Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 58
58 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
BJÖRN RÍKARÐUR
LÁRUSSON
+ Björn Ríkarður
Lárusson fæddist
í Reykjavík 7. nóvem-
ber 1942. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu hinn 6. desem-
ber síðastliðinn.
Björn var elstur
barna hjónanna Ingi-
bjargar Björnsdóttur
og Lárusar Harrys
Eggertssonar. Hann
ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur ásamt
systkinum sínum,
Hrafnhildi, Heimi,
Eggerti, Birgi og
Sigurbirni.
Eftirlifandi kona Björns er
Edda Ársælsdóttir, f. 17.2. 1948,
og eru börn þeirra: Skarphéðinn
Orri, f. 25.1. 1971, konuefni hans
er Annie Symister, f. 6.5. 1968,
Ingibjörg Hrefna, f. 10.7. 1974,
sambýlismaður hennar er Ólafur
Rafnar Ólafsson, f. 24.5. 1972, og
Sigurbjörn Jóhannes, f. 1.12.
1975. Björn og Edda hófu búskap í
Reykjavík en fluttu
ásamt börnum sinum
til Hafnarfjarðar í
lok árs 1986.
Björn gekk í Mið-
bæjarskólann, Gagn-
fræðaskóla Vestur-
bæjar,
Gagnfræðaskóla
verknáms og að lok-
um Iðnskólann í
Reykjavík, en þaðan
lauk hann sveins-
prófi í húsgagna-
smíði árið 1964 og
starfaði eftir það við
iðn sína. Frá árinu
1967 rak hann trésmiðjuna Grein
ásamt. félaga sínum Geir Odd-
geirssyni. Björn starfaði mikið að
félagsmálum, bæði fyrir iðnaðinn
og einnig fyrir íþróttahreyfing-
una. Ungur að árum gekk hann í
KR og lagði því félagi ómælt lið,
bæði með huga og hönd.
Útför Björns fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert
skref
hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið.
A beru svæði leita augu mín athvarfs.
Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér
eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust mér að bató.
Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi
skuggar.
Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef
og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki.
(Hannes Pétursson.)
Ljóð þetta var eitt af því fyrsta
sem ílaug gegnum huga mér eftir
fregnina um skyndilegt fráfall
Björns, elsta bróður míns. Hann er
horfinn. Hann, fjallið, stoðin sterka í
lífi svo margra, er horfinn og kemur
ekki aftur nema í minningunni.
Aðeins rúmri viku fyrir andlát sitt
sat hann, ásamt Eddu, Ingibjörgu og
Óla, sambýlismanni Ingibjargar, í
stofúnni hjá okkur í Svíþjóð. Lék
hann á als oddi eins og svo oft í góðra
vina hópi, brosti og hló á sinn sér-
staka hátt með öllum líkamanum og
beitti frásagnargáfu sinni og skop-
skyni svo allir veltust um af hlátri er
hversdagsleg smáatriði urðu að
sprenghlægilegum gamansögum.
Við höfðum þá nýlega farið og
skoðað byggingarframkvæmdirnar
við nýju brúna yfir Eyrarsund, þar
sem hann að vanda fullur áhuga og
kunnáttu, bað um tölulegar upplýs-
ingar og reiknaði síðan út, eldsnöggt,
að þjóðarátakslega séð væri þetta
ekki jafnmikið mannvirki og Hval-
fjarðargöngin.
Ættjarðarvinurinn. Keppnismað-
urinn. Húmoristinn.
Hann unni mjög íslenskri náttúru
og í gönguferðum gat hann stundum,
allt að því lotningarfullur farið að
lýsa áhrifum stórkostleika hennar á
sig. Það voru hátíðarstundir.
í systkinahópnum var hann sjálf-
kjörinn leiðtogi og olli því ekki ein-
göngu aldursstaða hans heldur
fremur óbrigðul ábyrgðarkenndin,
atorkan og áreiðanleikinn. F'áa hef
ég þekkt sem ég hef getað treyst
jafn fullkomlega.
Hann var barnelskur mjög og
fagnaði hverjum nýjum fjölskyldum-
eðlim eins og væri hann hans eigið
afkvæmi. Þau eru líka orðin mörg
börnin og unglingarnir sem hafa
kallað hann vin sinn.
Heimili þeirra Eddu er eitt þeirra
sem ávallt stendur opið hverjum sem
að garði ber og hefur verið eðlilegt
að safnast þar á ýmsum gleði- og há-
tíðarstundum í fjölskyldunni. Hópur
vina og kunningja er eðlilega stór og
syrgja margir með Eddli og börnun-
um núna.
