Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 59
varð fyrir engum vonbrigðum, er ég
loksins leit hann augum. Við áttum
sameiginleg áhugamál. Báðir vorum
við KRingar og höfðum áhuga á af-
lraunum og lyftingum. Þegar svona
atriði tengja menn saman eru engar
líkur á að neitt geti skilið menn að,
nema dauðinn. Svo fór um vináttu
okkar Björns. Aldrei bai- á hana
skugga og aldrei deildum við.
Björn var einn af frumkvöðlunum
í íþróttalífi íslendinga. Hann var
með þeim fyrstu sem skipulega fóru
að lyfta lóðum til að bæta árangur
sinn í frjálsum íþróttum, sem hann
stundaði af ákefð undir merkjum
KR. Hann hafði mikla náttúrulega
líkamsburði og þurfti ekki að hafa
mikið fyrir hlutunum. Árið 1964 er
skráð í sögu kraftlyftinga hérlendis,
en þá vai- fyrsta mótið. Um var að
ræða félagakeppni milli KR og Ár-
manns. Þar keppti Björn ásamt
tveimur frjálsíþróttamönnum úr KR
við lyftingamenn úr Ai-manni.
Næstu árin keppti Björn öðru hvoru
í lyftingum og kraftlyftingum og síð-
ast 1971, er hann varð íslandsmeist-
ari í þyngsta flokki í kraftlyftingum
og varð fyrstur í slendinga til að lyfta
200 kg í bekkpressu og 300 kg í rétt-
stöðulyftu.
Það er svo með íþróttamenn, að
sumir stunda íþróttir vegna þess að
þar fínna þeir farveg til árangurs
fyrir sjálfan sig. Aðrir grípa íþrótt-
irnar á annan og alvarlegri veg og
heillast af þeim og vilja veg íþróttar
og félags sem mestan. Menn í síðari
flokknum fórna oft sjálfum sér sem
íþróttamanni og leiðast út í félags-
störf fyrir aðra. Þeir velta þeirri
spurningu helst fyrir sér, hvað þeir
geti gert fyrir félagið sitt og íþrótt,
en aldrei þeirri hvað félagið geti gert
fyrir þá. Björn var slíkur maður.
Hann hætti íþróttaiðkun fyrir tæp-
um 30 árum og sneri sér að félags-
málum. Hann var í stjórn lyftinga-
deildar KR af og til um árabil. Hann
var fyrsti fonuaður Lyftingasam-
bands íslands, sem stofnað var 1973,
síðar fulltrúi sambandsins í ólymp-
íunefnd íslands. Hann var í lyftinga-
dómstól frá upphafi allt til 1985, að
stofnað var sérstakt kraftlyftinga-
samband, að hann tók sæti í dómstól
þess. Björn lyfti ekki lóðum síðustu
28 ár æfi sinnar en samt var hann
alltaf áhugasamur og hinn tryggi
bakvörður kraftlyftingamanna.
Hann stóð sem klettur, sem bárur
óvildarmanna brotnuðu á.Þrátt fyrir
framangreinda upptalningu á félags-
störfum Björns í þágu lyftinga og
kraftlyftinga stóð félagið hans, KR,
hjarta hans næst. Sveinn Jónsson,
einn ágætasti formaður KR, kom
auga á mannkosti Björns og tók
hann inn í aðalstjórn, þar sem hann
átti sæti til dánardægurs. Engin
íþrótt í KR var Birni óviðkomandi.
Hann mætti á KR völlinn á knatt-
spyrnuleiki, ekki bara í meðbyr eins
og sumir, heldur einnig þegar illa
gekk. Þegar verst gekk mátti sjá
„stóra Björn“ ganga þungstígan af
velli, jafnvel áður en íeik var lokið.
Þegar vel gekk fagnaði hann manna
mest. Hann var sá fyrsti sem ég
mætti á Eiðistorginu, er KR loks
varð bikarmeistari og ekki lét hann
sitt eftir liggja að fagna þessu besta
ári í sögu félagsins. Lokapunkturinn
var 100 ára afmæli KR og þar var
Björn í essinu sínu og gaf félaginu
ræðupúlt, sem hann hafði sérsmíðað
fyrir félagið. Það var í síðasta sinn
sem ég sá Björn og ég sá engin feigð-
armerki á honum. Reyndar sögðum
við félagarnir við Björn, að hann
hefði ekkert breyttst frá okkar
fyrstu kynnum. Björn svaraði þessu
þá í glettnum tón: Hef ég þá alltaf
verið gamall? Það eru ekki allir sem
skilja eftir sig minnismerki. Björn á
þau mörg á KR lóðinni, m.a. lyftinga-
húsið, sem ekki stæði, ef hans hefði
ekki notið við. Eg mun um ókomin ár
minnast „stóra Bjarnar" er ég geng
þar framhjá og þakka fyrir að hafa
átt hann að vini.
