Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 55^
FRÉTTIR *
Myrkrahöfðingi
Meðal annarra orða
Eftir Njörð P. Njarðvík
ÞAÐ var mér þung raun að
horfa á hina nýju kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Myrkrahöfðingj-
ann, er hann segir byggða á
Píslarsögu séra Jóns Magnússon-
ar. Mér þykir það mál mér nokkuð
skylt, þar sem ég hef skrifað sögu-
lega skáldsögu, Dauðamenn (1982)
um sama efni. Þar segi ég að vísu
ekki sögu sr. Jóns, heldur vík sjón-
arhorninu við og fylgi fórnarlömb-
um hans, feðgunum á Kirkjubóli, í
frásögninni. En atburðirnii' eru
hinir sömu, sá mikli harmleikur er
gerðist árin 1655-1656, er þeir feðg-
ar voru brenndir saklausir á báli
sumardaginn fyrsta fyrir galdra.
Sú almenna regla gildir og skal í
heiðri höfð, þegar fjallað er um
nafngreindar persónur og unnið úr
sögulegu efni þar sem ákveðnar
staðreyndir liggja fyi'ir, að virða
heimildir og leyfa sér einungis slíkt
frelsi til túlkunar að ekki sé hallað
réttu máli, og staðreyndum ekki
breytt. Um þessa atburði eru til
fleiri heimildh' en Píslarsagan, og
eru t.d. dómar varðveittir. Þessa
reglu virðir Hrafn Gunnlaugsson
ekki.
Sr. Jón Magnússon var prestur á
Eyri við Skutulsfjörð (þar sem nú
er ísafjörður). Þar var verslunar-
staður og kemur m.a. danskt flutn-
ingaskip við sögu. Þeir Kirkjubóls-
feðgar, sem hétu báðir Jón Jónsson
(en ekki Páll Pálsson eins og í
myndinni) voru stöndugir bændur
eins og kemur glöggt fram í síðari
dómi um skaðabætur handa presti.
Þeir voru ekki heldur nein afstyrmi
í útliti. Sr. Jón lýsir Jóni yngi-a
þannig að hann hafi verið „manna
dæilegastur að andlitsmynd og yf-
irlitum, með gullkrúsað hár, fagran
hjálm og hvítan hörundslit“. Þetta
fólk bjó vel í allfjölmennu sveitarfé-
lagi, en ekki í ömurlegum og af-
skekktum kofaskriflum.
s
kvikmyndinni kemur sr. Jón
sem ungur maður að sókn-
inni og hefur nær strax
málarekstur. Þar hefur
hann verið neyddur til að kvænast
ekkju fyrirrennara síns og vii'ðist
sú hjónavígsla hafa farið fram að
konunni fjarverandi. Hún er látin
vera miklu eldri og eiga uppkominn
son, Snorra að nafni, sem er af-
skræmdur fituhlunkur, síveifandi
skammbyssu. Presturinn er látinn
hafa megna óbeit á konu sinni - en
bera óbærilegan girndarhug til
Þuríðar, systur Jóns yngra á
Kirkjubóli, sem er vinnukona hjá
presti. Ekkert af þessu stenst. Sr.
Jón var 46 ára brennuárið og hafði
þá verið prestur á Eyri í ein 13 ár.
Þorkatla kona hans var að vísu
prestsekkja, en ekki er annað að
sjá en hjónaband þeirra hafi verið
ástríkt. Hún átti tvö börn af fyrra
hjónabandi, Bjarna og Rannveigu.
Er einkennilegt að Rannveig kem-
ur ekki við sögu í kvikmyndinni, því
hún er sennilega nokkur örlaga-
valdur, þar sem Jón yngri hafði
beðið hennar, en fengið synjun
prests. Þau hjón áttu saman ungan
son, Snorra, er sr. Jón kallar „pilt-
korn“. Þuríður Jónsdóttir var
aldrei vinnukona hjá prestinum,
hvað þá að hann bæri til hennar
ástarhug eða hefði samfarir við
hana.
