Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
,Stórgróðinn af stóriðjunni
Á NÝLEGRI ráðstefnu um arð-
semi virkjana flutti Egill B. Hreins-
son fyrirlestur um hagkvæmni orku-
sölu til stóriðju sem fínna má á
vefnum. Línurit hans, „Hagkvæmni
stærðarinnar í íslenskum virkjun-
um“, sýndi virkjunarkostnað sem
86,53 x0,778 Gkr (milljarðar króna),
þar sem x er stærð virkjunarinnar í
GWh (milljón kWstundir) á ári.
Kostnaður af 1000 GWh virkjun er
þá 18,67 kr/kWh/ár.
Þeirri stærð ná virkjanirnar þrjár
J Þjórsá og Blönduvirkjun sem fram-
leiða rúmlega 80% af raforku
Landsvirkjunar. Stofnkostnaður
Landsvirkjunar af þeim 5.497 GWh
sem hún framleiddi og seldi 1988
ætti þá ekki að vera meiri en þær
103 Gkr sem fást með margföldun á
magninu og verðinu. Eiginlega tals-
vert minni því eðlilega virkja menn
fyrst hagkvæmustu virkjanirnar. Á
Fljótsdalsvirkjunarverði Egils (22
Gkr/1.390 GWh, 15,60 kr/kWh) ætti
stofnkostnaður Landsvirkjunar að
vera 86 Gkr.
En stofnkostnaður eigna Lands-
virkjunar í árslok 1988 er bókaður
sem 160 Gkr, svo ef tölur Egils eru
réttar, þá eru eignirnar verulega of-
metnar. Eigið fé Landsvirkjunar
"'gæti þá verið neikvætt og Lands-
vh'kjun gjaldþrota fyrirtæki sem
lögum samkvæmt væri skylt að gera
upp.
Egill reiknar með 8% vöxtum, 1%
rekstrarkostnaði og með aukningu
markaðar sem er 50-60 GWh á ári.
Athyglivert er að Egill reiknar með
sama virkjunarkostnaði fyrir al-
menning og stóriðju. Halda mætti
samt að fyrir sömu orku þyrfti bæði
meira uppsett afl og
stærri miðlun þegar
virkjað er fyrir al-
menning. En með svo
litlum markaðsvexti er
almenningur 23-28 ár
að fullnýta Fljótsdals-
virkjun sem þýðir að
kostnaðarverð rafork-
unnar frá henni er 3,41
kr/kWh fyrir þann
markað.
Þá er lítið á þeirri
virkjun að græða, því
söluverð til almenn-
ingsveitna var ekki
nema 2,80 kr/kWh árið
1988. Að nota slíkt verð
á stórvirkjun til al-
mennings til niðurgreiðslu á verði til
stóriðjunnar er jafn ólöglegt og allar
þær smávirkjanir sem tíndar voru til
fyrir Norðurál og hefðu verið nánast
jafnódýrar (1 kr/kWh) fyrir almenna
markaðinn. Það er ekkert leyfilegt
eins og Egill reynir að gera að velja
eitthvert markaðshlutfall sem lág-
markar verðið til stóriðjunnar. Lög-
in segja skýrt að lágmarka beri
verðið til almenningsveitnanna.
En Fljótsdalsvirkjun er og verður
ekki fyrir almenning heldur stóriðju
og þá skiptir aukning almenna
markaðarins ekki máli. Stóriðjan
kaupir sem kunnugt er alla orkuna
strax og virkjunin er reist eins og
Blönduvirkjunardæmið sannaði
best!
Þá þarf bara að reikna með um-
ræddum 8% vöxtum og 1% rekstrar-
kostnaði og verkfræðiprófessorar
Háskólans ættu að vera nægilega
vel að sér í vaxta- og prósentureikn-
ingi til að reikna t.d. 1
og 8% af 18,67 kr.
Egill notar reyndar
líka flýtireikninga en
óháð reikniaðferðinni
reiknar Egill ekki með
öðrum kostnaði eins og
vöxtum á byggingar-
tíma, spennistöðvum,
háspennulínum, stjórn-
un, rannsóknum, opin-
berum gjöldum eða af-
skriftum, neitt fremur
en hann sá að framan
þörf á að taka auka-
atriði eins og afl- og
miðlunarþörf með í
reikninginn. Sá endur-
nýjunarkostnaður sem
hann ræðir en reiknar ekki með er
aðeins 0,08%, (60 ára líftími, 8%
vexth'), og kemur ekkert í staðinn
fyrir þær eðlilegu 2,35% afskriftir
sem Landsvirkjun reiknar þó með.