Ólafur Sigurgeirsson.
Látinn er um aldur fram, Björn R.
Lárusson, húsgagnasmíðameistari.
Kynni okkai- Björns hófust fyrir um
fjörutíu árum, þegar við vorum í
námi á sama vinnustað. Allar götur
síðan hafa leiðir okkar legið saman í
starfi og leik, sem aldrei bar skugga
á, og síðastliðin þrjátíu og tvö ár höf-
um við rekið saman trésmíðaverk-
stæðið Grein.
Við skyndilegt fráfall Björns koma
upp í hugann minningar frá liðnum
samverustundum. Áhugamál Björns
voru fjölþætt, hann var á yngri árum
kunnur íþróttamaður. Einnig lagði
hann stund á bridge og skák. Björn
var náttúruunnandi, hafði yndi af
útivist, ferðalögum og veiðiferðum.
Fróður var hann um örnefni, sögu og
náttúrufar á þeim stöðum sem um
var farið, hafði sérstakan áhuga á
gróðri og trjárækt og að hausti var
oft málbandi brugðið á sumarvöxt-
inn.
Eitt áhugamála Bjöms var varð-
veisla sögulegra minja iðnsögunnar
með áhuga sínum og eljusemi kom
hann þar fram ýmsum góðum mál-
um.
Hin margvíslegu störf Björns að
félagsmálum verða ekki rakin hér,
en þar naut hann trausts og virðing-
ar.
Ég og samstarfsmenn okkar vilj-
um að leiðarlokum þakka fyrir ára-
langt samstarf og vináttu. Genginn
er traustur og heiðarlegur drengur
sem sárt er saknað.
Kæra Edda, ég sendi þér, börnun-
um og öðrum aðstandendum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Geir Oddgeirsson.
Á sunnudagskvöldi fyrir liðlega
viku vorum við félagarnir úti í KR-
heimili að horfa á körfubolta. Að
morgni mánudags var Björn Lárus-
son allur, hafði orðið bráðkvaddui-
snemma um morguninn.
Þessi góði KR-ingur hafði komið
til félagsins vegna þess að hann byrj-
aði sem sendill hjá Sameinaða gu-
fuskipafélaginu. Þai' var forstjóri á
þeim tíma þáverandi formaður KR,
Erlendur O. Pétursson. Frá þeirri
stundu var Björn sannur KR-ingur
og hóf að æfa frjálsar íþróttir því
Gunnar Huseby var hans fyrirmynd.
Síðar fór hann að æfa lyftingar og
kraftlyftingar og varð íslandsmeist-
ari í báðum greinum.
Þó Björn hafi verið í ýmsum deild-
um félagsins og unnið þar mikil störf
þá minnumst við hans sérstaklega
sem einstaks manns úr félagsmálum
KR. Hann var búinn að vera í aðal-
stjóm í tæp 25 ár og alls ekki að gef-
ast upp á því. Hann kom á leiki KR í
hinum ýmsu greinum og tók þátt í
sigrum og töpum félagsins, vann í
sjálfboðavinnu að byggja okkar
eldra íþróttahús, hreinsaði með okk-
ur íþróttasvæðið og gekk í allt sem
gera þurfti fyrir félagið.
Á 100 ára afmælishófi KR sem
haldið var nú fyrir skömmu gaf hann
félaginu glæsilegt ræðupúlt sem tek-
ið hafði hann 2 ár í frístundum að
smíða. Af sinni alkunnu hæversku
skrifaði hann gafabréfið sem fylgdi
gjöfinni „með virðingu og þökk til fé-
lagsins sem gert hefur svo mikið fyr-
ir mig“.
Björn sóttist ekki eftir vegtyllum
innan KR. Hans starf snerist um að
láta íþróttafólk félagsins hafa eins
góða aðstöðu til æfinga og keppni og
hægt var. Sporin og handtökin spar-
aði hann ekki fyrir KR, allt í félaginu
var honum eldheit hugsjón. Björn
Lárusson var vel látinn í okkar fé-
Iagi, prúður, hægur og einstaklega
traustur maður.
Góður drengur er kvaddur og
verður hans saknað í KR, en missir
eiginkonu og barna er mikill og er
þeim í þeh'ra miklu sorg færðar inni-
legai’ samúðarkveðjur.
Kristinn Jónsson,
formaður KR.
