Morgunblaðið - 15.02.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 15.02.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 11 Undirbúningur vegna Fljótsdalsvirkjunar Umhverfís- mati á raflín- um að ljtíka LANDSVIRKJUN mun í næstu og þar næstu viku leggja fram skýrslur um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar rafmagnslína á Austur- landi, en þær tengja Fjótsdalsvirkj- un við raforkukerfið. Kostnaður við byggingu línanna er áætlaður 4,5-5 milljarðar króna. Um er að ræða tvær rafmagnslín- ur. Annars vegar er lína milli Fljóts- dalsvirkjunar og Reyðarfjarðar og hins vegar lína á milli Fljótsdals- virkjunar og Kröfluvirkjunar. Landsvirkjun hefur unnið að gerð skýrslna um umhverfisáhrif þessara framkvæmda í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Verkfræðistofan Hönnun og ráð- gjöf ehf. er að vinna fyrir hönd Hafn- arsjóðs Fjarðarbyggðar, skýrslu um umhverfisáhrif nýrrar hafnar í Reyðarfirði. Skýrslan verður afhent skipulagsstjóra um eða eftir helgina, en verið er að leggja lokahönd á hana. Landsvirkjun er einnig að vinna að nýrri skýrslu um umhverfismat vegna jarðvarmavirkjunar í Bjarn- arflagi og er stefnt að því að skýrslan verði lögð inn til skipulagsstjóra í næsta mánuði. Landswkjun áform- ar að fara út í þessa virkjun vegna þess að raforka frá Fljótsdalsvirkjun er ekki nægjanleg fyrir 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði. Lands- virkjun hefur einnig haft til athugun- ar að fara út í svokallaða Hrauna- veitu, sem tengist Fljótsdalsvirkjun. Unnið verður að rannsóknum á þess- um virkjanakosti næsta sumar. Lauk doktors- prófí í lækna- vísindum • INGUNNÞor- steinsdóttir varði doktorsritgerð við Háskólann í Upp- sölum í Svíþjóð 4. nóvember sl. Rit- gerðin sem er á sviði meinefna- fræðilegrar lækn- isfræði ber heitið „The importance of Monocyte and Gran ulmocyte Activation and Prim- ary Sjörgren’s Syndrome". Ritgerðin byggist á rannsóknum á sjúklingum með liðagigt. Sjúkling- amir voru meðhöndlaðir með litlum skömmtum af sterum og áhrif á vissa viðtaka á yfírborði hvítra blóðkorna í blóðrásinni skoðuð auk áhrifa á prót- ein mynduð af hvítum blóðkomum. Ritgerðin fjallar einnig um áhrif CRP (prótein myndað í líkamanum við bólguviðbrögð) á starfsemi hvítra blóðkoma. Rannsóknir vom unnar undir handleiðslu dósents Lenu Hákansson og prófessors Per Venge, sem bæði hafa unnið við rannsóknir á astma og ofnæmissjúkdómum til margra ára. Andmælandi var dósent Hans Gyl- lenhammer, yfirlæknir á blóðfræði- deild Huddinge-sjúkrahússins í Stokkhólmi. Ingunn er fædd í Reykjavík 1961 og er dóttir hjónanna Þorsteins Guðbrandssonar og Ingibjargar Skúladóttur. Ingunn lauk stúdent- sprófi frá Menntaskólanum f Kópa: vogi 1981, læknaprófi frá Háskóla Is- lands 1987 og sérfræðinámi í kh'nískri lílfefnafræði við Háskóla- sjúkrahúsið í Uppsölum 1998. Ing- unn starfar nú sem sérfræðingur á rannsóknarstofu í meinafræðum á Landspítalanum. Eiginmaður Ing- unnar er Eyþór Bjömsson, sérfræð- ingur í lungnalækningum, og eiga þau þrú börn, Darra, Dagnýju og Ægi. Grétar H. Óskarsson lagði hönd á plóg við uppbyggingu flugmála í Namibíu N otaði Island sem fy r- irmynd við verkefnið ÍSLENDINGAR hafa í allmörg ár lagt fjármagn í verkefni í Namibíu á sviði sjávarútvegsmála og flugmála og hafa bæði Þróunarsamvinnu- stofnun Islands og Flugmálastjóm komið þar við sögu. í flugmálum er nú unnið að uppbyggingu flugleið- sögukerfis og sér Brynjar Arnarson hjá Flugkerfumum það verkefni. Grétar H. Óskarsson, flugvéla- verkfræðingur og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flug- málastjómar, lauk um síðustu áramót fimm ára uppbyggingar- starfi sínu í Namibíu en hann starf- aði í þrjú og hálft ár sem flugmála- stjóri og síðar framkvæmdastjóri loftferðaeftirlits landsins. „Ég fékk leyfi frá starfi mínu hjá Flugmála- stjórn í ársbyrjun 1995 þegar ég var ráðinn í embætti flugmálastjóra í Namibíu en sænska þróunarstofnun- in, SIDA, hefur í nokkur ár lagt fram