Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ UMRÆÐAN Málgaman ÞAÐ er vandasamt að vera stuttorður án þess að stofna sér í þá hættu að verða mis- skilinn. Til að afstýra slíku þyrfti helst að skýra hvert orð sitt og það gæti heldur en ekki lengt málflutning- inn. Og það gerði ég augsýnilega ekki nægilega í greininni „Hreintunga og yfir- stétt“ í Morgunblaðinu ^26. nóvember. Jóhann Guðni Reyn- isson segir í grein í Morgunblaðinu 4. des- ember að ég hiki ekki við að nota orðið „hreintungu- stefna“. Honum yfirsést að ég var að vísa til orðafars Hallfríðar Þórarins- dóttur einsog ég tók þó fram um sum önnur orð í greininni. Eg tek mér orðið hreintungustefna helst ekki sjálfkrafa í munn, af svipuðum ástæðum og Jóhann tilgreinir: menn geta skilið það svo að með því sé gef- ið í skyn að aðrar tungur séu „óhreinindi", sem er fjarri öllu lagi. Sum tökuorð og jafnvel gamlar slettur geta orðið mikil málprýði. ^ Á hinn bóginn er alger óþarfi að skilja orðið hreintungustefna með þessum hætti. Það merkir miklu fremur stílhreint mál. Þessu má líkja við byggingarlist. Það þykir sjaldan til prýði að blanda mörgum stíltegundum saman í einni bygg- ingu, enda þótt rómanskur, gotnesk- ur, barokk, rokokó, jugend eða funkis-stíll séu hinir ágætustu hver um sig. Málrækt er engu að síður það orð sem ég kýs helst að nota um þá viðleitni að tala og skrifa rök- rænt, litríkt og lifandi mál. Jóhann kveðst vita um marga verðbréfamiðlara sem tali ágæta ís- lensku. Það efa ég ek'ki heldur. Ábending mín eða viðvörun fólst í því að verksvið þeirra ýti ekki undir íslenska málrækt nema mjög vísvit- andi sé unnið að því einsog hingaðtil hefur verið gert á tölvusviðinu. Einn hinna mörgu sem hringdu til að þakka mér fyrir áður- nefnda grein var hátt- settur maður hjá einu stærsta fyrirtæki landsins sem mjög er háð alþjóðaviðskiptum. Hann kvaðst í hjarta sínu vera málræktar- maður en oft eiga í vissu samviskustríði vegna þeirrar tog- streitu sem óhjá- kvæmilega yrði stund- um milli verksviðs og málverndar. Það má vel vera rétt Ámi hjá Jóhanni að islensk Björnsson tunga hafi verið í meirí hættu í lok 18. aldar en nú. En þá var ekki heldur látið reka á reiðanum, heldur snúist til varnar af fullri einurð. Nægir að nefna Sveinbjörn Egilsson og nemanda hans Jónas Hallgrímsson. Hreintungustefna Eina „stéttin“ sem virð- ist bera hag íslenskrar tungu fyrir brjósti, segir Arni Björnsson, er sá hópur sem þykir vænt um móðurmál sitt og hefur gaman af að föndra við það í bundnu og óbundnu máli Eiríkur Brynjólfsson gerir mig einnig að talsmanni „hreintungu- stefnu" í grein í Mbl. 8. des. og get ég sem fyrr sagði ugglaust sjálfum mér kennt um þennan hugtakarugl- ing. Á hinn bóginn spyr Eiríkur gegn hverju þessi stefna hafi beinst eftir að Islendingar öðluðust sjálf- stæði frá Dönum. Því er fljótsvarað að hún hefur hér sem víðar um heim einkanlega beinst gegn ofurvaldi enskrar tungu, hversu ágæt sem sú tunga annars er í sjálfri sér. Eg botna hinsvegar ekkert í stéttaskiptingu Eiríks eða annarra sem halda því fram að íslensk tunga sé stéttbundin. Því er líkast að menn hafi lært þessi fræði af bók, þar sem miðað er við stéttskipt málfar, eins- og t.d. í Bretlandi, og síðan lagt þetta skapalón yfir allan heiminn án þess að kynna sér sögulegar for- sendur í hverju landi um sig. Ef átt er við svonefnda auðstétt, sem um leið er vitaskuld áhrifamesta