Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 62
62 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN BRANDUR HELGASON
PJÉTURSS,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 16. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Helgi Þórarinsson,
Þórarinn Brandur Þórarinsson,
Stefán Þórarinsson, Kristrún Þórðardóttir,
Pétur Haukur, Helena,
Helga Björk og Gunnar Þór Helgabörn,
Sæunn og Svava Lóa Stefánsdætur.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR SKAPTASON
tannlæknir,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 20. desember kl. 10.30.
Gunilla Skaptason, Kristján Kristjánsson,
Hallgunnur Skaptason, Andrés B. Sigurðsson,
Gunnar O. Skaptason, Gerður Hannesdóttir,
Björn Skaptason, Hildur Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sonur minn, barnabarn, bróðir okk-
ar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR HALLSSON,
Háholti 11,
Keflavík,
sem lést fimmtudaginn 9. desember, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
16. desember kl. 14.00.
Karlotta Sigurbjömsdóttir,
Sigurbjörn Metúsalemsson,
Margrét Hallsdóttir, Carsten Bluhme,
Sigurbjörn J. Hallsson, Stefanía Hákonardóttir,
Hallur M. Hallsson, Svanbjörg K. Magnúsdóttir,
Ragnar K. Hallsson, Inga Lóa Steinarsdóttir
og frændsystkini.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
SVAVAR ÁRNASON
vélstjóri,
Hofsvallagötu 16,
Reykjavík,
er lést fimmtudaginn 9. desember á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, verður jarðsunginn frá Neskirkju
fimmtudaginn 16. desember kl. 13.30.
Svala Svavarsdóttir, Sigurður Vilhjálmsson,
Ingvi Svavarsson, Hulda Gunnþórsdóttir,
Þuríður Árnadóttir, Margrét Lilja Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Furugrund 68,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju á morgun,
fimmtudaginn 16. desember, kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Árnason,
Örn Vilmundarson, Björk Sigurjónsdóttir,
Kristin Guðbjörg Arnardóttir, Kristófer Jóhannesson,
Sigurjón Geirsson Arnarson,
Árný Ösp Arnardóttir
og barnabarnabörn.
+ Guðmundur Ingi
Ingason fæddist í
Reykjavík 1. maí
1939. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur hinn 7. desem-
ber siðastliðinn. For-
eldrar hans voru Ingi
Guðmundsson,
verkamaður í
Reykjavík, f. 1. októ-
ber 1916, d. 30. mars
1971, og Gyða Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir og gangavörð-
ur, f. 21. september
1918, d. 14. janúar
1999. Guðmundur var annað barn
foreldra sinna en systkini hans
eru: Birna, f. 4. desember 1937,
Gunnar, f. 24. júní 1940, drukkn-
aði 1. febrúar 1973, Skúli, f. 24.
nóvember 1941, drukknaði 5. apr-
íl 1961, Guðmundina, f. 15. janúar
1943, Júlíus, f. 15. ágúst 1944,
Bettý, f. 9. desember 1945, Ástríð-
ur, f. 30. nóvember 1948, Hulda
Fríða, f. 29. júní 1950, og Sigurð-
ur, f. 4. desember 1957.
Á stundu sem þessari fer margt í
gegnum hugann og minningarnar
eru margar. Mörg eru „efín“ og
hugsunin hröð. En þegar slíkar
hugsanir koma er gott að vita til þess
að það sé af einlægri ósk okkar um
að vilja hafa hlutina öðruvísi. Það var
Guðmundur
kvæntist 7. október
1967 Sigrúnu Stein-
þóru Pálsdóttur.
Þau eignuðust tvær
dætur. Gyða er fædd
7. maí 1968. Sambýl-
ismaður bennar er
Þórður M. Sigurðs-
son. Bryndís, f. 24.
júní 1975. Unnusti
hennar er Kevin Lee
Sevilla. Fyrir átti
Sigrún soninn Pál
Rúnar Valdimars-
son, f. 21. mars 1963,
og gekk Guðmundur
honum í föðurstað. Eiginkona
Páls er Herdís Danivalsdóttir.
Þau eiga þijú börn, Jóhannes,
Gunnar Pál og Söru Rut.
_ Lengst af starfaði Guðmundur í
Áburðarverksmiðju ríkisins en
einnig vann hann ýmis önnur störf
til sjós og lands. Síðustu árin
starfaði hann í Múlakaffí.
