Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 74

Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 74
74 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá Las Vegas til Neskaupstaðar A Austfjörðum skemmti ég mér tralla-la-la... Árlega er efnt til veglegrar og vandaðrar tónlistar- og dansveislu í Neskaupstað þar sem bæjarbúar og nágrannar stíga á svið og , skemmta. Sunna Ósk Logadóttir brá sér austur og naut sýningar- innar til fulls þrátt fyrir að vera aðeins óbreyttur Reykvíkingur. Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir söng lagið Down Town af mikilli innlifun. UNDANFARIN tíu ár hefur Blús-, rokk- og djasskúbburinn á Nesi í samstarfi Egilsbúð staðið fyrir sannkallaðri tónlistarveislu í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað og hefur hróður hennar farið víða og troðfullt verið á allar sýningar. Ar hvert er ákveðið þema valið sem síðan er túlkað með tónlist og dansi af íbúum frá Neskaupstað og nágrannabyggð- um. I ár var sýningin helguð Las Vegas og þeim skemmtikröftum sem komið hafa fram í þeiri'i gleðiborg ■*v ljóssoglita. Tom Jones í ham Áður en tónlistarveislan er á borð borin snæða sýningargestir ljúf- fenga máltíð að hætti austfirskra gæðakokka er metta þurftu yfir 250 munna kvöldið sem blaðamaður mætti á svæðið. Þegar eftirréttur- inn, sem iðulega er hápunktur mál- tíðarinnar hjá blaðamanni, er farinn að bráðna á tungu gesta hefst sýn- ingin með gömlum Tom Jones slag- ara sem Bjarni Halldór Kristjánsson ’ söng með miklum tilþrifum, tilheyr- andi ljósasýningu og áköfum undir- tektum sýningargesta. Á eftir hon- um stigu mjög frambærilegir söngvarar og dansarar á svið og vöktu iðulega verðskuldaða athygli gesta. „Það eru milli þrjátíu og fjörtíu manns sem taka þátt í þessari sýn- ingu,“ segir Ágúst Armann Þorláks- son, skólastjóri Tónlistarskólans í Neskaupstað, og þátttakandi í sýn- ingunni. „Ailir söngvararnir eru héð- an frá Fjarðarbyggð utan tveggja sem koma frá Seyðisfirði," heldur hann áfram. Súellen reið á vaðið *V Fyrir tíu árum fæddist hugmynd- in að blása til stórrar tónlistarveislu og var það að frumkvæði Ágústs Ár- manns, Þrastar Rafnssonar og hljómsveitarinnar Súellen. „Strák- arnir í Súellen voru undirstaðan í fyrstu sýningunum," útskýrir Ágúst Armann, en þær sýningar gengu svo vel að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði sem nú er orðinn fastur liður í félagslífi Neskaupstað- ar og jafnvel allrar Fjarðabyggðar. .jVið erum alltaf að læra,“ segir Ágúst Armann brosandi. „Sýning- amar eru sífellt betur sóttar með hverju árinu og í ár slógum við öll met, vorum með fjórar sýningar og húsfylli í hvert sinn,“ segir hann - stoltur. Las Vegas sýningin hefur þó ekki endanlega kvatt þennan heim því enn á eftir að halda jólasýningu í Neskaupstað og síðan fer allur mannskapurinn til höfuðborgarinnar í janúar og slær sýningunni upp á sjálfu Broadway. Glæsileg sýning í aldarlok Sýningin er einkar vel úr garði gerð og þaulæfð og skiptir þá engu máli hvort um tónlistarflutning, söng, dans, lýsingu eða sviðsmynd er •, að ræða. „Við höfðum það í og með í , huga að gera glæsilega sýningu í ald- ; ‘ arlok,“ segir Ágúst Armann. „Við höfðum verið að velta fyrir okkur Las Vegas sýningu um hríð en héld- um að hún yrði of róleg. En við tínd- um saman flytjendur sem hafa kom- ið þar fram allt til síðustu ára og fengum út úr því lífiega sýningu, með blöndu af rólegum og fjörugum lögum." ' Undir þau orð er óhætt að taka og Tina Turner Austurlands. Sigrún Huld Skúladóttir syngur What’s Love Got To Do With It.? ±w-J 1 + fl | gJjjjpiiJIMW—T Hpa: I i|r ^ 1 , Daðrað yfir dagblöðum í Las Vegas. heimamenn jafnt sem aðkomumenn á meðal áhorfenda sungu með af fullri rausn og hlógu að hárfínum bröndurum kynnisins, Jóns Bjöms Hákonarsonar, sem sló á létta strengi milli laga. Díana, Tina og Gibb-bræður Meðal þeirra laga sem flutt voru á Las Vegas sýningunni í Neskaup- stað voru You cant hurry love sem Diana Ross söng á sín- um tíma en ekki síðri söngkona, Rósa Dögg Þórsdóttir, flutti lagið í Egils- búð. Á eft- ir henni steig Helgi Bjarkason á svið og flutti gamla Frank Sin- atra slagarann New York - New York og tóku gestir hraustlega undir. Heiðrún Helga Snæbjörns- jm dóttir söng lagið Down Town, Guðmundur Rafnkell