Björn Lárusson var flokksbund-
inn Sjálfstæðisflokksmaður, fæddur
á afmæli rússnesku byltingarinnar.
Andstæður aldarinnar mörkuðu
hann sennilega óvenju skýrt. Hann
var atvinnurekandi í iðnaðarsamfé-
lagi og trúði á mátt auðsins en að-
hylltist í sömu mund mannshugsjón
sem átti sér rætur langt aftur í ís-
lensku bændasamfélagi: Menn
skyldu vera vel menntir til munns og
handa og höfðingjar heim að sækja;
þeir skyldu meta fólk eftir manngildi
en ekki mannvirðingum, miðla þegj-
andi af því sem þeir áttu og vera á-
vallt til reiðu væru aðrir í nauðum.
Þegar Bjöm var að alast upp var enn
alsiða að stúlkur sinntu öllum störf-
um innanstokks og drengir kæmu
þar hvergi nærri. Framan af ævinni
mun hann því hafa litið svo á að karl-
ar skyldu vera vel á sig komnir
líkamlega og rammefldir í hverri
raun en konur útsjónarsamar um
húshald allt. Það var því eins og hver
önnur gráglettni örlaganna að eitt
hið fyrsta sem ég sagði við hann var:
„Værirðu ekki til í að vaska upp með
mér?“ Ég var gestur á heimili hans
og beiðnin því harla ósvífin enda hélt
ég, hálfbogin yfii' vaskinum, að ég
væri að tala við annan mann. Ég
mun seint gleyma kímninni í augun-
um á honum þegar hann svaraði: „Þú
getur þá kannski sagt mér hvar
viskustykkið er ...“ Þaðan í frá vor-
um við vinir.
Eftir að Björn fluttist með fjöl-
skyldu sinni í Hafnarfjörð varð vin-
átta okkai' enn traustari og ekki dró
úr að börnin okkar voru alltaf saman
og gengu inn og út á heimilum
beggja á víxl. „Gengu inn og út,“ segi
ég, en það er eflaust ónákvæmt orða-
lag. Þegar sonur minn var á ungl-
ingsárum hringdi hann a.m.k. eitt
sinn til mín slasaður og sagði: „Get-
urðu komið og sótt mig. Eg braust
inn hjá Birni og Eddu en ég veit þau
verða ekkert reið...“
Maður getur átt ágæta vini þó að
þeir láti sér ekki lynda að maður
brjótist inn hjá þeim en einstakir eru
þeir ef þeir hirða ekki um slíkt. Og
Björn var í marga staði einstakur.
Hann var ákaflega vel að sér um
sögu og náttúru og hafði mikinn
áhuga á íslensku máli. Hann var líka
góður frásagnarmaður og væri hann
í essinu sínu, var unun að hlusta á
hann rekja hnyttin tilsvör eða segja
sögur af skrítnum köllum og kelling-
um; og ekki naut hann sín verr þegar
hann hermdi eftir sérkennilegu
málfari á afskekktum bæjum eða
uppfræddi menn um orðtök sem
Vestfirðingar skýi'ðu á annan veg en
útgefin orðtakasöfn.
Utan vinnunnar var hann þekkt-
astur sem íþróttamaður og félags-
málatröll - maður með svo svellandi
keppnisskap og svo ákveðnar skoð-
anir að sumum þótti stundum nóg
um. Ég var ekki skoðanasystir hans;
reyndar skipaði ég mér í fylkingu
gegn flestu því sem hann studdi,
Sjálfstæðisflokknum, Nato og meira
að segja KR. Þó gátum við setið sam-
an á kosninganóttum og beðið bæði
jafnæst eftir úrslitunum - kúnstin
fólst í því að finna að krötunum og
framsókn. Aðeins örsjaldan skarst
nærri því í odda með okkur út af póli-
tík. Þegar lögunum um lánasjóð ís-
lenskra námsmanna var breytt og
þeir feðgar Björn og Skarphéðinn
Orri komu heim til mín og sungu
þeim lof og prís, endaði rökræða
okkar t.d. með því að ég sagði: „Nú
hendi ég þér bráðum út, Björn.“
Hann svaraði þunglega að það væri
óþarfi og gekk til dyra. En sem hann
opnaði útidyrnar, snerist hann á hæli
og sagði: „Þú lítur kannski við?“ Og
núna þegar hann er allur og ég rifja
upp samskipti okkar í hart nær tvo
áratugi, spyr ég sjálfa mig hvort
manni hafi ekki einatt gleymst að
skoðunum hans og keppnisskapi
fylgdi ansi mikið umburðarlyndi.