Utför Guðmundar Inga fer
fram frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
margt sem þú vildir gera fyrir okkur
sem þú stundum réðst kannski ekki
við en þú gafst okkur annað í staðinn,
dýrmætar minningar. Þú varst
sterkur persónuleiki. Þér þótti vænt
um fólk og á þinn hátt með glettnum
orðum, brosi og hjálpsemi sýndir þú
hversu umhyggjusamur þú varst.
Andlát þitt bar snöggt að, þú varst
alltaf bráðlátur og vildir að hlutirnir
gengju hratt fyrir sig, en sárt er að
sitja eftir. Það verður skrítið að hafa
þig ekki nálægt enda finnst okkur
eins og þú sért bara í vinnunni og
komir heim bráðum. „Hér sé friður,"
var einn af þínum skemmtilegum
frösum sem þú áttir til segja við
ýmsar aðstæður. Þar sem þú varst
var mikið að gerast því þú varst allt-
af svo hress og atorkusamur, það
gustaði af þér krafturinn. Nú ertu
búinn að eignast þann frið sem við öll
eigum eftir að öðlast.
Faðir, þó mér fjarlæg hylji
friðargeisla augna þinna,
ertu samt um aliar stundir
engill kærleiksdrauma minna.
(Hulda)
Elsku pabbi, við eigum eftir að
sakna þín mikið en við huggum okk-
ur við þá trú að þú verðir engill kær-
leiksdrauma okkar.
Hvíl þú í friði.
Þínar dætur
Gyða og Bryndís.
Elsku tengdapabbi.
Það er viss tómleiki að koma heim
og þú ert ekki hér. Eg var farin að
hlakka svo til að sjá ykkur öll. Mikið
hefði ég viljað að þú hefðir getað
haldið jólin með okkur.
Minningar og söknuður fylla
hjarta mitt. Eg á eftir að sakna þess
að koma inn í Stóragerði og hafa þig
ekki til staðar og þann hressileika
sem fylgdi því þegar þú komst heim.
Þó skrítið sé sakna ég líka óþolin-
mæði þinnar, þú vildir ekki þurfa að
bíða eftir neinu.
Öll þau ár sem ég hef verið hluti af
fjölskyldunni hefur þú verið mér
mjög góður. Oft hringdir þú og við
spjölluðum lengi saman. Eg hefði
óskað að þú hefðir fengið að lifa leng-
ur og eiga hamingjurík ár. Minning
þín mun ætíð búa innra með mér.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkertbresta
A grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðirmigaðvötnum
þar sem ég má næðis njóta.
Hannhressirsálmína
og leiðir mig um rétta vegu
sakirnafnssíns.
Jafnvel þó ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
þvíþúerthjámér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
allaævidagamína,
og í húsi Drottins bý ég
langaævi.
(23. Davíðssálmur.)
Herdís.
Okkur systkinin langar að minn-
ast bróður okkar, Guðmundar Inga, í
fáum orðum. Deddi, eins og hann var
yfirleitt kallaður, var elstur af fimm
bræðrum og næstelstur af tíu systk-
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
PÉTURS B. GEORGSSONAR,
Búlandi 2.
Guðrún S. Gunnarsdóttir,
Júiíus Pétursson, Torill Masdalen,
Gunnar Örn Pétursson, Karen Níelsdóttir,
Birgir Pétursson, Anna Lísa Guðmundsdóttir,
Steinunn Pétursdóttir, Sveinn Skúlason,
Guðrún Pétursdóttir,
afabörn og langafabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
HÖNNU SESSELJU HÁLFDANARDÓTTUR
og virðingu sýnda við minningu hennar.
Ármann Markússon,
Ingibjörg Markúsdóttir,
Hálfdan Þórir Markússon, Sóley Indriðadóttir,
Hanna Sesselja, Bára Fanney, Árný Þóra,
Margrét Rósa og Sylvía Rún Hálfdanardætur,
Þórdís Hansdóttir, Gísli Elíasson,
Kristrún Bjarney Hálfdanardóttir, Jón Magnús Magnússon.
+
Þökkum sýndan vinarhug og samúð við andlát
og útför
GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR
frá Kjörvogi,
Miklubraut 16,
Reykjavík.
Kristín Guðmundsdóttir,
Magnús Rúnar Guðmundsson, Hrönn Harðardóttir,
Níels P. Guðmundsson,
Elsa Margrét Níelsdóttir, Jacob A. de Ridder,
Guðmundur Elías Níelsson, Karólína Guðmundsdóttir,
Þórdís Garðarsdóttir, Lúðvík Bjömsson
og barnabörn.
GUÐMUNDURINGI
INGASON