Hvað þá að hann reikni með ein-
hverjum greiðslum fyrir náttúru-
auðlindina eða (fórnar)kostnaði við
kaup eða sölu á kolsýrulosunarkvót-
um, innanlands eða milli landa, enda
víst allir sammála um að fúafenin
norðan Vatnajökuls séu ekki Nesja-
vallavirði og að íslendingar eigi að
fá að auka kolsýrulosun sína meira
en allir aðrir, helst bara eins og þeim
sýnist?
Og 1% í rekstur er engin ofrausn.
1988 var rekstrarkostnaður Lands-
virkjunar fyrir utan afskriftir jafn
fjármagnskostnaðinum. 1987 var
rekstrarkostnaðurinn helmingi
hærri en fjármagnskostnaðurinn.
En Egill reiknar með því að rekstr-
arkostnaðurinn sé aðeins 1/8 af fjár-
Orka
s
Hvaða Islendingar vilja
svo fjárfesta í sí-
minnkandi eigin fé
Landsvirkjunar, spyr
Einar Júlíusson, meðan
hlutabréf hækka og
hækka í öðrum fyrir-
tækjum?
magnskostnaðinum, þ.e. 8-16 sinn-
um lægra hlutfall en var '87-88.
Jafnvel þótt Egill reikni með svo
örlitlum rekstrarkostnaði og alls
engum öðrum kostnaði né afskrift-
um, reikni eigið fé Landsvirkjunar
niður í ekki neitt og lækki vextina úr
8 í 6% (í 0% á byggingartíma) þá
reiknast honum kostnaðarverð frá
Fljótsdalsvirkjun samt 1,14 kr/kWh
sem er talsvert meira en þeir 88 aur-
ar/kWh sem leyndarmál er að
Landsvirkjun fékk fyrir stóriðju-
rafmagnið árið 1988. Ekki virðist
áhugi Norsk Hydro vera slíkur að
þeir vilji borga meira en aðrir og
ráðherra mun vafalaust þvinga
Landsvirkjun til að taka kauptilboði
þeirra nema það sé langt undir um-
ræddum 88 aurum.
Með því að hafa virkjun að hluta
fyrir almenning og að hluta fyrir
stóriðju má auðvitað lækka verðið til
stóriðjunnar. Ef t.d. virkjunin er að
hálfu fyrir almenning og að hálfu
Einar
Júlfusson
fyrir stóriðju og almenningur er lát-
inn borga tvöfalt kostnaðarverð þá
þarf stóriðjan ekki að borga neitt.
Landsvirkjun hefur alltaf reiknað
kostnaðarverðið til stóriðjunnar
þannig. Hún hefur lagt í 75 milljarða
króna fjárfestingar fyrir stóriðju-
virkjanir sem gefa henni ekki í
tekjur nema 3 milljarða á ári. Það er
rétt fyrir rekstrarkostnaði, en lítið
upp í afskriftir og vexti, hvað þá ein-
hvern arð eða eiginfjáraukningu.
Svo fullyrða stjórnarmenn Lands-
virkjunar að stóriðjan sé búin að
greiða virkjanirnar niður og þær
mali okkur gull! Er ekki mál að linni
þessu fjárfestingafylliríi?
Á núvirði er þessi fjárfesting í
virkjunum til stóriðju 1966-1997 yfir
150 milljarðar króna. Þá er fram-
reiknað með 4% reiknivöxtum eins
og í bullmati Landsvirkjunar á þjóð-
hagslegum áhrifum stóriðju 1966-
1997. Þjóðhagsleg áhrif mjólkur-
máls sem fór til spillis á miðöldum er
þó miklu meira samkvæmt sömu
bullreikningum.