Edda, Orri, Ingibjörg og Sigur-
björn, megi öll sú samúð og vinar-
hugur sem streymt hefur að ykkur
síðustu daga ásamt ríkum sjóði
góðra minninga, verða ykkur styrk-
ur í því sem nú er framundan. Guð
veri með ykkur.
Hrafnhildur.
Þungt högg laust mig morguninn
sem mér var tilkynnt látið hans
Björns.
Einhvernveginn var það svo, að
síst átti maður von á að stóri bróðir
myndi ekki ná að grána áður en kall-
ið kæmi.
Hann sem hafði verið kjölfestan í
systkinahópnum.
Ég var ekki gamall þegar mér
varð Ijóst hver réð ferðinni. Reyndar
fékk ég svo sem ekki að vera með í
hans ferðum nema stundum. Sára-
sjaldan. Ekki Hrafnhildur heldur.
Hvað geta stelpur svo sem gert?
Ekki slegist með lurkum. Ekki teik-
að. Ekki lyft stórum steinum. Ekki
hitt og ekki þetta. Því síður bróðirinn
sem var þremur árum yngri.
Ég varð að láta mér nægja að
hlusta á sögurnar um götubardag-
ana við Skúlagötuliðið. Hvemig bar-
ist var með lurkum. Reynt að verjast
með skildi, sem var smíðaður í Mið-
bæjarskólanum hjá Gauta. Ibrennd-
ur allskyns fomum táknum og járns-
leginn. Lokabardaginn varð
ógleymanlegur þegar Bjöm bróðir
og Jói Agústar stóðu tveir eftir á
þaki hleragerðarinnar og vörðust
Skúlagötuliðinu sem hafði stökkt
minni spámönnum á flótta og um-
kringt hleragerðina. Þeir fóstbræð-
ur vörðust af þrautseigju. Farið var
að draga af báðum fylkingum. Menn
vígamóðir. Bmgðu þeir á það ráð að
láta sem nægur mannafli væri að
baki þeim á þakinu og ráku upp ösk-
ur mikið „Komiði“. „Allir“. Og
stukku fram af þakinu ofan í garðinn
hjá Hjalla og Ninnu. Skúlagötuliðið
lagði á flótta og sást síðast til þess er
það hljóp sem fætur toguðu fyrir
hornið hjá Völundi.
F óstbræður fögnuðu sigri.
Oft var sagt frá þessu og gleypti
maður í sig ekki síður en fornsögurn-
ar. Reyndar frekar því þama voru
samtíðarmenn.
Sverrir, Öddi Sveins, Hörður,
Birgir Örn, Kjarri, Óli, Hlölli, Valdi
ogjleiri kappar komu við sögu.
I síðustu útgáfu sögunnar var
Björn með tvíbrotinn lurkinn en hélt
brotunum saman og barði svo fast í
skjöld eins óvinarins að undan lét og
féll í tvo hluta.
Húsbyggingar úr tómum tréköss-
um í Storrportinu. Hestasnörun í
hestagarðinum við Lindargötu, leik-
ir í Sigurðargarði. Já, æskan var
yndisleg og áhyggjulaus. Ef maður
íenti í útistöðum við einhvern og á
mann hallaði var nóg að segja að
Björn bróðir kæmi bara. „Hann er
miklu stærri og sterkari svo þú skalt
bara passa þig“. Upp í Kringlumýri
var flutt á sumrin í sumarbústaðinn
hjá kartöflugarðinum. Þvílík Para-
dís. Björn plægði garðinn með
pabba. Hann smíðaði kofa að mestu
einn því við Hrafnhildur kunnum
auðvitað ekki að halda á hamri, hvað
þá sög.
Síðan fór Björn í sveitina og var
sumarlangt. Við voram hálffeimin
þegar hann kom til baka sólbrennd-
ur, með mikið hár. Hafði stækkað
svo að buxumar náðu varla niður á
ökkla og mamma sagði „guð hjálpi
þér barn, í hverju ætlarðu í skól-
ann?“
Meðan mamma var að síkka buxur
og bæta brók sagði Bjöm okkur sög-
ur úr sveitinni. Ekki minnist ég þess
að hann segði heila setningu án þess
að blóta. Hvað hann gat blótað flott
(þegar mamma heyrði ekki til).
