Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 80

Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 80
Drögum næst 27. desember HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn W ww' SECURITAS Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. J hríðarbyl í Borgarfirði í MIKLUM hríðarbyl sem gekk yfir Borgarfjörð í gær rakst íjósmyndari Morgunblaðsins á þennan spræka hestamann sem lét veðrið greinilega ekki hafa áhrif á útreiðartúrinn. Margir hafa eflaust litið út um gluggann sinn og hugsað með sér að best væri að halda sig innandyra, en það átti ekki við í þessu tilviki. Morgunblaðið/RAX Stefnir í 38 milljarða við- skiptahalla á þessu ári HORFUR eru á að viðskiptahallinn á þessu ári verði 38 milljarðar króna, sem er um 9 milljörðum meiri halli en gert var ráð fyrir nú í haust. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun sem kynnt var í gær. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir meiri verðbólgu, minni útflutningi, meiri innflutningi og held- ur minni hagvexti. Vestmannaeyingar fylg:jast grannt með Eyjafjallajökli Eldgos gæti meng- að neysluvatnið VESTMANNAEYINGUM er það ljóst að hugsanlegt gos úr Eyja- fjallajökli gæti haft skaðleg áhrif á neysluvatn þeirra, sem leitt er úr lokuðu vatnsbóli úr sprungu sem kemur undan jöklinum. Gjóskufall sem fylgdi gosinu myndi hugsan- lega menga vatnsbólið í gegnum *sigvatn og því þyrfti að fylgjast grannt með gangi mála ef jökullinn færi að gjósa. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, veitustjóra í Eyjum, þyrfti að setja upp mælibúnað til að fylgjast með snefilefnum, s.s. flúori, sem gætu borist í vatnið með gjósku goss úr jöklinum. Mar karflj ótsbr ú í hættu í stórflóði Enn fremur þyrfti að huga að öðrum atriðum ef flóð eða jarð- skjálftar löskuðu hina 22 km löngu aðveituæð sem liggur frá vatnsupp- tökunum niður í dælustöð veitunnar niður á Landeyjasand þaðan sem vatninu er dælt til Eyja. „Aðveituæðin fer yfir gömlu Markarfljótsbrúna og hún myndi illa þola stórt flóð,“ segir Friðrik. „Ef klakaburður myndi t.d. brjóta hana niður yrði að grípa til áætlun- ar sem byggð er á því að taka vatn úr svokölluðum Álum, en það yrði háð því að ekki væri um gjóskufall úr gosi að ræða með tilheyrandi flú- ormengun.“ Að sögn Friðriks kæmi ekki ann- að til greina en að taka upp vatns- flutninga til Eyja með Herjólfi _cf ekki yrði unnt að sækja vatn úr Ái- um. Viðskiptahallinn á síðasta ári var 33 milljarðar, en reiknað var með í þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram í október, að heldur myndi draga úr honum. Ekki eru horfur á að þetta gangi eftir því nú stefnir í 38 millj- arða viðskiptahalla. Þetta þýðir að viðskiptahallinn verður 5,6% af landsframleiðslu. Því er jafnframt spáð að viðskiptahallinn verði um 38 milljarðar á næsta ári. Horfur eru á að verðbólga í ár verði 3,4% og 4,5% á næsta ári, en hún var 1,7% í fyrra. Horfur eru á 5% hagvexti, en eldri áætlun gerði ráð fyrir 5,8% hagvexti. Mikill vöxtur í einkaneyslu Einkaneysla hefur aukist mun meira á þessu ári en reiknað var með í þeirri áætlun sem lögð var fram í haust. Samtals hefur einkaneysla aukist um 30% á síðustu fjórum ár- um. Þessi mikla einkaneysla endur- speglast síðan í miklum innflutningi, en horfur eru á að hann aukist um 6% í ár, en ekki um 2% eins og reikn- að var með í eldri áætlun. Hins veg- ar eru horfur á að spá um 2% vöxt í útflutningstekjum gangi ekki eftir og tekjur af útflutningi verði Eldri borgarar hitta fjármálaráðherra Vilja greiða lægri skatt af lífeyri 3«aSESBESE3QE3S FELAG eldri borgara í Reykjavík ætlar á fund fjármálaráðherra vegna tekjuskattskreiðslu eldri borgara af vaxtahluta lífeyrisgreiðslna. Félagið telur skattgreiðsluna vera stjórnar- skrárbrot og vill að ráðherra beiti sér fyrir lagabreytingu þannig að félagið þurfi ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum, sem það hyggst gera fái það ekki leiðréttingu mála sinna. óbreyttar milli ára. Skýringin er fyrst og fremst minni framleiðsla á sjávarafurðum en reiknað var með. Tekjuafgangur dregur úr þenslu Davíð Oddsson forsætisráðherra segir nýja þjóðhagsspá í meginatrið- um eins og þá fyrri. ,Aðalfrávikið er að viðskiptahallinn verði meiri en þeir spáðu fyrir fáeinum vikum,“ segir Davíð. „Hitt er hins vegar já- kvætt að menn telja að verðbólgan verði minni á næsta ári en á þessu ári, atvinnuleysi sé búið, hagvöxtur verði sæmilegur og reyndar, miðað við það sem við þekkjum í kringum okkur, bara mjög góður.“ Hann segir að spá um aukinn við- skiptahalla sé ákveðið áhyggjuefni en gerir sér vonir um að mikill tekju- afgangur á ríkissjóði dragi úr undir- liggjandi þenslu á næstu mánuðum. ■ Endurskoðuð/41 ÞV6RD5 LEliClR ^raseBSKi Tekjuskattur er greiddur af lífeyi-i þegar hann kemur til útborgunar og á það jafnt við um inngreidd iðgjöld og uppsafnaða vexti. Það er mat fé- lagsins að réttara sé að greiða fjár- magnstekjuskatt af vöxtunum líkt og lög um vexti, arð, leigu og söluhagn- að geri ráð fyrir. ■ Telja tekjuskattsgreiðslur/13 H mmmmm dagar til jóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.