Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 40

Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJARVEITINGA- VALDIÐ OG HEIL- BRIGÐISKERFIÐ * OLAFUR Orn Arnarson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið í gær og sparar ekki stóru orðin í garð blaðsins. Grein hans nefnist „Furðuleg forystugrein“ og fjallar um leiðara Morgun- blaðsins sl. föstudag. Þá sagði Morgunblaðið m.a.: „I þessu sambandi má minna á, að í Bandaríkjunum gilda svo strangar reglur um eyðslu umfram fjárlagaheimildir, að þegar peningarnir eru búnir stöðvast tiltekin starfsemi ríkisins frá þeim degi.“ í tilefni af þessum ummælum segir yfirlæknirinn: „í þessum skrifum kemur fram ótrúleg van- þekking Morgunblaðsins á stöðu mála.“ Er það svo? Á undanförnum misserum hefur Morgun- blaðið hvað eftir annað lýst þeirri skoðun, að komið sé að endimörkum þeirrar niðurskurðarstefnu, sem ríkt hefur á sjúkrahúsunum allan þennan áratug. Nú í góðærinu eigi landsmenn að horfast í augu við það, að þjóðin sjálf vill búa við sjúkrahúsaþjónustu í fremstu röð meðal þjóða heims. Það kosti peninga að tryggja slíka þjónustu og þá peninga eigi að greiða. Fjárveitingavaldið hefur hins vegar ekki verið tilbúið til að mæta auknum rekstrarkostnaði sjúkrahúsanna með fjárveitingum sem hafa dugað. Þess vegna koma upp á hverju ári umræður um fjárhagsvanda sjúkrahúsanna. Verulegur hluti kostnaðar sjúkrahúsanna er launakostnað- ur. Hver semur um laun við starfsmenn heilbrigðiskerfis- ins? Það er að sjálfsögðu ríkið. En sá sami aðili hefur tregð- ast við að mæta afleiðingum eigin gerða með auknum fjárveitingum. Nú er auðvitað Ijóst, að það er nauðsynlegt að hafa stöð- ugt aðhald í rekstri, hvort sem um er að ræða sjúkrahús eða annan rekstur. Slíkt aðhald á að vera sjálfsagður þátt- ur í öllum rekstri en ekki einungis að koma til við sérstakar aðstæður. Þess vegna er sjálfsagt að fjárveitingavaldið veiti sjúkrahúsunum sterkt aðhald eins og öðrum opinber- um stofnunum og fyrirtækjum. Þegar Morgunblaðið hins vegar leggur til að bandaríska fyrirkomulagið verði tekið upp, þ.e. að hætt sé að borga peninga þegar þeir eru búnir jiannig að starfsemin stöðv- ist, er það ekki fyrst og fremst til þess að refsa yfirmönnum sjúkrahúsanna fyrir að fara fram úr fjárlagaheimildum. Markmiðið er auðvitað að knýja fjárveitingavaldið til raun- sæis í fjárveitingum. Hvaða þingmaður vill bera ábyrgð á lokun sjúkrahúsanna? Reglulegar og árlegar umræður um fjárhagsvanda sjúkrahúsanna eru niðurlægjandi fyrir starfsfólk þeirra. Þetta fólk á réttmæta kröfu á því að það sé ekki sett í þá stöðu ár eftir ár að umræður hefjist um meinta óstjórn á sjúkrahúsunum. Það er engum til góðs að fjárveitingavald- ið bregðist alltaf við eftir á. Tæpast leikur nokkur vafi á því, að það er vilji þjóðarinnar að hér verði haldið uppi full- kominni heilbrigðisþjónustu, sem jafnast á við það bezta sem þekkist í öðrum löndum. En slík heilbrigðisþjónusta kostar peninga. Standi þingmenn frammi fyrir því að sjúkrahús og aðrar opinberar stofnanir loki þegar fjárveitingar eru búnar munu þeir vanda betur fjárlagagerðina í stað þess að gagn- rýna forsvarsmenn sjúkrahúsanna eins og þeir gera nú. Þegar Morgunblaðið segir, að „alvarlegur misbrestur sé auðsjáanlega í fjármálalegum rekstri heilbrigðiskerfisins“ er það rétt en það er ekki þar með sagt að sá misbrestur sé á sjúkrahúsunum. Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, á þess vegna að standa með Morgunblaðinu í þeirri tillögu að bandaríska aðferðin verði tekin upp. Hún er ekki andsnúin hagsmunum sjúkrahús- anna eins og yfirlæknirinn virðist telja heldur þvert á móti stuðningur við málstað þeirra. Aðhald í rekstri er eitt. Óraunsæjar kröfur um niður- skurð eru annað. Stjórnvöld hafa falið Magnúsi Péturssyni, fyrrum ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, það erfiða verkefni að koma rekstri sjúkrahúsanna í viðunandi horf. Það er mikið verkefni og tekur nokkur ár en ekki nokkra mánuði. Stjórnvöld þurfa að veita forstjóra spítalanna tveggja