Málareksturinn í kvikmyndinni
er með ólíkindum og í raun fái'án-
leg skrumskæling á íslensku rétt-
arfari á 17du öld. Þar handtekur
presturinn þá feðga sjálfur (sem
hann hefur auðvitað enga heimild
til), beitir þá fantabrögðum og fær
þá til að játa á sig galdra gegn lof-
orði um að þeim verði hlíft við af-
töku. Síðan kemur Magnús Magn-
ússon sýslumaður galvaskur
aðvífandi ásamt konu sinni (sem
hvergi er getið í heimildum). Hann
hefur meðferðis bók eina mikla
fulla af ferlegum klámmyndum, er
hann sýnir presti. Hann lætur
kynda bál og les þar dóm yfir þeim
feðgum og lætur brenna þá. Rétt-
arhald er ekkert. í heimildum kem-
ur skýit fram að Magnús sýslu-
maður gekk mjög nauðugur til
þessa máls. Og það var ekki fyrr en
Þorleifur Kortsson (sem hvergi er
nefndur í kvikmyndinni) kemur til
sögunnar, að raunverulegur skrið-
ur kemst á málið. Þeim feðgum var
dæmdur tylftareiður í desember,
en þeir gátu aldrei aflað sér hans,
því að þeir voru handteknir nokkru
síðar og hafðir í haldi lengi vetrar.
Magnús hafði enga klámskreytta
fræðibók um galdra, og hin kyn-
ferðislega hlið galdi'amála, þar sem
konur voru sakaðai' um samfarir
við djöfulinn, kemur ekki við sögu
hérlendis. Presturinn var ekki við-
staddur aftökuna, hvað þá að hann
hlakkaði yfir örlögum þeirra.
Þó kastar fyrst tólfunum,
þegar kemur að eftirleik
þessa máls, þegar sr. Jón
snýr ásökunum á hendur
Þuríði. I veruleikanum var hún
aldrei handtekin og hafði engin
samskipti við Magnús Magnússon
sýslumann. Hún flúði vestur í Ön-
undarfjörð og sat þar í skjóli prest-
frúarinnar í Holti, - og var sýknuð
af öllum ákæium. í kvikmyndinni
handtekur Magnús hana, prestur-
inn nauðgar henni, Snon’i stjúp-
sonur hans skýtur hann af slysni í
nárann, Þuríður hjálpar konu
Magnúsai' að fæða með læknislist
sinni (sem hvergi er getið), konan
deyr en barnið lifir. Þuríður gerir
að skotsári prests og notar tæki-
færið til að gelda hann (!!), Þuríður
og sýslumaður fallast í faðma!!!
Loks verður að nefna þá fáránlegu
hugmynd að láta sr. Jón komast til
Brynjólfs Sveinssonar biskups er
les píslarsöguna skráða í ídám-
myndabókina miklu, leyfir að
prestur sé bundinn á kross og horf-
ir upp á hann tortímast fyrir eld-
ingu af himnum. Brynjólfur biskup
var þekktur fyrir að hafa skömm á
öllu galdratali. Fyrir utan það smá-
ræði að Brynjólíúr lést árið 1675,
en sr. Jón lifði til 1696, er hann dó í
hárri elli, liðlega hálfníræður.
Það er dapurlegt að sjá því-
líka skrumskælingu á
átakanlegum harmleik.