Hann gat tvinnað saman kröftug-
ustu blótsyrðum sem við höfðum á
ævi okkar heyrt og spýtti svo langar
leiðir áður en hann setti upp alveg
glænýtt glott. Sem sagði: „Hvað seg-
ið þið nú?“
Veturinn eftir gerði mörg leið-
indaveður en aldrei vora þau neitt á
móts við Illugastaðaveðrin. Hellirig-
ning eða öskubylur. „Ekkert miðað
við fyrir norðan." Það var ekkert
sem jafnaðist á við lífið fyrir norðan.
Það var ekki fyrr en mörgum áram
síðar að ég gerði mér grein fyrir að
maðkur var í mysunni. Hann gat
ekki hafa upplifað verstu vetrarveð-
ur yfir hásumarið í sveitinni. En þeg-
ar gera átti sveitasælunni skil við lítil
og skilningssljó systkini varð sagan
sjálf að segja sig.
Hann var tólf eða þrettán ára þeg-
ar hann labbaði sér upp í Fálka og
keypti flottasta hjólið í búðinni.
DBS. Þá gafst ég endanlega upp á að
feta í fótspor hans. Þetta gátu bara
þeir bestu. Og fá svo vinnu hjá Sam-
einaða í gegnum Alfreð Nielsen. Þar
mætti hann svo örlögum sínum í Er-
lendi Ó. Péturssyni svo ekki varð aft-
ur snúið.
Aldursmunurinn sagði meira til
sín og leiðir skildi. Áhugamálin ólík
að sumu. Fjarlægðin jókst.
Það var ekki fyrr en á seinni árum
að við fóram að ná vel saman á ný.
Við höfðum ásamt hinum systkinun-
um ætlað að kaupa okkur sumar-
bústað sem við gætum notið saman
og til skiptis og átti hann að koma
sem tákn í stað æskuheimilisins.
Ekki lifði Björninn að komast í
það híðið.
Ég hafði oft hugsað til þess að
Björn ætti svo sannarlega skilið eftir
mjög starfsama ævi við brauðstrit og
margvísleg félagsmál að njóta efri
ára í sátt við landið sitt sem hann
unni svo mjög, dýrin og mannfólkið.
En hann náði ekki að grána.
Edda mín, Orri, Ingibjörg og Sig-
urbjörn. Ég kann engin huggunar-
orð ykkur til handa, en get fullyrt að
minning um góðan dreng gleymist
aldrei. Megi Guð varðveita ykkur.
Heimir Lárusson Fjeldsted.
Allir sem hittu Björn Lárasson
sáu að þar fór enginn meðalmaður.
Hann var þrekvaxinn og vel á sig
kominn enda mikill íþróttamaður. A
yngri áram stóð hann framarlega í
ýmsum greinum frjálsra íþrótta,
hann stundaði lyftingar og glímu svo
að fátt eitt sé nefnt.
Það sem þeir sem þekktu Björn
vel tóku þó mest eftir í fari hans og
útliti var þétt handtakið og kankvíst
og drengilegt brosið.
Björn rak, ásamt félaga sínum
Geir Oddgeirssyni, trésmíðaverk-
stæðið Grein sem hefur orð á sér að
vera ein vandaðasta trésmiðja á
landinu enda þeir félagar Björn og
Geir afburða flinkir og útsjónarsam-
ir smiðir.
Bjöm sá líka um viðskiptahlið
verkstæðisins. Hann var góður
samningamaður en gat verið harður
í horn að taka ef því var að skipta.
Hann vildi alltaf Ijúka samningum
þannig að báðir aðilar væru full-
sæmdir af. Aldrei var slakað á gæða-
kröfum og samhentir stóðu þeir
Björn og Geir í því að láta aldrei fara
frá sér neitt annað en fyrsta flokks
smíði. Til vinnu á verkstæði þeirra
hafa aðeins valist hinu bestu smiðir.
Þeir sem urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast Björn að vini og
fá að njóta samvista við hann kynnt-
ust drengskaparmanni sem flest var
til lista lagt. Hann var íþróttamaður,
smiður, skákmaður, bridgespilari og
að auki var Björn betur lesinn en
flestir aðrir. Hann var m.a. vel að sér
í íslendingasögunum, íslenskri
stjórnmálasögu, jarðfræði, landa-
fræði, svo og bókmenntum almennt.
Hann var einn þessara sannkölluðu
menntamanna. Hvort sem það var í
silungaveiði eða í kaffistofunni 1
Grein vora málin tekin fyrir og rædd
í þaula. Þar kynntist maður hinum
góða dreng, Birni. Þau kynni gleym-
ast aldrei. Það vora forréttindi að
hafa átt Björn að vini.
