Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umhverfísvinir afhenda undirskriftir til stuðnings umhverfísmati Ríflega 45 þúsund undirskriftir söfnuðust FORSVARSMENN Umhverfisvina, óformlegra samtaka sem staðið hafa fyrir söfnun undirskrifta til stuðn- ings kröfunni um lögformlegt mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar, afhentu forsæt- isráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra afrakstur söfnunar- innar, undirskriftir 45.386 íslend- inga, í Alþingishúsinu í gær. Ólafur F. Magnússon, talsmaður Umhverf- isvina, segist ánægður með söfnun- ina og fullyrðir að hún komi til með að auka þrýsting á Norðmenn um að fram fari lögformlegt umhverfismat en Davíð Oddsson forsætisráðherra bendir á að þegar hafi farið fram lýð- ræðisleg umræða um málið á Alþingi þar sem niðurstaðan hefði orðið sú að framkvæmdum yrði fram haldið. „Umhverfisvinir afhenda nú þess- ar undirskriftir til marks um vilja mikils hluta þjóðarinnar um að lýð- ræðisleg og fagleg vinnubrögð verði höfð í heiðri við ákvörðun um fram- kvæmdir, sem hafa stórfelld áhrif á umhverfið,“ sagði Ólafur F. Magnús- son m.a. við afhendinguna í gær. Benti hann á að náttúra íslands væri auðlind, sem umgangast yrði með varfæmi og virðingu og að stórfelld röskun af völdum virkjunarfram- kvæmda yrði ekki aftur tekin. „Það er algjör lágmarkskrafa að slíkar framkvæmdir séu undirbúnar á besta hugsanlegan máta.“ Kvað hann Umhverfísvini skora á stjóm- völd að virða þennan vilja og treysta því, að viðtakendur undirskriftanna sjái til þess, að þær verði varðveittar á ömggan hátt til vitnis um lýðræðis- lega aðgerð almennings í mikilvægu máli, sem varðaði komandi kynslóðir á íslandi. Davíð Oddsson forsætisráðherra þakkaði við afhendinguna Umhverf- isvinum fyrir þann mikla áhuga sem þeir sýndu málinu en benti jafnframt á að miklar þinglegar umræður hefðu orðið um málið á Alþingi fyrir jól er rædd var þingsályktunartillaga Finns Ingólfssonar, þáverandi iðnað- arráðherra, um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Nið- urstaða þeirrar umræðu hefði orðið sú að „aukinn meirihluti hefði ákveð- ið að halda framkvæmdunum til streitu." Forsætisráðherra tók einnig fram að umtalsverðar umhverfisrann- sóknir hefðu farið fram á fyrirhug- uðu virkjanasvæði og sagði sömu- leiðis ekki Ijóst hve margir þeirra er ritað hefðu nafn sitt á undirskriftar- listana myndu styðja framkvæmd- Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur í hönd Ólafs F. Magnússonar, talsmanns Umhverfisvina. Fyrir aftan þá standa Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lengst til hægri stendur Kristín Halldórsdóttir, einn af forsvarsmönnum Umhverfisvina. irnar ef farið yrði í lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Sagði hann að lokum sjálfsagt að taka það fram að undirskriftunum yrði komið vel fyrir. Ákveðið form andófs Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra tók undir orð forsætisráð- herra og benti á að með undirskrift- unum væri fólk ekki að mótmæla framkvæmdunum sem slíkum heldur því að ekld skyldi farið með þær í lög- formlegt umhverfismat. „Undir- skriftirnar segja okkur ekkert um það hvort fólk sé með eða á móti framkvæmdunum sem slíkum,“ sagði hún. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra tók síðust ráðherr- anna til máls og sagð það gleðilegt hve margir sýndu umhverfismálum mikinn áhuga en benti á eins og for- sætisráðherra að á umræddu svæði hefðu þegar farið fram umtalsverðar umhverfisrannsóknir. Samtökin Umhverfisvinir voru stofnuð í nóvember sl. og hafa síðan unnið að söfnun umræddra undir- skrifta, en undirskriftalistar hafa m.a. legið í verslunum víða um land en einnig hefur verið hægt að skrá sig á listana í gegnum Netið og í gegnum síma. Spurður um áhrif þessara undirskrifta segir Sveinn Aðalsteinsson, einn talsmanna Um- hverfisvina, að þótt stjómvöld myndu ekki fara í lögformlegt um- hverfismat vegna þeirra þá væri með undirskriftunum verið að sýna ákveðið form andófs. Ólafur F. Magnússon segir hins vegar alveg ljóst að undirskriftirnar muni hafi áhrif á ráðamenn þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Lýðræðissinnar eins og þeir hljóta að fara að efast um réttmæti umræddra aðgerða þegar þeir sjá undirskriftir sem þessar," segir hann. „Þá er það ekkert laun- ungarmál að þetta skapar einnig þrýsting hjá gagnaðilunum sem eru Norðmenn," bætir hann við. Hann segir að flestar undirskriftirnar hafi safnast á fimm vikna tímabili frá miðjum nóvember sl. og fullyrðir að svo stór söfnun á svo stuttum tíma hafi aldrei fyrr átt sér stað hér á landi. Nefnd fjallar um endur- vinnslu úrgangs SIV Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra, hefur skipað nefnd um endurnýtingu úrgangs, sem á að koma með tillögur um að- gerðir sem stuðlað geti að auk- inni flokkun og endurnýtingu úrgangsefna. Nefndin skal gera tillögur að markmiðum og skoða hvaða leiðir, s.s. hagræn- ir hvatar, henta best til að ná settum markmiðum. Þá á nefndin að koma með tillögur um breytingar á löggjöf sem tekur til úrgangsmyndunar, endurnýtingar og förgunar, segir í fréttatilkynningu. Nefndin er sett á fót með vís- un í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, þar sem segir: „Hrint verði af stað umhverfis- átaki, þar sem einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög verði hvött til að endurnýta efni og flokka úrgang.“ Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum á þremur árum, en að hún skili ráðherra áfangaskýrslum, þeirri fyrstu fyrir lok sumars 2000. Formaður nefndarinnar er Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og formaður spilliefnanefndar, en varafor- maður er Eyþór Þórhallsson verkfræðingur. Aðrir nefndar- menn eru: Halla Guðmun- dsdóttir, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi, einnig tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitar- félaga, Ingi Arason, Gámaþjón- ustunni, tilnefndur af Samtök- um atvinnulífsins, Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri hjá Sorpu, tilnefnd af FENUR, og Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðun- eytinu. Starfsmaður nefndar- innar er Guðlaugur Sverrisson. Umhverfísvinir afhentu forstjóra Norsk Hydro áskorun Krefja álfyrirtækið um skýr svör Til sölu Polaris 600 Touring nýr, ekinn 162 km. brúsafestingar, taska, rafstart, hjálmur bakgír. Ásett verð kr. 1090,000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. Icl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞINGÉKLU Nvrvie-r &ÍH' í nolvZuni t>í/vrw/ Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilnthing.is • www.bilathing.is FORSVARSMENN Umhverfis- vina, undir forystu Jakobs Frí- manns Magnússonar, framkvæmda- stjóra samtakanna, hittu Egil Myklebust, forstjóra Norsk Hydro, í Ósló í gær vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við virkjun og álver á Aust- urlandi og afhentu honum mótmæla- skjal þar sem greint er frá kröfu rúmlega 45 þúsund íslendinga um að fram fari lögformlegt umhverfís- mat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Voru m.a. fulltrúar helstu um- hverfissamtaka Noregs, Norges Naturverndforbund, Norges Miljö- verndforbund og samtakanna World Wide Fund for Nature viðstaddir af- hendingu skjalsins. Jakob sagði að hér væri á ferðinni mál sem varðaði m.a. ímynd og trú- verðugleika íslands á alþjóðavett- vangi og sama gilti um Norsk Hyd- ro. Skv. upplýsingum Jakobs benti Egil Myklebust á að Norsk Hydro hefði ekki enn tekið endanlega ákvörðun um þátttöku sína í bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð og að fyrirtækið vildi forðast að blanda sér í pólitísk deilumál á íslandi. Jak- ob sagði að ríkisstjóm íslands hefði iðulega borið við óbeinum þrýstingi frá Norsk Hydro, m.a. því að fyrir- tækið kynni að draga sig út úr samningaviðræðum ef fram færi lögformlegt umhverfismat. Þótt slíkur málflutningur virkaði afar ótrúverðugur, skorti þónokkuð á að Norsk Hydro tæki af skarið og segði hreint út hvort lögformlegt um- hverfismat skipti sköpum eða ekki. í bréfinu sem forstjóra norska ál- fyrirtækisins var afhent fara Um- hverfisvinir m.a. fram á að Norsk Hydro dragi sig strax út úr viðræð- um við íslensk stjórnvöld þar til krafan um lögformlegt umhverfis- mat hefur verið uppfyllt. Norsk Hydro eigi frumkvæði að viðunandi niðurstöðu Að sögn Jakobs féllst Egil Mykle- bust á að kynna sér nánar innihald bréfsins og lagði hann til að Jakob sæti fund síðdegis í gær með fulltrú- um Norsk Hydro og samtakanna Norsk naturverndforbund. Sá fundur fór fram í höfuðstöðv- um norsku náttúruverndarsamtak- anna. Sagði Jakob að fundurinn hefði staðið yfir í hálfa aðra klukku- stund og þar hefði verið rætt opin- skátt og af hreinskilni um stöðu mála og fulltrúar norska fyrirtækis- ins hefðu verið jákvæðir en afar var- færnir í yfirlýsingum sínum. „Eg gerði kröfu um að við fengjum um það skýr svör áður en mánuðurinn væri allur hver raunveruleg afstaða þeirra væri til lögformlegs umhverf- ismats,“ sagði hann. „Við förum í raun og veru fram á að þeir hafi frumkvæði að því að ná viðunandi lendingu í þessum málum, sem við teljum að sé lögformlegt umhverfismat,“ sagði Jakob. Hann sagði að fulltrúar Norsk Hydro hefðu tekið við bréfi Um- hverfisvina og sagst myndu taka það til skoðunar og vilja ígrunda það áð- ur en þeir tjáðu sig nánar. Mikið var fjallað um málið í norskum fjölmiðlum í gær. „Við höf- um afar öflugan og viðtækan stuðn- ing úr öllum náttúruverndar- og um- hverfissamtökum Noregs, sem er ómetanlegt, og það er mjög jákvæð- ur tónn i okkar garð í fjölmiðlum hér. Við erum hins vegar ekkert far- in að skoða hina alþjóðlegu fjöl- miðla. Við munum bíða átekta en vitum að við eigum þar bandamenn og vísan stuðning ef til þess þarf að koma,“ sagði Jakob.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.