Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 51

Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 51 Kirkjan sem andleg trúar- og fræðslustofnun MIG LANGAR að ræða örlítið málefni sem lengi hafa verið mér hugleikin, en það er kirkjan og innri markmið hennar. Kirkjan er stofnun sem hefur yfir mörgum starfsmönnum að ráða, en prestarnir sjá um að móta stefnumörk hennar og inntak. Þær fréttir hafa borist á undanförnum misser- um að fólk sé að yfir- gefa þjóðkirkjuna. Þetta er nýtt hér á landi þó að fyrir hafi komið á undanförnum áratugum að einn og einn maður hafi sagt sig úr kirkjunni og þá af ein- hverjum sérstökum og, að þvi er oft var talið, óeðlilegum ástæðum. Það vakti svo mikla athygli að menn ræddu það sérstaklega sín á milli. Nú virðist þetta breytt. Fjöldi Kirkjan Kirkjunni er nauðsyn- legt að breyta um áherslur, segir Esther Vagnsdóttir, og auka stórlega miðlun á andlegri fræðslu. manns segir sig úr þjóðkirkjunni og menn yppta bara öxlum og segja: Jæja, þau um það. En hver skyldi vera ástæðan fyrir þessari ákvörð- un? Þegar komið er í kirkju á venju- legum sunnudegi er algengt að sjá fáeinar hræður á kirkjubekkjunum, undantekning ef kirkjan er hálfset- in. Um stórar kirkjuhátíðir gegnir öðru máli, en þá eru kirkjurnar oft fullsetnar. Til hvers förum við í kirkju? Mín tilfinning er sú að við förum til að heyra orð af vörum prestsins sem veitir ferska sýn á til- veruna, eitthvað til að byggja á og auka von, við komum til að skynja það inntak sem veitir aukinn skiln- ing á göngu okkar gegnum lífið. Við komum líka til að heyra fræðslu um lögmál tilverunnar og hvernig við getum lifað samkvæmt þessum lög- málum til að öðlast meiri innri frið og sátt við okkur sjálf og umhverfi okkar. Mannssálin þráir þann skilning á trúnni sem styðst við heilbrigða skynsemi og veitir raunsanna sýn á það ferli sem við erum að ganga í gegnum og kallast jarðlíf. Þetta ferli er margþætt og er í senn efnislegs og andlegs eðlis og maðurinn verður að öðlast skilning á stöðu sinni innan þessa ferlis til að geta skilið sjálfan sig í tengslum við þá veru sem við köllum Guð. Hvern- ig bregst kirkjan við þeirri skyldu sinni að fræða fólk um þessi andlegu lögmál, sem snerta alla tilveru mannsins? Jú, við fáum að heyra um kenningar Jesú, ævi hans, kærleika og kraftaverk, síðan krossfóm hans og upprisu. Prestarnir spjalla síðan út frá guðspjalli dagsins um ýmis- legt því viðkomandi, en oft fáum við að heyra gamlar sögur úr Biblíunni, sem eru harla framandlegar og snerta lítið skilning okkar á lífinu í kringum okkur í dag. Efni sem er í litlum tengslum við veruleika okkar nútímamanna og vandamál. Stund- um er tekin dæmisaga sem auðvitað er hægt að kryfja og læra eitthvað af sé vilji fyrir hendi, en undantekning ef við höfum fengið eitthvað að heyra sem eykur skilning á tilveru okkar og lífinu í heild. Þetta geta verið hörð orð, en sögð í góðri meiningu, því sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Sorglegt er að þurfa að horfa upp á góða Is- lendinga segja sig úr þjóðkirkjunni vegna þess að þeim finnst þeir ekkert hafa þang- að að sækja lengur. Kirkjan verður að taka upp ný viðhorf gagn- vart fræðslu um andleg mál. Þau mál eru svo víðfeðm og margslung- in að endalaust er hægt að finna nýja fleti