Missirinn er mikill, ekki aðeins
fyrir Eddu og börnin, heldur einnig
fyrir Geir og hina góðu vinnufélaga.
Við sendum ykkur öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
Guð blessa ykkur öll.
Elín og Davíð.
Nú er fallinn frá vinur okkar, fé-
lagi og foringi Björn Lárasson langt
um aldur fram. Hann var á leið til
vinnu þegar kallið kom, óvænt en
endanlegt og það verðum við öll að
sætta okkur við, þó að erfitt sé að
skilja, þegar maður á besta aldri fell-
ur í valinn svo skjótt.
Við hittumst tvisvar í viku allt árið
um kring og voram saman í trimm-
klúbbi KR. Björn var með í að stofna
þennan hóp í maí 1991 og lagði metn-
að sinn í að aldrei félli niður dagur og
það vora ekki mörg skipti sem hann
vantaði.
Engin afsökun tekin gild, bara
klæða sig eftir veðri og enga leti. Við
ræddum dægurmálin, landsmálin og
heimsmálin á léttan og skemmtileg-
an máta og komum heim eftir hvem
tíma endurnærð á sál og líkama.
Björn var alltaf í góðu skapi og það
kom okkur hinum til góða. Hann var
fróðleiksfús og hafði sínar skoðanir á
hlutunum og mikið var rætt og
spjallað á göngunni um allskonar
málefni, svo oft voru kílómetrarnir
fljótir að líða Björn var í aðalstjórn
KR um árabil og lagði ávallt gott til
málanna. Hann var listasmiður, sem
aldrei féll verk úr hendi og hafði nýl-
okið við að afhenda gamla, góða KR
að gjöf forláta ræðustól á 100 ára af-
mæli félagsins 13. nóvember 1999.
Björn hafði sjálfur smíðað ræðustól-
inn og bar hann vandvirkni og hand-
lagni hans fagurt vitni.
Bjöm var mjög vinnusamur, en
þegar hann tók sér frí, fór hann
gjarnan með félögum sínum í Veiði-
vötn, sem hann dásamaði mjög.
Einnig heimsótti hann eins oft og gat
heimilisfólkið á Illugastöðum á
Vatnsnesi, þar sem hann var í sveit
sem ungur drengur og hélt ávallt
tryggð við staðinn og fólkið þar.
Björn brá aldrei skapi, alltaf jafn
prúður og hógvær og hann taldi
kjark í okkur þegar við héldum að
KR væri að missa af Islandsmeistar-
titlinum og félagið væri að sigla inn í
enn eitt ár vonbrigða og eyðimerkur-
göngu þeirra sem enga bikara vinna.
Björn hafði óbifandi trú á KR og
bjartsýni hans smitaði út frá sér. An
hans verður hópurinn iitlausari og
daufari. Við söknum hans sárt og
minnust hans með hlýhug og virð-
ingu.
Við sendum eiginkonu hans, börn-
um og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Með Birni er genginn góður
drengur. Blessuð sé minning hans.
Trimmhópur KR.
Kveðja frá Samtökum
iðnaðarins.
I dag verður jarðsunginn Björn R.
Lárasson húsgagnasmíðameistari,
formaður Félags húsgagna- og inn-
réttingaframleiðenda. Björn hóf
snemma afskipti af félagsstarfi iðn-
aðarmanna og tók virkan þátt í má-
lefnavinnu Landssambands iðnaðar-
manna m.a. á Iðnþingum um
áratugaskeið. Hann sat í fram-
kvæmdastjórn landssambandsins í
tvö kjörtímabil og var jafnframt for-
maður í sínu fagfélagi, Félagi hús-
gagna- og innréttingaframleiðenda.
Því embætti gegndi hann tvívegis á
lífsleiðinni, því hann var kjörinn til
forystu aftur fyrir tveimur árum og
var formaður til dauðadags. Þegai-
Landssamband iðnaðannanna var
sameinað öðrum félögum atvinnu-
rekenda í iðnaði og Samtök iðnaðar-
ins urðu til tók Björn einnig virkan
þátt í störfum þar. Hann hefur setið í
kjörstjórn samtakanna frá upphafi,
auk þess að sinna fjölmörgum öðram
störfum fyrir samtökin, ekki síst á
vettvangi menntamála sem vora
honum einkar hugleikin. Hann var
ætíð boðinn og búinn til að taka þátt í
nefndarstörfum, koma á fundi og
leggja sitt af mörkum. Hann lét sig
raunar allt varða er laut að virðingu
og vegsemd íslensks iðnaðar og var
tilbúinn að berjast fyrir því sem til
framfara horfði. Fyrir okkur hjá
Samtökum iðnaðarins var það ómet-
anlegt að geta leitað eftir áliti
Bjöms. Hann naut mikillar virðingar
og ráð hans vora mikils metin.