stuðning við að ljúka því verki m.a. með því að taka upp raunsæjar fjárveitingar til spítalanna. Góð heilbrigðisþjónusta er dýr. Lyf eru dýr. Tæki eru dýr. Menntun lækna og annarra sérhæfðra starfsmanna er dýr. Þetta er allt dýrt en þjóðin getur hins vegar ekki hugs- að sér neitt annað en það bezta. Og þess vegna verða skatt- greiðendur að vera tilbúnir til að borga og eru það áreiðan- lega í þessu tilviki. Aform um samræmdan f]ármagnstekjuskatt eru mikið þrg Stefnt að nýrri mála- miðlun inn- an hálfs árs Ráðamenn ESB höfðu einsett sér að ná á nýafstöðn- um leiðtogafundi í Helsinki samkomulagi um aðgerð- ir gegn því sem kallað er „skaðleg skattasamkeppni“ milli aðildarríkjanna. Þetta mistókst, að sögn Auðuns Arnórssonar, aðallega vegna andstöðu Breta sem óttast að samræmdur fjármagnstekjuskattur, sem er hluti áformanna, geti skaðað viðskipti á verðbréfa- markaðnum í Lundúnum. STADIÐ var upp frá samninga- borðinu í Helsinki á laugar- daginn án þess að ðnnur nið- urstaða hefði fengizt í deiluna um sameiginlegar aðgerðir ESB-ríkj- anna gegn „skaðlegri skattasam- keppni" en sú, að áfram skyldi reynt að ná málamiðlun. í samþykkt leiðtoganna er því sleg- ið föstu, að allir þeir borgarar sem lög- heimili hafi í Evrópusambandinu skuli greiða lögboðinn skatt af öllum sínum fjármagnstekjum. Nefnd háttsettra embættismanna er falið það verkefni að finna út úr því hvernig þessu markmiði verði bezt náð. Lagt er til að útgangspunktur þessa starfs verði málamiðlunartillaga sem fram- kvæmdastjórn ESB og formennsku- ríkið Finnland lagði fram 7. desember sl., sem snýr aðallega að mesta deilu- málinu, en það er að hve miklu leyti áf- orm um innheimtu fjármagnstekju- skatts skuli ná til evru-skuldabréfa (Eurobonds). Þýzki ríkiskassinn verður af mestu fé Skatturinn, sem mest er deilt um, hefur að markmiði að ná til fjármagn- stekna sem einstaklingar í einu ESB- landi fá af inneign í öðru ESB-landi. Gefi þessir einstaklingar þessar tekjur ekki upp til skatts í heimalandi sínu af sjálfsdáðum komast þeir - að óbreyttum reglum - upp með að greiða engan skatt af þeim. Hafa til- lögurnar gert ráð fyrir að hinn sam- ræmdi ESB-fjármagnstekjuskattur verði 20%. Hugmyndin var að hver fjármálastofnun, sem geymir fé eða verðbréfaeign einstaklinga með lög- heimili í öðru ESB-landi, sjái um að halda nýja skattinum eftir í hvert sinn sem hún greiðir út fjármagnstekjur. Gert var ráð fyrir að hvert ESB-land gæti valið hvort það færi þá leið að skylda allar fjármálastofnanir sem innan þess starfar til að sinna þessari skattheimtu, eða að öðrum kosti að skylda þær til að miðla upplýsingum um slíkar fjármagnstekjugi-eiðslur til skattheimtuyfírvalda í heimalandi innistæðueiga- ndans. Með þessu myndu ESB-löndin „hætta að vera hvert öðru skatta- paradís," eins og The Economist hefur eftir ótil- greindum stuðningsmanni tillagn- anna. Þýzk stjórnvöld hafa lagt mesta áherzlu á að áformin komizt til fram- kvæmda, en fyrstu tillögurnar um þau voru settar fram í nafni framkvæmda- stjómar ESB fyrir rúmum tveimur árum. Þýzki ríkiskassinn verður af miklum tekjum við það að einstakling- ar sleppa við að greiða fjármagnstekj- uskatt af sparifjáreign, sem þeim ber að þýzkum lögum, með því að pakka fénu í tösku og aka sem leið liggur í banka handan landamæranna, fyrst og fremst í Lúxemborg og Sviss. Bankaleyndin sem í þessum löndum er í hávegum höfð veldur því að þýzk skattheimtuyfirvöld fá aldrei upplýs- ingar um hve miklar fjármagnstekjur þýzkir aðilar hafa af inneign í bönkum utan landamæranna. Lúxemborgarar hafa því af skiljanlegum ástæðum ver- ið, auk Breta, tregastir til að sam- þykkja samræmingaráformin, en hin 13 ríldn eru öll orðin sammála um þau. Bankar haldi eftir skatti eða upplýsi skattayfirvöld Tilgangurinn með áformunum er fyrst og fremst að ná til sparifjár ein- staklinga, ekki stofnanafjárfesta, en slíkir eru langatkvæðamestir á alþjóð- legum skuldabréfamörkuðum. En jafnvel í viðskiptum á skuldabréfa- markaðnum yrði bönkum uppálagt að veita upplýsingar um hina