til upplýsinga og leiðbein- inga á því sviði. Fólk sem sækir kirkjuna þarf að geta fundið þá innri fræðslu og þann aukna skilning á sjálfu sér og lífinu sem gerir að það vill koma aftur og fá meira. Fyrir utan að boða kristna trú verður kirkjan að vera andleg fræðslustofnun þangað sem fólk get- ur sótt andlega fræðslu í víðum skilningi. Þetta er sagt í einföldum orðum til að allir geti skilið hvað um ræðir. Ekki þarf að ræða þessi efni með fræðilegum hugtökum sálfræðinnar. Það er hin andlega sálfræði sem kirkjan verður að sinna betur ef hún vill halda vöku sinni í heimi nútím- ans. Fólk verður að fá að vita hvað er nauðsynlegt að rækta með sér og hvernig, ef það vill þroskast and- lega. Svo einfalt er það. Fólk spyr spurninga um líf eftir dauðann. Hvaða svör veitir kirkjan þeim sem þannig spyrja? Biblían fræðir um gyðinglega trú á dauða og upprisu og þau svör fáum við oft þegar spurt er um þessa hluti. Kirkjan hefur lítil sem engin skil gert rannsóknum spíritista og annarra rannsóknar- manna og niðurstöðum þeirra. Ég er viss um að margir prestar skilja hvað ég er að fara og eru mér sam- mála. Það væri sorglegt ef kirkjan og prestarnir héldu áfram að starfa í svo stöðnuðu formi að hvergi má fara út af þúsund ára gömlum við- miðunum og boðum til að hægt sé að koma nauðsynlegu efni til áheyr- enda. Kirkjunni er nauðsynlegt að breyta um áherslur og auka stórlega miðlun á andlegri fræðslu. Merkir andlegir meistarar hafa veitt and- lega fræðslu fólki, sem hefur þyrpst að þeim í þakklátri gleði og tekið innri umbreytingu í kjölfarið. Þann- ig þarf kirkjan að vera. Hún þarf að miðla andlegu þekkingunni í nútíma- legra formi til fólksins og hún þarf líka að taka upp það sem meistarinn mikli frá Nazaret gerði á sinni tíð og iðkað var innan fyrstu kristnu safna- ðanna - að lækna sjúka og þjáða. Hún þarf að stofna og efla bæna- hringi, leggja áherslu á mátt bæna til lækninga og leyfa því fólki að vinna innan sinna veggja sem hefur sýnt að það hefur hæfileika til að hjálpa fólki. Jafnframt þyrfti að boða til ráð- stefnu margra aðila þar sem bæði starfsfólk kirkjunnar og aðrir aðilar sem sinna andlegum málum kæmu saman og legðu fram tillögur til úr- bóta og endurnýjunar. Samstarf og skilningur er það sem gildir í dag. Áreiðanlegt er að margt jákvætt kæmi í kjölfarið á slíkri samkomu. En það eru fyrst og fremst prest- arnir sem ráða ferð og þeir þurfa að koma auga á nýjar leiðir í þessum efnum. Höfundu r er kennari á Akureyri. www.mbl.is Esther Vagnsdóttir I B ■ H ■ I ■ Þarftu að send msm mm8m 191' pakka til útland fyrir jólin? ", Við viljum minna á sérstakt tilboðsverð TNT Hraðflutninga á sendingum til útlanda í desember. Láttu TNT koma jólapökkunum til skila hratt og örugglega.Við komum og sækjum sendinguna til þín og sendum hana heim til vina og ættingja. Nánari upplýsingar fást hjáTNT Hraðflutningum, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík og á pósthúsum um land allt. Sími 580 1010. Þyngd Evrópa Bandaríkin Kanada Önnur lönd i kg 2.700 kr. 2.900 kr. 3.100 kr. 2- 3.300 - 3.600 - 3.900 - 3 - 3.800 - 4.200 - 4.600 - 4- 4.200 - 4.900 - 5.300 - 5 - 4.500 - 5.300 - 5.900 - ( I >---x Hraðflutningar Sími 580 1010 • www.ls ■ Umboðsaðili TNT á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.