Gíslason fór á kost- um við flutning lagsins Just a Gigolo og var nokkurs konar hápunktur kvöldsins. Seyðfirðingar létu ekki sitt eftir liggja og sendu Aðalheiði Borgþórsdóttur (Öllu Borg- þórs) til að syngja. Sigrún Huld Skúladóttir tók Tinu Tumer-lagið „Whats Love Got To Do With It“ en Sigrún er söngkona hljómsveitarinn- ar Stuðkroppanna sem spiluðu fyrir dansi að sýningu lokinni. Norðfirðingar era svo heppnir að eiga á að skipa sínum eigin Gibbbræðram sem bera nöfnin Bjarni Halldór Kristjánsson, Bjarni Ágústsson og Helgi Georgsson meðal heimamanna. Er þeir stigu á svið kom í ljós að þeir eiga mikilli kvenhylli að fagna ef marka má viðbrögð kvenkyns gesta. Elvis og Raggi Bjarna Ekki er hægt að halda Las Vegas sýningu án þess að minn- ast Elvis Presley og fengu lög hans auðvitað að njóta sín og flutti hinn óborganlegi Smári Geirsson forseti bæjarstjórnar Bakraddasöngkonurnar Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir og Elín Jóns- dóttir. eitt laga hans með miklum tilþrifum. „Við ölum með okkur þann draum að takast einhvern tímann að fá Ragnar Bjamason hingað til okkar,“ segir Ágúst Armann alvarlegur í bragði. „Hann er mikill maður í ís- lensku tónlistarlífi og er ennþá al- gjör hetja í okkar augum. Það væri okkur sannur heiður að fá hann hing- að.“ , s -; Guðmundur Rafnkell Gíslason vakti gífurlega lukku í hlut- ^verki Louis Prima með lagið Just a Gigalo. Morgunblaðið/Kiistín Ágústsdóttir Það kemur í ljós að ári hvort Ágúst Armann fær ósk sína upp- fyllta en þangað til verður Las Vegas sýningin að duga, hún verður sýnd í Hótel Egilsbúð milli jóla og nýárs og síðan 14. janúar á Broadway í Reykjavík. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Hlynur Sturla Hrolllaugsson, Svala Valgeirsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir skemmtu sér vel á Las Vegas- sýningunni. MYNDBOND Martröð stríðsins Hjartarbaninn (Deer Hunter) I) r a m a ★★★★ Framleiðandi: Michael Cimino, Michael Deeley, John Peverall. Leikstjóri: Michael Cimino. Hand- ritshöfundur: Michael Cimino. Kvikmyndataka: Vilmos Zsigmond. Tónlist: Stanley Myers. Aðal- hlutverk: Robert De Niro, John Cazale, John Savage, Christopher Walken, Meryl Streep, George Dzuudza.(175 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. SAGAN fjallar um nokkra vini sem fara til Víetnam til að berjast og hafa hörmungar stríðsins varanleg áhrif á sálir þeirra sem komast lífs af. Myndform á þakkir skildar fyrir að endurátgefa marga af gimstein- um kvikmyndasög- unnar og er Hjart- arbaninn kóróna útgáfu þeirra. Þetta meistaraverk Michael Ciminos hefur ekki misst snefil af áhrifamætti sínum gegnum tíðina og kvikmyndataka Zsigmond er ógleymanleg. Leikurinn hjá öllum er óaðfinnanlegur og væri gaman að sjá Savage og De Niro fá aftur hlut- verk eins og þessi til að fást við. Þeir sem ekki hafa séð þessa ættu ekki að hika við að fara út í leigu og kynnast þessu stórvirki - hinir ættu að end- urnýja kynnin. Ottó Geir Borg Dagur í lífi leigubíl- stjóra Vítisbíllinn (Hellcab) II r a m a ★★★ Framleiðandi: John Cusack, Suzan- ne De Walt, D.V. DeVincentis, Paul Dillon, Jamie Gordon, Steve Pink. Leikstjóri: Mary Cybuski, John Tin- tori. Handritshöfundur: Will Kern. Kvikmyndataka: Steve Pink. Tón- list: Page Hamilton. Aðalhlutverk: Paul Dillon, Gillian Anderson, John Cusack, Moira Harris, Michael Ironside, Laurie Metcalf. (96 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. MYND þessi er byggð á leikriti Wills Kerrs „Chicago Cab“ og hét kvikmyndin það í Bandaríkjunum, en titillinn virðist aft- ur hafa breyst þeg- ar hún kom til Evrópu. Það er ekkert víti í þessari mynd heldur fjallar hún bara um ein- faldan leigubíl- stjóra og þá undar- legu kúnna sem hann þarf að fást við. Þetta er mjög skemmtileg og vel leikin mynd og er Paul Dillon mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu. Hann túlkar mann sem við vitúm mjög lítið um annað en að hann vill sem minnst blanda sér í hlutina en í hjarta hans blundar rómantískur maður fullur samúðar og góðs vilja. Mótleikarar Dillons era ekki af verri endanum þótt margar af stóra stjörnunum (Anderson, Cusack) hafi ekki mikið að gera en flestir ná á stuttum tíma að skapa heilsteyptar persónur. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.