Sr. Jón var í raun enginn
fantur. Hans ógæfa fólst í því að
hann taldi sig vera að gera rétt,
þegar hann í raun gerðist sekur um
hræðilegan glæp. Hann trúði því að
ekkert væri betra galdramönnum
en að þeir yrðu látnir játa sök sína
og síðan hreinsaðir af synd með því
að brenna í eldi. Hann var sjúkur
maður, alvarlega sálsjúkur, og
varla sjálfráður gerða sinna. A
Kii'kjubólsfeðgum var framið rétt-
armorð, því að þeim gafst aldrei
tóm til að hreinsa sig með tylftar-
eiði. Magnús sýslumaður var leik-
soppur embættiskerfisins. Hann
gat ekki staðist sífellda ásókn
manns er talaði sem staðgengill
Guðs á jörðu. Þorleifur Kortsson er
í rauninni sá eini sem gengur
ótrauður fram af hreinu samvisku-
leysi. Allt þetta fólk á skilið aðra
meðferð, svo að ekki sé talað um
virðingu, en þá sem birtist í af-
skræmingu Hrafns Gunnlaugsson-
ar.
Höfundur er prófessor i islenskum
bókmenntum við Háskóla íslands.
Styrkur til
Mæðra- -m
styrks-
nefndar
í VERSLUNUM Nýkaups næstu
daga verður sérstaktsöluátak þar
sem viðskiptavinir geta styrkt
Mæðrastyi’ksnefnd með kaupum á
ákveðnum vörum.
Fyrirkomulag átaksins er á þann
veg að ef viðskiptavinur kaupir til-
tekna vöru í verslunum Nýkaups",,,
mun Nýkaup afhenda Mæðrastyrks-
nefnd aðra eins vöru fyrir hönd við-
skiptavinarins. Viðskiptavinur
Nýkaups er því með kaupum á þess-
um vörum að taka ákvörðun um að
gefa aðra slíka til Mæðrastyrks-
nefndar.
A þriðjudag sl. var fyrsta varan
boðin í þessu söluátaki. Þar gafst við-
skiptavinum kostur á að kaupa
Mackintosh-dós, 1 kg. Fyrir hverja
selda dós afhendir Nýkaup aðra dós
til Mæðrastyrksnefndar.
Með þessu vill Nýkaup leggja sitt
af mörkum til að styðja þarft málefni
í von um að sem flestir njóti þess.
Fundur um
ævisögur og
sagnfræði
SAGNFRÆÐINGAFÉLAG ís-
lands heldur jólafund sinn fimmtu-
daginn 16. desember.
Að þessu sinni er umræðuefnio ,-r
ævisögur og sagnfræði. Fyrirlesarar
eru þau Páll Valsson, Guðjón Frið-
riksson og Erla Hulda Halldórsdótt-
ir ásamt leynigesti.
Fundurinn hefst klukkan 20 og er
haldinn á efri hæð Sólons íslandus-
ar.
NEC DB2000
GSM 900/1800 MHz
Aðeins 130gr.
475 mín. taltími
200 klst. biðtími
Innbyggður titrari
Handfrjáls notkun
Snúra í eyra fylgir
SMS Skilaboð
SIM-Toolkit fyrir
VIT þjónustu
EFR stafrænt
samband
Nec DB2000 fær frábæra
dóma i könnun norska
blaðsins IT avisen í flokki
vandaðra GSM síma með
420 stig. Könnunin var sú
stærsta sem gerð hefur verið
í Noregi. Sjá nánar á
www.telecom.no.
sfdu*úu 37 - §, m-im
® mbl.is
--ALLTXKf= &7TH\/A£> A/ÝTT
Fréttir á Netinu
vffl>mbl.is
-f\LLTAf= e/TTHVVK£) A/ÝTT
Frábært verð!
- Bretti með bindingum og skóm
frá kr. 25.900, stgr. 24.605.
- Brettagleraugu frá kr. 2.600.
- Brettaúlpur barna frá kr. 6.490.
- Brettaúlpur fullorðins
frá kr. 8.900.
SNJOBRETTI
BRETTAFATNAÐUR
BRETTASKÓR
BRETTAHANSKAR
BRETTA GLERA UGU
BRETTAPOKAR
Armúla 40,
síml 553 5320
férslunin
Sport - Hjól - Skíði - Golf - Þrek
Fréttir á Netinu