Hvaða Islendingar vilja svo fjár-
festa í síminnkandi (og hugsanlega
ofmetnu) eigin fé Landsvirkjunar
meðan hlutabréf hækka og hækka í
öðrum fyrirtækjum? Á síðasta ári
nam hagnaður Landsvirkjunar
minna en 1% af eigin fé fyrirtækis-
ins og var þó „veruleg hækkun frá
fyrra ári“ ef trúa má fyrstu setningu
ársskýrslu Landsvh'kjunar. Fljóts-
dalsvirkjun virðist vonlaust fyrir-
tæki rekstrarlega séð, jafnvel þótt
rekstrarkostnaður hennar væri alls
enginn og Ríóráðstefnur, Kýótóbók-
anir og Eyjabakkar séu allt einskis
virði. Það sýndi ráðstefnan um arð-
semi virkjana greinilega, en Alþingi
er alveg trúandi til að reisa hana
samt.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Opið bréf til
Illuga Jökulssonar
EG VERÐ að játa,
að ég er ekki alltaf sátt-
ur við pistla þína. Það
er að nokkru ekki þín
sök, þar sem aðalvandi
þinn er að þig vantar
mótvægi frá öðrum
pistlahöfundum, sem
tekið væri eftir. Eg
man þegar ég var bú-
settur í Þýskalandi, þá
komu oft stuttar hug-
leiðingar, fluttar eftir
kvöldfréttir, athuga-
semdir um atburði líð-
andi stundar. Sumir
pistlahöfundar stund-
uðu rannsóknarblaða-
mennsku í stíl við
vinnubrögð, sem Agnes Bragadóttir
stundaði eitt sinn hjá Morgunblað-
inu. Aðrir gáfu sýn á stöðuna út frá
vinstri eða hægri sjónarmiðum eftir
því sem þeir sjálfir voru staddir í
stjórnmálum. Það er þess vegna leið-
inlegt að upplifa það hér, að einn
maður með frábæra áróðurshæfi-
leika nánast einoki fjölmiðil allra
landsmanna (til hvers er verið að
hafa ríkisfjölmiðil?). Þetta er enn
bagalegra, sökum þess að stundum
eru áróðursaðferðirnar nánast
ósmekklegar. Eg minnist þess t.d.,
að þegar þú talaðir gegn gagna-
grunnsfrumvarpinu þá sagðir þú að
allir þættust geta myndað sér skoðun
á frumvarpinu, jafnvel Árni Johnsen
þingmaður, (án þess að nokkur
rökstuðningur fylgdi með). Slík orð
finnst mér bera vott um hroka og
mannfyrirlitningu, sem eru andstæð
þeim sjónarmiðum, sem þú hefur
haldið á lofti í umfjöllun þinni um
Sigurður
Gunnarsson
Eru rímlagardinumar óhreinar?
Við hreinsum:
Viðarrimia, strimla, pliseruð og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskað er.
síftiM
GSM 897 3634
dómsmál. Þar er ég þér
innilega sammála og þú
ættir að „markaðs-
setja“ þig, þegar þú
fjallai- um önnur mál,
þannig að það sé hægt
að taka mark á þér,
þegar þú fjallar um
einn af hornsteinum
lýðræðisins; réttlæti og
virðingu fyrir lífi og
limum annarra.
Nú þegar ég hef eitt
miklu púðri í að hund-
skamma þig vil ég
hlaða þig lofí. Þú heíúr
til skamms tíma verið
nánast eini málsvari
fórnarlamba ofbeldis-
verka og annarra sem eiga um sárt
að binda og ekki haft neinn þrýstihóp
bak við sig. Þú hefur þorað að opna
munninn, þegar dómskerfið virkar
eins og kall úr fortíð, í ætt við karl-
rembu-fasisma. Þar sem ég er a.m.k.
jafn langt til hægri og þú ert til
vinstri í stjórnmálum er mér (og
væntanlega Hannesi Hólmsteini) það
mikilvægt að skilja ofangreint fyrir-
bæri frá hægri stefnu.
Mikið hefur verið fjallað um nýlegt
tilvik, þannig að ég ætla að reyna að
líta á málin í víðara samhengi, enda
nánast aldrei hægt að fullyrða með
fulhi vissu að maður sé sekur eða
saklaus. Játning getur verið hluti af
þunglyndiseinkenni eða fengið fram
með harðræði. Einnig sannanir geta
verið falskar. Kviðdómur sýknaði
O. J. Simpson vegna þess að stór hluti
svartra hefur vissar efasemdir um
sannanir lögreglu, þar sem hvíth' eru
í meirihluta. Eg mun því ekki ræða
spurningu um sekt eða sýknu, heldur
taka nokkur dæmi, þar sem menn
hafa verið fundnir sekir. Niðurstaða
þessara dóma er svo furðuleg, að
leikmenn eiga erfitt með að treysta
dómgreind dómara við mat á sekt
ákærða. Við fyrstu athugun virðist
sem lögin séu í lagi og dómar ekki í
samræmi við lög. Þarf Alþingi að
setja skýrari lög? Eru núverandi
Dómsmál
Dæmin sýna einkenni-
legt verðmætamat, seg-
ir Sigurður Gunnars-
son. Neðst á listanum
eru örlög barna.
refsirammar of óskýrir þannig að
fordæmi og hefð vegi þyngra en lög?