fjármagn til uppbyggingar flugmála í landinu," segir Grétar í samtali við Morgunblaðið en hann var valinn úr nokkmrn hópi af sænsku ráðgjafar- fyrirtæki. Byrja þurfti frá grunni Grétar segir að verkefni sitt hafi verið að byggja upp flug í Namibíu nánast frá gmnni. „Það var ekkert til og því þurfti að byggja alla flug- málastarfsemi upp frá gmnni. Þar á ég bæði að mennta fólk til starfa í þessari grein og síðan alla tæknilega uppbyggingu varðandi flugvelli, flugumferð og loftferðaeftirlit," seg- ir Grétar. „Landið hlaut sjálfstæði árið 1991 en var áður hluti af Suður- Islendingar hafa ásamt Svíum og Þjóðverj- um stutt uppbyggingu flugmála í Namibíu. Grétar H. Oskarsson starfaði sem flugmála- stjóri landsins í rúm þrjú ár og þjálfaði upp innlendan eftirmann sinn. Afríku og flugmálum stjórnað af yfirvöldum í Pretoríu. Þegar Namibía var aðskilin frá Suður-Afríku varð eðlilega að byrja á allri þessari uppbyggingu. Fyrir hendi vora helst flugvallarstarfsmenn og flugumferðarstjór- ar en með góðri aðstoð Svía og Þjóðverja gekk þessi uppbygging vel. Við sendum menn til þjálfunar í Kanada og Þýskalands og ég sendi einnig mannskap heim tU Islands til að kynna sér hvernig hlutirnir væm þar.“ Grétar segir að margt sé líkt með löndunum, bæði séu lítil og stærðin á flugkerfum landanna svipuð. „Þess vegna gat ég haft ísland sem fyrir- mynd við uppbyggingarverkefnið,“ segir Grétar. Svíar stóðu að mestu undir kostnaði viðverkefnið en á síð- ustu ámm hafa íslendingar einnig lagt fram fé, alls 30 milljónir á þrem- ur áram. Hefur framlagið meðal annars farið í aðstoð við uppbygg- ingu GPS-staðsetningai-kerfis tU flugleiðsögu í landinu, til að byggja upp flug- stjórnarmiðstöð og flugumferðarstjóm. „Verkefninu er alls ekki lokið,“ segir Grétar, „en ég vona að viðbótar- framlag fáist frá Þróun- arsamvinnustofnun til flugmálanna enda er hún að minnka aðstoð á sviði sjávarútvegsmála og taka upp önnur verkefni því landið þarf margháttaða aðstoð áfram.“ Verkefni Grétars í Namibíu lauk um síð- ustu áramót og hafði hann þá þjálfað innlendan mann til að taka við sem flugmálastjóri í landinu. Verkefnið sem Flugkerfi vinnur að stendur þó enn og telur Grétar að þróun flug- mála í landinu sé nú á góðri leið. En hann hefur ekki séð fyrir sér að taka að sér hliðstætt verkefni í öðra Af- ríkulandi? „Namibía hefur þá sérstöðu að þar er stjórnarfar og efnahagslíf stöð- ugt, þar er allt hreint og fallegt, landið skemmtilegt og ekki borgar- Grétar H. Óskarsson astyrjöld eins og til dæmis í nágrannaríkjunum Angóla og Kongó eða efnahagsöngþveiti eins og í Zambíu og Zimbabwe. Stöðugleiki rfldr hins vegar í Namibíu, Botswana og Suður-Afríku og þessi lönd líkjast miklu fremur löndum í Evópu en Af- ríku en ég er hræddur um að ekki sé að vænta mikilla breytinga eða upp- byggingar í hinum ríkjunum vegna styi-jaldarástands og annarra hörm- unga.“ í fastanefnd hjá Alþjóða flugmálastofnuninni Þegar verkefninu í Namibíu var að ljúka bauð Þorgeir Pálsson flugmál- astjóri Grétari að taka sæti fyrir hönd Norðurlandanna í fastanefnd hjá Alþjóða flugmálastofnuninni, ICAO í Montreal í Kanada. „Þetta er þriggja ára staða í flugöryggisnefnd Alþjóða flugmálastofnunarinnar en í henni sitja 15 sérfræðingar á ýmsum sviðum flugmála. Ég kem til með að taka einkum að mér verkefni er varða lofthæfi og flugrekstur en Finni sem ég tek við af var sérfræð- ingur í fjarskiptamálum þannig að hér era jafnan menn með margs kon- ar reynslu og bakgrann. Nefndarmönnum, sem koma úr öllum heimshornum, er í starfi sínu sem sérfræðingum í flugöryggis- málumætlað að fara eftir sannfær- ingu sinni og þekkingu en ekki hugs- anlega fyrirmælum frá heimalandinu," segir Grétar að lok- um og sagði nokkur viðbrigði að flytjast úr sumri og sól í Namibíu til vetrarkulda í Kanada en kvaðst þó una breytingunni mæta vel. Matthías Sveinbjörnsson hjá Flugkerfum hf. að störfum. E ndur skipuleggj a loftrýmið í N amibíu Börðust við eld- inn í rafmagns- leysi og