Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 8

Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐ verðum að fara að skila einhverju af góðærinu, foringi, ef flokkurinn á að lifa af. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Opnar heimasíðu á Netinu FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga kynnti á föstudag upplýsinga- vef íslenskrar hjúkrunar á Islandi sem er heimasíða félagsins á Net- inu. Þar verður m.a. hægt að nálg- ast upplýsingar um kjör og réttindi íslenskra hjúkrunarfræðinga og birtar verða atvinnuauglýsingar víða af landinu sem og ýmsar frétt- ir af starfi félagsins og fagfélögum þess svo dæmi séu nefnd. María Finnsdóttir hjúkrunar- fræðingur, sem nú hefur látið af störfum, og Hallveig Broddadóttir, nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur, opnuðu vefinn við formlega athöfn en með því að láta þær opna vefinn vildi Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, minna á að þegar verið væri að byggja upp til framtíðar þyrfti að byggja á fortíðinni. „I Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga eru yfir þrjú þúsund félagsmenn og innan þess er fjöldinn allur af svæðis- deildum og fagdeildum," segir Herdís og bendir á að hægt sé að nálgast heimasíður þessara deilda í gegnum heimasíðu félagsins. Þar er einnig hægt að nálgast heima- síður félaga erlendra hjúkrunar- fræðinga sem íslenskir hjúkrunar- fræðingar hafa haft samskipti við. Slóð heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hjukrun.is. 400 ára ártíð heimspekingsins Brunos Fræðslu- stefna um líf í alheimi ÞórJakobsson HALDIN verður fræðslustefna um líf í alheimi með átta fræðsluerindum í Norræna húsinu nk. fimmtudag og stendur hún frá klukkan 13 til 17. Erindin eru að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræð- ings ætluð almenningi og kveður hann alla vel- komna. Fræðslustefna þessi er á vegum svo- nefnds Fræðslusjóðs um líf í alheimi, en Þór á sæti í stjórn hans. „Þessi dagur, 17. febr- úar, er valinn sökum þess að þá verður fjögur hundruð ára ártíð ítalska heimspekingsins Giordan- os Brunos, sem er þekkt- ur fyrir kenningar sínar um óendanlegan alheim og fjölda sólkerfa, þar sem hann varpaði fyrir róða hinni hefð- bundnu heimsmynd sem þá ríkti um jörðina í miðju alheims. Með ályktun sinni um óendanlegan alheim víkkaði hann jafnvel út hina nýju heimsmynd Kópernik- usar, sem þá var að ryðja sér til rúms á dögum Brunos. í heims- mynd Kópernikusar var sólin í miðju alheims og stjörnurnar fastar á himinhvolfi í takmar- kaðri fjarlægð." - Hvernig sprengdi Bruno þessa heimsmynd? „Hann var manna fyrstur til að halda því fram að stjömur himins væru í rauninni fjarlægar sólir og um þessar sólir hugsaði hann sér að hlytu að vera hnett- ir og á þessum hnöttum hlyti að vera líf, alveg eins og Kópemik- us hafði sýnt á hans dögum fram á að væri hér hjá okkur. Skemmst er frá að segja að hin viðburðaríka ævi Bmnos endaði með því að rannsóknarréttur páfans brenndi manninn á báli fyrir skoðanir sínar. Sjálfur Bruno verður viðfangsefni á kvöldfundi hjá Stofnun Dante Alighieri á íslandi þriðjudaginn 22. febrúar nk.“ - En hvað verður á dagskrá á fræðslufundinum í Norræna húsinu? „Þar verða haldin átta tuttugu mínútna erindi. Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur talar um kenningu Kópernikusar, Gunnlaugur Björnsson stjarn- eðlisfræðingur fjallar um nýfundnar reikistjörnur í öðram sólkerfum, Þorsteinn Þorsteins- son jarðeðlisfræðingur fjallar um kenningar um líf á Mars fyrr og nú, Trausti Jónsson veður- fræðingur heldur erindi um loftslagssögu jarðar. Eftir kaffi- hlé talar Guðmundur Eggerts- son líffræðingur um hugmyndir um upphaf lífsins á jörðinni, Þorsteinn Þorsteins- son lífefnafræðingur ræðir um samstillingu efnis í alheimi, Krist- ján Jónasson stærð- fræðingur fjallar um loftsteina og áhrif þeirra á lífríki jarðar og að lok- um talar Viðar Víkingsson kvik- myndagerðarmaður um alheim- inn, líf og list. Fundarstjóri verður Þór Jakobsson.“ - Hvenær var Fræðslusjóður um líf í alheimi stofnaður? „Hann var stofnaður 5. októ- ber 1996 og er að stofni til gjafir sem mér bárust frá vinum og ► Þór Jakobsson fæddist í Kan- ada 1936. Hann lauk stúdent- sprófí frá Menntaskólanum f Reykjavík árið 1956 og fór þá til Noregs þar sem hann stundaði nám í jarðeðlisfræði og varð cand. mag. í þeirri grein. Cand. real. í veðurfræði varð Þór árið 1966 frá háskólunum í Ósló og Bergen. Hann starfaði í Noregi meðfram námi en fluttist til Kan- ada 1968 og var þar í fram- haldsnámi og við störf. Eftir doktorspróf og rannsóknarstörf við rannsóknardeild Veðurstofu Kanada kom Þór til starfa hjá Veðurstofu íslands 1979 þar sem hann starfar enn. Þór er kvænt- ur Jóhönnu Jóhannesdóttur, tæknifræðingi á Lífeðlisfræði- stofnun HÍ, og eiga þau tvö upp- komin börn. vandamönnum á sextugsafmæli mínu og ég beindi opinberlega til þessa sjóðs sem stofnaður var á afmælisdegi mínum. í stjórn sjóðsins era auk mín þeir Agúst H. Bjarnason grasafræðingur, Gunnlaugur Björnsson stjarn- eðlisfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðing- ur.“ - Hvert er verkefni þessa sjóðs? „Sjóðnum er ætlað að vekja áhuga íslendinga og einkum ungs fólks á rannsóknum á sól- kerfinu, geimferðum til tungls- ins og Mars. Vaxandi áhugi er á þessum efnum víða um lönd og það rísa upp háskóladeildir, einkum í Bandaríkjunum, á þessu sviði sem einnig kallast stjömulíffræði (astrobiologi), þess ber að geta að mun fleiri karlar en konur hafa áhuga á eðlisfræði sem er undirstaða rannsókna í þessum greinum." -Ætlar Fræðslusjóðurinn um líf í alheimi að standa fyrir fleiri ráðstefnum af þessu tagi á næst- unni? „Næsta verkefni sjóðsins er að skipu- leggja verkefni fyrir skólanemendur á unglingsaldri um geimferðir og rann- sóknir á sólkerfinu. Verið er að endurskipuleggja kennslu í nátt- úravísindagreinum í skólunum og tækifæri er því til að benda á viðfangsefni; líf í alheimi, sem heillar jafnt unga sem aldna sem því kynnast. Einnig stendur til að halda fleiri fræðslustefnur eins og er á dagskrá á fimmtu- daginn kemur í Norræna húsinu. Heillandi við- fangsefni fyr- ir unga sem aldna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.