Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 73
FÓLK í FRÉTTUM
AÐSÓKN
la 3.-5. des.
BIOAÐSOKN
í Bandaríkjunum
BIOAÐSOKN
helgina 3.-5.. des.
BÍÓAÐJ
Bandaríl
Titill Stöasta helpi fllls
1 .(1.) Toy Story 2 1.314 m.kt. 18,2 m$ 140,4 m$
2. (-) The Green Mile 1.297 m.kr. 18,0 m$ 18,0 m$
3. (-) Deuce Bigalow: Male Gigalo 880m.kr. 12,2 m$ 12,2 m$
4. (2.) The World is Not Enough 443m.kr. 6,2 m$ 99,4 m$
5. (3.) End of Days 342m.kr. 4,7 m$ 53,3 m$
6. (4.) SleepyHollow 7. (5.) The Bone Collector 339m.kr. 4,7 m$ 123m.kr. 1,7 m$ 81,4 m$ 60,8 m$
8. (7.) Dogma 9. (6.) Pokemon: The First Movie 85m.kr. 1,2 m$ 85m.kr. 1,2 m$ 26.4 m$ 82.4 m$
10. (8.) Beinq John Malkovich 69m.kr. 1,0 m$ 15,3 m$
Tekist á um toppsætið
LEIKFANGASAGA 2 náði að
halda toppsætinu á aðsóknar-
lista vestanhafs um síðustu
helgi. í fyrstu leit út fyrir að
nýjasta myndin með Tom
Hanks, „Green Mile“, sem
byggð er á sögu eftir Stephen
King, myndi hafa vmninginn,
en hún var frumsýnd í síðustu
viku. En þegar allar tölur voru
komnar í hús var ljóst að leik-
föngin höfðu vinninginn. Hins
vegar má segja að Tom Hanks
sé sigurvegari helgarinnar því
auk þess að fara með aðalhlut-
verkið í „Green Mile“ ljær
hann kúrekanum Woody í
Leikfangasögu rödd sína og
kemur því nálægt tveimur
efstu myndum vikunnar. Þriðja
aðsóknarmesta myndin vestan-
hafs um helgina er nýja gaman-
myndin „Male Gigolo", sem Roy
Schneider skrifaði og fer með aðal-
hlutverkið í.
Tom Hanks kemur nálægt tveim-
ur efstu myndum helgarinnar
vestanhafs. Hér er hann í lilut-
verki sínu í „The Green Mile“.
Myrk
partí-
tónlist
HÉR er á ferðinni athygliverð ný
afurð frá frændum okkar Finn-
um. Það hefur lengi loðað
við þá ágætu þjóð að hún
sé þunglyndisleg í hverju
sem hún tekur sér fyrir
hendur. Klisjuna um hinn
þögla, sidrekkandi og
bölvandi Finna þekþjum
við úr fjölda sjónvar-
psmynda sem rignt hefur
yfir okkur síðustu ára-
tugina. Diskurinn „Or-
iental Baby“ með hljóm-
sveitinni Aavikko fellur
undir þessa klisju eða
viðteknu skilgreiningu
á finnskri þjóðarsál.
Þrír kunningjar í
tónlistarbransanum í
Helsinki hafa stofnað
hljómsveit sem spilar
hálf-rafvædda (eða
„electro") tónlist.
Einn spilar á trommur en hin-
ir tveir á hljómborð. Þótt diskurinn
sé glaðlegur á yfirborðinu leynir
finnska þunglyndið og frosthörk-
urnar sér ekki. Þetta eru partí-
stemmningar með myrkum undir-
tóni. Aavikko vísa óspart í laglínur
og stemmningar úr auglýsinga-,
lyftu- og sjónvarpsþáttatónlist og
áhrif „bangara“-tónlistar araba-
heimsins leyna sér ekki.
Þessir hugmyndaríku Finnar
minna óneitanlega á það sem land-
ar okkar Múm, Músíkhvatur, App-
arat og fleiri eru að gera. Tónlist
sem vinnur mikið með það kjána-
lega og gerir það grafalvarlegt.
Skemmtaramir og hljómborðin
sem Aavikko nota hafa þeir dregið
undan stöflum af skíðadóti og eim-
ingartækjum í geymsl-
unum heima hjá sér.
Þetta eru gamlar græj-
ur frá 8. og 9. áratugnum
og hljóðin sem þeir fiska
upp úr þeim eru
skemmtilega eymdarleg.
Trommuleikurinn
gefur rafmagnshljóðun-
um líf með kraftmiklum
stuðbítum svo úr verður
frábær danstónlist. Lif-
andi trommumar blandast
rafmagninu þannig að fíl-
ingurinn verður lifandi og
sveittur. Hljómurinn á
disknum er heimilislegur og
hæfir tónlistinni vel.
„Oriental Baby“ er gott
dæmi um gróskuna í raftón-
list í Finnlandi sem getið hef-
ur af sér snillinga eins og Jimi Ten-
or og fleiri. Þessi diskur er aðeins
forsmekkur að því sem koma skal
frá Aavikko enda aðeins sex stutt
lög á honum. Skemmtilegur kokkt-
eill sem á vel í skammdegisþung-
lyndinu og frosthörkunum.
Ragnar Kjartansson
Kringlan