valda- stéttin, þá eru viðhorf innan hennar mjög breytileg gagnvart ræktun ís- lenskrar tungu, allt frá harðvítugri hreintungustefnu til algjörs kæru- leysis. Líku gegnir um verkalýðs- og bændastétt. Ef átt er við svonefnda menntastétt eða háskólaborgara þá er hið sama upp á teningnum. Hjá einum fyrrverandi rektor Háskóla Islands gætti til að mynda töluverðs fallaruglings, sem Eiríkur leyfir sér reyndar að nefna þágufallssýki án gæsalappa. Eina „stéttin“ sem virðist láta sér annt um íslenska tungu er sá sund- urleiti hópur sem þykir vænt um móðurmál sitt og hefur gaman af að rækta það eða föndra við það í bundnu og óbundnu máli, orðaleikj- um, málfyndni og hverskonar dag- legu brúki í stað þess að beygja sig undir alþjóðlegt heimsveldamál. Þessir einstaklingar eru sem betur fer enn býsna margir innan flestra samfélagshópa en helstu talsmenn þeirra hafa lengstum verið móður- málskennarar og stjórnendur áhrifamikilla fjölmiðla. Því hefur málræktarmönnum tekist að koma ýmsum sjónarmiðum sínum að í menntakerfinu. Þetta er það sem skammsýnir menn leyfa sér að kalla „kúgunartæki yfirstéttarinnar“. Eitt besta ljóðskáld okkar spurði í símagamninu sem fylgdi birtingu greinar minnar hvort kannski ætti að fara að ávíta börn sem maður heyrði tala fagra íslensku: Svei þér, yfirstéttarormurinn þinn. Eða hvort menn væru að þjóna einhverri yfir- stétt með því að burðast við að yrkja á góðu máli. Hvar ætlar þessi hald- villa að enda? Höfundur er útgáfustjóri Þjóðminjnsafns. Varúð! Hver er við dyrnar ? éh myndavélin tryggir öryggi þitt og þinna! Þú sérð garðinn - fyigist með börnunum - sérð hver er við dyrnar Everspring myndavélin er fest á vegg og tengist beint við sjónvarpstækið. Auðveld uppsetning - Kaplar og tengi fylgja - íslenskar leiðbeiningar - Hægt að tengja við myndbandstæki. ■ -'í í4 %. Jf _ J? x ) Tryggðu öryggi þinna nánustu Jólatilboð: Tvær gerðir, kr. 17.900 stgr. eða 19.900 stgr. III- Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 Takmarkað magn! Tvískinn- ungur SUS INGVI Hrafn Óskarsson og Arna Hauksdóttir, fyrrum félagar mínir í stjórn Heimdallar, rituðu grein í þetta blað á laugardaginn, þar sem þau áréttuðu stefnu SUS í jafnréttis- málum og efni jafnréttisályktunar sambandsins. Virðist tilefnið vera umræður, sem sköpuðust þegar ég skrifaði pistil á frelsus og síðar grein í Morgunblaðið, þar sem ég mótmælti lög- bundnu fæðingarorlofi á þeim forsendum að í fyrsta lagi kæmi það niður á launum þeirra sem það hlytu og í öðra lagi að slíkir opinberir styrkir ættu ekki rétt á sér, frekar en aðrir. Þversögnin í mál- flutningi Örnu og Ingva Hrafns, fyrir hönd SUS, felst í því að annars vegar vilja þau að báðir foreldrar njóti sama laga- legs réttar til fæðingarorlofs, en hins vegar segja þau að árangursríkasta leiðin til að útrýma launamuni kynj- anna sé að efla markaðskerfi og einkaframtak. í ályktun SUS um jafnréttismál, sem þau segjast vera að árétta, er þar að auki lagt til að lögbundið fæðingarorlof verði lengt í níu mánuði. Lögbundið fæðingarorlof er ríkisstyrkur Nú er það svo, að ríkisstyrkir koma oftast niður á þeim sem þá hljóta, ekki síður en hinum sem þurfa að borga þá með sköttum sín- um. Þessi staðreynd er almennt við- urkennd meðal hægrimanna og hef- ur alltaf verið hornsteinn stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Lögbundið fæðingarorlof eins og það er framkvæmt hér á