Þarf að bæta menntun dómara hvað
varðar afleiðingar ofbeldis? Þarf að
bæta menntun lækna og sálfræðinga
t.þ.a. þeir geti gefið skýrari greinar-
gerðir, sem ekki er auðvelt að rang-
túlka? Þarf ekki að dæma menn til
meðferðar og hafa hluta refsingar
skilorðsbundna til að knýja á um
meðferð? Ef meðferð ber ekki árang-
ur kæmi þá til greina rafræn örygg-
isvarsla í stað fangelsis? Lítum á eft-
irfarandi sex dæmi:
1. Misnotkun bains, stjúpfaðir
sem er fundinn sekur er dæmdur til
að greiða hverju barni 300.000 í bæt-
ur og fær 15 mánaða fangelsisvist
enda um endurtekið brot að ræða.
Ekki ákvæði um skilorð m.t.t. með-
ferðar. Málinu ekki skotið til Hæsta-
réttar.
2. Annað dæmi, en nú er það faðir,
en ekki stjúpfaðir. Hæstiréttur mild-
ar dóm undirréttar, lækkar fébætur
vegna þess að faðirinn þarf að greiða
meðlag.
3. Gróf nauðgun, gerandi dæmdur
í tæplega 2 ára fangelsi.
4. Karlmanni nauðgað af karl-
manni. Gerandi dæmdur í ekki
ósanngjarna refsingu, en sem er
helmingi þyngri en í ofangreindu
máli.
5. Maður finnur krítarkort, kaupir
nokkrar jólagjafir fyrir sjálfan sig og
aðra, verðmæti varnings um 300.000.
Dæmdur í héraðsdómi í 16 mánaða
fangelsisvist.
6. Sjoppuræningi (með rýran ráns-
feng) tekinn fastur og sleppt stuttu
síðar, málið talið upplýst. Málinu
virðist vera ruglað saman við þjófn-
að.
Dæmin sýna einkennilegt verð-
mætamat. Mammon virðist tilbeðinn,
því peningar eru í fyrsta sæti. Allra
neðst á listanum eru örlög barna
sem, sem ekkert hafa til saka unnið,
en þó mátt þola ofbeldi og munu
mörg aldrei bíða þess bætur. Fébæt-
ur í fyrsta dæminu eru verri en eng-
ar. Verðmætamatið er brenglað og
ekki í takt við nútímaviðhorf. (Þetta
er þó ekki séríslenskt fyrirbæri; al-
menningur í Belgíu hefur einnig ver-
ið ósáttur við framgang dómsmála).
Nýlegur dómur er því aðeins kornið
sem fyllti mælinn. Þar fór allt á
versta veg:
1. Sakborningur fékk ekki einu
sinni dóm fyrir það, sem hann þó ját-
aði á sig og fær því ekki uppreisn æru
eftir nafnbh'tingu. Ekki hefði átt að
segja stöðu mannsins í fyrstu frétt.
Það er mjög óþægilegt að vera í fá-
mennum hóp, sem liggur undir grun.
2. Lögmaður, sem gerir skyldu
sína, gæti einnig skaðast.
3. Tiltrú almennings á Hæstarétti,
sem lítil var fyrir, verður enn minni.
Gagnrýni um að rétturinn fari í
manngreinarálit á þó líklega ekki við
rök að styðjast, eins og dæmi Kio
Briggs ætti að staðfesta. Hitt er svo
annað mál, að rétturinn getur ekki
leyft sér, að séráliti sé skilað í svo við-
kvæmu máli.
4. Hlutfall nauðgunarmála, sem
ekki verða kærð, mun enn hækka, er
nú mjög hátt og fer líklega vel yfir
90% eftir þennan dóm.
Ég hef verið spurður: Hvað kemur
þér þetta við? Áf hverju ert þú að
ergja þig yfir þessu? Ég spyr á móti:
Erum við virkilega sokkin svo djúpt,
að okkur sé sama ef óréttlætið hittir
ekki okkur eða okkar nánustu? Við
búum í lýðræðisríki og berum sam-
eiginlega ábyrgð. Þeim, sem er sama
um óréttlæti og dapurleg örlög ann-
arra, þeir eru ekki betri en saka-
mennh'nir sjálfir. Sakamennirnir
geta iðrast gjörða sinna og eiga að fá
uppreisn æru þegai' þeir hafa afplán-
að sinn dóm. Við hin, sem gerum okk-
ur sek um skeytingarleysi í garð
óréttlætis og þjáninga annan'a, eig-
um okkar dóm eftir.
Höfundur er heilsugæslulæknir í
Keflavík.