fárviðri FLUGKERFI hf. í Hlíðasmára í Képavogi hefur tekið þátt í þróun- araðstoð sem Þróunarfélag Islands hefur fjármagnað í Namibíu í tengslum við endurskilgreiningu á flugstjórnarrýmum. Brynjar Arn- arson, hjá Flugkerfum, segir að í samstarfi við nokkra sérfræðinga hjá Flugmálastjórn hafi verið unnin grunnvinna sem snerti upp- byggingu flugmála í Namibíu. „Fyrsti hlutinn tengdist notkun GPS í flugi. Hópur á okkar vegum kenndi innfæddum hvernig standa á að slíkum málum. Við tókum út fyrir þá alþjóðaflugvöllinn og lögð- um í hendurnar á þeim þekkingu og búnað til þess að þeir gætu séð um aðra flugvelli. Við lukum við stórt verkefni í lok síðasta árs sem fól í sér endurskipulagningu á loftrým- inu í Namibíu. Fram að þessu hefur allri flugumferð verið stjórnað af einum manni i flugturninum í Windhoek. Þetta var í lagi meðan umferðin var mjög lítil en það hefur orðið gífurleg aukning á flugum- ferð þarna og umferðin heldur áfram að aukast. Á Norður- Atlantshafinu er um 6-8% aukning á ári en hjá þeim er hún 60-80%. Það þarf því að gjörbylta allri flug- umferðarstjórn á þessu svæði.“ Flugkerfi hefur nú lagt fram til- lögu um hvernig loftrýminu verði skipt í undirsvæði þannig að hægt verði að dreifa umferðinni á fleiri en einn flugumferðarstjóra í einu. „Við höfum lokið við grunnhönnun á nýrri fl u gstj ó rnarm i ðstö ð sem nauðsynlegt verður að byggja og önnumst skipulagningu á flug- stjórnarmiðstöðinni. Einnig erum við að vinna að ýmsum kerfislausn- um fyrir flugstjórnarmiðstöðina. f því felst m.a. tækifæri til þess að veita Namibíumönnum aðstoð til að innheimta yfirflugsgjöld, en þeir hafa nýlega fengið heimild í lögum til þess að geta innheimt slík gjöld.“ LÍTIÐ mannlaust timburhús eyði- lagðist í eldsvoða í Höfnum í fyrri- nótt. Branavarnir Suðurnesja voru kallaðar út klukkan 3:31 um nóttina eftir að eldur kom upp í húsinu en fengu ekkert við ráðið, enda hafði eldurinn kraumað í friði um nóttina og þak hússins var fallið þegar slökkviliðsmenn komu að. Slökkvistarf gekk mjög erfiðlega vegna fárviðris og í þokkabót fór rafmagn af Reykjanesbæ meðan á slökkvistarfinu stóð. Við það fór þrýstingur af vatni þannig að ekki var hægt að notast við branahana og aðeins hægt að nota það vatn sem var í slökkvibflunum sjálfum. Slökkvistarfi lauk um klukkan 5 en húsið er talið ónýtt. Að sögn varðstjóra hjá Bruna- vörnum Suðurnesja var veðurofsinn gífurlegur í nótt, eða allt að 36 metr- um á sekúndu, sem jafngildir vindhraða upp á 130 km á klst. Ekki heyrðist mannsins mál á vettvangi vegna veðurgnýsins en klukkan 5 slotaði óveðrinu eins og hendi væri veifað. Verið var að gera það upp þegar eldurinn kom upp en eigandi þess var ekki heima. Ekki er Ijóst hver eldsupptök vora og hefur rannsókn- ardeild lögreglunnar í Keflavík tek- ið við rannsókn á orsökum brunans. Að sögn Sigmundar Eyþórssonai- slökkviliðsstjóra er það alvarlegt mál þegar rafmagn fer af með þeim afleiðingum að ekki er unnt að halda uppi vatnsþrýstingi og stunda full- nægjandi vatnsöflun þegar sinna þai-f slökkvistarfi. „Þarna getur far- ið illa ef við höfum ekki rafmagn á kerfinu og lendum í stærri branum. Við erum með vatnstank sem á að ráða við flesta húsbruna en það væri engan veginn viðunandi ef við þyrft- um að takast á við iðnaðarbrana án þess að geta tryggt fullnægjandi vatnsöflun." -------------- Viðræður Flóabanda- lags og vinnuveitenda Stefnan skýrist á fimmtudag SAMNINGANEFNDIR Flóa- bandalagsins og Samtaka atvinnu- lífsins hafa komið sér saman um að stefna að því að Ijúka viðræðum um sérkjarasamninga næstkomandi fimmtudag. Búist er við að þá skýrist hvaða stefnu viðræður samnings að- ila taka. Viðræðurnar eru í „eðlilegum far- vegi“ eins og forystumenn samn- ingsaðila orða það. Margir fundir hafa verið haldnir um sérmál ein- stakra hópa og halda þeir áfram í þessari viku. Stefnt er að því að hóp- arnir skili niðurstöðu fyrir fund for- ystumannanna á fimmtudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.