landi felur það í sér að ríkið borgar laun foreldra á meðan þeir sinna barni sínu fyrstu mánuði lífshlaups þess. Þessi ríkis- styrkur verður til þess að laun þeirra sem hann hljóta hafa tilhneigingu til að lækka. Þannig hlýtur einstæð kona að vera í betri aðstöðu á vinnumarkaði en fjölskyldukona á þrítugsaldri. Með ráðningu þeirrar síðarnefndu er vinnuveitandi að kalla yfir sig áhætt- una á því að hún geti hvenær sem er, nánast fyrirvaralaust, horfið í nokk- urra mánaða launað leyfi frá störf- um, ef fæðingarorlof er lögbundið. Því fylgir ýmiskonar kostnaður, t.a.m. við að finna nýjan starfskraft. Hið sama á við ef báðir foreldrar eiga rétt á ríkisstyrktu fæðingaror- lofi, þá hafa laun þeirra karla og kvenna sem hyggjast eignast börn tilhneigingu til að lækka. Lausnin á vandanum Lausnin á þessum vanda er auð- vitað sú að afnema lögbundið fæð- ingarorlof. Þá verður barnsburðarleyfi samn- ingsatriði milli launþega og vinnu- veitenda; þ.e. fólk getur valið hvort það kýs hærrí laun eða réttinn til fæðingarorlofs. Rétturinn til fæðing- arorlofs er hluti af launakjörum og því er hægt að skipta honum út fyrir launahækkun eða önnur réttindi gagnvart vinnuveitanda. Undir slíku fyrirkomulagi er feðrum jafn frjálst að taka orlofið og konum og það sem meira er; Hávarður hommi þarf ekki að borga kostnað Kjart- ans kynvísa við barn- eignir. Hins vegar má hjálpa fólki á bams- burðaraldri með því að lækka skatta stórlega, enda þjónar það ekki hagsmunum barnafólks að gera upptækan tæp- an helming launa þess. Lögbundið fæðingar- orlof er semsagt ríkis- styrkur og hefur alla þá galla sem ríkisstyrkj- um almennt fylgja; kemur í veg fyrir skil- virkni markaðarins og að einstaklingar séu metnir að verðleikum. I þvi sam- bandi skiptir engu máli hver á rétt á ríkisstyrknum; bara konur eða allh’ foreldrar. SUS er fylgjandi ríkisstyrknum Með vísan til þessa, og í ljósi þess að stefna SUS skuli vera að lögbund- ið fæðingarorlof verði lengt í níu Fæðingarorlof Lausnin á þessum vanda er auðvitað sú, segir fvar Páll Jónsson, að afnema lögbundið fæðingarorlof. mánuði, er eftirfarandi klausa í grein Ingva Hrafns og Örnu skringileg: „Áiyktun SUS bendir á að áhrifarík- asta leiðin til að útiýma launamuni kynjanna er að efla mai’kaðskerfi og einkaframtak og flýta einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þar sem ljóst er að eftir því sem atvinnurekandi hefur ríkari hagsmuni af því að ráða rétta starfskraftinn er tryggara að sá hæf- asti verði fyrir valinu, óháð kynferði. Á frjálsum markaði hlýtur verð vinn- unnar að ráðast af hæfileikum og frammistöðu launþegans. Það þjónar ekki hagsmunum fyrirtækja að fæla burtu hæfan starfskraft með því að bjóða honum lægri laun, einungis vegna kynferðis." Þetta segir fólkið sem er fylgjandi lögbundnu fæðing- arorlofi, og þar að auki að það sé lengt í níu mánuði! Það talar fjálg- lega um markaðskerfi og einkafram- tak, en er svo fylgjandi víðtæku inn- gripi ríkisins á vinnumarkaði, með öllum þeim ókostum sem fyn1 var lýst. Er furða að menn velti vöngum yfir þessum málflutningi og spyrji: Hver er stefna SUS í jafnréttismál- um? Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Heimdalli fus. ívar Páll Jónsson Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 starðir Hárgreiðslustofan Klapparstíg CSImi 551 3010) 1 lStofnað 1918 O SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.