tiltölulega fáu einkafjárfesta, til þess að fjár- magnstekjuskatturinn nái til þeirra líka, að eitt gangi yfir alla. Það er þetta sem Bretar eru mest andsnúnir. Þeir halda því fram, að skriffinnskan og kostnaðurinn sem þetta hefði í för með sér yrði evru- skuldabréfamarkaðnum (Eurobonds) fjötur um fót, sem veltir gríðarháum fjárhæðum á fjármálamarkaði Lund- úna. Óttast þeir að þetta kunni að flæma stóran hluta viðskiptanna með evru-skuldabréf út úr Evrópusam- bandinu. Svissneskir bankamenn myndu sjá sér þar leik á borði. Bretar minna líka gjaman í þessu sambandi á, að hin miklu umsvif Lundúnamark- aðarins í alþjóðlegum skuldabréfavið- skiptum megi að hluta til þakka því, að bandarísk stjómvöld gerðu á sjöunda áratugnum tilraun með fjármagns- tekjuskatt sem einnig næði til skulda- bréfa. Þá fluttust þessi viðskipti að miklu leyti frá New York til Lundúna. Afstaða brezku stjórnarinnar til ESB-skattatillagnanna hefur því verið sú, að taka þá aðeins í mál að ræða hina nýju skattheimtu ef evruskulda- bréfamarkaðurinn yrði undanþeginn henni. Flest önnur ESB-lönd hafa hafnað slíkri undanþágu, aðallega á gmndvelli þess að hið sama verði að gilda um stóra einkafjárfesta sem hina smærri þegar kemur að skattheimtu af sparnaði fólks. Margir hafa skilning á röksemdum Breta, en telja ályktanh' þeirra um væntanlegar afleiðingar vera ýktar. Þrjár leiðir Nú, þegar fyiir liggur að engin nið- urstaða náðist í málinu á Helsinki- fundinum, má í grófum dráttum reikna með að möguleikar þeirra sem vilja koma fjármagnstekju- skatts-áformunum í framkvæmd séu þrenns konar. Sú leið var valin að fela sérskipaðri nefnd háttsettra embætt- ismanna að halda áfram að vinna að Óttast f lótta skuldabréfa- markaðarins frá Lundúnum Frá leiðtogafundinum í Helsinki. To (fremst t.v.), stóð í nafni hagsmuna li Lundúna fastur á því að láta ekki ui samræmdan fjár lausn málsins, með það fyrir augum að það verði loks til lykta leitt á leiðtoga- fundinum í júní nk., undir lok for- mennskutíðar Portúgals. Þessi leið getur þó þá aðeins reynzt skynsamleg, að ástæða sé til að ætla að forsendur breytist þannig að málamiðlun verði möguleg. Ein hugmyndin þar að lút- andi er sú, að Bretum yrðu veittar þær undanþágur sem þeir sækjast eft- ir, en með þeim fyrirvara að þær verði takmarkaðar síðar. Annai' möguleiki hefði getað verið sá, að fresta ákvörðun um fjármagns- tekjuskattsáformin um tvö til þrjú ár, eða þar til Bretar hafa tekið ákvörðun um aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu, EMU, og er ekki óhugs- andi að þessi leið verði þrautalending- in þrátt fyrir að ákveðið hefði verið að reyna að finna lausn innan næstu sex mánaða. I viðræðum ESB-fjármála- ráðhen'anna um málið kom fram sú hugmynd, að það mætti setja Bretum það skilyrði fyrir EMU-aðildinni, að þeir samþykktu líka skattareglurnar. Þriðji möguleikinn, sem The Econ- omist nefnir, er að þau ríki sem sé mikið í mun að koma þessum skatti á fylgi þeim vilja eftir á vettvangi við- ræðna ESB-ríkjanna um endurskoð- un stofnsáttmálans og endurkipulag- ningu stofnanakei'fisins, sem ákveðið hefur verið að gera á næsta ári vegna hinnar tilvonandi fjölgunar aðildar- ríkja sambandsins. Eitt þeirra mála sem þar verða ofarlega á dagskránni er útvíkkun þess sviðs, þar ________ sem ákvarðanir eru teknar Gððti I með auknum meirihluta í Blair-! stað samhljóða samþykkis. jnnj A Búast má við að hart verði ... . 1 tekizt á um hvort skatta- mál eigi að verða eitt þess- ara sviða. Bretar gætu beitt neitunar- valdi gegn slíkri breytingu, jafn örugglega og þeir geta hindrað sam- komulag um fjármagnstekjuskattinn. En ríkisstjórn Tonys Blairs, sem hef- ur verið í mun að byggja upp þá ímynd að hún fylgdi uppbyggilegri stefnu í Evrópusamstarfínu, gæti reynzt það pólitískt dýrkeypt að reyna að halda uppi vörnum fyrir skuldabréfamarkað Lundúna af sama krafti og hingað til. Hinar yfirgnæfandi deilur um fjár- magnstekjuskattinn hafa varpað hin- um tveimur meginþáttum tillagnanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.