Ég þakka Bh-ni fyrir allt sem hann
gaf mér og kenndi mér. Heimilisfólk
á Vörðustíg 7 sendir Eddu, Orra,
Ingibjörgu og Sigurbirni þær kveðj-
ur sem hlýjastar finnast.
Bergljót S. Kristjánsdóttir.
Eftir hartnær 20 ára félagsskap
við Björn R. Lárusson í skákklúbbi
sjáum við nú á eftir honum, óvænt og
án þess að á honum sæist minnsti bil-
bugur. Öll þessi ár hefur Björn
sjaldnast látið sig vanta á skákkvöld-
in okkar, vikulega, alla mánuði ár-
sins nema sumarmánuðina þrjá.
Nærvera hans hefur því verið sjálf-
sögð í okkar huga, snar þáttur í til-
verunni, og því er þungbært að sjá
skarð hans ófyllt í hópnum.
Öll framganga Björns félaga okk-
ar var í besta samræmi við skapgerð
hans. Hann var keppnismaður á
þann hátt að hann einbeitti sér að
hverju tafli, tefldi alltaf til vinnings,
var hugmyndaríkur í öllum stöðum
og útilokað að bóka sigur gegn hon-
um fyrr en skákinni var löglega lok-
ið. Hann lagði tilfinningu í hvern leik
og lét sér ekki á sama standa hvernig
lyktirnar urðu. En um leið og úrslit
lágu fyrir voru sakir jafnaðar og
gamansemi hans naut sín. Við skák-
borðið réð þannig íþróttaandi sem
einkennist af kappgirni og dreng-
skap og prýðir keppnismann hvort
sem vettvangurinn er skákborð eða
glímuvöllur.
Á tveimur áratugum höfum við fé-
lagarnir rætt fleira en skák. Við höf-
um verið inni á gafli hver hjá öðrum
og fjölskyldurnar hafa iðulega
blandast í hópinn. Sigurbjörn, sonur
Björns, tefldi með okkur frá ungl-
ingsárum sínum þangað til hann fór
að tefla í hópi sterkustu skákmanna
landsins. Við söknum vinar í stað
þegar við kveðjum Björn R. Lárus-
son en nú er hugur okkar með Sigur-
birni og systkinum hans og Eddu,
konu Björns. Þeim sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Skákfélagar á þriðjudögum.
Þegar leiðir okkar Eddu, æskuvin-
konu minnar, lágu saman á nýjan
leik kynntist ég eiginmanni hennar
Birni R. Lárussyni. Þá höfðu þau
eignast börnin sín þrjú eins og við
Björgvin og bjuggu spölkorn frá
okkur. Börnin okkar ólust upp sam-
an og við foreldrarnir bundumst vin-
áttuböndum.
Við erum þakklát fyrir þær stund-
ir sem við fengum að eiga með Birni.
Hann mat vini sína mikils og vildi
helst hafa þá sem oftast í kringum
sig. Þær voru því ófáar stundirnir
sem við sátum með honum og Eddu
við spilaborðið. Björn taldi það
skyldu sína að kenna okkur hjónum
brids og var afar ánægður með
frammistöðu bóndans. Hann var
hins vegar oft gáttaður á getuleysi
mínu og fékk aldrei skilið hvernig
fullfrísk konan fór að því að spila
svona af sér hvað eftir annað. En
hann gafst ekki upp á kennslunni
þessi öðlingur og einhvern tíma mun
hann hafa verið orðinn sáttur við
nemandann þvi hann smíðaði forláta
bridsborð og færði okkur að gjöf.
Af skiljanlegum ástæðum þóttu
mér stundir okkar úti í náttúrunni
skemmtilegri. Við fórum öll fjögur í
langar gönguferðir og það var sér-
stakt, tilhlökkunarefni að setjast í
laut og taka upp nestið. Þá var það
Björn sem oftast sagði frá. Hann var
mikill frásagnarmaður, vel lesinn og
fróður, hafði næmt skopskyn, og tal-
aði einstaklega góða og kjarnyrta ís-
lensku. Ég leitaði ég oft til hans sem
blaðamaður þegar ég vildi fá álit
borgarans á þjóðfélagsmálum og
kom aldrei að tómum kofanum.
Á aðfangadag sendi Edda hann
ætíð til mín með heimabakað þýskt
brauð, hina árlegu plágu eins og hún
nefndi það. Þá áttum við góðar sam-
ræður um þjóðfélagið og fólkið í
landinu og yfirleitt var ég fróðari eft-
ir þann fund.
Björn kemur ekki oftar til okkar á
aðfangadegi og við söknum sárt
heimsókna hans. Hann var maður
sem menn syrgja.