Af krafti og festu hafði Björn
framkvæði að varðveislu gamalla
muna sem tengjast húsgagnasmíði.
Með þessum verkum sínum vildi
Björn tryggja að komandi kynslóðir
hefðu tækifæri til að kynnast at-
vinnusögu þjóðarinnar.
Honum tókst að bjarga elsta og
jafnframt fyrsta sveinstykkinu sem
vitað er um hérlendis. Hér er um að
ræða stórmerkan grip, dragkistu
sem ungur Islendingur, Jón Jóns-
son, smíðaði í Kaupmannahöfn 1851
og nú er varðveitt í Nonnasafni á Ak-
ureyri. Nokkram dögum fyrir and-
látið tókst Birni að koma til varð-
veislu fyrstu spónlagningarvél, sem
kom til landsins og lagði grann að ís-
lenskri fjöldaframleiðslu húsgagna
og innréttinga.
Björn var fastur fyrir, en ætíð til-
búinn að hlusta á rök annarra og
vega þau og meta af sanngirni og
víðsýni. Með Birni er genginn
mannasættir sem ævinlega lagði
gott til mála. Við sem kynntumst
honum í félagsstarfi erum þakklát
fyrir hans mikilvæga framlag að
framgangi iðnaðarins í landinu. Við
vottum fjölskyldu Björns samúð og
óskum að algóður Guð veiti þeim
styrk í sorg sinni.
Haraldur Sumarliðason.
Kæri vinur, þig er sárt að kveðja.
„Er stúlkan búin að fá eitthvað að
borða?“ Þetta sagðir þú þegar þú
sást mig sitja við eldhúsborðið þegar
þú komst heim.
Við Edda kynntumst fyrir átta ár-
um þegar við voram í Kennarahá-
skólanum. Þá eignaðist ég mína
bestu vinkonu og fékk þig í kaup-
bæti. Það fyrsta sem þú sagðir við
mig var „hagaðu þér eins og heima
hjá þér“ og það hef ég gert, komið á
öllum tímum, við talað um allt milli
himins og jarðar, rökrætt og rifist,
um pólitík, landsbyggðina, íþróttir,
blöðin og lífið sjálft. Við hvern rök-
ræði ég núna? Laugardagsmorgun-
inn er fastur punktur í tilveranni,
fara í nudd, í bakarí, til Eddu og
Bjöms í morgunkaffi sem oft dróst
fram á kvöld. Það breytist ekki en nú
verðum við bara tvær vinkonurnar.
Ég vildi að ég hefði verið duglegri
að læra að spila brids hjá þér, en mér
fannst að við hefðum allan heimsins
tíma.
Þú ert búinn að leggja mikið í að
reyna að fá mig til að ganga í KR,
ætli það sé ekki tímabært að ég
gangi í félagið. Þú kunnir bæði að
vinna og tapa, þegar Leiftur vann
var blómvöndur festur á hurðarhún-
inn þegar ég kom heim, hver annar
en þú gefur blóm við slíkt tilefni. Ég
var svo glöð þegar þið Edda buðuð
mér á afmælishátíð KR og svo stolt
þegar ég horfði á ykkur við háborðið,
glæsileg hjón, þú í íslenska hátíðar-
búningnum, og ekki minnkaði stoltið
þegar ræðupúltið sem þú smíðaðir
og gafst KR var afhjúpað.
Það er enginn eins og þú og núna
streyma fram minningar, og hver
annar en þú hringir heim til að
minna Eddu á að láta Hannibal fyrir
framan sjónvarpið, svo hann gæti
fylgst með Manchester United spila,
því þótt þú værir ekki heima mátti
kanínan ekki missa af leiknum.
Kæri vinur vertu sæll, við hitt-
umst aftur.
Elsku Edda, Orri, Ingibjörg og
Sigurbjörn, ykkar missir er mikill,
ég votta ykkur mína dýpstu samúð.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir.
Ég minnist nú kærs vinar, Björns
R. Lárussonar, sem ég hef átt sam-
leið með í yfir 30 ár. Eg hafði löngu
fyrir fyrsta fund okkar heyrt af
„stóra Birni“, sem sagður var öðram
mönnum stærri og sterkari og ég