- fellt, var hættur að ráða við hraðara tempó og plastikblað- ið sem hann notaði olli honum oft vandræð- um. Þótt þessar upptök- ur séu ekki vel heppn- aðar, er hann í góðu formi árið eftir þegar Teddy Wilson, Roy Eldridge, Vic Dicken- son, Gene Ramsey og þeir Basie-bræður, Freddie Green og Jo Jones, hljóðrita með honum tvær breiðskíf- ur. Þar er hver perlan annarri betri; millitempó og ívið hraðara; Love is here to stay, Love me or leve me, All of me, og meira að segja er hann í essinu sínu í vel hröðu tempói einsog í Gigantic blues. Eftir þessar upptökur lá leiðin niður, en það er ekki þarmeð sagt að ekki hafi komið ýmis snilldaiwerk frá hans hendi þrátt fyrir það. Hinn 7. og 8. febrúar 1958 var Lester í hljóðveri með „Sweets“ og Roy Eld- ridge ásamt hrynsveit. Þá blés hann bæði í klarinett og tenór. Lester hafði stundum blásið í klarinett í gamla daga með Basie, en meðan hann var hjá greifanum var klarin- etti hans stolið. Þetta var málmklar- inett og Lester blés ekki aftur í það hljóðfæri fyrren á upptökum með Sweets í júlí 1957. Lester var nýkominn af spítala er febrúarupp- tökurnar voru gerðar og mun betur á sig kominn en 1957, en hvernig heilsufari hans var þá háttað má best sjá í einu af þeim fáu kvik- myndabrotum er til eru með honum, þegar hann blæs sólóið undursam- lega í Fine and mellow með Billie Hoiliday í sjónvarpsmyndinni Sound of jazz seint á árinu 1957. Þar hafa máske fæstir tónar verið blásnir af mestum sársauka og tilfinningan- æmi í tónlistarsögunni. Tenórleikur Lesters í Please don’t talk about me when I’m gone og klarinettublástur- inn í They can’t take that away from me hafa fylgt mér á fjórða áratug og enn fæ ég tár í augun er ég heyri Lester blása sögur sínar. Tæknin er farin veg allrar veraldar og sálin stendur ein og nakin frammi fyrir hlustandanum. „Ég heyri enga sögu,“ sagði Lester gjarnan ef hon- um líkaði ekki sóló hjá einhverjum og hann kunni svo sannarlega að segja sögu í sólóum sínum - og það er kannski helsti galdurinn þegar alltkemur til ails. Ymsar tökur eru á þessum disk- um sem aldrei hafa verið gefnar út áður og er mikill fengur í túlkun hans á Blue and sentimental frá febrúarupptökunum 1958 þarsem hann blæs í tenór, en á upptökunni frægu, með hljómsveit Count Basie 1938, blés hann í þessum ópus í klar- inett. Hljóðversupptökur Lester Youngs fyrir Verve er minnisvarði um einn helsta snilling djasssögunn- ar. Manninn sem hafði meiri áhrif á Miles Davis en margan grunar og þó hann væri ekki nýjungagjarn má bæði rekja hinn svala djass og mó- dalspunann til hans. Vernharður Linnet DAVE GEI.LY lester Y013NG Lester Young á tónleikum árið 1953.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.