Við Björgvin, Soffía, Hulda og
Erla þökkum fyrir vináttu og tryggð,
og sendum elsku Eddu og börnunum
okkar einlægustu vinarkveðjur.
Kristín Marja Baldursdóttir.
Kveðja frá Skákdeild K.R.
I veglegu árshófi KR nú í haust
færði Björn félaginu að gjöf forláta
ræðustól, er hann hafði smíðað á-
samt félaga sínum.
í aðfaraorðum er fylgdu gjöfinni
þakkaði Björn félaginu fyrir allt það,
sem félagið hafði gert fyrir hann.
Þessi orð Björns endurspegla við-
horf hins þroskaða manns, sem
þekkir gildi þess og meðtekur að
vera hlekkur í félagi sem hefur
mannrækt í fyrirrúmi. í samvistum
við slíka menn er gott að vera og
starfa.
Björn var gegnheill, fágætlega
traustur og áreiðanlegur og var hon-
um jafnan skipað í forystusveit þar
sem hann kom að málum.
Þessara eðliskosta hans nutum við
í nýliðnum mánuði, er við stofnuðum
skákfélagið okkar Skákdeild KR.
Björn vann ötullega að þeim hags-
munum, að tryggja skákinni og fé-
laginu okkar traustan sess í íþrótta-
starfi stórveldisins KR og víst er að
þar hefur Björn sáð og við munum
uppskera.
Skákdeild KR boðar, að á útmán-
uðum mun félagið heiðra minningu
Björns.
Þau hughrif sem Björn skilur eftir
í minningunni eru skýrari en spor í
sandi og áhrifa hans mun lengi gæta.
Skákdeild KR þakkar og kveður
frumherjann sinn.
Skákdeild KR.
Björn Lárusson vinur minn varð
bráðkvaddur mánudagsmorguninn
6. desember síðastliðinn. Á hastar-
legan hátt erum við minnt á hve stutt
er á milli lífs og dauða.
Við Björn kynntumst fyrir 36 ár-
um á frjálsíþróttaæfingu hjá KR.
Okkur varð fljótt vel til vina og í
nokkur ár æfðum við saman lyfting-
ar, fyrst vestur í KR heimili við frek-
ai' erfiðar aðstæður og ólíkar þeim
sem nú tíðkast og síðan í nokkur ár
með félögum úr lyftingadeild Ár-
manns í Ármannsheimilinu við Sig-
tún. I kraftlyftingum náði Björn frá-
bærum árangri, varð margfaldur
meistari enda keppnismaður mikill.
Alla tíð keppti hann undir merki KR,
hann var gegnheill KR-ingur. Auk
þessa að æfa saman frjálsar íþróttir
og lyftingar höfðum við báðir mikla
ánægju af að tefla skák. Oft kom ég á
heimili Björns meðan hann bjó í for-
eldrahúsum og kynntist hans góðu
foreldrum, og var þá gjarnan tekið í
spil eða teflt. Ekki var síður gott að
koma heim til Björns og Eddu en
heimili þeirra var alla tíð afskaplega
notalegt þar sem inaður fann sig
innilega velkominn.
Björn var mikill höfðingi í lund og
bóngóður með afbrigðum. Hann var
húsgagnasmiður að mennt og rak
trésmíðaverkstæði ásamt Geir vini
sínum. Hann var mikill hagleiks-
smiður, um það ber vott m.a. forláta
taflborð sem hann smíðaði og færði
mér að gjöf án nokkurs tilefnis.
Hann hafði ákveðið að smíða sér tafl-
borð og nota sem fyrirmynd borð
það er Fischer og Spassky tefldu við
á heimsmeistaraeinvíginu 1972 og þá
munaði hann ekkert um að smíða
tvö! Hann hafði það svo á orði að tafl-
mennina fengi ég þegar ég yrði fer-
tugur og það gekk eftir.
Hin seinni ár urðu samverustund-
irnar færri eins og gengur, en það
var orðinn fastur liður hjá okkur að
fara í góðan göngutúr á gamlársdag
og hver veit nema við röltum saman
um næstu áramót þó svo að sporin
hans komi ekki til með að sjást í
snjónum.
Á þessari stundu finn ég fyrir
miklum söknuði að hafa misst góðan
vin, en jafnframt þakklæti fyrir að
hafa átt samleið með jafn góðum
dreng og Björn var.
Elsku Edda, Orri, Ingibjörg, Sig-
urbjörn og systkini, Guð gefi ykkur
styrk í sorg ykkar.
Ari Stefánsson.
• Fleiri minningargreinar
um Björn Ríkarð Lárusson bíða
birtingar og munu birtast íblaðinu
næstu daga.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
I